FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hofsjökull

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hofsjökull

This topic contains 93 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson Jón Ebbi Halldórsson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.01.2005 at 00:09 #195180
    Profile photo of
    Anonymous

    Nú er lag að fara að kynda undir Hofsjökuls ferðina sem á að fara í byrjum mars. En skipaður hefur verið fararstjóri Elín ( Ella ) þeir sem vita ekki deili á henni hafa sennilega lítið fylgst með jeppamálum síðastliðna öld. En hún er Valkyrja sem ræður léttilega við hóp 100-200 klakabrynjaðra óðra jeppamanna, og fór hún t.d létt með það að hafa hemil á mörg hundruð manns á Árshátíðinni. En henni er kannski ekki algjörlega treystandi einsog glöggir menn ættu að vita, þegar hún reyndi að koma sér upp ólöglegum leðurklæddan skála á Vatnajökli fyrir örfáum dögum síðan. Og varð að senda formann fasteignafélagsins og lögfræðing til þess að tala hana á það að koma skálanum aftur til byggða.
    En þetta er semsagt klappað og klárt Ella ræður.

    Ferðafyrirkomulagið verður einhvernvegin á þá leið.
    100 bíla áhafnir geta tekið þátt í ferðinni og er það gistirými sem ákvarðar þann fjölda
    En ætlunin er að gista í skálum undir Hofsjökli aðfaranótt laugardags og koma þá til greina Setrið, Kerlingafjöll, Páfagarður, Svartárbotnar, Klakksskáli en þessir skálar eru hvað næstir uppgöngu á jökulinn.
    Ekið verður yfir Hofsjökul á laugardeginum og munu Skagfirðingar taka á móti okkur á leiðinni. Síðan verður skrall og gisting fyrir norðan og þá líklega Steinstaðarskóli.

    Ætlunin er að skipta mönnum upp í hópa og verða menn að skrá sig í hópum, minnst 4 saman.
    Skráning í ferðina verður auglýst síðar
    Framvinda þessara mála verður birt í þessum þræði eftir sem þurfa þykir.
    Svo er bara að tjá sig og spyrja um hvaðeina sem mönnum flýgur í hug. Og koma með ábendingar.

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 81 through 93 (of 93 total)
← 1 … 4 5
  • Author
    Replies
  • 05.03.2005 at 10:45 #512804
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    af ferðalöngum ?

    hmmm





    05.03.2005 at 10:57 #512806
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Heyrði rétt í þessu af PIAA hópnum (Sóðagengið) á PAJERO rennireiðum sem ku hafa stungið Patrolana af á leiðinni upp jökulinn. Niðurlæging rörakallanna var víst alger þegar Pæjurnar þeyttust fram úr þeim á báðar hendur…

    Þegar niður kom af jöklinum ætluðu rörmenn Íslands víst að jafna um sakirnar og nýttu aðdráttarafl móður jarðar til hins ítrasta með þessum fáu grútarhestöflum sem þeir hafa til ráðstöfunar og segir sagan að Kalli og Þröstur Rottugengisbræður hafi náð alveg rúmlega 100 km. hraða þegar best lét. Voru þeir bræður víst brosmildir mjög þegar þeir sáu nálina síga yfir 3ja stafa töluna og hugðust ná undrunum á mynd, þar sem það ku mjög fátítt að slíkar tölur sjáist á Nissan hraðamælum (sem sumir kalla víst frekar dagatöl…).

    Á meðan á myndatökunni stóð yfirsást þeim víst smá vilpa í annars frosinni fönninni og tóku þeir víst eitt glæsilegasta langstökk með atrennu sem sést hefur í langa tíð. Eftir stökkið góða gekk víst ýmislegt úr lagi, en þó ekkert sem ekki mátti hagræða aftur NEMA HÁSINGARNAR! Aumingja Þröstur sem auðtrúa lét selja sér Patrol hásingu undir Terranoinn af því að SAGAN segir að hásingar séu svo sterkar og eiginlega sé ekki farandi austur fyrir Hellisheiði nema að hafa helst tvö rör undir bílnum og alls ekki færri en eitt!

    Gulli Rottubróðir fór víst að klóra sér verulega í höfðinu yfir þessu og er víst búinn að afpanta Unimog rörið sem hann var búinn að festa sér undir barminn á Barbí.

    Sagan segir að liðhúsin hafi bæði brotnað af framhásingunni á Terranó og að afturhásingin á Patrol sé nú bogin í báða enda og líkist helst aftursvipurinn á bílnum hlaðinni Pæju með sjálfstæðan fjöðrunarbúnað…

    Þá fylgdi einnig sögunni að ónefndur morgunsvæfur Akureyringur sem hefur talsverða reynslu af ónýtum rörum, væri búinn að koma sér upp ferðarafstöð og rafsuðutransara til að gera við ónýt rör og er víst búið að vera vitlaust að gera hjá honum síðan í gær, en hann fékk víst útkall í Skiptabakkaskála í nótt til að sjóða þar í Toyota rör. Hann er víst á leiðinni á sínum sjálfstæða fjöðrunarbúnaði til að bjarga ræsis-Rottunum.

    Vonandi komast allir heilir heim!

    Ferðakveðja,

    BÞV





    05.03.2005 at 12:12 #512808
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Erum rétt í þessu að leggja af stað úr Ingólfsskála.
    Er erfitt að vélrita á þessum hraða.
    Kv
    fastur





    05.03.2005 at 12:19 #512810
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Jæææææja, var að heyra í Lúther áðan, þeir voru að koma niður í Laugafell rétt í þessu og eru fyrstu bílarnir. Er það í fyrsta skipti í sögu klúbbsins að Trúðarnir eru fyrstir! Þeir lögðu af stað kl.7.30 í morgun og voru 2 tíma yfir jökulinn, glampandi sól og rennifæri voru lýsingarorðin. Eins og BÞV sagði þá lentu Rotturnar í smá veseni og það er verið að sjóða hásinguna saman. Svo að lokum til að fólk haldi það nú ekki að Lúther geti farið í ferð án þess að lendi í einhverju veseni! Drengurinn var missti bílinn í einhverja á(ónafngreind) og var MJÖG nálægt því að velta bílnum og það þurfti 3 bíla til að halda honum á réttum kili en það blessaðist þó að lokum og Trúðarnir eru lang fyrstir og ætla þeir í laugina og bíða eftir öllum hinum.

    En níg í bili

    kv, Geiri grrraði





    05.03.2005 at 17:13 #512812
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Var rétt í þessu að tala við Simma, hann henti sér niður Eyjafjörðinn á Pattanum og með tvo 38" jeppa í samfloti. Hann sagði að þetta væri full fært fólksbílum að fara þetta og skildi ekkert í mönnum að vera lengja ferðina að óþörfu. Hann var hissa á þessum jeppamönnum fyrir norðan að dæma þessa leið ófæra. Hvernig er með þessa jeppamenn fyrir norðan? Eru þetta algjörar kerlingar?

    kv,
    heijo





    05.03.2005 at 18:12 #512814
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Flugsveitin lagði af stað úr Kerlingarfjöllum um hálfníu og brunaði jökulinn með halarófuna á eftir sér. Náðum öllum sem lögðu af stað í dagrenningu og hittum fyrir Rottur og PIUR og fullt af öðrum eldhressum jeppamönnum og konum. Strákarnir reyndu að slá 40 mínútna metið okkar stelpnanna frá því um síðustu helgi en tókst ekki.

    Við renndum svo í laugina í Laugafelli og rúntuðum svo niður Bárðardalinn. Vorumm eiginlega allan tímann í frábæru veðri, það var helst á jökli sem var blint.

    Erum komin í hús á Akureyri og alsæl með daginn. Hlökkum til kvöldsins og vonandi verður jafngott veður á morgun

    Ferðakveðja
    Soffía





    05.03.2005 at 19:13 #512816
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Viðbótarfréttir úr höfuðborg norðurlands. Hér er dúndrandi stemning og stefnir í að bærinn verði málaður rauður í kvöld. Samkvæmt því sem ég hef fregnað gekk skammarlega vel yfir jökulinn og flestir voru komnir yfir í Ingólfsskála um hádegi, nánast hálf vandræðalegt. Þröstur á flugmet helgarinnar og gaf suðusnillingum færi á að sýna snilli sína. Eins heyrði ég að austfirðingar sem fóru niður jökulinn að austanverðu smökkuðu eitthvað aðeins á sprungu. Skilst líka að Lúther og kannski fleiri hafi misst bílinn gegnum ís í nágrenni við Laugafell, en það er nú ekkert til að hafa orð á. Nú er bara steikin framundan.

    Kv – Skúli





    05.03.2005 at 20:35 #512818
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Þar sem allt gekk að óskum í dag ( losnuðum við Þröst ) vorum við að spá í að fara aftur á fjöll og ekkert hálfkák í þetta skiptið, 2 til 3 jökla að minnsta kosti!

    Kveðja





    05.03.2005 at 21:08 #512820
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    leið ætlið þið svo til baka?

    Hilsen
    Kalli.





    07.03.2005 at 00:42 #512822
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Komnir heim.

    Takk fyrir frábæra ferð góða skipulagningu (eða skort á skipulagningu).

    Kveðja Fastur





    07.03.2005 at 13:11 #512824
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Mig langar að leiðrétta staðreyndarvillur hjá félaga Birni Þorra.
    Rotturnar voru með fyrstu bílum yfir Hofsjökul og laaangt á undan Pæjunum. Eftir viðgerðarhlé upp á hálfan þriðja tíma við Ingólfsskála sáum við að hópar voru enn að koma yfir jökulinn.

    Kalli Rotta beygði framhásingu en ekki afturhásingu.
    Hásingin sem Þröstur braut, eftir 12,5 m stökk, er undan gömlum patrol og alveg liðónýt að sögn kunnugra.

    Eftir viðgerðina keyrði Terranoinn á Blönduós þar sem vörubíll tók hann á pall.
    Takk fyrir frábæra helgi á fjöllum og flotta veislu á Akureyri.
    Kv. – Kjartan





    07.03.2005 at 13:25 #512826
    Profile photo of Daði Jóhannesson
    Daði Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 30

    um helgina, verulega flott. Vorum pínu hissa hvað margir nenntu malbikið heim, við rúlluðum Hveravelli og Langjökul en vorum samt komnir í læri í bænum fyrir miðjan dag.

    Veðrið á sunnudeginum var einfaldlega of gott fyrir Hvalfjarðargöngin.

    Þeir sem skipulögðu eiga þakkir skildar…..

    Kveðja,
    Daði

    Myndir:
    http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=3357





    07.03.2005 at 21:38 #512828
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 146

    Ég vildi nú bara þakka fyrir skemmtilega helgi, í góðu veðri með skemmtilegu fólki.
    Sérstakar þakkir fær auðvitað Benni Akureyringur með farandrafstöðina og fleiri góðir suðukalla sem ég veit ekki hvað heita, frá okkur öllum í Rottugenginu.

    Veislan fyrir norðan var einnig stórgóð, eins og búast mátti við af þeim bænum.

    Og ekki má nú gleyma SNÆLÖNDUNUM sem báru þetta á herðum sér alla helgina.

    Við tókum heimleiðardaginn tiltölulega snemma og styttum okkur leið yfir landið með smá útúrdúr um jökla í nágrenni Vonarskarðs í ótrúlega góðu veðri.
    Strumpar og nokkrar Pæjur voru á sömu slóðum.

    Las í gulu pressunni, að Skúli H. hafi verið að gera tilraunir með eldsneyti, sem Roverinn strækaði á, svo þeir Kárar voru seinni á stað en ætlað var.

    Bestu kveðjur.

    Jón Ebbi.





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 81 through 93 (of 93 total)
← 1 … 4 5

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.