Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hraði á jöklum.
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.05.2003 at 23:53 #192581
Mig vantar upplýsingar hversu hratt menn hafa farið á jökli þá á ég við hraðast, km/klst.
Kveðja Magnús. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2003 at 00:28 #473314
120 km/klst.
Rúnar
13.05.2003 at 01:00 #473316Hef verið farþegi á mest 117km hraða niður Langjökul og mest allt í loftköstum.
13.05.2003 at 04:39 #473318Jahhá…hugs… það er nefnilega það meira hugs…ca 65km.
Kv.
Benni
A736
13.05.2003 at 09:53 #473320Skv GPS, á Tungnaárjökli í átt að Kerlingum, þann 9. maí 2003 kl.14:13:41 náði ég 123 km hraða, enda jökulinn sléttur (og Patrol með góða fjöðrun).
Kv,
Lalli.
13.05.2003 at 11:04 #473322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Um miðjan Janúar 2003 á Hofsjökli fyrir ofan Ingólfsskála. Tókum við félagarnir á 3 bílum spyrnu niðurjökulinn og náðum við rétt tæpum 131km/klst. Mjæg gott færi og slétt og nátúrulega niður ímót.
13.05.2003 at 13:14 #473324Ég furða mig oft á skrifum manna hér á vefnum en hér eru menn að metast um hver hefur brotið umferðalögin mest. Ég veit ekki hvort það eru hraðatakmarkanir á jöklum landssins en í 37. gr. umferðalaga stendur:
"Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi."
Það er mín personulega skoðun að svona umræða og/eða metingur eigi ekki heima á þessari vef-síðu, heldur í fjallakofum eða á jöklum uppi.
kv. vals
13.05.2003 at 14:41 #473326Sælir.
Athygliverð umræða sem er komin hér af stað. Af því að Vals var að vísa í umferðarlögin þá langaði mig að koma því á framfæri að umferðarlögin gilda skv. 1. gr. fyrst og fremst um umferð á vegum. Þau geta einnig "eftir því sem við á" átt við um umferð á lóðum, lendum, afréttum og almenningum. Hvort menn túlka jökla sem almenninga í skilningi laganna skal ósagt látið en það er ljóst að hraðatakmarkanir eiga fyrst og fremst við um akstur á vegum.
Ég minnist þess ekki að reynt hafi á hraðakstur á jöklum í dómskerfinu. Ef við gæfum okkur að lögreglan hefði öfluga jeppa í sinni þjónustu og myndi standa að hraðamælingum á jöklum þá er ég ekki viss um að kæra vegna hraðaksturs myndi ná fram að ganga eins og lögin eru.
Hvort sem almennar hraðatakmarkanir gilda á jöklum eða ekki þá er ljóst að meginreglur umferðarlaganna um skyldu ökumanns til að "sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni" gildir fullum fetum um alla þá sem stýra vélknúnu ökutæki, hvar sem það er. Þannig er ekki útilokað að maður sem ekur á jökli á miklum hraða og skemmir bílinn sinn eða annarra fái á baukinn hjá tryggingafélögunum og þurfi að bera tjónið sjálfur. Einnig getur slíkur ökumaður átt yfir höfði sér ákæru ef hann veldur öðrum líkamstjóni með ógætilegum og óeðlilegum akstri á jökli.
Ég efast um að menn hafi áhuga á því að fá sérstaka löggjöf eða öflugt umferðareftirlit á jöklum eða við snjóakstur á hálendinu almennt. Til þess að þetta ómissandi frelsi haldi áfram þurfa allir sem aka á snjó að sýna sér, sínum, samferðamönnum og nágrenninu hæfilega tillitssemi. Hæfilegur umferðarhraði og aksturslag hverju sinni er matsatriði hvers og eins, en það er gott að hafa á bak við eyrað að þótt menn séu staddir innan um jökla og fjöll þá er þetta ómissandi frelsi þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað.
Ferðakveðja,
HB
R-2484
13.05.2003 at 16:43 #473328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki treysti ég mér til að skera úr um hvort tilteknar umferðareglur gildi á jöklum eða ekki, þykist þó vera nokkuð viss um að bann við frammúrakstri gildir ekki.
Ein umferðaregla gildir þó alltaf og hún er sú að haga akstri eftir aðstæðum. Þetta útheimtir að taka heilasellurnar með í ferð og virkja þær á skynsemina. Ágætt að spá í hluti eins og:
– Hvað tekur langan tíma að stoppa bíl á jöklinum sem er á 100 km hraða?
– Hvað sérðu langt fram fyrir bílinn, hvað þarf ójafna, sprunga, glompa, eða annað slíkt að vera nálægt til að þú sjáir það örugglega?
– Er stöðvunarveglengdina innan þeirra marka?
– Hversu vel þekkir þú svæðið, ertu viss um að það sé sprungufrítt, er stutt síðan þú fórst þarna um etc.?
– Hver er áhættan, hvað getur gerst miðað við aðstæður (skemmdir á bílnum, velta, lenda í sprungu …)?Þetta eru náttúrulega þessi sömu lögmál og gilda í öðrum akstri. Ég ætla ekkert að messa yfir mönnum um hraðakstur, en við skulum allavega gera það sem hægt er til að forðast slys á jöklum. Besta leiðin til að forðast slys er nota heilasellurnar.
Kv – Skúli H.
13.05.2003 at 21:49 #473330Því miður var þetta misskilið en mig vantar þessar tölur, engin metingur í gangi. Gaman væri að fá fleiri tölur.
Kveðja Magnús.
13.05.2003 at 23:31 #473332Það væri nú gaman að vita nánar hvaða tilgangur er með þessari söfnun Magnús ??
Mitt hámark held ég að sé 115-120 á hájökli Langjökuls á leið heim eftir aldamótaferðina.
Þetta stutta kikk kostaði mig:
– eina handdrifna bensíndælu sem ég átti ekki,
– einn kolsýrukút (stúturinn af) sem ég átti ekki heldur
– heila kippu af bjór eftir að hún komst í kynni við ísaxirnar sem voru í hinu horni pallsins.
– góða dæld í pallinn eftir drullutjakkinn
– ýmislegt annað smáleg
– góða hláturrokur frá samferðamönnum og stöðuga stríðni æ síðan.Það skal tekið fram að þetta allt gerðist í raun neðar á jöklinum þar sem hann var ekki jafn sléttur, en það getur verið erfitt að sætta sig við að fara úr 120 niður í 30……
Eftir þetta hef ég farið á 2 vikna hleðslunámskeið og komist í náin kynni við áræðanleg strap-bönd, auk gorma í stað blaða undir bílinn að aftan.
14.05.2003 at 00:08 #473334Hvaða máli skiptir það hvort að menn hafi verið að keyra hratt á jöklum. Ég get ekki séð það á tölunum sem menn eru að gefa uppi að hraðinn sé neitt mikið yfir því sem menn leyfa sér að aka á þjóðvegi 1 innan um aðra saklausa ökumenn. Þetta er þó ekki innan um saklausa einstaklinga sem eiga ekki von á þessum hraða og ekki með umferð á móti á 7m breiðum vegi.
Hættiði svo að tuða yfir öllu sem menn skrifa hérna.
14.05.2003 at 09:17 #473336Sæll GO4IT
Ég stóð nú eitt sinn gamla svarta wranglerinn minn eftir Langaskafli og var að keyra á ca 120-130 en mér tókst að tæma 3ðja gírinn í háa 5000 s/m og koma honum í 150 með því að standa bensínið í gólfinu og horfa á bensín mælinn detta í frjálsu falli. En þessi gamanleikur hættir eftir að það kom smá hóll á jöklinum (sem var mjög sléttur) og bíllinn stökk. Er við snérum við til að sjá hversu langt stökkið var. Þá sáum við að það var rúmar 3 bíllengdir og hóllin vart greynanlegur.
En núna með 38" dekkjunum er meira mótstaða og hámarks hraðinn í kringum 120-130. Þannig að mjórri dekk geta verið skemmtilegri.
Kveðja Fastur
ps. og já ég var með hjartað í brókunum fyrir og ekki síðst eftir hoppið.
14.05.2003 at 11:03 #473338Það getur verið að maður sé nöldrari en miðað við hraðatölur sem menn eru að sýna hérna þá hafa menn tapað skynseminni í einhverjum skaflinum.
Ég gerði það reyndar í 1000 bílaferðinni, þá skildi ég skynsemina eftir í gýgnum í Skjaldbreið og elti ónefnda Dömu niður með Kálfatindum á fínum hraða og skemmti mér alveg konunlega en þegar komið var niður að þjónustumiðstöðinni við Þingvöll var þar faraskjóti Flippa og seinna heyrðum við um annan bíl í svipuðu ásigkomulagi eftir þennan dag á svipuðum stað. Það var ekki laust við að maður fengi hland fyrir hjartað.
Þó að þetta sé svakalega gamann og maður "fíli" sig eins og á snjóþotu, þá gilda sömu lögmál á jöklum og á malbikinu þar sem settar hafa verið hraðatakmarkanir til að reyna að koma í veg fyrir slys.
Hafið góðann dag á hvaða skafli sem er og brunið eins og hverjum langar, en munið bara eftir að hafa skynsemina með í farteskinu.
kv. vals
31.05.2003 at 23:25 #473340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Póstur tekinn út þar sem hann þótti ómálefnalegur.
Vefstjóri
01.06.2003 at 03:17 #473342þið eruð eins og saumaklúbbur á hvaða máli skiptir það hvað maður hefur ekið hratt ef maður kemur hell heim. Eru engin ungmeni á jeppu núna eða bara gamlir kallar
01.06.2003 at 13:45 #473344Maður veit nú varla fyrirfram hvort eitthvað fari úrskeðis?
Ég er nú enginn öldungur en búinn að læra tvennt um bílanotkun á þessum 9 árum sem ég hef haft bílpróf:-Það er alveg sama hvað maður þykist þekkja bílinn vel og hafa góða stjórn á honum og vera góður ökumaður, þegar maður lendir í því að missa gripið eða taka flugið – þá er bara við mann sjálfan að sakast.
-"Gamlingjarnir" hafa ansi oft rétt fyrir sér – því er nú helv… ver og miður. Það borgar sig oft að hlusta á þá – og jafnvel fara að góðum ráðum þeirra.
Ég ætla ekki að þykjast vita betur en að standa drusluna í góðu færi, en mikið held ég að maður verði súr þegar það kemur manni koll.
kv.
Einar
01.06.2003 at 16:05 #473346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll flippi hér ég held að þú sért að rugla mínum fararskjóta við einhvern annan því í 1000 bíla ferðinni var minn í fínu ásikomulagi og líka þegar heim var komið og er hann enn í fínu lagi vildi bara benda þér á þetta
02.06.2003 at 09:45 #473348Það gilda vissar verklagsreglur á jöklum menn fara ekki fram úr og hananú ..;)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.