Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hreggviður Jónsson, fv. alþm.
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.04.2004 at 16:05 #194271
…var að senda bréf til ráðuneytisdómsmála, sem aftur sendi til Umferðarstofu um breytta jeppa sem einn mesta skaðvald og hættu í umferðinni. Ekki er sá góði maður beinlínis vinsamlegur í garð jeppamanna og notar um okkur ýmis orðtæki, sem maður heyrir stundum á götunni í bréfi sínu, ef rétt er hermt í Mogganum.
Eruð þið búnir að lesa þetta, félagar?
kv. ólsarinn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.04.2004 at 16:19 #500349
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við erum nú búin að taka ágætan hring í þessari umræðu hérna. Þarf ekki bara tækninefndin að senda af þessu tilefni Umferðastofu ítarlega greinargerð um þessi mál og hvernig þau hafa þróast á undanförnum árum. Mér fannst t.d. Snorri Ingimarsson koma með mörg athyglisverð rök gegn svona upphlaupum, svo ekki sé talað um hversu sterkt vopn Orion skýrslan er í þessum efnum.
Kv – Skúli
27.04.2004 at 16:19 #500353
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er Hreggviður ekki litli bróðir Leós?
27.04.2004 at 16:26 #500356Nú veit ég ekki – það skyldi þó ekki vera?
Annars er ég sammála SkúlaH (eins og venjulega). Mæli með að farið verði að hans tillögu um leið og ég þakka mönnum eins og Snorra verkfræðingi Ingimarssyni fyrir fróðlega pistla
27.04.2004 at 16:55 #500361Þessi grein var mér erfið lesturs og ég fór nánast að gráta yfir þessari vitleysu í Hreggvið sem hefur greinilega aldrei stigið fæti í jeppa. Mér finnst nú ólíklegt að umferðarstofa taki nú mark á þessari vitleysu ég held að þeir séu gáfaðari en það. En hver veit…fólk útí bæ trúir öllu sem það les!
kv, Geiri Gúrka
27.04.2004 at 17:08 #500365Þriðjudaginn 27. apríl, 2004 – Innlendar fréttir
Umferðarstofa athugi öryggi breyttra jeppa
HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent samgönguráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að kanna þurfi hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi. Spyr hann m.a.
HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent samgönguráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að kanna þurfi hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi. Spyr hann m.a. hvort framleiðendur bílanna hafi samþykkt slíkar breytingar til íslenskra umboða og hverjar séu viðmiðunarreglur hjá Evrópusambandinu um breytingar á bílum og hvort þær gildi hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sent erindi Hreggviðs til Umferðarstofu og óskað eftir að fá sjónarmið hennar á málinu.
Í bréfi sínu segir Hreggviður að margvíslegar breytingar á jeppum hafi farið fram án þess að gerð væri úttekt á afleiðingum þeirra. Nefnir hann breytingar á bremsubúnaði, drifum, á jafnvægispunkti og stöðugleika vegna hækkunar og stórra hjólbarða. Segir hann það hafa vakið athygli að slíkir bílar rási óeðlilega og að aksturslag þeirra skapi hættu fyrir aðra vegfarendur. "Fjöldi fólks talar um þessa vá á vegum, enda ekki árennilegt að mæta þessum tröllauknu hormóna bifreiðum og hafa það á tilfinningunni að þá og þegar geti þessi breytta bifreið ekið á eða yfir önnur farartæki," segir m.a. í bréfinu.Hreggviður beinir einnig þeirri spurningu til samgönguráðherra hvort ráðuneytið hafi látið kanna hverju muni á bremsuvegalengd sama bíls á 29 tomma hjólbarða og 38 tomma hjólbarða miðað við 100 km hraða. Undir lok bréfsins spyr hann hvort menn haldi að venjuleg lítil verkstæði á Íslandi geti bætt eða útfært á fullnægjandi hátt hönnun og framleiðslu á öryggisbúnaði bíla sem kostað hafi milljarða að hanna.
27.04.2004 at 18:49 #500368
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Fjöldi fólks talar um þessa vá á vegum, enda ekki árennilegt að mæta þessum tröllauknu hormóna bifreiðum og hafa það á tilfinningunni að þá og þegar geti þessi breytta bifreið ekið á eða yfir önnur farartæki,"
Það eru nú líka óbreyttar bifreiðar sem geta ekið á mann. Hvernig er það, talar ekki líka fjöldi fölks um þessa sportbílatöffara sem keyra einsog brjálaðingar á götum borgarinnar á spoilerkittuðum imprezum. Er eithvað betra að fá svoleiðis gaur á móti sér. Ég held að gaurinn sé bara eithvað taugaveiklaður, það getur auðvitað hvaða bíll sem er keyrt á þig og oftar en ekki eru það fólksbílarnir sem eru svínandi á mann.
27.04.2004 at 19:04 #500371
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta atriði í greininni er nú kannski hluti af máli sem hefur verið til umræðu hér, Benni nefndi fyrst mér vitanlega og svo tók Jón Snæland þetta upp fyrir skömmu hér á vefnum. Það er að menn keyra oft býsna greitt og fyrir litla bíltík að mæta t.d. 44" Patrol eða LC80 (eða raunar hvaða stórum bil sem er) á mjóum vegi er örugglega býsna stressandi fyrir marga, ekki síst ef jeppinn er á mikilli ferð. Eins og Jón Ofsi sagði, þarna getum við tamið okkur tillitsemi og haft mikil áhrif á þessi imyndarmál. Lokum ekki augum fyrir þvi sem við getum bætt
Kv – Skúli
28.04.2004 at 09:33 #500375mótorhjólin. Er ekki jafn "skelfilegt" að mæta t.d wv Transporter eða Hyundai H1 sem flokkast undir fólksbíla á mótorhjóli eins og að mæta jeppa á Yaris. Er þá ekki komin ástæða til að banna fólksbíla líka. Hvernig væri að snúa þessu bara við og banna allar þessar örþunnu blikkdósir eins og Yaris,charade,Micra osfv og leyfa bara stærri og sterkari bíla. Eitthvað myndi verða sagt þá. Eitt veit ég allavega, ég mun ekki bjóða minni fjölskyldu upp á að ferðast um á svona málaðri álpappírs dós.
Ég held að allir sem eru að skíta út jeppamenn, mótorhjólamenn osfv hafi aldrei ekið neinu öðru en litlum sætum fólksbílum og viti því ekkert hvað þeir eru að tala um. Legg til að þessir menn prufi eitthvað nýtt og viti þá allavega hvað þeir eru að segja.Kv
Hamingjusamur JEPPA eigandi sem fær sér aldrei fólksbíl aftur (held ég)
28.04.2004 at 10:16 #500378
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég geri mér grein fyrir því að það sem ég ætla að skrifa, á eftir að hljóma eins og kjarnorkusprengja í tómum hljómleikasal í framhaldi af þessari umræðu.
ÉG ER SAMMÁLA MÖRGU AF ÞVÍ SEM HREGGVIÐUR SKRIFAR!
Reyndar finnst mér ekki rétt að blanda tilfinningum í þessi mál eins og Hreggviður gerir því auðvitað er til fólk sem er hrætt við að mæta stórum bílum, en það er líka til fólk sem er hrætt við að fljúga, öskubílinn, lyftur og svo mætti lengi telja. Það skiptir bara ekki máli.
En snúum okkur að því sem ég er sammála. Ég er sammála því að það sé FULL þörf á að kanna þessi mál betur og ótrúlegt hvað menn virðast vera hræddir við að það sé gert. Í staðinn virðast jeppamenn stinga upp á því að tækninefnd ferðaklúbbsins 4×4 verði send til Umferðastofu til að útskýra hvað þetta sé mikil vitleysa í Hreggviði. Það eru einmitt svona aðgerðir sem kalla á samsæriskenningar og nær væri að eitthvað af visku tækninefndarinnar væri miðlað til almennings með markvissum hætti. Í því sambandi er rétt að benda á að það sem skiptir máli er: "Hvaða áhrif hafa umræddar breytingar á aksturseiginleika bifreiðarinnar og öryggi?" Allt annað hjal um flot og fjöðrun á jöklum skiptir bara engu máli.
Annað mál er svo þessi blessaða "Orion-skýrsla" sem virðist vera hið nýja haldreipi þeirra sem vilja verjast slíkum umræðum. Að veifa þessari skýrslu í umræðum um áhrif breytinga á aksturseiginleika er eins og að mæta með hníf í byssubardaga.
Það hlítur að vera hagur jeppamanna sem og annarra að þessi mál séu skoðuð og það skjalfest hverjar afleiðingar breytinganna eru. Verði tækninefndin send til að slökkva eldana í hvert sinn sem slík umræða fer á stað verður andúðin í garð breyttra jeppa alltaf jafn mikil og því miður á rökum reist. Ef breytingarnar eru eins góðar og af er látið, þá hafa jeppamenn ekkert að óttast. Viðbrögðin gætu þó bent í aðra og verri átt. Það kom mér reyndar afskaplega mikið á óvart þegar ég lét breytingaskoða jeppann (Isuzu Trooper á 35") og í ljós kom að miðað við leyfðan farþegafjölda var engin umfram burðargeta fyrir farangur osfrv. Reyndar kom hann vel út í bremsuprófun en hitt vakti mig til umhugsunar um áhrif meiri breytinga.
Með kveðju,
Daníel Gíslason
28.04.2004 at 10:59 #500382Auðvitað þarf að breyta bílunum "af þekkingu og vandvirkni", hinsvegar þekkja eigendur og ökumenn hvers bíls yfirleitt hrekkina þeirra og aka eftir því. Varla þarf Hreggvið til að bæta þennan hluta heimsins. En ég gleymi hinsvegar aldrei þeirri stund þegar ég ók mínum 38 tommu hilux í afturdrifinu í október 2002 á blautu malbiki í Langadal að kvöldi til. Þegar ég sló af vegna umferðar fyrir framan sem hægði á til að hleypa mér framúr þá dró minn afturhjólin skyndilega (tel það skýringuna eftirá) og dansaði bíllinn milli kanta meðan ég slóst við rattið. Að lokum var svo komið að ég rann út á hlið með afturendann útaf vinstra megin og stýrði eins og ég gat í akstursstefnu. Útundan mér sá ég hallan í kantinum sem ég bjóst við að rúlla niður og beið örlaganna. En Guð blessi Aron og aðra vandvirka breytingamenn, hiluxinn rétti sig smám saman af, reyndi að stökkva útaf hinummegin, en smám saman fann hann kúrsinn og ég stoppaði (og setti í framdrifið og þakkaði). Ég hef síðan sagt að jafnvægi og hreyfingar þessa bíls með 6 cm lyftingu, gormakerfi og 38 tommu dekkjum eru snilld, sem ekki gefa eftir "venjulegum bílum".
28.04.2004 at 12:13 #500385
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Daníel, það sem er fyrst og fremst misskilningurinn hjá ykkur Hreggviði og jafnframt Leó M. (ekki ólíklegt að það sé eitthvað samhengi milli þeirra tveggja) er að það er talað eins og þessi mál séu í einhverjum ólestri og ekkert verið unnið í þessu. Hreggviður setur fram þá merkilegu tillögu að Umferðastofa ??kanni hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi??, líkt og það hafi aldrei verið gert. Þessi mál hafa verið til skoðunar í fjölda ára fyrir frumkvæði tækninefndar 4×4 og er stöðugt verið að vinna í þessum málum til að gera gott betra. Og Orion skýrslan góða er svo skýr vísbending um að sú vinna sem átt hefur sér stað í þessu sé bara býsna góð. Það er klárt mál að ef þessir bílar væru jafn hættulegir og þessir menn vilja láta væri útkoman úr þeirri rannsókn öðruvísi. Menn eru ekkert að mótmæla því að þessi mál séu skoðuð, enda sú vinna alltaf í gangi, menn eru hins vegar að mótmæla því að þetta sé eitthvað kaos og bílarnir okkar stórhættulegir í umferðinni eins og þeir Leó og Hreggviður gefa í skyn.
Það er full ástæða til að vekja athygli á því að ástandið sé ekki þannig, enda alltaf hætta á að ríkisvaldið setji einhver einkennileg lög á grundvelli svona sleggjudóma. Ég er allavega nokkuð sannfærður um að fulltrúar okkar í tækninefnd, auk margra annarra félagsmanna sem hafa legið yfir þessum málum í áratugi og byggja þar á menntun á þessu sviði auk reynslunnar, vita meira hvað þeir eru að tala um þarna en Hreggviður.
Kv – Skúli
28.04.2004 at 13:32 #500389Það er þó sá munur á skrifum þeirra tveggja að Hreggviður telur all breytta jeppa hættulega en Leó viðrar fyrst og fremst áhyggjur (væntanlega óþarfar) af því að ekki sé nægt eftirlit með að breytingar séu gerðar almennilega og að þeir sem aki þeim viti hverju þeir eru að aka. Hér í spjallþræðinum um grein Leós er einmitt hægt að finna skýrslu um breytingu á LC80 á 44" í Ástralíu og þar er einmitt tíundað hverju var breytt, hvernig og að sumt (t.d. lenging á drifskafti) hafi verið unnið af viðurkenndum fagmönnum.
ÞÞ
28.04.2004 at 16:43 #500393
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það getur verið að ég hafi einhverntímann skrifað að þessi mál væru í einhverjum ólestri og þannig skipað mér í flokk með þeim Hreggviði og Leó M. Það verð ég víst að sætta mig við. Ástæða þeirra skrifa hefur án efa verið að enginn hefur ennþá getað sýnt fram á hvaða áhrif breytingarnar hafa í raun á aksturseiginleika. Leo setti fram sýnar niðurstöður en hvað með niðurstöður áralangra rannsókna tækninefndar og félagsmanna með menntun og reynslu? Hafa þessar niðurstöður verið settar fram einhversstaðar og ef ekki, hvers vegna?
Það að breyttir jeppar séu leyfðir til notkunar ætti að vera næg sönnun þess að þessi mál eru ekki endilega í vondum farvegi, en betur má ef duga skal. Það þarf að sýna fram á hvaða áhrif breytingarnar hafa og það verður ekki gert með ?Orion-skýrslunni?.
Hérmeð skora ég á tækninefndina að opinbera eitthvað af sýnum niðurstöðum þannig að snúa megi vörn í sókn.
Með kveðju
Daníel Gíslason
28.04.2004 at 16:58 #500398Sælt veri fólkið!
Já mér er spurn; vegna þess að ég veit ekki betur en að fullt hafi verið gert í þessum málum fleiri ár. Ríkið kom á sérskoðun fyrir áratugum síðan, tækninefndir f4x4 hafa unnið að þessu máli í fjöldann allann af árum ásamt breytingaaðilum og síðast en ekki síst er búið að gera þessa Orion-skýrlu. Hvað þarf til að mál linni?Þessi mál eru í stanslausri endurskoðun.
Við fengjum víst ekki sérskoðun og breytingaaðilar ekki starfsleyfi ef þetta væri svona hættulegt.
Ég veit ekki hvað sumir menn þurfa alltaf að kvarta undan öllum sköpuðum hlutum, en held að þeir aðilar séu haldnir einhverri maníu/öfund og linni ekki látum fyrr en á okkur verður troðið einhverri ESB-tilskipun í líkingu við það sem er á Norðurlöndunum.
Með von að öldurnar lægi
Bkv.
Magnús Guðmundsson
28.04.2004 at 17:38 #500400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skipaði þér hér að ofan í flokk með þeim Hreggviði & co. bara af því ég skildi þig þannig að þú værir að taka undir hans orð, reyndar að undanskildu því sem ég var að vísu búinn að taka undir, þessu með tilfinningamálin. En sjálfsagt hefur það verið ofgert.
Hins vegar get ég alveg tekið undir með þér að það væri gott ef tækninefndin myndi fræða okkur almenna félaga um þessi mál, það er auðvitað ekki nóg fyrir okkur að trúa blint á hæfni þeirra sem hafa verið að vinna í þessum málum. Sú hugmynd var líka rædd í þræðinum sem fjallaði um gagnrýni Leós. Ég hef ekki tæknimenntun og kannski brotakennda þekkingu á þessum málum, veit þó að menn hafa fundið út að stýrisbúnaði er rétt að breyta á ákveðin hátt, hækkanir verði að vera innan tiltekinna marka o.s.frv. Þetta eru reglur sem eru búnar að þróast í gegnum árin og byggja á reynslu og hugviti. Ég held raunar að útkoman sé sú að hönnunin er yfirleitt jafngóð ef ekki betri en þessi milljarðahönnun bílaframleiðenda sem Hreggviður vill að fái að skera úr um hvað megi og hvað ekki, ef ég skil fréttina rétt. Það styrkir mig í þessari trú minni á íslenska breytingahönnun að flestir breyttir jeppar sem ég hef keyrt hafa verið afskaplega ljúfir í akstri. Ég kannast ekki við að þeir séu rásgjarnir eins og Hreggviður talar um NEMA það sé eitthvað að í stýrisbúnaði eða dekkin orðin slitin. En þetta á við alla bíla, óbreytt fólksbílatík rásar líka þegar slit er komið í stýrisbúnað. Ég reyndar fullyrði að það sé meira af fólksbílum á götunum sem eru hættulegar af þessum sökum heldur en breyttir jeppar vegna þess að yfirleitt fá breyttir jeppar meira og betra viðhald. Svo eins og ég segi er Orion skýrslan staðfesting.
En eins og ég segi þá get ég alveg tekið undir það að gagnlegt væri að fá meiri fróðleik um þessi mál og þróun þeirra frá tækninefndinni. Það hefur hins vegar ýmislegt komið fram, bæði á félagsfundum, í Setrinu og hér á vefnum.
Kv – Skúli
28.04.2004 at 21:24 #500403Vegna umræðu um hve breytir jeppar rási mikið langar mig að benda á það að t.d. yaris eða Golf sem er kominn á álfelgur og breiðari dekk rásar mun meira í hjólförum á malbiki en 38" breyttur jeppi.
Ætti ekki að skoða það líka þar sem allt er orðið fult af svoleiðis bílum.Hilmar Örn A-775
28.04.2004 at 21:27 #500407
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er nú ekki beint í þessu sporti, meira svona mikill áhugamaður á hliðarlínunni.
en er það ekki rétt hjá mér að þessar sérskoðanir taka á öllum hlutum sem að hefur verið breytt í bílnum, allt frá suðu og út í boltaherðingar á mikilvægum hlutum?
og líka, ganga þessir bílar ekki undir eðlilega skoðun að þessari sérskoðun lokinni og þá er tekið á öllu því sama og gert er með fólksbílana og þessa óbreyttu jeppa?
hvað er það þá sem að er svona óörugt við þessa bíla sem að menn eru hrættir við?
28.04.2004 at 22:53 #500411Það er undarlegt að lesa um alla þessar kjaftsögur um að breyttir jeppar skuli vera svona hættulegir,það er nú ekki langt síðan að minn bíll var á 31" og er núna á 35",það sem ég fann við að keyra bílinn eftir breytingu er að hann skánaði helling í keyrslu hvað varðar rás í hjólförum.
Einnig get ég sagt að hann var svagari í öllum hreyfingum á 31" dekkjum,mér finnst bíllinn vera stöðugri í dag og er ég ekki einn um það,því þeir sem hafa keyrt bílinn fyrir og eftir breytingu eru mér sammála.Að vísu hef ég ekki verið á 38" eða 44" og get því ekki tjáð mig um það,einnig er það undalegt að margar erlendar þjóðir séu svona áhugasamar um okkar breyttu jeppa ef þeir eru svona hættulegir.
Nú svo er það með að jeppar eru svo breiðir á vegum og fólk skíthrætt að mæta þeim´,hvernig er þá sama fólk í andlitinu þegar það mætir stórum flutningabíl með tengivagn? verður þá ekki að banna þá líka og koma með minni útgáfu að þeim á göturnar.
Mér finnst öll þessi umræða um breyttra jeppa vera svolítið þreytt,af hverju snúa þessir menn sem setja svo mikið útá hætturnar í jeppunum okkar ekki útá þessa GTI bíla og ökumenn þeirra,það er nú svo að maður er bara mjög oft í stórri hættu þegar þeir eru að aka við hliðina á manni og taka svo svigið á milli akreina-er engin hætta þar á ferð ?Jóhannes
R-3257
28.04.2004 at 23:50 #500415
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er a.m.k tvennt í þessu sem gleymist tel ég:
Í fyrsta lagi þessi sérskoðun sem margir hér álíta einhversskonar "stiikfrí" passa. Segjum sem svo að þú eigir original Hilux á flatjárnum. Þú vilt fara í 38" og lætur henda honum ofan á hásingarnar og setur kanta, mætir svo í sérskoðun og færð bílinn gúdderaðan sem sérskoðaðan og allt í lagi. Límmiði settur á mælaborðið og allt er æðislegt. Seinna setur þú svo sjálfur heimasmíðað röradót undir hann að aftan og loftpúða, lengir hann aðeins í leiðinni og setur 200 lítra aukatanka í hann. Ofsa duglegur. Árið á eftir setur þú svo gorma að framan, aðra stýrismaskínu, spil, grind og margt fleira. Hver skoðar að Mummi Mix í bílskúrnum hafi gert þetta almennilega ? Er ekki búið að sérskoða bílinn og málið dautt ? Ekkert eftirlit ?
Berum svo saman að fá óbreyttan bíl eða jafnvel vörubíl í hliðina á hvaða fólksbíl sem er. styrktarbitar hurða og yfirbyggingar eru í svipaðri hæð og stuðarar bíla sem eru "original". Hart mætir hörðu eða þannig og búnaður bílsins verndar þann sem situr fyrir innan hurðina. Svo skulum við íhuga hvað gerist þegar stuðari 38-44" bíls kemur æðandi að hlið sama fólksbíls, hart mætir 5mm hliðarrúðu úr perlugleri og svo hausnum á þeim sem situr fyrir innan hana.
Það er löngu tímabært að taka breytingar á jeppum harðari tökum, of margir sem ekki hafa neitt fyrir sér eru að breyta bílum heima í bílskúr að eigin geðþótta og án eftirlits.
Hvers vegna eru td ekki hraðatakmarkarar og ökuritar í mikið breyttum bílum eins og td er lögbundið í vörubílum sem þó eru óbreyttir og margprufaðir við allar hugsanlegar aðstæður.
Jeppamenn á íslandi virðast líka gleyma því oft að þeir eru minnihlutahópur og því verður sennilega ekki breytt. Það sem er í þágu meirihluta verður að fá forgang, hvort sem það er vafamál um öryggi breyttra bíla gagnvart óbreyttum eða reglur um þungaskatt.
Þið eruð ekki einir á götunum.
29.04.2004 at 00:44 #500418Það væri nú bara alveg ágætt ef við værum einir á götunum því þá væri þessi umræða ekki að skekja skjáltamælanna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.