FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hrafntinnusker??

by Halldór Backman

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hrafntinnusker??

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.06.2003 at 15:56 #192642
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant

    Sælir félagar.

    Hef verið beðinn að trússa fyrir Laugavegsgönguhóp sem ætlar að gista í Hrafntinnuskeri. Veit einhver hvernig ástandið er á slóðanum þangað og hvort maður kemst yfir höfuð á staðinn án þess að lenda í vandræðum eða valda skemmdum?

    Kveðja,
    HB
    R-2484

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 11.06.2003 at 16:36 #474162
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þessi slóð er nú eitthvað umdeild, þeim hjá Ferðafélaginu allavega heldur í nöp við að hún sé notuð. Auk þess líklegt að það sé heldur blautt þarna, allavega er lokað þarna skv. síðasta [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Astandfjallvega/$file/halendi.jpg:378a8www]korti[/url:378a8www] Vegagerðarinnar.

    Kv – Skúli H.





    11.06.2003 at 22:10 #474164
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það fer nú mest eftir á hvaða tíma stendur til að fara innúr en því fyrr því betra útaf snjóalögum. Það liggur slóði inn að íshellum sem verður venjulega ekki fær fyrr en um mánaðarmót júlí ágúst en er ekki neitt mál að fara á breytum jeppum en bara að passa sig á því að keyra frekar veginn þótt það sé snjór á honum. Þegar maður er kominn að Skerinu er venjulega hægt að keyra beint í snjó og fara upp að Söðlinum en þá verður slóðin aftur greinilegur niðrað skála. Hvort ferðafélagið sé eitthvað fúlt yfir því að menn séu að keyra þarna þá skiptir ekki nokkru máli því það kemur þeim ekki við enda eiga þeir ekki þetta land frekar en ég og þú. Ég mæli hinsvegar með því að menn gangi nú frekar frá íshellum að skálanum ef þeir hafa ekki neitt áríðandi erindi í skálann





    11.06.2003 at 23:44 #474166
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég hef farið þarna nokkrum sinnum í vorferðir þá oftast einhverntíman í kringum miðjan júní… og venjulega er maður að keyra í snjó mest alla leiðina… Það er ein leiðinleg brekka þarna á leiðinni sem er alltaf basl að komast uppúr. ég myndi ekki fara þarna einbýla nema uppúr miðjum júlí í fyrsta lagi allavegana ekki nema þú þekkir leiðina því að þetta er hitasvæði og hverir þarna út um allt. (Hef mist vélsleða niður úr snjó þarna á jafnsléttu niðrí svona snjóhelli…)

    En ef þú ferð varlega og ert með spil eða eithvað til að bjarga þér þá ættir þú alveg að geta komist inneftir ef varlega er farið.

    Eins gæti alveg verið að það sé allt snjólaust þarna núna miðað við veturinn sem var?????????

    Hveðja Bæring

    P.s. Skálinn er óhitaður ennþá og líklega gaslítill





    11.06.2003 at 23:47 #474168
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Hvenær ætlar hópurinn að fara ??? Og endilega láttu mig vita með færð. Og þú getur líka haft samband ef þig vantar gps punkta eðaeithvað annað …

    Hveðja Bæring
    Bazzi96@hotmail.com





    12.06.2003 at 08:39 #474170
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er rétt sem Hlynur segir, að Ferðafélagið hefur ekkert yfir því að segja hvar má og má ekki aka á þessum slóðum. Hrafntinnusker er innan [url=http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysingar/Fridlond/3_3_fridland_fjallabaki_fridland.htm:2kl4gs2p]Friðlands að Fjallabaki[/url:2kl4gs2p]

    Í [url]baggaferðinni[/url] síðastliðið haust sagði Haukur Haraldsson fræðslustjóri Náttúruverndar að ákveðið hefði verið að leyfa akstur að skálanum í Hrafntinnuskeri. Slóðin að skálanum er til vinstri nokkuð áður en komið er að íshellunum. Það er án efa talsverður snjór þarna ennþá, um [url]páska[/url] var snjódýpt við [url=http://klaki.net/gutti/03apr17/2003_0417_155331.jpg:2kl4gs2p]Markarfljót[/url:2kl4gs2p] vel á annan meter.

    Einar Kjartansson





    12.06.2003 at 18:29 #474172
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sælir allir saman og takk fyrir upplýsingarnar.

    Við verðum á a.m.k. tveim bílum og förum á morgun. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.

    Vegagerðin var að birta nýtt kort í dag og mér sýnist að þetta svæði sé allt orðið "grænt". Það segir mér að svæðið sé orðið snjólétt og að miklu laust við aurbleytu.

    Kveðja,
    HB
    R-2484





    15.06.2003 at 15:29 #474174
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sæll aftur Bazzi.

    Ég setti ferðasögu inn á linkinn "færð á hálendinu" ef þú vilt kynna þér færðina í skerið.

    HB





    16.06.2003 at 09:58 #474176
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Frábært að sjá hálendið opna svona snemma, þetta er sennilega með því allra fyrsta á Syðra Fjallabaki. Það er þá einhver sárabót fyrir snjóleysið í vetur.
    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.