Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hraðamælabreyting
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.05.2006 at 20:03 #197981
Ég er með ’91 xj sem ég breytti fyrir 38″ dekk. Samt er ég með hann á orginal hlutföllum (3,54) sem er jú of hátt en ég ætla samt bara að nota þau áfram. Hvaða leiðir get ég farið í að leiðrétta hraðamælinn aðrar en að nota rétt hlutföll?
.
Ég heyrði einhverntíman að það væri hægt að fá öðruvísi tannhjól í hraðamæladrifið- það væri sennilega bæði einfallt og ódýrt. Hvar fást slík tannhjól?????Freyr
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.05.2006 at 20:34 #552850
Sæll Freyr,
Ökumælar ehf, Viðarhöfða 6 (við hliðina á Fjallasport) sími 5875611 vottuðu og löggilltu hraðamælinn í gamla krúsernum mínum með einhverjum breytigír.
Ættu að geta það sama fyrir þig.
kv, Haffi
19.05.2006 at 20:41 #552852Það er smá fróðleikur um hraðamælisleiðréttingar [url=http://www.visi.com/~tam/tjfaq.html:17bxskou]hér[/url:17bxskou]. Samkvæmt þessu eru frá 28-41 tönn í hraðamælisdrif, eftir dekkjastæð og drifhluttöllum. Með 3.54 hlutföllum eru líklega 33-35 tennur. 28 tennur færu langt með að leiðrétta fyrir 35-38 tommu dekkjum í bíl með 3.54 í drifum. Það ætti að vera hægt að panta þetta há þeim sem útvega orginal varahluti í Jeep, t.d. Ræsi eða H Jónsson. Númer í [url=http://klaki.net/tmp/jeepXJYJ9496.pdf:17bxskou]varahluta bók (síðu 571)[/url:17bxskou] er 5206 7228.
Þú gætir líka fundið þetta á partasölum, t.d. úr beinskiptum YJ eða XJ með 4 lítra vél.Ég leiðrétti einu sinni hraðamæli í MMC svona, kostaði sáralítið og einfalt að skipta um.
-Einar
19.05.2006 at 21:23 #552854Hérna eru meiri upplýsingar um það sem Einar var að benda á:
.
[url=http://go.jeep-xj.info/HowtoSpeedoGears.htm:2lsvxua9]http://go.jeep-xj.info/HowtoSpeedoGears.htm[/url:2lsvxua9]
.
Ég pantaði svona hraðamælisgír (34 tanna) af moparpart.com og það var mjög ódýrt og fljótt að koma, eini gallinn er að þetta passar ekki í 207 millikassann í ’87 Wrangler
.
með Jeeeeeep kveðjau, Kiddi
19.05.2006 at 21:47 #552856Mér sýnist á varahlutabókinni að sömu hjólin passi í alla millikassa sem notaðir voru 95-96, það er 231, 242 og 249. Mér kæmi ekki á óvart þó sama ætti við um millikassana sem notaðir eru í nýrri gerðum af ZJ og WJ.
-Einar
19.05.2006 at 21:57 #552858sæll ef þú ert með 91 model af cherokee 4.oL HO þá minnir mig að þú sért með rafmagnsmælir og þarft þá að fá breyti fyrir það þá er ekki gír sem slíkur í honum
19.05.2006 at 22:30 #552860Sælir
Ef þú ert með rafmagns hraðamæli þá geturu fengið breytistykki hjá KT jeppaverslun Akureyri. Þeir allavega pöntuðu svoleiðis fyrir mig í 93 Grand.
Ég veit reyndar ekkert hvaðan þeir útveguðu þetta.Kveðja
Arnór
19.05.2006 at 22:45 #552862Hvað kostaði þessi breyting í grandinn?
19.05.2006 at 23:20 #552864Sæll Freyr
Það eru að nálgast tvö ár síðan ég keypti þetta og ég man ekki alveg töluna.
En þetta var eitthvað um 20.000 kr sem stykkið kostaði. Ég á svo eftir að pússla þessu í sjálfur fljótlega. Svo ætla ég að fá einhvern sem má votta þetta til að stilla þetta rétt og skrifa undir.Það eru tvær skrúfur á þessu sem stilla hraðamælinn.
Þetta er hannað fyrir tvær dekkjastærðir, þú bara svissar á milli með takka á stykkinu.Kveðja
Arnór
20.05.2006 at 00:01 #552866Bíllinn minn er ekki með barka, ég held að þessi tannhjól séu þau sömu hvort sem rafmagn eða barki er notað til þess að flytja merkið upp í mælaborð. Það er miklu betra, og margfalt ódýrara að leiðrétta hraðamælinn með því að skipta um þessi tannhjól heldur en að setja eitthvað breyti-mix á raflögina. Raunar er ennþá betra að skipta um hlutföll, þannig að ekki þurfi frekari leiðréttingu á hraðamælinum. Ég á t.d. 3.73 hlutföll, sem ásamt tannhjóli úr beinskiptum 4l bíl ættu að duga til þess að leiðrétta hraðamæli i sjálskiptum bíl með 3.54 hlutföllum. Þessi hlutföll fást ódýrt. Það væri þó betri kostur að setja 4.11 eða 4.55. Síðast nefndu hlutföllin myndu sennilega duga ein sér til þess að fá hraðamælinn réttan.
-Einar
20.05.2006 at 01:33 #552868í Borgartúni fyrir aftan "Cabin hótel" var einu sinni gamli Klúbburinn, eru með bæði mekanískar og digital hraðamælabreytingu. Með digital breytingunni gefst þér kostur á að hafa tvær dekkjastærðir sem þú getur alltaf breytt á milli sjálfur. Mekanísk breyting kostar um 20.000 kr en digital rúm 27.000 kr. þó er einhver mismunur á milli bíla. Þetta kostar aðeins meira hjá ökumælum á Viðarhöfða.
Bkv.
Magnús G.
23.05.2006 at 15:06 #552870Nú sýnist mér menn ætla yfir lækin til að sækja vatnið. Þegar ég setti afgas- og hitamæla í bílinn minn fór ég í Samrás úti á Seltjarnanesi og fékk þar fína digitalmæla, auðvelt að lesa af þeim og einnig eru þeir mjög snöggir, það er hægt að sjá þá í myndaalmúminu mínu.
Þegar ég náði í mælana sá ég hjá honum hraðamælabreytir og þegar ég sá hvað menn eru að pæla hérna hringdi ég í kallinn og komst að því að hann hefur verið að framleiða svona kítt sem hann kallar “tru speed“ og selja erlendis í nokkur ár. Það er hægt að fá þetta á einhvern 15.000 kr. kall hjá honum. Það tekur um 10 mín. upp í eina klukkustund að koma því fyrir í bílnum, þetta eru fjórir vírar, plús, mínus og svo tveir kliptir inn á hraðamælinn.
Hann er með fullt af öðru dóti sem vel er hægt að nota til að hækka dótastuðulinn í jeppanum en ég ætla ekki fara út í hvað það er heldur lofaði ég upp í ermina á tilvonandi formanni. Ég sagði honum við vildum fá hann á mánudagsfund til að kynna okkur hvað hann hefur fram að bjóða.
Svo þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri ekki félagi í klúbbnum sagðist hann hafa reynt nokkrum sinnum að gerast félagi á netinu en ekki tekist og væri nánast búinn að gefast upp á því. Ég er í framboði í vefnemd og til að undirbúa það starf fór ég á forsíðuna til að athuga hvernig hægt væri að gerast félagi og sá ekki neina auðvelda leið til þess. Hér þarf að taka til hendinni ef við ætlum að fjölga félögum í klúbbnum. Jæja, þar hafiði framboðsræðuna mína, við skulum sjá hvernig þetta fer í kvöld og hvort ég geti staðið við stóru orðin.kv. vals sem er í framboði.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
