Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hraðatakmarkanir
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbjartur Magnússon 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2006 at 17:27 #199086
Í „bílablaði“ Moggans á föstudaginn var verið að auglýsa það að allir pallbílar sem seldir yrðu eftir 1.jan 2007 yrðu útbúnir með hraðatakmarkara og kæmi í veg fyrir að bílarnir kæmust hraðar en 80-90. Mér finnst þetta soldið einkennilegt að einhver bílasali sé að auglýsa þetta en ég hef hvergi séð þetta annarsstaðar.
Hafið þið séð þetta eða heyrt um að það sé búið að ákveða eitthvað með þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2006 at 17:38 #570126
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta kemur mér ekki á óvart og ætti að vera komið í fyrir löngu, þar sem að þetta er jú í öllum öðrum vörubílum og þessir pikkar eru ekkert annað en vörubílar, eitthvað verða menn að gefa fyrir lægri tolla!
03.12.2006 at 18:45 #570128Ég er nú ekki sammála Andra þó svo ég telji það löngu tímabært að setja þetta í þessa þunga pikupa. Ekki vegna þess að þeir eru tollalausir heldur vegna þess að þeir eru stórhættulegir öðrum vegfarendum. Sama þarf bara að gera við alla bíla sem eru 3000 kg að leifðri heildarþyngd og svo mætti líka lækka þyngdina niður í 2500 eða jafnvel 2000kg. Ég tel að svona aðgerðir bjargi manslífum, þær eru mér því mjög að skapi.
guðmundur.
03.12.2006 at 19:00 #570130meinarðu ekki frekar 3500 kg.. það hlýtur að þurfa að styðjast við þyngd bíla semþarf meirapróf á er það ekki ??? allavega er 2000 kg komið frekar neðarlega að mínu mati… bara eins og fullvaxinn fólksbíll mætti ekki fara hraðar en 80… kjánalegt
03.12.2006 at 19:05 #570132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja er þá bara ekki malið að setja hraðatakmarkara í alla bíla og hafa sama hamarkshraða fyrir alla bila…….. þetta er svo mikið bull að það hálfa væri hellingur…… heldur væri nær að setja hraðatakmarkara í þessa 2-3 hundruð hestafla sportbíla sem allir fá að aka!!!!! ég allavega varð að na mer i meiraprof til að aka minum pikka og er bara betri ökumaður fyrir vikið.
Það að ríkið segi að ekki se hægt að treysta akveðnum hóp sem miðast af gerð ökutækis enn ekki ökuferils er óásættanlegt…. þessa menn ætti að fleygja úti horn og lata þá hugsa sin mal uppá nytt og syna þeim hvar áherslurnar liggja.því það er ennþá þannig að það er ekki ökutækið sem er hættulegt heldur fíflin sem hleypt er undir styri á þeim.
á flestum vörubílunum er bara eitt öryggi til að taka ökuritann ur sambandi og þá geturu keyrt eins og druslan dregur enn það mun alltaf sjast á ökuskifunni…… enn þessir takmarkarar eru ekki með skifu svo það er bara að rifa þetta ur sambandi og enginn veit neitt fyrr enn löggan tekur mann.
fordinn hja mer er með mæli sem synir mest 160kmh og billinn fer leikandi í það….. svo eru til bílar td bensar og slikir storir luxus bilar eitthvað yfir 2 tonn og mælarnir a þeim syna jafnvel yfir 300kmh ég spyr þá afhverju eru ekki settir takmarkara settir í þá bíla lika????
hættum bara þessari vitleysu og förum að keyra eins og menn
kv Mikki
03.12.2006 at 19:18 #570134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég verð samt að koma því að að ég er mjög á móti mismunandi hraðatakmörkum á ökutækjum en VEGIR ERU EKKI TIL AÐ BERJAST GEGN ÞVÍ, berjumst fyrir hlutunum á réttum stöðum, en ekki brjóta lögin sýnt og heilagt af því við erum á móti þeim…
03.12.2006 at 20:15 #570136Hefur einhver séð reglugerðina fyrir þessum hraðatakmörkunum. Er ekki verið að tala um þá bíla sem eru fluttir inn á 0% vörugjaldi. Ekki þennan venjulega pickup sem er í 13% vörugjaldi. Ef þú ert að reyna að sleppa ódýrt með því að flytja inn bíl sem vörubíl þá verður maður að fylgja þeim reglum. Eru bílasölurnar ekki bara að reyna að auka söluna hjá sér fyrir áramót með því að auglýsa þetta eins og allir pickupar verði með þessum hraðatakmörkunum.
03.12.2006 at 20:51 #570138Ef ég man rétt þá eru lögin um hraðatakmarkara komin frá hinni skemmtulegu borg Brussel og ef ég man rétt þá eiga ÖLL ökutæki sem eru skráð sem voru- eða hópbifreið að vera innsigluð við 90 km hraða, séu þau ökutæki ekki innsgluð þá meiga skoðunarstöðvar ekki gefa viðkomandi ökutæki fulla skoðun
03.12.2006 at 20:53 #570140Eg held að það sé ekki rétt að setja hraðatakmarkara í suma bíla á meðan hin 90% eru ekki með takmarkara. það var nú bara síðast í gær að bíll var að taka fram úr vörubíl sem var með hraðatakmarkara og komst því ekki hraðar en c.a. 85km hraða þar sem umferðarhraðinn er c.a. 95-110km. Það kannast allir við það að lenda á eftir vörubíl og vera að rembast við að taka fram úr. Annað hvort eiga að vera hraðatakmarkar í öllum bílum eða engum. Þessi framúrakstur skapar meiri hættu en að þessir bílar fái að keyra á umferðarhraða. Þessir takmarkarar eru settir í alla vörubíla samkvæmt esb reglum. en í flestum esb ríkjum eru hraðbrautir (autoban) með 2-4 akreinum í hvora átt og vörubílarnir fá að dóla í rólegheitum á 80, á ystu akrein.
03.12.2006 at 20:55 #570142Eg held að það sé ekki rétt að setja hraðatakmarkara í suma bíla á meðan hin 90% eru ekki með takmarkara. það var nú bara síðast í gær að bíll var að taka fram úr vörubíl sem var með hraðatakmarkara og komst því ekki hraðar en c.a. 85km hraða þar sem umferðarhraðinn er c.a. 95-110km. Það kannast allir við það að lenda á eftir vörubíl og vera að rembast við að taka fram úr. Annað hvort eiga að vera hraðatakmarkar í öllum bílum eða engum. Þessi framúrakstur skapar meiri hættu en að þessir bílar fái að keyra á umferðarhraða. Þessir takmarkarar eru settir í alla vörubíla samkvæmt esb reglum. en í flestum esb ríkjum eru hraðbrautir (autoban) með 2-4 akreinum í hvora átt og vörubílarnir fá að dóla í rólegheitum á 80, á ystu akrein.
03.12.2006 at 21:34 #570144Hér eru nokkrar staðreyndir sem ekki er hægt að hrekja.
1. Hættan sem stafar af farartæki í umferðinni er í beinu hlutfalli við þyngd þess og hefur ekkert að gera með hvað farartækið heitir.
2. Hvert einasta kíló sem bætist við á vegi landsins minkar öryggi allra sem ferðast um þá.
3. 4 tonna bíll á 90 er helmingi hættulegri öðrum vegfarendum 2 tonna bíll á sama hraða.
Þetta eru mín rök fyrir því að við eigum að gera allt til að stöðva fjölgun óþarflega þungara farartækja í umferðinni.
Guðmundur
03.12.2006 at 21:54 #570146Það er bara þannig þegar slysin verða,þá á að takmarka allt,það er engin lausn.
Ef vegakerfi hér á landi væri eins og það ætti að vera miðað við fjölda ökutækja,þá væri löngu búið að koma í veg fyrir meginhluta þessara slysa.
Maður var með hjartað sláandi í buxunum í hvert einasta skipti þegar maður keyrði keflavíkurveginn,og er með það á öllum hinum tvístefnuvegunum.
þannig að maður skilur mjög svo reiðina sem sunnlendingar og landsmenn allir sem þurfa að keyra þessa tvístefnuvegi.
Það eitt að þurfa keyra þessa vegi hér á landi,kalla ég rússneska rúllettu.Kv,
JÞ
03.12.2006 at 22:12 #570148Sammála síðasta ræðumanni. Eg held að það sé jafn slæmt að lenda framan á 1500kg bíl eða 45000kg ,ég er jafn dauður, eða kannski dauður og meira Dauður. Eg stend fastur á þeirri skoðun að stórir langir vörubílar með tengivagn. myndu skapa minni hættu á þjóðvegum landsins með því að fá að fylgja umferðarhraða. Ef vörubíll lendir á eftir bíl sem ekur um á 65-80km hraða þá er útilokað fyrir hann að taka framúr, því hann er svo lengi að því og hann kemst ekki hraðar en hraðatakmarkarinn segir til um og þá myndast langar bílalestir fyrir aftan hann af pirruðum vegfarendum sem vilja komast framúr.
03.12.2006 at 23:02 #570150Núna get ég ekki verið sammála síðasta ræðumanni, ég hef góða reinslu af akstri stórra og þungra vörubifreiða, eins menn vita þá er mest leifði hámarkshraðin hér á landi 90 km og er það miðað við bestu hugsanlegar aðstæður sem eru sjaldan hér á landi því miður, sjálfur fer ég núna reykjanesbrautina daglega og alltaf á jeppanum hjá mér og mer finnst alveg með ólíkindum hvað menn eru að keyra hratt hérna á milli, um daginn var ég á eftir olíufluttningabíl sem greinilega var með bilaðan hraðatakmarkara og mer blöskraði keyrslan á honum, ég áhvað að fylgja honum aðeins eftir og ég get svo svarið það að eftir að ég kveiktiá gps tækinu og sá nákvælega réttan hraða þá var ég ekki lengi að hægja á mér, og hafa samband við lögreglu, svona fyrir það fyrsta var bleyta á veginum, vagnin var farin að rása, maðurinn var langt frá því að hafa full komna stjórn á bílnum og ég las á gps tækið hjá mér 119 km, og svo finnst mönnum það vera asnalegt að það sé verið að innsigla þessa bíla á 90 km hraða þessir bílar meiga lögumsamkvæmt ekki fara hraðar en 80 en fá þó að keyra á 90. og hvað eru menn þá að kvarta, viljið þið mæta svona bíl á suðurlandsveginum á 119 km hraða sem er að rása inn á næstu akrein á fullu!!!! það er ekki það sem ég vill allavega.
og svo í eitt skiptið fyrir öll hættið þessu tuði og væli og sættið ykkur við það að hámarkshraði á íslenskum þjóðvegum er 90 km við bestu hugsanlegar aðstæður.
03.12.2006 at 23:12 #570152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru menn að djóka????? sáuði bílana eftir slysið uppa sandskeiði????? mjög sambærilegir bilar af stærð og þeir voru báðir jafn mikið í köku það er minn lyðræðislegi réttur að keyra um á þeirri bifreið sem ég kys og ef ég kys að velja 3 tonna hlunk þá a engin að geta sett úta það….. bannið bara þessaar helvítis dollur sem er verið að selja fólki…… þessir bilar eru ekki gerðir til að þola svona harða árekstra eins og eru að gerast herna…….. þetta er ekki einu sinni fyndið eg segi enn og aftur að það eru fíflin undir styri enn ekki bíllinn sem eru hættulegir
03.12.2006 at 23:29 #570154Ég er sammála þessu, það eru ekki bílar sem valda slysum, heldur ökumenn. Byssur skjóta ekki fólk, fólk skýtur fólk.
Hlynur
03.12.2006 at 23:33 #570156Þessi neikvæða umræða um vörubíla kemur á hverju ári í öllum fjölmiðlum í júní, júlí og ágúst. Þ.e. pirraðir höfuðborgarbúar í bílalest á eftir einhverjum vörubíl alla leið frá Akrueyri til Reykjavíkur og komast ekki fram úr. Síðan vilja þeir banna alla flutningabíla. En hvernig er það er ekki allstaðar í heiminum bannað að breyta bílum eins og við gerum hér. það er fullt af fólki sem er skíthrætt við þessa stóru breyttu jeppa og vill helst banna þá. þessi boð og bönn geta endað í einhverri vitleisu og þá sérstaklega fyrir okkur jeppamenn.
04.12.2006 at 09:32 #570158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
verða lögleiddir í öllum bílum yfir 3,5 tonn heildarþyngd um áramót, þannig að full skoðun fæst ekki fyrr en búið er að löggilda þá í, annað er að það skarast lögin held ég með að það þarf að vera löggiltur ökuriti í bifreiðinni til að hægt sé að löggilda hraðahamlarann í bílnum, í nýjustu pikkunum er hraðahamlari orginal, hann er bara stilltur á 150-160 kmh, þetta verður unnið með rassgatinu eins og umferðarstofu er einni lagið, lögunum skellt á og enginn undirbúningur hafinn.
04.12.2006 at 17:53 #570160
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru það ekki bara bílar sem verða seldir nyjir eftir áramót sem þurf að setja þetta í???? ekki innkalla þeir alla bila til að setja þetta í………. allavega ætla eg ekki að borga þetta í minn bil ef svo verður
04.12.2006 at 18:03 #570162Svona reglur eru næstum aldrei afturvirkar.
Hlynur
04.12.2006 at 19:10 #570164Samkvæmt minni bestu vitund þá er þessi búnaður til staða í öllum nýlegri bílum sem eru á markaði núna sem eru yfir 3500kg og er í öllum amerísku pallbílum þar sem að þeir eru með rafmagnsstýrðri inngjöf, það þarf bara að fara í tölvuna á bílunum og stilla hraðan sem þeir beiga fara á, yfirleitt eru þeir stiltur á 150 – 180 km hraða frá verksmiðju.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.