Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hraðatakmarkarar
This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Tryggvason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2006 at 22:59 #199155
Í Blaðinu í dag er grein um nýja reglugerð sem tekur gildi um áramótin og skyldar hraðatakmarkara í vörubifreiðar með meiri heildarþyngd en 3.5t.
Þar lætur bílasali frá Selfossi móðinn mása um hvað þetta sé mikið rugl og vitleysa og auki slysahættu í umferðinni o.s.frv.
Meðal annars segir hann:
„Þessar takmarkanir koma sér ekki vel fyrir neinn og menn eru ekki kátir“
Ég verð að segja að þessar takmarkanir komi sér ansi vel fyrir marga, þ.á.m. mig og aðra sem langar ekki að lenda í árekstri við svona tröll. Það hefur aldrei freistað mín að klessa á vörubíl, hvað þá á yfir 90 km hraða.
í greininni segir einnig:
„Óánægðasti hópurinn eru þeir sem kaupa þessa stóru bíla og nota sem fjölskyldubíla“
Er mönnum kappsmál að setja fjölskylduna sína í hættu með því að keyra yfir hámarkshraða? Við skulum minnast þess að hámarkshraði þessara bíla er 80kmh svo takmarkarinn gefur þeim yfir 12% svigrúm umfram það.
Eða er kannski kappsmál að setja aðrar fjölskyldur í hættu? Eða komast fram úr sem flestum bílum á leiðinni yfir Hellisheiðina?Ég hef ekkert á móti stórum pallbílum. Þvert á móti finnst mér þeir stórkostlegir og margir hverjir flottir og spennandi jeppar. Stundum slefa ég af öfund þegar ég sé 44″ F-250 drynja framhjá á götunni.
Eitt heilræði til allra ökumanna, hvort sem þeir keyra jeppa, „vörubíla“ eða annað: Þegar einhver ætlar framúr ykkur, jafnvel þótt þú akir sjálfur á hámarkshraða, SLÁIÐ AF GJÖFINNI og leyfið honum að komast fram úr örugglega! Hann mun fara fram úr hvort sem þú gerir það erfitt eða ekki og við erum ekki umferðarlöggur og siðum engan til með því að hleypa ekki fram úr.
Það er búið að fórna allt of mörgu góðu fólki fyrir slæma umferðarsiði almennings. Ég skora á félagsmenn F4x4 til að sýna frumkvæði að bættri umferðarmenningu.
kveðja,
Gísli Sveri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2006 at 10:59 #571258
Þessar nýju reglur eru nokkuð áhugaverðar og sýna að mínu mati fátt annað en skilningsleysi þessara svokölluðu sérfræðinga umferðarstofu á umferðinni á Íslandi. Ég held að menn ættu að prófa að aka um á 85 km hraða um þjóðvegina á stórum bíl og sjá hvernig hinir snillingarnir sem aka þar haga sér.
Ég þekki þetta nefnilega nokkuð vel, ég ek um á 49" breyttum Ford F350 og ég fer sjaldan hraðar en 80 – 85, einfaldlega vegna þess að það er ólöglegt og vegna þess að dekkin eru ekki gerð fyrir hraðakstur.
Þegar ég er svo á ferð um landið – stundum með eftirvagn og þá er ég yfir 16 m á lengd – þá taka menn fram úr mér, jafnvel á flutningabílum (með "hraðatakmarkara") og síðasta sumar lá sjö sinnum hérum bil við stórslysi þegar snilldarökumenn fóru fram úr mér á mjóum vegum á ofsahraða. Og einu sinni taldi ég hversu margir fóru fram úr mér á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur – það voru vel á þriðja hundrað bílar sem fóru fram úr mér á þessari leið.
Hvað halda menn svo að gerist þegar það eru orðnir mörg hundruð bílar á 80 – 85 á vegunum, innan um aðra sem aka á 90 – 110… Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að skilja að það verða fleiri alvarleg framúrakstursslys.
Og svo held ég að slysin verði jafn alvarleg hvort sem bíllinn er 3 eða 4 tonn – Ef menn aka framan á hvor annan þá verða það alltaf alvarleg slys. Svo var ég að renna í huganum yfir þau alvarlegu slys sem hafa orðið á þessu ári og ég man eftir einu þar sem annar bíllin var stór pallbíll.
En svo er líka annað áhugavert fyrir okkur jeppmenn í þessu – það er að nú þegar hefur farið fram umræða um að setja hraðatakmarkara í alla breytta jeppa. Það var stoppað af núna, en mér segir svo hugur að ef þetta fer í gegn þá sé ekki langt að bíða þess að fleiri fylgi í kjölfarið og þar eru breyttir bílar ofarlega á blaði.
Það er mín skoðun að hér eigi ekki að breyta þjóðfélaginu yfir í það sem Ágúst á Krílinu lýsir – að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft….. Því ef foræðishyggjan á að ráða ríkjum í umferðinni eins og stefnir í þá verður ekki langt í að við ökum ekki breyttum bílum á stærri hjólum en 33" – 35" eins og er reglan annarstaðar á norðurlöndunum.
Því hvet ég alla félaga í 4×4 til að mótmæla svona takmörkunum, og hvetja þess í stað til endurbóta á vegakerfinu, öflugri löggæslu á vegunum og fræðsu og áróðri um bætta umferðarmenningu. Takmarkanir og bönn eru ódýra lausnin sem litlu skila.
Benni
TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU MÍNAR EIGIN SKOÐANIR EN EKKI STJÓRNAR 4X4.
13.12.2006 at 11:04 #571260Aðeins off-topic en pínu áhugavert í þessu samhengi að ég hef undanfarið haldið mig á 95km/klst á leiðinni Ak – Rvk og eftir þónokkrar ferðir þá hef ég komist að þeirri áhugaverðu niðurstöðu að af þeim fjöldamörgu bílum sem taka fram úr manni er stór hluti þeirra að taka fram úr manni 2var eða oftar á leiðinni.
Kv
Tryggvi Tölfræðinörd sem er á móti mismunandi hámarkshraða ökutækja.
13.12.2006 at 12:20 #571262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sem eru svo stressaðir þegar einhver myndar bílaröð á innan við 90 eiga að anda rólega og bíða færis á góðu færi að fara frammúr þar sem aðstæður eru góðar, skapið er bókstaflega að drepa suma, það er engin mínúta þess virði að hætta lífi allra í kringum sig með blóðþrýstingsvandamáli, hugsa smá framkvæma svo…….
13.12.2006 at 12:57 #571264Ef lífið væri nú svona einfalt og engir hálfvitar í umferðinni…..
13.12.2006 at 13:38 #571266Það virðist loða við stjórnmálamenn að þeir eiga erfitt með að átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga og taka á vanda með því að gera bara eitthvað. Minnir á aðgerðir sumara opinberra aðila gegn utanvegaakstri. Í ár hafa orðið allt of mörg dauðaslys í umferðinni og eðlilegt og sjálfsagt að menn skoði hvernig megi draga úr þeim. En það sem þá þarf að gera er að skoða hverjar séu orsakirnar og hvernig megi koma í veg fyrir þær. Ef skýrslur um þessi slys sýndu að stór hluti vandamálsins væri að stórir pickuppar væru að fara of hratt í umferðinni gæti maður skilið þessar hugmyndir. En eins og Benni bendir á verða flest dauðaslys vegna framúraksturs og orsök framúraksturs er í mörgum tilfellum hægfara umferð. Með því er þó ekki sagt að dauðslysin séu þeim að kenna sem fara hægar heldur vegna mistaka við framúraksturinn. Engu að síður hlýtur fjölgun þeirra sem fara hægar en almennur umferðarhraði að auka hættuna. Þegar aðferðin er bara að gera eitthvað án þess að skoða orsakir og afleiðingar er alltaf hætta á að áhrifin verði í öfuga átt miðað við upphaflegt markmið. Það gæti nefnilega allt eins verið árangursríkara að hækka hámarkshraða á vörubílum upp í sama hraða og annarra bíla. Þá mydi Benni ekki orsaka slysahættu þrjúhundruð sinnum á leið sinni frá Akureyri til Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Til viðbótar mætti svo stórauka hraðaeftirlit þannig að Húnavatnssýslan nái allan hringinn, eða þannig.
Mér finnst líklegt að það sé hægt að sýna sterk rök gegn þessu með því að skoða skýrslur Rannsóknanefndar umferðaslysa og taka saman tölur úr þeim. Spurning hvort það verkefni eigi heima í einhverri nefnd innan klúbbsins.Kv – Skúli
13.12.2006 at 13:42 #571268Ég verð nú að vera samála formanninum í flestu sem hann segir í pistli sínum að undanskildu einu atriði. En það er hlutur sem mikið er kallað eftir hérna á íslandi. En það er öflugri lögærsla. Ég er ekki samál því að það þurfi fleiri lögreglur í umferðin. Þeir sem eru þar mættu freka sinna vinnunni betur. Það er nú bara mitt álit á lögreglunni.
Ég tel að bætt umferðarmenning sé í okkar höndum, þ.a.s bílistanna. Ég er búin að eyða 12 árum í sænskri umferð og þar verður maður lítið var við lögregluna en samt gengur umferðin betur fyrir sig og er ekki eingöngu hægt að kenna um betri vegum. Ég tel aðalástæðuna vera tillitleysi hver við annað. Ég kom eitt sinn til íslands og hafði þá ekki komið á klakann í 8 ár. Það sem vakti mest athygli mína við komuna var þetta almenna kaos og frumskógarlögmál sem viðgekkst í umferðinni. Og tók það mann töluverðan tíma að aðlagast á ný. Þarna eru oft smáatriðin sem skipta miklu máli, t,d að gefa sésn. Blaðra ekki í síman í umferðinni. Gefa stefnuljós, skafa ísinn af rúðunum áður en lagt er af stað. Ofl ofl af þessum toga. Og brosa svo bara þegar puttinn er sýndur sem er mjög inni hjá íslendingum. Þá held ég að við gætum bara komist nokkuð vel frá því að vera á mis stórum bílum í umferðinni. Án þess að innleiða 1984 samfélagið yfir okkur. Þó svo að það sé stefna allra smásála á íslandi sem einhverju fá ráðið að koma þeirri óværu á.
13.12.2006 at 13:57 #571270staðreyndin um hvað gerist þegar þjóðvegir verða tvöfaldaðir á íslandi, er að fynna á miklubraut, reykjavík, þar sem 3 til 4 akreinar eru í hvora átt.
íslendingar í stórum hópum kunna ekki að keyra.
annar hópurinn eru úttaugaðir offitusjúklingar með gangráð eða á biðlista eftir slíku tæki, verða að aka á tvöföldum hraða og brjálast ef eitthvað er á vegi þeirra sem tefur fyrir þeim.
hinn hópurinn eru sjálfskipaðir lögverndarar, og gera allt til að reyna að láta aðra hlíða lögum, aka alltaf á lágmarkshraða á vinstri akrein svo aðrir geti ekki farið framúr á löglegan hátt, gefa í ef aðrir reyna framúrakstur og fleirri stórhættulegar aðgerðir.
það má ekki skilja mig svo að ég sé á móti tvöföldun þjóðvega, þvert á móti, ég er mjög, með því að tvöfalda þjóðvegi.
umferðarmenningin bara því miður batnar ekkert við að tvöfalda þjóðvegi, og umferðarmenningu okkar íslendinga þarf að taka til ítarlegrar skoðunar og lagfæringar.
Hversu mörg prósent ökumanna á íslandi notar stefnuljós?
Hversu mörg prósent vörubílstjóra sem þurfa að aka hægar en önnur umferð, gefur merki um að óhætt sé að aka framúr sér þegar svo er?
hversu mörg prósent ökumanna sem aka þurftu vesturlandsveginn síðastliðið sunnudagskvöld brjáluðust yfir því að sjúkraflutningamenn og lögregla þurftu að aðhafast við banaslysið sem varð þar og stöðva umferð á meðan?
því miður má telja svona upp endalaust.
13.12.2006 at 16:29 #571272Ég verð að taka undir með Benna í þessu, Bara eitt dæmi af mörgum sem ég hef upplifað og það er að ég keyrði frá Geysi á dögunum á litlu dekki að framan þar sem ég hafði skemmt dekk í ferð og ég stillti crúsið á 80 km hraða semsagt leyfðan hámarkshraða á mínum bíl á auðum og þurrum vegi.
Hver einasti bíll sem kom á eftir tók framúr (nokkrir tugir bíla) margir hverjir flautandi eða gefandi puttann í pirringskasti.
Og einu vil ég bæta við, er það að halda því fram eins og sumir hér gera, þ.e.a tollaflokkur bireiða eigi að ráða því hvað hvaða viðkomandi bílar megi aka hratt, það er náttúrulega bara barnaskapur að halda slíku fram og sérstaklega með þeim rökum að refsa þurfi eigendum svokallaðra vörubíla fyrir að eiga svona bíl útaf því hvaða tollflokki hann lendir í.
Síðan finnst mér líka lýsa óttarlegri heimsku þegar menn eru að tala um um að þeir vildu frekar fá þennan eða hinn bílinn framan á sig.
ég vill allavega ekki fá neinn bíl framan á mig þó hann væri í 100% tollflokki.Kveðja,
Glanni.Ps.SKRIFA ÞETTA EINUNGIS SEM GLANNI OG EKKERT ANNAÐ.
13.12.2006 at 17:04 #571274og gafst þú glanni þeim sem fyrir aftan þig óku, merki um að aka framúr þér þegar það var óhætt, með appelsínugula blikkljósinu sem er hægramegin á bílnum þínum?
13.12.2006 at 17:16 #571276Ég verð nú að viðurkenna það að mismunandi hámarkshraði á þjóðvegum Íslands er mjög óheppilegur, einmitt vegna þess að við erum svo gjörn á að fara fram úr silakeppunum á 90.
En þið eruð eitthvað að misskilja þetta með tollflokkunina. Það er ekki tollflokkunin sem á að styðjast heldur notkunarflokkana sem skilgreindir eru í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Þar kemur skýrt fram hvernig pallbílarnir eru flokkaðir, og NB þá var einnig gerð krafa í reglugerðinni sem hún leysti af hólmi um að allir bílar sem flokkaðir væru sem vörubifreið II hefðu hraðatakmarkara. Árið 2005 var síðan settur inn fyrirvari með nákvæmri dagsetningu.
Þið eruð s.s. að mótmæla amk þriggja ára gamalli reglugerð.
Einnig er vert að benda á að þetta ákvæði gildir jafnt um allar vörubifreiðar, svo Benni formaður mun ekki lenda í því að fá vörubíl, sem fluttur var inn eftir áramót, fram úr sér í næstu hringferð.Annað sem ég var að velta fyrir mér er hvort hægt sé að komast hjá þessari tollflokkun. Einhverntíman heyrði ég að pallbílar sem hefðu hús á pallinum þegar þeir komu til landsins lentu í þessum venjulega fólksbíla tollflokki. Þeir bílar eru þá ekki bundnir af kröfum sem gerðar eru til vörubifreiða.
Og þekkist það ekki að notkunarflokki ökutækja sé breytt eftir að þau eru flutt inn, t.d. aftursætum bætt í sendibíl? Þá væri hægt að breyta notkunarflokknum á núverandi vörubifreiðum II þannig að þær séu fólksbifreiðar, sleppa við hraðatakmörkunina og keyra með samviskuna í lagi á 90.Ég vil líka benda á að mér finnst skammarlegt að þið sem flytjið þessa risatrukka inn sem vörubifreiðar, en notið þá ekki sem slíka, haldið að þið fáið einhverja sérmeðferð. Þetta eru vörubílar og lúta því lögum og reglum sem slíkir. Eða voruð þið kannski bara að reyna að spara ykkur aukakostnaðinn sem fylgdi tollinum?
Kv,
Eiður
13.12.2006 at 17:27 #571278Eitt í viðbót
Ætla meðlimir F4x4 líka að mótmæla því að nýjir vinnuflokkabílar séu með hraðatakmarkar. Þeir eru jú fimm til sex manna og einhverjum gæti dottið í hug að nota hann sem ferðabíl fjölskyldunnar, gott kram og allt það.
Eiður
ps. ég er ekki viss hvort þeir eru flokkaðir sem vörubílar eða ekki en þykir það nokkuð líklegt
13.12.2006 at 17:32 #571280
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keyri vörubíl annarslagið og eg gef fólki viljandi ekki merki hvort það eigi að fara frammúr mer…. það er til fullt af fólki sem kann bara ekki að keyra og ef ég gef merki um að í lagi se að taka frammúr að því að eg myndi treysta mer til þess þýðir ekki að fíflið sem kemur á eftir mer geti það….. vegirnir okkar eru eintómar beygjur og ef fólk ætlar að taka frammúr þá á það að gera það þegar það er pottþétt á því að það geti farið frammúr…… aftur á móti hægi eg frekar aðeins á mer þegar fólk skytur ser frammúr… það mættu fleiri gera!!!!
í sambandi við tollana þá fer fólk alltaf að froðufella yfir að maður hafi grætt svona og þetta mikið á bílnum….. það hafa allir sama möguleika að kaupa þessa bíla svo það er ekki verið að mismuna neinum….. enda er þessi reglugerð fáranleg að ekki se hægt að eiga pallbíl sem einkabíl heldur skilgreina hann allir sem vörubíl…. er eitthvað fjandanum skárra að allir sem þurfa pallbíl seu að drattast með óskráðar kerrur aftan í bílum sem oft á tíðum henta mjög illa til að draga á???? þessir bilar hafa þó allavega bremsur sem eru ætlaðar til að bremsa eikkurn þunga að ráði það er ekki hægt að segja um suma þessa hrísgrjónamaskinur sem eru seldar her á klakanum og svona í lokin að á meðan 17 ára grislingur getur komið á yfir 200km hraða á mann þá er bara ágætt að vera á sterkum bíl það eru ekki forréttindi heldur mannréttindi að vera öruggur………….
13.12.2006 at 17:40 #571282Þarf framar vitnanna við um nauðsyn hugarfarsbreytinga í umferðinni?
13.12.2006 at 17:43 #571284Að sjálfsögðu hleypi ég mönnum fram úr með merki eins og kostur er,en það breytir ekki því að hver einasti bíll fer framúr með tilheyrandi hættum.
Annars væri það nú bara einfaldlega þannig að ef ég ætlaði að stunda það meira en ég geri að hafa útsýni fyrir bílana sem á eftir koma til að þeir geti tekið framúr þá gæti ég ekki horft fram fyrir bílinn heldur bara í baksýnisspegilinn, því það er alltaf einhver fyrir aftan.
Auðvitað reyna menn alltaf að gera sem hægstæðust kaup þegar menn eru í bílahugleiðingum og hverju sem er, nógu mikið eru bíleigendur skattpíndir og ekki reyna að halda því fram að þú gerir það ekki líka Eiður eða velur þú kannski bíl sem er sem hagstæðastur fyrir Ríkið??
Ekki gleyma þér alveg í jafnaðarmennskunni:)Kveðja,
Glanni
13.12.2006 at 17:54 #571286Ég get alveg vottað fyrir að Eiður er enginn jafnaðarmaður frekar en eitthvað annað.
Umræðan snýst fyrst og fremst um umferðaröryggi en ekki pólitík.Ef ég væri kominn með börn, þá myndi ég líklega íhuga að kaupa stóran og öruggan bíl. En ég geri engum greiða með að keyra hann yfir löglegum hámarkshraða.
Það má alveg setja spurningarmerki við hvort 90km hámarkshraði sé yfirhöfuð heppilegur fyrir íslenskar aðstæður. Þjóðvegurinn er á köflum svo skelfilegur að það er stórhættulegt að keyra á 90 þar, jafnvel á góðum nýlegum bíl.
Aftur á móti ræður tvöföld Reykjanesbraut alveg við hraða á bilinu 100-110 hugsa ég. Sama myndi þá gilda um tvöfaldan suðurlandsveg til Selfossar ef vel verður að því staðið.
13.12.2006 at 17:58 #571288Auðvitað velur maður þann bíl sem er á hagstæðasta verðinu, og aldrei myndi ég fara að borga 45% toll af bílnum sem nágranninn borgaði bara 13% af!
.
Eitt erum við samt greinilega allir sammála um og það er að vegamenning á Íslandi er til háborinnar skammar, og finnst mér mun miklvægara að bæta hana eitthvað en takmarka hraðann á ferðabíl fjölskyldunnar. Og þá komum við að kjarna málsins…
Hraðatakmörkunin á ekki við fólksbifreiðar, eins og ætla mætti af sumum póstunum hér, heldur á hún bara við vöru- og hópbifreiðar. Þannig að þeir sem flytja inn pallbíla eftir áramót verða víst að sætta sig við annað hvort 45% toll eða þá að geta aldrei farið yfir hinn lögboðna hámarkshraða á Íslandi, ef þeir þá hafa val.Kv,
Eiður
13.12.2006 at 18:57 #571290Það er enginn spurning um að ef þessi reglugerð verður að
veruleika minkar umferðaröriggi til una ,
Annað mál er að ef einhver áhugi er firir hendi að fækka slisum og minka afleiðingar þeirra sem verða á að setja hraða
takmarkara í ALLA bíla og filgja því eftir .
Kveðja Þórir,
13.12.2006 at 19:53 #571292Það er ekki bara málið, fólk er bara svo ótrulega rugglað út á veigi, var að koma í baginn á sunnudaginn yfir hellisheiði í sliddu og roki og sá sem var á undan mér keyrði meira og minna á báðum akreinum og svo allt í einu bremsar hann nyður í 30 km og ég enda hægra meginn við hann, til að fara ekki aftan á hann, svo ætlaði ég framur þá gaf asninn alltaf í þannig að ég þurfti 3 tilraunir. þetta gerir mann alveg sturlaðn.
13.12.2006 at 20:41 #571294Sælir. Mér sýnist að fjölgi þeim sem eru sammála mér í því að það gangi ekki að hafa mismunandi hraða á vegum landsins .Það er ekki nema á fjölakreinavegum.Þegar tillaga kom fram fyrir nokkrum árum að hækka hámarkshraða í 110 km. á klst.sagði Sæmundur í Borgarnesi að ef vegurinn fyrir Hvalfjörð væri í Svíþjóð væri þar hámarkshraði 70 km. Það hringtorg sem ég ek oftast um er ´a Selfossi og það gefa örfáir stefnuljós út af torgunum .Þeir sem ekki gefa stefnuljós tefja umferðina af því að þú veist ekki hvort þeir ætla út úr torginu fyr en þú sérð það. Það sem gerir framúrakstur svo oft erfiðan og hættulegan hér á landi er það mishæðótta landslag sem hér er víða og blindar beigjur. Margir nýta sér þegar maður gefur stefnuljós sem merki um að í lagi sé at fara framúr en líka kemur fyrir að þurfi að gefa stefnuljós til vinstri og hindra framúrakstur ef blint eða að öðru leyti er ekki öruggt framundan. Ég hef verið í Hamborg og þar gengur umferðin vel smurð , gefin stefnuljós og hliðrað til . Menn komast heldur ekki upp með neitt múður. Sama virtist vera á þjóðvegunum og ekki verið að spara rafmagnið í stefnuljósin . Ég er að velta fyrir mér hvað yrði gert við 17 ára ungling í Þýskalandi sem keyrði á 140 km. hraða á götu hliðstæðri Gullinbrú .Sá fengi nú að finna til tevatnsins. Með von um að slysaöldunni linni .Kv. Olgeir
13.12.2006 at 22:04 #571296og forræðishyggja eru sitthvort andlitið á sömu skepnunni. Það er ákveðin árátta hjá stjórnvöldum að innleiða boð og bönn um alla hluti, samanber frægt dæmi um smokkastærðir frá Brussel. Í stað þess á yfirvaldið að einbeita sér að fræðslu, dreifingu upplýsinga og fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d háum sektum, (peningar skipta alltaf máli) og í framhaldi af því eins og ég hef orðið var við núna að lögreglan er miklu sýnilegri, við mælingar, á Reykjanesbrautinni. Varðandi stærðir bila og hraðatakmarkanir. Það getur örugglega verið lífshættulegt að geta ekki keyrt hraðar en 90, það geta örugglega komið upp slík tilvik. Annað, ef ég ætti að velja á milli þess að velja farartæki fyrir mig og fjöldskylduna myndi ég að sjálfsögðu velja stærri og sterkari bíl, það er augljóst. Svona aðgerðir minna frekar á að það er ekki alltaf nauðsynlegt að nota fílabyssuna til að skjóta músina.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.