This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by  Dagbjartur Vilhjálmsson 17 years, 4 months ago.
- 
		CreatorTopic
 - 
		04.06.2008 at 21:15 #202515
Hafa eynhverjir lent í því að högg koma í millikassa á Land Cruser90 97 árg það er reindar búið að blanda saman beinskiftum og sjálfskiftum kassa saman en það koma högg þegartekið er harkalega af stað hvort sem hann er í 4X4 og Lo búin að merkgja sköftin saman og það er fram skaftið sem hrekkur til
 - 
		CreatorTopic
 
- 
		AuthorReplies
 - 
		
			
				
04.06.2008 at 22:07 #624030
Mér finnst nú líklegra að framdrifið sé farið hjá þér. Það er sjaldgæft að millikassi fari í svona bíl og í þau fáu skipti sem það hefur skéð þá hefur það verið út af framdrifinu eftir að það brotnar og festist jafnvel.
kv,
HG
04.06.2008 at 22:10 #624032Mjög mjög líklega framdrifið. Prófaðu að taka á því með bílinn í 4hi (ólæstan millikassa).
Ef það er óvenjulegt slag eða jafnvel "högg" þegar þú snýrð því er framdrifið í mask.
.
kkv, Úlfr
E-1851
04.06.2008 at 22:25 #624034Ekki keyra bílinn neitt. Helst að setja hann á vagn og beint á verkstæði. Það er dýrt að skemma svona framdrif meira en þörf er á. Rífðu framskaftið úr og lyftu honum upp að framan og fáðu einhvern með þér að snúa báðum hjólum jafnt og athugaðu hvort komi fram eitthvað hnökur.
kv,
HG
05.06.2008 at 01:13 #624036Það er mjög fínt að skríða bara undir bíl og taka tappan úr sem er neðst á drifinu og gá hvort það séu brot í seglinum..
Svona ef þú kemst ekki á lyftu og vilt tjékka snöggvast á þessu
05.06.2008 at 08:51 #624038Framdrifið er nýtt eftir að það hrundi og gamli milli kassin líka fór í mél (mismunadrifið brotnaði og gat kom á húsið) sett voru ný hlutföll og loftlæsing í hann að framan eftir þetta fóru þessi högg að koma en það er greinilegt að fraskaftið er að hrökkva ég merti sköftin og lét hann smella og þá snérist framskaftið minna en aftur skaftið. Ég er búin að rífa milli kassan í sundur og það sést ekkert á honum ekki til svarf í honum eru ekki sömu hlutföll í beinskiftum kassa og í sjálfskiftum.
05.06.2008 at 11:52 #624040Ef þú ert með sídrifskassa, sem er orginal í LC90, þá deilir hann á milli aftur og framdrifs þannig að það þarf ekki að vera að sé sami snúningur á sköftunum nema ekið sé beint áfram og öll dekk jafn stór. T.d. þegar þú ferð í beygju þá verður örlítið meiri snúningur á framskafti. Er ekki líka öruggt að séu sömu hlutföll aftan og framan? En samkvæmt þínum lýsingum þá gætir þú verið búin að brjóta framdrifið þ.e.a.s. ef þú hefur ekið honum eftir að allt var sett nýtt í. Nýtt brotnar líka. Skoðaðu líka krossa í sköftum og draglið.
Ef þetta er millikassi, sem þú virðist vera búin að útiloka, þá gæti keðjan verið eitthvað skrítin. En eins og þú sagðir þá var ekkert svarf þannig að….hummmmm…veit ekki.kv,
HG
05.06.2008 at 18:09 #624042á til millikassann og frammdrif
ef til þess kemur að annað hvort ef farið
Unnar 8462443
05.06.2008 at 22:55 #624044Sæll
þetta er -nákvæmlega- það sama og skeði hjá félaga mínum. framdrifið brotnaði með látum og stútaði millikassanum.
svo var framdrifið lagað og millikassinn líka, en eftir viðgerðina heyrðust alltaf smellir í millikassanum og framskaftið hrökk til við átak. þetta er í millikassanum.
Ég er ekki búinn að heyra hvað þetta var nákvæmlega, en við urðum að rífa millikassann úr aftur og senda hann í viðgerð. það er eitthvað meira brotið en sást við fyrstu viðgerð á millikassanum…
meilaðu á mig og ég skal senda þér contact info á þann sem er með -spot on- eins case og þú. eins ef þú finnur út hvað þetta er máttu endilega pósta því hingað inn

19.06.2008 at 23:32 #624046Eftir mikið maus, þá er kominn lausn á þessu vandamáli,
Þetta var semsagt Millikassinn (óvíst reyndar hvað var bilað í honum)
en lagaðist með öðrum kassa, Sem betur fer.
Dettur einhverjum í hug hvað þetta getur verið, búið að rífa millikassan í sundur og skoða hann með "smásjá" og engar sjáanlegar sprungur, brot, né svarf. Olía á því alltaf eins og ný.
Einn rosalega ánægður að vera búinn að endurheimta Crúserinn sinn aftur 😀
mbk
Dagbjartur
20.06.2008 at 08:19 #624048Mér dettur í hug að keðjan geti verið eitthvað slitin eða komin styrðleiki í hana. Prufuðuð þið að keyra hann án framdrifsskafts með millikassann læstan?
Annars til hamingju með að vera búin að leysa þetta.kv,
HG
20.06.2008 at 15:47 #624050Já það gæti alveig verið
hann var vestur bara með framskaftið tengt, og læstur
fann þetta ekki með bara afturskaftinu. Keðjan hinsvegar lítur vel út, hvorki slit ne annað í henni.
ég er allavega ánægður með að vera búinn að laga þetta 😀
mbk
Dabbi
20.06.2008 at 22:53 #624052Alltaf áhugavert að finna út úr svona draugagangi.
Ef keðjan er úr kassanum sem lenti í tjóni, þá er kannski pínulítill möguleiki að einn hlekkur hafi tognað örlítið, og smelli þar af leiðandi í öllu þegar hann sest….fjarstæðukennt samt.
23.06.2008 at 11:23 #624054ja, ég er farinn að hallast að því að keðjan sé vandamálið,
Hinsvegar er hvergi sjáanlegt slag/slit/sprungur eða neitt annað með keðjuna,
Keðjan og megnið af involsinu kemur úr kassa sem lenti ekki í tjóni, (nema að það kom á hann gat, og var ekki keyrt eftir það, skv. fyrrum eiganda á þeim kassa)
Sá kassi var hinsvegar búinn að standa ósamansettur í einhvern tíma,
mbk
Dabbi
 - 
		AuthorReplies
 
You must be logged in to reply to this topic.
