This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Emil Borg 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég heyrði litla sögu, sem ég verða að segja ykkur. En margir ykkar vita sennilega af því að. Flugsveitinn EJS, hefur smátt og smátt verið að leggja upp laupanna. Sem er kannski skiljanlegt þegar skoðuð er flóra þeirra ökutækja sem þau aka á í þeirri sveit. Flugsveitinn ( sófasveitin ) einsog þau eru einnig kölluð og ekki af ástæðu lausu. Ákvað að bíta í skjaldarrendur og spýta í lófanna. Og reyna að reka af sér slyðru orðið. Óskar Erlings reið á vaðið og tók Pattann í hús og sleit úr honum vélina ( þið vitið þessar 2.8 L slöppu ) og í staðinn á að koma V8 Mustang Cobra með helling af frískum hrossum. Restin af sveitinni var því vandi á höndum, að halda í við kappann og leituðu þau því í aðrar heimsálfur eftir mótleik. Ok komust þau að þeirri niðurstöðu að ta-Coma væri svarið, og ætti því í kjölfarið að breyta nafni sveitarinnar í 1000 herstafla sveitina. Var nú haft samband við sölumann í USA sem Terry heitir og pantaðir 4 fiskbílar, en Eyþór þið vitið þessi í Heimrgir vildi fá að vera með í pakkanum, og pantaði hann því einn Speed way bláann. Gerðist nú lítt sögulegt fyrr en …….
Haft var samband við þennan fyrrnefnda sölumann TERRY, var það forstjóri Toyota í bandaríkjunum. En hann vildi fá að vita hvaða heimskingi hefði pantað Speed way blue lakkaða Tacoma. Terry varð hálf hvumsa við enda hafði forstjórinn aldrei hringt í hann fyrr. En Terry svaraði því til að þetta hefði verið drottningin og kóngurinn á íslandi. Sem hefðu valið þennan lit
You must be logged in to reply to this topic.