This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2004 at 21:37 #194025
Hólaskógur 20. mars 2004
Laugardagur; Farið frá Esso Ártúnshöfða kl 09 og Fossnesti Selfossi kl 10. Ekið í Hólaskóg þar sem gengið verður frá farangri og svefnpokum og borðað nesti. Farið frá Hólaskóg í Dómadal og ef færi leyfir inn í Landmannalaugar. Línuvegurinn ekinn til baka í Hólaskjól og haft þar notalegt kvöld.Sunnudagur; lagt af stað frá Hólaskóg kl 14 og ekið um Bleikstorfur í Steinstaði og Gjá-in skoðuð, þaðan ekið með Steinsstaðarhöfða og niður á malbik og í bæinn.
Hér er kominn þráður sem hægt er að skrá framgang ferðarinnar hjá hópnum okkar í „litlu deildinni“
Munið margur er knár þó hann sé smár!
Góðaferð og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera
Guðmundur (gundur)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.03.2004 at 22:48 #499629
Sælir/sælar Ferðafélagar
Ég vil þakka kærlega fyrir mig og guttann sem var með mér,þetta var alveg frábær ferð í alla staði og skemmtilegast var að allir komust inní laugar og til baka aftur án nokkura vandræða,fyrir utan að Andri fór á afturdrifinu hálfa leið eða svo(Geri aðrir betur).
Í þessari ferð lærði ég líka heilmikið um hvernig bíllinn virkar í snjó,(sem mig vantaði mikið)og lærði mikið á að sjá aðra hvernig á að keyra í snjó.
Enn og aftur kærar þakkir fyrir helgina…
kveðja
Jóhannes og Aron
21.03.2004 at 22:48 #492361Sælir/sælar Ferðafélagar
Ég vil þakka kærlega fyrir mig og guttann sem var með mér,þetta var alveg frábær ferð í alla staði og skemmtilegast var að allir komust inní laugar og til baka aftur án nokkura vandræða,fyrir utan að Andri fór á afturdrifinu hálfa leið eða svo(Geri aðrir betur).
Í þessari ferð lærði ég líka heilmikið um hvernig bíllinn virkar í snjó,(sem mig vantaði mikið)og lærði mikið á að sjá aðra hvernig á að keyra í snjó.
Enn og aftur kærar þakkir fyrir helgina…
kveðja
Jóhannes og Aron
21.03.2004 at 23:36 #499633Takk fyrir okkur – frábært … hvenær förum við næst ????
Siggi
p.s. myndirnar mínar og sagan er á vefnum okkar [url=http://www.austurgata.net:45ny975g]http://www.austurgata.net[/url:45ny975g]
Samansafn mynda og soðin saga verður sett á vef [url=http://slydda.klaki.net:45ny975g]litludeildarinnar[/url:45ny975g] fljótlega.
21.03.2004 at 23:36 #492365Takk fyrir okkur – frábært … hvenær förum við næst ????
Siggi
p.s. myndirnar mínar og sagan er á vefnum okkar [url=http://www.austurgata.net:45ny975g]http://www.austurgata.net[/url:45ny975g]
Samansafn mynda og soðin saga verður sett á vef [url=http://slydda.klaki.net:45ny975g]litludeildarinnar[/url:45ny975g] fljótlega.
22.03.2004 at 11:13 #499636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag öll sömul.
Ég vildi bara þakka kærlega fyrir frábæra ferð.
Allt gekk að óskum og allir komust heim þó að sumir hafi þurft leyfi flugmálastjórnar.
Svo er bara næst að skipuleggja aðra ferð og ég er viss um að hún verður ekki síðri jafnvel þótt veður og annað verði ekki gott því hópurinn er þvílíkt samstilltur og góður.
Kær kveðja Gunnar (einhenti) og Þóra.
22.03.2004 at 11:13 #492369
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag öll sömul.
Ég vildi bara þakka kærlega fyrir frábæra ferð.
Allt gekk að óskum og allir komust heim þó að sumir hafi þurft leyfi flugmálastjórnar.
Svo er bara næst að skipuleggja aðra ferð og ég er viss um að hún verður ekki síðri jafnvel þótt veður og annað verði ekki gott því hópurinn er þvílíkt samstilltur og góður.
Kær kveðja Gunnar (einhenti) og Þóra.
22.03.2004 at 11:33 #499639
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka fyrir mig og hana Bylgju mína og vona að það verði farið fljótlega aftur. Þó eftir mánaðarmót, þar sem ég kláraði allan bensínpeninginn minn
Þetta var hreint frábært og ég vil sérstaklega þakka mönnum fyrir að sýna þolinmæði á meðan bíllinn minn var fatlaður.
Ég var orðinn helst til pirraður á þessu sjálfur og var svona farinn að hallast að því að skilja hann bara eftir. En svo komst allt í lag og þá varð aftur gaman.Ég ætla að reyna að koma vídjóklippinu af Lauga í háloftunum sem fyrst svo að allir geti notið þess.
Kveðja, Andri
22.03.2004 at 11:33 #492373
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka fyrir mig og hana Bylgju mína og vona að það verði farið fljótlega aftur. Þó eftir mánaðarmót, þar sem ég kláraði allan bensínpeninginn minn
Þetta var hreint frábært og ég vil sérstaklega þakka mönnum fyrir að sýna þolinmæði á meðan bíllinn minn var fatlaður.
Ég var orðinn helst til pirraður á þessu sjálfur og var svona farinn að hallast að því að skilja hann bara eftir. En svo komst allt í lag og þá varð aftur gaman.Ég ætla að reyna að koma vídjóklippinu af Lauga í háloftunum sem fyrst svo að allir geti notið þess.
Kveðja, Andri
22.03.2004 at 14:01 #499643Sælt verið fólkið ég og tíkinn erum búinn að fá flugskírteinið afhent,og þökkum við fyrir kærlega fyrir okkur það getur ekki annað en heppnast þegar littladeildin er að ferðast,bæði er það fólkið sem er í hópnum og sá áhugi sem það sýnir í ferðum.
Það er verið að hugsa um Páskaferð ekkert komið að blað enþá en verið að vinna í þvíMeð littludeildarkveðju Klakinn
22.03.2004 at 14:01 #492377Sælt verið fólkið ég og tíkinn erum búinn að fá flugskírteinið afhent,og þökkum við fyrir kærlega fyrir okkur það getur ekki annað en heppnast þegar littladeildin er að ferðast,bæði er það fólkið sem er í hópnum og sá áhugi sem það sýnir í ferðum.
Það er verið að hugsa um Páskaferð ekkert komið að blað enþá en verið að vinna í þvíMeð littludeildarkveðju Klakinn
22.03.2004 at 14:35 #499648Ég og Helgi Bergmann og Chúvinn Lennon þökkum fyrir okkur,
leiðin inn að landmannalaugum var frábær snjór (hélt að ég myndi ekki sjá hann fyrr en næsta vetur) og sólskin og hiti Sweet!!!
Ég hyggst setja inn myndir og ferðasögu innan tíðar á http://www.bennys4x4.com og Andri Wrangler hafðu ekki áhyggjur af 50.000 kr ég cooka bara eitthvað upp á mína síðu í staðinn um þig 😉 hahahahahaha!!!!!Einnig skilst mér að orðið á götunni hafi verið það að ég og Helgi Bergamann hafi verið flaming gay 4×4 drivers og langar mér að leiðrétta það hér og nú!!! 😉
En félagsskapurinn var svo góður að það hefur sennilega verið það eina sem mönnum datt í hug þegar við ákváðum að bruna í bæinn fyrr!!! 😉
Mig langar líka að þakka Klakanum fyrir hugulsemi og vinsemd þegar við vorum að fara, og einnig nafna mínum Benedikt Pajeroson og þið getið sett mig efstan á blað í næstu ferð og þarnæstu líka!!
Með grenjandi jeppakveðju Benni af http://www.bennys4x4.com
22.03.2004 at 14:35 #492381Ég og Helgi Bergmann og Chúvinn Lennon þökkum fyrir okkur,
leiðin inn að landmannalaugum var frábær snjór (hélt að ég myndi ekki sjá hann fyrr en næsta vetur) og sólskin og hiti Sweet!!!
Ég hyggst setja inn myndir og ferðasögu innan tíðar á http://www.bennys4x4.com og Andri Wrangler hafðu ekki áhyggjur af 50.000 kr ég cooka bara eitthvað upp á mína síðu í staðinn um þig 😉 hahahahahaha!!!!!Einnig skilst mér að orðið á götunni hafi verið það að ég og Helgi Bergamann hafi verið flaming gay 4×4 drivers og langar mér að leiðrétta það hér og nú!!! 😉
En félagsskapurinn var svo góður að það hefur sennilega verið það eina sem mönnum datt í hug þegar við ákváðum að bruna í bæinn fyrr!!! 😉
Mig langar líka að þakka Klakanum fyrir hugulsemi og vinsemd þegar við vorum að fara, og einnig nafna mínum Benedikt Pajeroson og þið getið sett mig efstan á blað í næstu ferð og þarnæstu líka!!
Með grenjandi jeppakveðju Benni af http://www.bennys4x4.com
22.03.2004 at 15:09 #499651
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn,
ég vil byrja á að þakka öllum fyrir frábæra ferð. Við skemmtum okkur alveg konunglega þrátt fyrir að bíllinn okkar hafi ekki komist mjög langt. Ég hlakka til að endurtaka svona ferð og vona nú að Pattinn komist lengra næst 😉
En hérna koma fréttir af bílnum.
Þegar við komum á Litlu Kaffistofuna kom í ljós að það hafði verið brotist inn í bílinn og ýmsu stolið. [b:3splhd9g]Verkfærakassinn og loftdæla, gps tæki, sólgleraugu og geisladiskar[/b:3splhd9g]. Ekki mjög gaman að koma að bílnum svona …
svo var hann dreginn upp í Vélaland þar sem menn hafa verið sveittir yfir því að kanna hvað fór úrskeiðis. Í ljós hefur komið að það var ekki hedd sem var farið heldur [b:3splhd9g]vatnslás[/b:3splhd9g]. Verið er að vinna að því hörðum höndum að laga þetta … hægt er að lesa meira [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1077149:3splhd9g]hér[/url:3splhd9g]Kveðja,
Óli og Íris
22.03.2004 at 15:09 #492385
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn,
ég vil byrja á að þakka öllum fyrir frábæra ferð. Við skemmtum okkur alveg konunglega þrátt fyrir að bíllinn okkar hafi ekki komist mjög langt. Ég hlakka til að endurtaka svona ferð og vona nú að Pattinn komist lengra næst 😉
En hérna koma fréttir af bílnum.
Þegar við komum á Litlu Kaffistofuna kom í ljós að það hafði verið brotist inn í bílinn og ýmsu stolið. [b:3splhd9g]Verkfærakassinn og loftdæla, gps tæki, sólgleraugu og geisladiskar[/b:3splhd9g]. Ekki mjög gaman að koma að bílnum svona …
svo var hann dreginn upp í Vélaland þar sem menn hafa verið sveittir yfir því að kanna hvað fór úrskeiðis. Í ljós hefur komið að það var ekki hedd sem var farið heldur [b:3splhd9g]vatnslás[/b:3splhd9g]. Verið er að vinna að því hörðum höndum að laga þetta … hægt er að lesa meira [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1077149:3splhd9g]hér[/url:3splhd9g]Kveðja,
Óli og Íris
22.03.2004 at 15:24 #492389Sæll óli
Það er leitt að heyra að brotist hafi verið inn í bílinn, og vonandi finnast þessir andskotar svo það verði hægt að kjöldraga þá svona 15 sinnum í röð mjög hægt.
En það er gott að heddið sé ekki farið og þetta hafi verið minni bilun en virtist í fyrstu.
mbk
Jóhannes
22.03.2004 at 15:24 #499655Sæll óli
Það er leitt að heyra að brotist hafi verið inn í bílinn, og vonandi finnast þessir andskotar svo það verði hægt að kjöldraga þá svona 15 sinnum í röð mjög hægt.
En það er gott að heddið sé ekki farið og þetta hafi verið minni bilun en virtist í fyrstu.
mbk
Jóhannes
22.03.2004 at 15:47 #492393Það er með ólíkindum að ekki megi skilja neitt eftir þá er stolið úr því.Talaðir þú við han´n í Littlu-Kaffistofunni hann ættlaði að láta vita ef eitthvað kæmi fyrir.
Mér þykir þetta leitt en það var gott að sjúkdómsgreiningin var röng hjá mér ódýrara að skipta um lás en hedd.
Takk fyrir samfylgdina klakinn
22.03.2004 at 15:47 #499659Það er með ólíkindum að ekki megi skilja neitt eftir þá er stolið úr því.Talaðir þú við han´n í Littlu-Kaffistofunni hann ættlaði að láta vita ef eitthvað kæmi fyrir.
Mér þykir þetta leitt en það var gott að sjúkdómsgreiningin var röng hjá mér ódýrara að skipta um lás en hedd.
Takk fyrir samfylgdina klakinn
22.03.2004 at 15:56 #492397
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er með ólíkindum. Ég talaði við þá hjá Litlu-Kaffistofunni, þeir höfðu reynt að ná í mig tvisvar fyrr um daginn en ég var ekki í sambandi. Þeir leyfðu mér að sötra ókeypis kaffi meðan ég var að bíða eftir lögreglunni.
Já gott mál með bilunina, reyndar sögðu þeir hjá Vélalandi að það eina sem ég gæti gert væri að krjúpa á hné og vona að heddpakkningin hefði ekki hlotið neinn skaða af þessu veseni öllu. Því þó hún væri ekki farin þá gæti eitthvað hafa veikst við þetta.
Það kemur betur í ljós seinna.
22.03.2004 at 15:56 #499663
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er með ólíkindum. Ég talaði við þá hjá Litlu-Kaffistofunni, þeir höfðu reynt að ná í mig tvisvar fyrr um daginn en ég var ekki í sambandi. Þeir leyfðu mér að sötra ókeypis kaffi meðan ég var að bíða eftir lögreglunni.
Já gott mál með bilunina, reyndar sögðu þeir hjá Vélalandi að það eina sem ég gæti gert væri að krjúpa á hné og vona að heddpakkningin hefði ekki hlotið neinn skaða af þessu veseni öllu. Því þó hún væri ekki farin þá gæti eitthvað hafa veikst við þetta.
Það kemur betur í ljós seinna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.