This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Halldórsson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Haustið 1950 var gerður út leiðangur til þess að finna vað á Tungnaá fært bílum. Fyrir hópnum fór Guðmundur Jónasson að frumkvæði Sæmundar Ólafssonar og Eggerts Kristjánssonar, sem vildi komast inn í Veiðivötn. Guðmundur lagði til ferðarinnar öflugan vörubíl með drif á öllum hjólum. Þótti sá bíll ófríður og fékk hann nafnið Vatnaljótur. Auk þess voru tveir jeppar með í för, prammi og bátar.
Guðmundur kannaði ána og þóttist finna fært vað austur undir Vatnaöldum. Það var þá athugað betur með gúmbát og fannst fært vað þar sem áin rennur í fimm kvíslum. Þar ók Guðmundur Vatnaljóti yfir að morgni 27. Ágúst.
Hófsvað dregur nafn sitt af hnúki einum sem stendur vestan til í vaðinu og ber nafnið Hófurinn. Guðmundur stakk upp á því nafni eftir að samferðamenn hans lögðu til að það yrði nefnt eftir honum sjálfum. Vaðið opnaði leiðina inn í Veiðivötn og Jökulheima og auðveldaði jöklamönnum aðkomu að Vatnajökli. Í framhaldi af því var byggður skáli í Jökulheimum 1955 og helsta leiðin upp á Grímsfjall lá um Jökulheima og upp Tungnárjökul.
Hófsvað lagðist af eftir vorferðina 1968 því ári síðar var komin ný brú við Sigöldu.
Heimild: Hálendið heillar (1975)
You must be logged in to reply to this topic.