This topic contains 93 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Nú er lag að fara að kynda undir Hofsjökuls ferðina sem á að fara í byrjum mars. En skipaður hefur verið fararstjóri Elín ( Ella ) þeir sem vita ekki deili á henni hafa sennilega lítið fylgst með jeppamálum síðastliðna öld. En hún er Valkyrja sem ræður léttilega við hóp 100-200 klakabrynjaðra óðra jeppamanna, og fór hún t.d létt með það að hafa hemil á mörg hundruð manns á Árshátíðinni. En henni er kannski ekki algjörlega treystandi einsog glöggir menn ættu að vita, þegar hún reyndi að koma sér upp ólöglegum leðurklæddan skála á Vatnajökli fyrir örfáum dögum síðan. Og varð að senda formann fasteignafélagsins og lögfræðing til þess að tala hana á það að koma skálanum aftur til byggða.
En þetta er semsagt klappað og klárt Ella ræður.Ferðafyrirkomulagið verður einhvernvegin á þá leið.
100 bíla áhafnir geta tekið þátt í ferðinni og er það gistirými sem ákvarðar þann fjölda
En ætlunin er að gista í skálum undir Hofsjökli aðfaranótt laugardags og koma þá til greina Setrið, Kerlingafjöll, Páfagarður, Svartárbotnar, Klakksskáli en þessir skálar eru hvað næstir uppgöngu á jökulinn.
Ekið verður yfir Hofsjökul á laugardeginum og munu Skagfirðingar taka á móti okkur á leiðinni. Síðan verður skrall og gisting fyrir norðan og þá líklega Steinstaðarskóli.Ætlunin er að skipta mönnum upp í hópa og verða menn að skrá sig í hópum, minnst 4 saman.
Skráning í ferðina verður auglýst síðar
Framvinda þessara mála verður birt í þessum þræði eftir sem þurfa þykir.
Svo er bara að tjá sig og spyrja um hvaðeina sem mönnum flýgur í hug. Og koma með ábendingar.
You must be logged in to reply to this topic.