This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Tryggvason 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Í Blaðinu í dag er grein um nýja reglugerð sem tekur gildi um áramótin og skyldar hraðatakmarkara í vörubifreiðar með meiri heildarþyngd en 3.5t.
Þar lætur bílasali frá Selfossi móðinn mása um hvað þetta sé mikið rugl og vitleysa og auki slysahættu í umferðinni o.s.frv.
Meðal annars segir hann:
„Þessar takmarkanir koma sér ekki vel fyrir neinn og menn eru ekki kátir“
Ég verð að segja að þessar takmarkanir komi sér ansi vel fyrir marga, þ.á.m. mig og aðra sem langar ekki að lenda í árekstri við svona tröll. Það hefur aldrei freistað mín að klessa á vörubíl, hvað þá á yfir 90 km hraða.
í greininni segir einnig:
„Óánægðasti hópurinn eru þeir sem kaupa þessa stóru bíla og nota sem fjölskyldubíla“
Er mönnum kappsmál að setja fjölskylduna sína í hættu með því að keyra yfir hámarkshraða? Við skulum minnast þess að hámarkshraði þessara bíla er 80kmh svo takmarkarinn gefur þeim yfir 12% svigrúm umfram það.
Eða er kannski kappsmál að setja aðrar fjölskyldur í hættu? Eða komast fram úr sem flestum bílum á leiðinni yfir Hellisheiðina?Ég hef ekkert á móti stórum pallbílum. Þvert á móti finnst mér þeir stórkostlegir og margir hverjir flottir og spennandi jeppar. Stundum slefa ég af öfund þegar ég sé 44″ F-250 drynja framhjá á götunni.
Eitt heilræði til allra ökumanna, hvort sem þeir keyra jeppa, „vörubíla“ eða annað: Þegar einhver ætlar framúr ykkur, jafnvel þótt þú akir sjálfur á hámarkshraða, SLÁIÐ AF GJÖFINNI og leyfið honum að komast fram úr örugglega! Hann mun fara fram úr hvort sem þú gerir það erfitt eða ekki og við erum ekki umferðarlöggur og siðum engan til með því að hleypa ekki fram úr.
Það er búið að fórna allt of mörgu góðu fólki fyrir slæma umferðarsiði almennings. Ég skora á félagsmenn F4x4 til að sýna frumkvæði að bættri umferðarmenningu.
kveðja,
Gísli Sveri
You must be logged in to reply to this topic.