Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hofsjökulsþjóðgarður
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 13 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.08.2011 at 09:30 #220096
Sæl,
Á undanförnum árum höfum við verið að fylgjast með og reynt mikið til að koma okkur inn í umræðuna um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Þetta er okkar hjartans mál, enda fellur skálinn okkar Setrið innan stækkunar. Félagar úr F4x4 hafa mætt á fundi hjá Umhverfisstofnun, þar sem hefur m.a. verið fjallað um ferðaleiðir innan stækkaðs friðlands og jafnvel rædd friðun Hofsjökuls.
Hinsvegar hef ég ekki heyrt um Hofsjökulsþjóðgarð fyrr en ég las grein í morgun um Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða. Sjá má í fréttablaðinu í dag eða hér. Það verður gamana að fá að hafa skála F4x4 í Hofsjökulsþjóðgarði !!Kveðja Didda
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.08.2011 at 18:22 #735481
Hef aldrei heyrt um að þessháttar þjóðgarður væri í pípunum, aðeins að skálinn okkar gæti lent innan friðlands. Held að við í stjórn og skálanefnd svo sem félagar allir verði að vera á tánum í þessu máli. L.
22.08.2011 at 00:52 #735483Alveg merkilegt hvernig fjölmiðlar koma áróðri frá "Náttúrverndarsamtökum Íslands" altaf fram.
Þessi samtök eru mun minni en Ferðklúbburinn 4×4 og á heimasíðu þeirra [url:e90f36z7]http://www.natturuverndarsamtok.is/samtokin/[/url:e90f36z7] kemur þetta fram.
Ekki hef ég séð felagaskrá samtakana og veit því ekki hverjir standa að baki þeim, en samtökin hafa tengsl erlendis og koma oft öfgaskoðunum öfgasamtaka á framfæri í fjölmiðlum [url:e90f36z7]http://www.dv.is/frettir/2011/1/8/ihuga-ad-kaera-formann-natturverndarsamtaka-islands-fyrir-landrad/[/url:e90f36z7] [url:e90f36z7]http://www.natturan.is/efni/1679/[/url:e90f36z7] [url:e90f36z7]http://www.natturan.is/frettir/2581/[/url:e90f36z7]
Þessi samtök hafa verið á ríkisjötunni og þegið peningana okkar í gegnum Umhverfisráðuleytið [url:e90f36z7]http://www.natturuverndarsamtok.is/samtokin/page.asp?ID=2560[/url:e90f36z7] ,en til samanburðar þá borga félagsmenn F4x4 mun hærra felagsgjald því okkar klúbbur er ekki á framfæri skattgreiðenda.
Tilgangur með stofnu Þjóðgarðs í kringum Hofsjökul er ekki skýr, nema til að sporna við virkjunarframkvæmdum.
Annar tilgangur með stofnum Þjóðgarðar við Hofsjökul er líklega til að koma fleirum á ríkisjötuna í uppáhalds umhverfi sínu á miðhálendinu.kveðja Dagur
22.08.2011 at 15:07 #735485Það er etv. ekki skrýtið að Náttúruverndarsamtök Íslands fái þá umfjöllun í fjölmiðlum sem raunin er. Samtökin hafa haft Árni Finnson sem launaðan fulltrúa sinn undanfarin ár . Hægt er að sjá bókun þess efnis í árskýrslu frá 2005, en hún er á þessa leið:
"Nýverið gerði stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands samning við Árna Finnsson um laun
fyrir störf hans fyrir samtökin árið 2005. Heildarlaunin fyrir 50% starfshlutfall með
launatengdum gjöldum eru 3 milljónir. Þessi samningur endurspeglar góða fjárhagsstöðu
Náttúruverndarsamtaka Íslands."Árni hefur komið sér vel á framfæri fyrir sín samtök og fjölmiðlar vita hvert á að leita til að ná sambandi við talsmann Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Klúbburinn okkar stendur höllum fæti, þó var reynt að snúa málum okkur í hag á síðasta aðalfundi félagsins F4x4 þegar lögð var fram eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 sem haldinn var 23.maí 2011 beinir því til stjórnar klúbbsins að kanna kosti þess að ráða framkvæmdarstjóra til starfa. Verði niðurstaða slíkrar könnunar jákvæð, verði hafist handa við ráðningu framkvæmdastjóra klúbbsins.
Ályktun þessari var vísað frá – og var sú frávísun samþykkt af miklum meirihluta fundarmanna.
Við höfum þar af leiðandi ekki fólk á okkar snærum sem hefur sambærileg tækifæri til að koma okkar málum á framfæri og stefna aðalfundar sú að slíkt sé óþarft. Öll hagsmunagæsla F4x4 er því unnin í sjálfboðavinnu.
Sjálfboðavinna er góð og gild í sjálfu sér, en skilar ekki jafn góðum árangri til frambúðar eins og þegar góður launaður aðili sér um hagsmunamál félagsins. Við höldum bara áfram að klóra í bakkann og furðum okkur á hversvegna öðrum verður ágengt en ekki okkur.
Kveðja Didda
24.08.2011 at 09:36 #735487Gott innlegg í umræðuna hjá þér Didda. Þetta sem þú nefnir hér að ofan um launaðan talsmann er nefnilega megin ástæða þess að við höfum ekki verið að ná árangri í okkar hagsmunabaráttu. Að reka okkar hagsmunagæslu í sjálfboðaliðsstarfi er ávísun á misvísandi skilaboð og jafnvel rangan málflutning sem skilar litlum eða engum árangri í okkar hagsmunabaráttu til lengri tíma. Þögn okkar kjörnu fulltrúa í stjórn klúbbsins í umræðu á spjallinu og opinberlega í hinum ýmsu hagsmunamálum hjálpar ekki til. Þeir sem kosnir eru í stjórn klúbbsins á hverjum tíma eiga að hafa skoðanir og þurfa að leiða málefnalega hagsmunabaráttu klúbbsins. Stjórn klúbbsins þarf því að leggja grunn að stefnumótun í samstarfi við klúbbmeðlimi í okkar hagsmunamálum og tefla fram öflugum talsmanni fyrir sjónarmiðum klúbbfélaga.
Það væri strax hægt að ná meiri árangri ef til væri markviss stefnumótun í okkar hagsmunamálum og sjálfboðaliðar innan klúbbsins hefðu aðgang að slíkum upplýsingum til að byggja sinn málflutning á. Slíkar upplýsingar eru ekki til nema í mjög sundurleitri framsetningu hér og þar inn á vef klúbbsins og finnast ekki nema lagst sé í mikla rannsóknarvinnu.
Það er svo merkileg afstaða síðasta aðalfundar að mikill meirihluti sé fyrir því að hafa ekki starfsmann/talsmann til að sinna okkar hagsmunamálum og er kannski komið til vegna misskilnings á stöðu mála innan klúbbsins. Talað hefur verið um að ekki sé til fjármagn til að standa undir slíku, en ef ársreikningar klúbbsins eru skoðaðir kemur annað í ljós.
Á meðan þessi staða er munum við sem erum í klúbbnum standa frammi fyrir því að tapa jafnt og þétt baráttunni í flestum okkar hagsmunamálum og eftir stuttan tíma standa frammi fyrir því að búið sé að loka fjölmörgum svæðum á hálendinu og þurfa jafnvel að greiða aðgang inn á þau svæði sem eftir eru opin, greiða fyrir leiðsögufólk eða kaupa okkur inn í skipulagðar ferðir með útlendingum til að ferðast um landið okkar.
Ég hvet stjórn klúbbsins til að endurskoða stöðuna í þessum málum varðandi framkvæmdastjóra og allavega leggja grunn að markvissri stefnumótun í hagsmunamálumog setja fram öflugan talsmann fyrir okkar málstað. Einnig hvet ég stjórn klúbbsins til að skoða alvarlega þann mun sem er á leiðinni sem farin var í Noregi (allt bannað nema um annað sé talað) og í Svíþjóð (ferðafólki tryggð réttindi til að ferðast um land í einkaeigu). Það væri gaman að fá kynningarfund á vegum klúbbsins þar sem fjallað væri um þann gríðarlega mismun sem er á nálgun þessara tveggja landa varðandi ferðafrelsi almennings um landið.
Guðmundur G. Kristinsson
24.08.2011 at 16:35 #735489Sæl.
Það að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið er ekki lausn á neinu máli.
Það sem klúbburinn þarf að gera er að halda áfram þeirri stefnu að vinna málin í sjálfboðavinnu en kaupa sérfræðiaðstoð ef þarf, td. lögfræðiaðstoð og aðra vinnu sem krefst sérfræðinga í (og er það nú víst alveg nógu dýrt).
Ef hálendinu verður lokað þá get ég þó sagt að ég og margir aðrir lögðum okkar krafta í að reyna að sporna við því, aðrir sem þá standa upp og fara að kvarta geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið þátt í starfinu. Orustan er ekki enn töpuð og enn er pláss fyrir þá aðila sem hafa áhuga að taka þátt í starfinu. Það eru margir búnir að leggja mjög mikið á sig við þessi störf og mikið er eftir (ég vona bara að menn og konur gefist ekki upp á baráttunni).
Aðal kraftur Ferðaklúbbsins er sá að hann er byggður upp af hugsjón og á að vera þannig áfram.Kveðja
Sveinbjörn R-43
24.08.2011 at 16:46 #735491En að málefninu.
Samkvæmt upplýsingum kannast enginn í Umhverfisráðuneytinu við að vinna sé hafin við Hofsjökulsþjóðgarð, þetta virðist bara vera eithvað sem Svandís Svavars hefur sem gæluverkefni. En það er eins gott að vera á tánum út af þessu máli það væri alveg eftir þessum aðilum að rjúka til og Copy pasta Vatnajökul yfir á Hofsjökul.
Núna eru málin aðeins farin að snúast og er meira að segja Samút (Samtök útivistarfélaga)farið á fullt í málið.
Einnig hefur verði unnið með fulltrúum okkar í Vatnajökulsþjóðgarði og fulltrúum í samgöngunefndinni vegna lokana í Vatnajökulþjóðgarði, sú vinna er kominn af stað og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Núna bíðum við eftir að skipt verði um áheyrnafulltrúa í sjórn Þjóðgarðsins og nýr maður þar settur inn (Snorri Ingimarsson).
Einnig skulum við muna að það koma kosningar og þá er klárt mál að við gerum ekki sömu mistökin aftur. Kosturinn er við vorum á hálendinu fyrir kosningar og við verðum á hálendinu eftir kosningar en ráðherran honum er hægt að skipta út………
Kveðja
Sveinbjörn R-43
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.