Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › "hópkaup" handstöðvar
This topic contains 132 replies, has 41 voices, and was last updated by Anonymous 11 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.01.2014 at 02:00 #443921
Ég kom með hugmynd á fundinum í kvöld að við mundum koma okkur saman um vöru sem við vildum kaupa og gerðum magnkaup til að fá afslátt.
Mig eins og mörgum öðrum vantar handstöð. Endilega kommentið hér ef þið hafið áhuga á þessu.
Ég mundi áætla að 15 stk væri lágmarkið fyrir góðan díl.Okkar ástkæri formaður er tilbúinn í að leita tilboða ef áhugi er fyrir hendi.
Það er líka hægt að ræða þann möguleika að vera bæði með handstöðvar og venjulegar og bara einhver X % í afslátt.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2014 at 12:21 #444413
Ég sé nafnið mitt ekki á listanum.
Tek talstöð og mic
20.01.2014 at 12:40 #444414Sælir enn bætist á listann það kemur nýr listi eftir smá stund.
kv.
Sveinbjörn
20.01.2014 at 13:02 #444415Það vantar stk hjá mér. Ég tek eina stöð.
20.01.2014 at 13:05 #444416Sælir.
Þessi stöðvar pöntun er ótrúleg hvað þáttöku varðar.
Mínar vangaveltu.(brainstormin)Ok…menn tala um rétt verð sem 50-Þús.
Tilboð frá Bílanaust var sagt vera 43,900,-
En til okkar miðað við að safna 10 stk saman þá er verðið 35.000.-
Verðið endar svo í 31.600,- miðað við 10-20 stk/fjöldi.Okei………
Hvar hefði verðið endað??? ef önnur fyrirtæki hefðu vitað að það yrðu pantar 50 stk af handstöðvum???
Þetta eru bara mínar vangaveltur og þær eru réttmætar því í krafti fjöldans fæst bara mun hagstæðara verð. Hvað fengu mörg fyritæki að skila inn tölum?
Varðandi önnur hópkaup, teigjuspottar, oftmælar og þess háttar. Er ekki rétt að gera könnun fyrst hvað margir hefðu áhuga og síðan að gefa fyrirtækjum kost á að koma með tölur?Kveðja…og sem fyrr eru þetta bara vangaveltur.
Oddur Örvar Húsavík.
20.01.2014 at 13:59 #444420Sæl.
Allar pælingar eiga rétt á sér og að sjálfsögðu verða þær skoðaðar. Þegar leitað er eftir tilboðum þá var rætt við nokkra sem til þekkja. Það var strax leitað til þess aðila sem flytur inn og þjónustar stöðvarnar auk þess sem ég vildi versla við þekkt fyrirtæki. Eftir að við fengum þessi líka frábæru viðbrögð var farið að kýkja betur á önnur fyrirtæki sem hafa aldrei sýnt okkur áhuga né viljað gefa okkur afslátt fyrr en þeir sáu hvað við gátum. Bílanaust tók sig þó til og matsaði það tilboð + örlítið meira. Auk þess eru þeir tilbúnir í miklu meira samstarf með ofurtilboðum með svona Hópkaupum (verkfæri, kastarar og margt fl.) en að sjálfsögðu bara ef þeir eru með góða vöru á dúndur verði.
20.01.2014 at 14:02 #444421Sælir hér er listinn uppfærður í stafrósröð.
skoðið listann og látið mig vita ef eitthverjar villur eru í honum. hann fylgir með sem viðhengi. 3 nýjir félagar skráðu sig í klúbbinn í dag vegna Hópkaupa.Viðhengi:
20.01.2014 at 14:04 #444423Enn vantar mig á listann

Ein stöð + mic
20.01.2014 at 14:24 #444424Sælir aftur.
Bara bara hið besta mál. Fjöldi félaga er nefnilega slíkur að það er oft sem mönnum vantar svipaða hluti. Eða eins og hérna gerist að menn stökkva á tilboð þegar verðið dankar niður svo um munar. Kastarar, teigjuspottar, loftmælar og fl. bara skoða þetta nánar.
kv oö hús…
20.01.2014 at 14:34 #444425Mér finnst að Bílanaust ætti að splæsa á mig annari stöð fyrir að starta þessu „hópkaupi“ 😉
Þetta eru viðskipti upp á ca. 2 millur sem þeir eru að fá.
20.01.2014 at 14:54 #444426Guðmundur Á. Ólafsson þú verður að senda mér tölvupóst með nafni, kennitölu, símanúmeri ok félagsnúmeri.
Þá verður Þú skráður á listann.
wagginn@gmail.comkv.
Sveinbjörn
21.01.2014 at 12:32 #444648Jæja nú er ég búinn að senda listann frá mér endanleg niðurstaða voru 72 stöðvar og 60 mic. Eins og er er listinn í yfirlestri hjá Rögnu sem fer yfir hvort búið sé að greiða félagsgjöldin síðan sendi ég hann á Bílanaust (reyndar eru þeir byrjaðir að forrita stöðvar) og læt vita hvenær hægt verður að afhenda stöðvarnar. Fyrir þá sem eru út á landi þá er ég að skoða með Rögnu hvernig við gerum þetta, best væri að Ragna innheimti stöðvarnar greiddi Bílanaust og við reyndum að finna einhverja til að taka stöðvarnar með sér þannig að við værum ekki að greiða flutningsgjald. Endilega ef þið hafið betri hugmynd látið þá vita.
kv.
Sveinbjörn.
21.01.2014 at 14:01 #444649Sæl.
Vill minna menn á að greiða félagsgjöldin svo hægt sé að setja inn rásir klúbbsins.
kv.
Sveinbjörn
21.01.2014 at 14:21 #444651Er ekki gáfulegast að láta Bílanaust fá listann með kennitölunum og svo tala menn bara við þá í bílanaust og gera upp fyrir sína kennit og fá stöðvarnar afhentar eða sendar til sín.
Þá er hægt að sleppa þessum millilið
21.01.2014 at 15:36 #444652Sæl öll.
Mér finnst upplagt eins og Sveinbjörn talar um að sameina stöðvarnar sem fara út á land í eina ferð. Óþarfi að auka kostnað með flutningsgjaldi sem er orðið fáránlega hátt fyrir landsbyggðina. Hagræðing er það sem koma skal og um að gera að þetta sé gert á sem hagkvæmastan máta.
Kv oö hús
21.01.2014 at 18:20 #444653Oddur þú ert þá væntanlega að meina á pósthúsið þar sem menn eru dreifðir um allt land.
21.01.2014 at 19:00 #444655Held að það sé best Fyrir okkur sem erum td á austurlandi að fá stöðvarnar sendar í Bílanaust á Egilsstöðum ,það kostar okkur ekkert og svo geta menn nálgast þær þar.
21.01.2014 at 20:09 #444661Sælir.
Nei ég er ekki að meina á pósthúsið. Ég er að meina að ef einhver veit um ferð norður t.d. á Akureyri eða Húsavík þá sé hægt að kippa með þeim stöðvum em fara norður. Ég vil ekki borga krónu í flutning og það eru alltaf að falla til ferðir. Fyrst þarf bara að greina það hvað fara margar stöðvar norður, austur, vestur svo framvegis. Alltaf einhver á ferðinni.
Kv oö hús.
21.01.2014 at 23:04 #444712Sæll Sveinbjörn
Panta eina handstöð og mice fyrir mig.
mbk. Árni Bergs.
22.01.2014 at 10:09 #444725Sæl, ég heyri í Bílanaust mönnum hvernig best er að gera þetta en allavegan þeir sem eru á Höfuðborgarsvæðinu fara bara í Bílanaust og gefa upp kennitöluna sína og fá þá stöðvarnar og greiða hjá þeim. Ef Bílanust getur afhennt stöðvarnar á Akureyri og Egilsstöðum þá er það glæsilegt. Ef hægt væri að sameina aðra eins og Suðurnes, Akranes, Selfoss og fl. staði þá er það ekkert mál við finnum út úr því. Á eftir að heyra hvenær fyrstu stöðvarnar verða tilbúnar. Fæ þær upplýsingar í dag.
kv.
Sveinbjörn
22.01.2014 at 18:26 #444732Sæll Sveinbjörn það væti fyrir gott fyrir mig ef ég gæti fengið mína í Bílanaust í Reykjanesbæ veit ekki með aðra á suðurnesjunum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
