This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Georg Þór Steindórsson 17 years ago.
-
Topic
-
Var að keyra í fyrsta sinn frá Rvk til Borgarness í frekar langan tíma og varð þá var við nýja gerð af hraðamyndavélum sem ég hef ekki séð á íslandi áður.
Þetta eru stauravélar, ekki ólíkar þeim sem finnast við ýmis gatnamót í Reykjavík. Ég er vanur þessum vélum frá Svíþjóð, en þar eru þær útum alla koppa og grundir.
Ég tók að ganni Hnitin á vélunum og eru þeir eftirfarandi m.v. WGS 84 og HDDD°MM.MMM stillingar.
–
frá Borgarnesi í átt að Reykjavík:
n 64°25.387
w 021°56.819
–
frá Reykjavík í átt að Borgarnesi:
n 64°23.036
w 021°50.902
–
að ganni má setja þessa punkta inní GPS hjá sér og stilla „proximity warning“ á þeim, en þá flautar GPS tækið þegar þú nálgast þessa punkta.kveðja,
Lalli
P.S. Ég er að sjálfssögðu bara að nefna þetta hér til að menn geti farið og skoðað þessa kostagripi en ekki að ýta undir að menn nýti sér þessar upplýsingar til ólöglegs aksturslags….. notist á eigin ábyrgð.
You must be logged in to reply to this topic.