Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hraðatakmarkarar
This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Tryggvason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2006 at 22:59 #199155
Í Blaðinu í dag er grein um nýja reglugerð sem tekur gildi um áramótin og skyldar hraðatakmarkara í vörubifreiðar með meiri heildarþyngd en 3.5t.
Þar lætur bílasali frá Selfossi móðinn mása um hvað þetta sé mikið rugl og vitleysa og auki slysahættu í umferðinni o.s.frv.
Meðal annars segir hann:
„Þessar takmarkanir koma sér ekki vel fyrir neinn og menn eru ekki kátir“
Ég verð að segja að þessar takmarkanir komi sér ansi vel fyrir marga, þ.á.m. mig og aðra sem langar ekki að lenda í árekstri við svona tröll. Það hefur aldrei freistað mín að klessa á vörubíl, hvað þá á yfir 90 km hraða.
í greininni segir einnig:
„Óánægðasti hópurinn eru þeir sem kaupa þessa stóru bíla og nota sem fjölskyldubíla“
Er mönnum kappsmál að setja fjölskylduna sína í hættu með því að keyra yfir hámarkshraða? Við skulum minnast þess að hámarkshraði þessara bíla er 80kmh svo takmarkarinn gefur þeim yfir 12% svigrúm umfram það.
Eða er kannski kappsmál að setja aðrar fjölskyldur í hættu? Eða komast fram úr sem flestum bílum á leiðinni yfir Hellisheiðina?Ég hef ekkert á móti stórum pallbílum. Þvert á móti finnst mér þeir stórkostlegir og margir hverjir flottir og spennandi jeppar. Stundum slefa ég af öfund þegar ég sé 44″ F-250 drynja framhjá á götunni.
Eitt heilræði til allra ökumanna, hvort sem þeir keyra jeppa, „vörubíla“ eða annað: Þegar einhver ætlar framúr ykkur, jafnvel þótt þú akir sjálfur á hámarkshraða, SLÁIÐ AF GJÖFINNI og leyfið honum að komast fram úr örugglega! Hann mun fara fram úr hvort sem þú gerir það erfitt eða ekki og við erum ekki umferðarlöggur og siðum engan til með því að hleypa ekki fram úr.
Það er búið að fórna allt of mörgu góðu fólki fyrir slæma umferðarsiði almennings. Ég skora á félagsmenn F4x4 til að sýna frumkvæði að bættri umferðarmenningu.
kveðja,
Gísli Sveri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2006 at 22:47 #571298
Öryggi bíla eykst ekki með þyngd þeirra heldur þvert á móti þá minkar það. Það er að seiga eftir því sem bíllin sem þú ekur er þyngri því líklegri ert þú til að slasast eða deyja í umferðaslysi. Þetta gengur þvert á það sem margir halda en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sína svo ekki verður um villst að þungir bílar eru ekki bara hættulegri öðrum vegfarendum heldur líka þeim sem í þeim aka.´Ástæðan fyrir þessu kann að vera margþætt en ég held að megin ástæðan sé sú að bein fylgni er á milli aksturseiginleka og þyngdar bíla sem þíðir að léttur bíll á almennt auðveldara með að forðast slys. Þegar þessar reglubreytingar sem verið er að innleiða nú eru skoðaðar í þessu ljósi held ég að hér sé um að ræða mesta gæfuspor okkar íslendinga í umferðaröryggismálim á seinni árum.
Gummi vegalögga
13.12.2006 at 23:15 #571300
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eini ótryggibletturinn á þessum bilum er ef þeir velta… enn þar sem allavega eg treysti mer 100% til að halda bilnum á hjólunum þá er þetta með þeim öruggari…….. MÁLIÐ ER að a meðan 17 ára unglingar geta keyrt bila sem komast á yfir 200km hraða sem og þeir gera margir að þá er þungur bíll það eina sem verndar þig….. sjaiði slysið uppí ártúnsbrekku þar sem honda kom a 200km hraða aftan á susuki vitoru af stærstu gerð og fleygði honum útfyrir götu!!!!! þá vil eg frekar sja þessi fífl klemmda við mælaborðið á sinum bil enn að drepa mig og mína þessi umferðar öryggis mal eru svo svakalega á miklum villigötum á islandi að halfa væri hellingur…… við latum endalausar reglugerðir frá brussel ganga yfir okkur enn samt fáum við ekki vegi sem henta þessum reglugerðum eins og eru úti brussel og þeim löndun sem yfir gengur.
það færi laglega með ríkið ef allir keyrðu um á yaris haldiði að þið fengjuð bensinið þá á 100kr????’ nei sennilega nærri 500kr literinn rikið malar gull a þessari bílaárattu islendinga……
13.12.2006 at 23:59 #571302Hvort sérfræðingar á bakvið skrifborð í ráðuneytum ákveði að ákveðnir bílar falli í ákveðinn notkunarflokk breytir því ekki að þetta eru bara bílar. Þeir hafa sömu getu og aðrir bílar, og oft meiri (t.d. margir með öflugri bremsur). Framleiðandi þessara bíla reynir að selja þá hverjum sem vilja kaupa, og eins og þeir sem hafa séð auglýsingar í amerísku sjónvarpi þá eru þeir ekki sérstaklega markaðssettir sem atvinnubílar.
.
Hér á landi er hinsvegar mjög skekkt mynd. Það helgast meðal annars af kolvitlausum og ósanngjörnum reglum um vörugjald. Það er ekki glóra í því að bílar með stærra sprengirými þurfi að borga hærri prósentu. Er ekki nóg að þeir borgi hærri gjöld en sama hlutfall (eru oft dýrari í innkaupum). Mér finnst eðlilegast að allir bílar falli í sama vörugjaldsflokk, og ef ríkisvaldið vill lækka álögur á atvinnurekstur þá geri það það með skattkerfinu. Ég er allavegana ekki hrifinn af svona neyslustýringu.
.
Mér finnst stundum það viðhorf ríkja að það sé gott á þessa menn, þeir hafi grætt svo mikið á að kaupa bílana. Þeir keyptu þá af því að kolvitlausar reglur gerðu það hagkvæmara. Á svo að leiðrétta það með að koma með aðrar og vitlausari reglur. Af hverju ekki að gera kerfið sanngjarnt og hætta þessari neyslustýringu?
.
En eins skemmtileg umræða um opinber gjöld og reglurgerðir getur verið þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Mér finnst öryggi á vegum skipta meiru en hve mikið þessi eða hinn borgaði í vörugjald.
.
Eins og margoft hefur verið bent á þá er líklegt að þessi breyting fjölga lestarstjórum og valda aukningu á framúrakstri. Því tel ég að þessi breyting skapi meiri hættu en það sem hún á að leysa.
.
Ég vildi því sjá alla umferð á sama hraða (hvort sem það er 70, 80 eða 90) og er nokk sama þó allir bílar væru takmarkaðir við 110 (þá hafa menn þó aðeins svigrúm til að komast framúr lestarstjórum).
.
JHG, sem á bara bíla með 45% vörugjaldi
14.12.2006 at 01:20 #571304Ef menn eru að tala um að réttlætinu sé fullnægt með því að setja hraðatakmörkun á pallbílana(vörubílana) vegna þess að þeir koma í öðrum tollaflokki það er nú rétt að benda á að bílaleigubílar og leigubílar koma einnig í öðrum tollaflokki, sé málið skoðað ofan í kjölinn þá kostar bílaleigubíllin bílaleiguna ekkert þegar hún selur bílinn 18 mánuðum seinna, þeir eru að fá það sama fyrir bílinn og hann kostaði þá. Hvernig lítur það út, hvað segja menn um 50km hámarkshraða til að réttlætinu sé fullnægt, nei ég bara spyr.
14.12.2006 at 02:32 #571306Það sem mér finnst mesta snilldin við þessar takmarkanir er að þetta mun verða til þessa að þessum bílum fækkar í umferðinni. Sem er bara gott. Þetta eru ópraktískir bílar að öllu leiti. Nema ef þú ert verktaki sem þarf að vera draga mjög þunga hluti eða bera á pallinum þunga hluti. Nú eða hestamaður með 10 hesta hestakerru í eftirdragi.
.
Ég bara get ekki séð hvað venjuleg fjölskylda hefur að gera með svona bíl. Ekki eru þeir náttúruvænir. Eyða gríðarlega miklu eldsneyti. Stórir og klunnalegir. Tala nú ekki um þegar búið er að breyta þeim.
.
Í USA eru þeir flokkaðir sem vörubílar og þurfa þar af leiðandi ekki að fara í árekstrarpróf. Þannig að það er ekki nokkur trygging fyrir því að þetta séu öruggir bílar fyrir þá sem inní þeim eru.
Ekki eru þeir öruggir fyrir þá sem verða fyrir þeim, það er alveg ljóst.
.
Það segir sig algjörlega sjálft að bíll sem er 300+ hestöfl og er 3,5 tonn er hættulegur í umferðinni. Sérstaklega þegar tekið er tillit til allra hálfvitana sem eru þarna úti. Og þeir geta alveg eins verið á þessum bílum eins og öðrum.
Meirapróf er ekki trygging fyrir betri ökumann. En ætti auðvitað að vera það.
.
Þegar maður er farinn að fá Ford F-350 með risastóra hestakerru fulla af hestum eða með heilt hús á hjólum í eftirdragi framúr sér, og maður sjálfur á 90-95km hraða. þá sér maður afhverju er verið að setja þessar takmarkanir á.
.
Og mér þætti líka eðlilegt að það yrði lækkaður hámarkshraði á 38"+ breyttum bílum.
.
Það myndi sennilega líka fækka þeim sem kaupa sér breyttan jeppa að því að það er stöðutákn.
.
Einhverntíman las ég það að það væru um 70-80% allra breyttra jeppa sem færu aldrei út fyrir malbikið.
.
Kveðja
Þengill
Sem dreymir um 38"+breyttan jeppa.
Og lægra eldsneytisverð. 😉
14.12.2006 at 09:42 #571308
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ætla bara rétt að vona að bílar 5 tonn og þyngri í heildarþyngd verði áfram í 0% tolli þar sem ég nota þetta sem dráttarbíl, það ætti kannski að láta þá sem breyta þessum bílum borga fullan toll… eða banna að breyta svona bílum nema borga tollinn vegna þess auðsjáanlega skerðist burðargetan mjög mikið við stærri dekk, ekki mega bolludekkin bera neitt að viti miða við alvöru burðardekk
14.12.2006 at 09:48 #571310
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég skal keppa við Jeep í sparakstri á Fordinum, það gæti komið þér á óvart
14.12.2006 at 10:08 #571312Mesta snilldin væri sú að hætta algjörlega að eyða peningum í þjóðvegina, bara halda þeim við sem búið er að gera, ekki fleiri göng, ekki meira malbik, bara hollótta malarvegi. Í stóru ameríku hafa þeir reynt í áraraðir að mæta aukinni traffík með stærri og breiðari vegum, en einhverra hluta vegna hefur bara traffíkin aukist. Þess vegna tel ég best að við reynum að halda öllum vegum eins lélegum og hægt er, þá er víst að umferðin verði hæg og lítil. Þess vegna er þetta alveg þjóðráð, því hvers vegna í andsk. að gera tvíbreiða vegi bara til að auka hraðann (sem ekki má) og taka við fleiri bílum (sem bara drepa). Því er best að snúa þessari óheillaþróun alveg við og hætta að hefla vegi, hætta að malbika, hætta að breikka osfrv. Öruggast væri alfarið að snúa sér að yfirbyggðum hestakerrum.
14.12.2006 at 10:12 #571314Einu tilfellin þar sem þú ert hugsanlega öruggari í þungum bíl en léttum er ef þú lendir í ástími við léttari bíl, þó er það svo að í svoleiðis ákeyrslum veltur stóri bílinn gjarnan með þeim afleiðingum að farþegar hans slasast eða deyja. Í ameríku er þetta þannig að í árekstri þar sem tveir eða fleiri bílar lenda samann er dánartíðni ekki hærri í fólksbílum en SUV en þegar kemur að slysum þar sem einungis er um ein bíl að ræða er dánartíðnin næstum tvöfalt hærri í SUV. Ég held að okkur sé alveg óhætt að heimfæra þetta beint upp á íslensku. Samkvæmt þessu þá eru þeir að kaupa köttinn í sekknum sem versla sér þér vörubíl til að vera öruggari í umferðinni . Og það sem er kannski verst er að þessi forheimska minnkar líka öryggi okkar hinna sem aka á vegunum.
14.12.2006 at 10:12 #571316.
14.12.2006 at 11:37 #571318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
myndi ekki vilja fá 44" 49" tröll framan á fordinn, stuðarinn á þeim er ofan grindar hjá mér……..
best er að losna við svona bombur yfirhöfuð:)
14.12.2006 at 12:13 #571320Bönnum bara öll farartæki nema reiðhjól,þvílíkt og annað eins Kommanistma land þetta sker er að verða.
Held að það ætti frekar að reyna laga þessa vegi sem við ökum á í dag,gera þá síður hættulegri.
Ökumaður Volvo cross contry með hjólhýsi á króknum,og tekur framúr manni niður holtavörðuheiðina er ekki síður hættulegri en ökumaðurinn á ford með hestakerru.Þannig að ég hreinlega skil ekki þessa umræðu um hraðatakmarkanir,á þá ekki að setja þetta í alla bíla.
Farvel.
14.12.2006 at 17:31 #571322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já menn virðast vera margir a þeirri skoðun að þessir storu pikkup bilar seu ekkert öruggir…… held þeir seu bara hræddir um sjalfa sig…. eins og eg segi þessir bilar eru skotheldir meðan þeir fara ekki á toppinn…… ég hef séð allavega 2 svona forda eftir hliðar ákeyrslu og í öðru tilfellinu hefði barnið sem sat aftur í án efa dáið ef það hefði verið i minni bil og í bæði skiptin var það bara fólksbill sem keyrði á…..
það er alveg sama þótt bílarnir væru 10 tonn og 1000 hestöfl þá er það ekki billinn sem er hættulegur heldur fíflið sem keyrir hann…….. pælið aðeins i þessu=)
það eru fífl til sem keyra um a allskonar bílum…. rútum vörubílum sportbílum fjölskyldubílum og eflaust fleiri tegundum….. á þá ekki að banna alla þessar hættulegu bílategundir???? á þá ekki bara að banna mönnum að eiga jeppa sem eru ekki breyttir því þeir komast hvort sem er ekkert???
á ekki að banna folki að keyra i hálku? þ´ví það er svo hættulegt??? ég held að menn verði að farað ráðast að rót vandans og hætta þessum árasum á minnihlutahópa í umferðinni ……. það þarf að herða viðurlög ennfrekar enn buið er að gera….. fá almennilegar sviptingar og ennþá hærri sektir og ennfremur þarf að laga þessa helstu vegi sem umferðarþunginn er mestur á!! ég vil að fávitarnir i umferðinni verði bara settir á bekkinn og þeim gert erfitt að fá profið aftur….. bílpróf á að vera forréttindi!!! og hvernig ætlum við að sigta þá út??? það sest td á punktunum nu skal hver lita i eiginn barm og hugsa ser hversu marga punkta hann hefur….. sjálfur er ég punktalaus og buin að vera það siðan eg fekk prófið enda keyri ég eins og maður ef hevr hugsar um sig þá er þetta ekkert vandamal…….. enn fyrr frys i helviti enn að það gerist hef eg tru á
14.12.2006 at 17:42 #571324Þú segir:
"já menn virðast vera margir a þeirri skoðun að þessir storu pikkup bilar seu ekkert öruggir…… [i:2r5joflj]held þeir seu bara hræddir um sjalfa sig[/i:2r5joflj]"Ég vil nú ekki móðga einn eða neinn eða setja út á neinn… en er bara ekki í góðu lagi að vera pínulítið hræddur um sjálfan sig og sína? Er það ekki eðlilegt?
Mbk
Tryggvi(PS: þetta á auðvitað að vera AfsakaðU í titlinum, get ekki lagfært)
14.12.2006 at 20:02 #571326
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þar hittiru naglan a höfuðið!!! auðvitað er manni ekki sama um sig og sína og þar komum við að því að menn eiga að geta valið hvernig bil þeir vilja undir sig og syna hvort sem það er stor ford eða volvo…. það á engin að geta ákveðið eitt ne neitt fyrir okkur heldur gerum við það sjalfir…… svo að auki er maður orðin dauðþreyttur á þessari árásar gagnryni sem maður verður fyrir nanast daglega fyrir það að keyra um á stórum pallbíl!!! manni er bölvað og ragnað….. ég stend í vélsleðaútgerð og mig leiðist kerrur svo eg keypti mer bil sem rumaði sleðann….ég náði mér í meirapróf til að mega keyrann og hvað haldiði að þessi vitleysa td hja mer skili ríkinu??? án efa fleiri þúsundköllum enn fólk sem ekur um á yaris ef forræðishyggjan á svona framm að ganga að þá ætti bar að leyfað flytja inn eina staðlaða bifreið sem ætti að henta okkur og við bara að þegja og vera ánægð
14.12.2006 at 23:17 #571328Frábær umræða, las reyndar bara neðstu póstana þar er fullyrt að stóru pikkuparnir eyði rosalega miklu, sem er bara hlægileg umræða og sýnir að menn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala.
Og að það ætti að setja hraðatakmarkanir á 38" og stærri er hreint fáránlegt og að menn sem detta þetta í hug hafa ekki keyrt svona bíla.
Ég hef ekki keyrt 44" bíl hef alla mína jeppatíð verið á 38"(fyrsti 38" jeppinn var 1987) og finn engan mun á 38" vinnu bílnum mínum sem er hiace, fyrir utan það að ég las grein um breytta bíla þar var sagt að það væri hluttfallslega færri slys á breyttum jeppum en óbreyttum jeppum.(spurning hvort það ætti að takmarka hraðann á óbreyttum jeppum)
En svo aftur að eyðslu á stóru pickupunum ég á toyota tacoma og félagi minn á GMC 2500 pickup óbreyttan við ferðumst mikið saman á sumrin hvor haldiði að eyði minna við drögum báðir fellihýsi, Tacoman er með 21 að meðaltali en GMC fer ekki yfir né undir 15 á hundraði á 9okm og hana nú svo það er betra að tala af reynslu en að giska á eyðslu á þessum stóru fákum.Eyþór.
15.12.2006 at 00:14 #571330Ég er nú með ágætis lausn finnst mér á þessari bölvuðu öfund og kjaftæðinu sem því fylgir. Og það er einfaldlega að jafna vörugjöldin… í ca 20-25 prósent á alla bíla það þætti mér ósköp sanngjarnt. Því bílar með stærri vélum eru nú oftast dýrari og borga þar af leiðandi hærri gjöld þar sem þetta er bara hlutfall af verðinu… og fyrst byrjað er að tala um sanngirni, hvar er sanngirnin í því að borga 45% fyrir 2.1 líters bíl en 30% fyrir 2.0 lítra? Þetta er bara bölvað rugl eins og flest allt sem er ættað frá Evrópu og hananú
kv. Kiddi
15.12.2006 at 00:41 #571332Eins og Þengill benti á að ofan sleppa pallbílar við þær árekstarkröfur sem settar eru á fólksbíla í bandaríkjunum. Því eru amerísku pallbílarnir óöruggari að öllu leyti en minni bílar nema vegna þess "öryggis" sem fæst með meiri skriðþunga, sem er náttúrulega allt á kostnað þess sem ekið er á.
Samanburður á árekstarprófun á Mini og Ford F150 við árekstur á vegg á 65 km/klst.
[img:1r82s3xr]http://www.bridger.us/pictures/mini_vs_f150.jpg[/img:1r82s3xr]
15.12.2006 at 02:58 #571334Gummij skrifaði:
"Einu tilfellin þar sem þú ert hugsanlega öruggari í þungum bíl en léttum er ef þú lendir í ástími við léttari bíl, þó er það svo að í svoleiðis ákeyrslum veltur stóri bílinn gjarnan með þeim afleiðingum að farþegar hans slasast eða deyja. "
(gæsalappir og fínt, Hannes gæti lært ýmislegt af mér).
Gummi – hefurðu tölur yfir þetta? Ertu að rugla saman breyttum og þungum bílum eða er þetta raunin? Þætti gaman að sjá tölfræðina – hljómar frekar ó-eðlisfræðilegt (án þess að ég kunni nokkuð í eðlisfræði, en það er annað mál…)
.
EE.
15.12.2006 at 11:09 #571336Einar
Þetta eru bara upplýsingar sem auðvelt er að nálgast á veraldarvefnum sé áhuginn fyrir hendi og maður sé skrifandi á enska tungu. Hérna er til dæmis grein sem ég setti link á hér á spjallinu fyrri nokkrum misserum gladwell.com
[url=http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html:wbkyu6y6][b:wbkyu6y6]gladwell.com [/b:wbkyu6y6][/url:wbkyu6y6]Talandi um eðlisfræði þá spyr ég? Hvor myndir þú frekar vilja hoppa ofan af húsþaki með 10 kílóa bakpoka eða 20 kílóa bakpoka Þú velur frekar 10 kílóa bakpoka ekki satt . Það er sú eðlisfræði sem við erum að tala um.
Guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.