FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hofsjökull

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hofsjökull

This topic contains 93 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson Jón Ebbi Halldórsson 20 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.01.2005 at 00:09 #195180
    Profile photo of
    Anonymous

    Nú er lag að fara að kynda undir Hofsjökuls ferðina sem á að fara í byrjum mars. En skipaður hefur verið fararstjóri Elín ( Ella ) þeir sem vita ekki deili á henni hafa sennilega lítið fylgst með jeppamálum síðastliðna öld. En hún er Valkyrja sem ræður léttilega við hóp 100-200 klakabrynjaðra óðra jeppamanna, og fór hún t.d létt með það að hafa hemil á mörg hundruð manns á Árshátíðinni. En henni er kannski ekki algjörlega treystandi einsog glöggir menn ættu að vita, þegar hún reyndi að koma sér upp ólöglegum leðurklæddan skála á Vatnajökli fyrir örfáum dögum síðan. Og varð að senda formann fasteignafélagsins og lögfræðing til þess að tala hana á það að koma skálanum aftur til byggða.
    En þetta er semsagt klappað og klárt Ella ræður.

    Ferðafyrirkomulagið verður einhvernvegin á þá leið.
    100 bíla áhafnir geta tekið þátt í ferðinni og er það gistirými sem ákvarðar þann fjölda
    En ætlunin er að gista í skálum undir Hofsjökli aðfaranótt laugardags og koma þá til greina Setrið, Kerlingafjöll, Páfagarður, Svartárbotnar, Klakksskáli en þessir skálar eru hvað næstir uppgöngu á jökulinn.
    Ekið verður yfir Hofsjökul á laugardeginum og munu Skagfirðingar taka á móti okkur á leiðinni. Síðan verður skrall og gisting fyrir norðan og þá líklega Steinstaðarskóli.

    Ætlunin er að skipta mönnum upp í hópa og verða menn að skrá sig í hópum, minnst 4 saman.
    Skráning í ferðina verður auglýst síðar
    Framvinda þessara mála verður birt í þessum þræði eftir sem þurfa þykir.
    Svo er bara að tjá sig og spyrja um hvaðeina sem mönnum flýgur í hug. Og koma með ábendingar.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 93 total)
← 1 2 3 … 5 →
  • Author
    Replies
  • 09.01.2005 at 20:49 #512684
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Málið er að fara yfir Hofsjökul, ekki að honum. Ykkur í smábílafélaginu gengur nú ekki það vel að aka á jökli að það væri mjög áhættusamt fyrir ykkur að leggja á hann. Þótt margir Pattar verði í þessari ferð, eru flestir dráttarkrókar á þeim upppantaðir af Pæjero eigendum.

    Góðar stundir.





    10.01.2005 at 11:17 #512686
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Er nú bleik brugðið. Hlynur virðist ekki ætla að halda áfram með vélaumræðuna sem hann ýtti úr vör hér að ofan þar er sko af nógu að taka. Sérstök athygli er vakin á því að Hlynur sjálfur kastaði þeim steini úr eigin glerhýsi, við PAJERO eigendur erum annars ekkert að strá salti í sár manna að fyrra bragði…

    Ég lýsi hér með eftir reynslusögum af endingu Patrol véla og innköllun þeirra, sjálfur kann ég margar en þær enda bara allar svo illa, þ.e. að nýja vélin hrynur líka… og aftur sú næsta og þar næsta og aftur sú þar á eftir.

    Ég veit t.d. af einum nýlegum Patrol sem er sagður á 7undu vélinni. Getur þetta verið rétt Hlynur eða eru þetta kjaftasögur???

    Ferðakveðja á sama mótor, ár efir ár…

    BÞV





    10.01.2005 at 12:17 #512688
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Lúther, það er engin hætta á öðru en við Jón Ebbi stefnum á Hábunguna á fulltrúm hins Breska heimsveldis. Enda snýst umræðan alltaf um efasemdir um hinar margvíslegu og mismunandi framleiðsluvörur úr nýlendunum, austan af hrísgrjónaökrunum. Við blöndum okkur ekki í slíkt, blöndum okkur frekar einn gin og tónik ol’chap.

    Kv – Skúli





    10.01.2005 at 15:30 #512690
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Eftir því sem ég best veit er ekki hafin skráning í ferðina og verður það örugglega rækilega auglýst þegar þar að kemur. Vil aðeins benda á að ég tek ekki við skráningu í þessa ferð og Lella og Ella er ekki það sama. Alla vega þeir sem eru búnir að senda mér skráningu þurfa að gera einhverjar aðrar ráðstafanir.
    kveðja LELLA





    10.01.2005 at 15:33 #512692
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    albúm





    10.01.2005 at 15:36 #512694
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Spenningurinn er farinn að ná í Hofsjökul

    [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1119925]
    http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1119925
    [/url]

    Skv. þessari frétt er hann farinn að hrista sig af spenningi

    Kveðja Fastur





    10.01.2005 at 21:51 #512696
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    …ef það verður hún Ella sem mun vera fararstjóri í þessari ferð. Ég var nú á ferð um Hellisheiðina í gær og þar sá ég hana Ellu á 44" Patrol með einhverja túrhesta í aftursætinu og hún var föst í minnsta skafli sem sést hefur á landinu.En allt í einu kemur þarna einhver furðulegur, grænn og alveg haugmáttlaus ryðhrúga á fólksbíla dekkjum miðað við bílinn hennar Ellu og keyrir hringi í kringum hana áður en Hlynur Snæland sem átti í svipuðum vandræðum nær að rétta henni spottan áður en túrhestarnir ákveða að labba heim. Ég vildi nú ekki setja inn myndir af þessu af ótta við að túristum fækki um 90% eftir að ég setti þær inn þvílíkur var skelfingarsvipurinn á aumingja fólkinu.

    Bensínkveðja, Ásgeir





    11.01.2005 at 09:27 #512698
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Hlynur !! Hlyyyyyynur !! Hvar ertu !??

    Var kannski farinn mótor í fjallaskálanum/unum…?? Hrundu þeir kannske báðir í einu?

    Ferðakveðja,

    BÞV





    11.01.2005 at 10:08 #512700
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Jæja, það er aldeilis að það er kominn hiti í Pæjumenn, búnir að halda hópeflifundi út um allan bæ til að reyna að samfæra sig um það að Pæjur séu jeppar. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggur af vélunum í Patrol, við getum dregið ykkur yfir Hofsjökul án vandamála, og það skiptir ekki nokkru máli hvort vélin í þessum Pæjum hjálpar til eða ekki, því best er að velta þeim á toppinn og draga þá þannig, því toppurinn er betri búnaður en þessi svokallaði "þróaði fjöðrunarbúnaður".

    Annars látum við Patrol menn verkin tala. Þoriru í snjó um næstu helgi ??? Ég skal draga þig heim, eða bjóða þér far í alvöru bíl.





    11.01.2005 at 23:14 #512702
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Blessaður Hlynur og gaman að sjá að þú ert enn á lífi!

    Ég var farinn að halda að þú værir í enn einu vélarhafaríinu, hitavandamálum eða einhverju þessháttar eina ferðina enn. Hvernig er það ertu ekki búinn með allar Panodil -hitalækkandi töflurnar í bænum???

    Auðvitað höfum við PAJERO menn engar véla-áhyggjur, nema auðvitað af ykkur Patrol félögunum sem hafið ekki enn séð ljósið. Annars hef ég heyrt að það sé nú komið svolítið Dömulegra hljóð í þig upp á síðkastið, sérstaklega í minni hópum og ekki opinberlega… Ertu nokkuð búinn að panta Pajero?

    Skrítið með ykkur Ellu, það er víst alltaf svo gríðarlega þungt færi þegar þið eruð á ferðinni (að ykkar sögn) svo keyra bara hvaða smábörn sem er hringinn í kringum ykkur þar sem þið skiljið hræin eftir í það og það skiptið. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu… ?

    Ísköld ferðakveðja að hætti glaðlyndra PAJERO eigenda !

    BÞV





    14.01.2005 at 21:50 #512704
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er best að skrifa eitthvað af viti um ferðina.

    Skráning mun byrja einhvertíma í feb, en ekki verið ákveðið upp á dag hvenar verður byrjað að skrá.

    Það verður bara tekið við hópaskráningum í ferðina og má hver hópur ekki vera minni en 4 jeppar, og svo var verið að gæla við að hafa 8 jeppa max í hóp, en stærri hópar munu getað verið A og B hópar (sem dæmi eru rotturnar svo margar, að trúlega verða rottur A,B og C)

    Fyrir þá sem ekki hafa ferðafélaga en vilja fara með, er best að nota netið til að búa til hópa, og það væri ágætt að þeir sem eru óvanir að ferðast saman, að skreppa í dagsferðir til að kynnast hvor öðrum. Menn geta líka reynt að koma sér í mjúkin hjá öðrum hópum og fengið "ættleiðingu" og farið með þeim.

    Ferðin er bara fyrir mikið breytta jeppa. (38"+)

    Það verður trúlega vandamál með gistingu fyrir sunnan jökul, og þeir sem hafa tök á því að sofa í bílum ættu að græja þá til þess, ef menn nenna eitthvað að sofa á annað borð.

    Það er stefnt á grillveislu í skagafirði á laugardagskvöldið, verið er að vinna í matar og gistimálum þar.

    Þá er komið eitthvað fyrir menn til að pæla í fyrir ferðina. Ef það eru spurningar sem brenna á mönnum er best að pósta þær hér.

    Hef þið eigið vini sem ekki eru með netið, en hafa huxað sér að koma með, þá endilega hringið á þá og lesið póstana fyrir þá .

    Læt þetta duga að sinni

    Ps : Pæjero getur ekki neitt….Patrol rúlar





    14.01.2005 at 22:35 #512706
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Hvernig er það er búið að panta gáma fyrir alla varahlutina sem Patrolmenn þurfa á að halda í þessa ferð.

    Heyrði nefnilega að búið sé að hafa samband við varnaliðið á vellinum um að hafa þyrlurnar tiltækar til að koma gámum fyrir á jöklinum.
    Annars sagði mér maður um daginn að Pajero menn séu að gera sig klára fyrir túrinn svo það sé nú alveg öruggt að þessi leiðangur heppnist.

    Góðar MMC stundir





    14.01.2005 at 22:37 #512708
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Hér er smá viðbót við pistilinn hjá Hlyn.
    Gistimöguleikar sunnan Hofsjökuls eru fyrst og fremst Kerlingafjöll og Setrið, auk þess eru möguleiki á Páfagarði og Svartárbotnum. Planið var að takmarka jeppafjöldann við 100 bíla svo ferðalangar geta verið allt að 200 manns.





    14.01.2005 at 22:40 #512710
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvað með súkkur og þann pakka af bílum…33" of ítið fyrir vitörur?





    14.01.2005 at 22:51 #512712
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ella fararstjóri hlýtur að miðað við töflu Ferðaklúbbsins þar sem dekkjastærð er miðuð við þyngd jeppans.





    15.01.2005 at 11:43 #512714
    Profile photo of Jón Bergmann Jónsson
    Jón Bergmann Jónsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 137

    sæll nafni,hvar finnur maður þessa þyngdartöflu
    kvaðja Jón Bergmann





    15.01.2005 at 19:14 #512716
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ég hélt satt best að segja að árlegur annáll okkar í Ferðafélagi Skagfirðinga, sem fluttur er ár hvert á þrettándavöku í Trölla, skála félagsins hér í fjöllunum vestur af okkur á Króknum, væri heimsmet í svona góðlátlegu skítkasti. Ég er búinn að hlæja mig máttlausan yfir öllum þeim orðaleppum, sem hér hafa verið slegnir inn á tölvur félagsfólks. Má ég koma mé tillögu? Stendur ekki fyrir dyrum þorrablót 4×4 í Setrinu? Væri ekki grá upplagt að skrifa þennan þráð út og fá einhvern sprellikarl til að lesa hann upp? Það er ábyggilega hægt að finna lakara skemmtiefni – nú og svo er þetta frumsamið af félagsfólki!





    15.01.2005 at 21:12 #512718
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Fyrir Sprengisand ´97 var miðað við töfluna hér fyrir neðan.

    Bíll yfir 2500 kg. þarf 44? dekk.
    Bíll 2000 – 2500 kg. þarf 38? dekk
    Bíll 1500 – 2000 kg. þarf 36? dekk
    Bíll undir 1500 kg. þarf 35? dekk

    [url=http://www.f4x4.is/klubburinn/sprs97.pdf:3crzsazh]Leiðabókin[/url:3crzsazh]
    er í heild sinni í Bókasafninu hér á síðunni, en taflan er efst á blaðsíðu -3-.

    ÓE





    15.01.2005 at 23:44 #512720
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Fyrir okkur sem erum á MMC þá er einnig möguleiki á að gista bara á Sögu, Nordica eða Grand Hotel Reykjavík á föstudagskvöldinu, jafnvel þó við sofum út á laugardeginum. Það væri þá innlegg í að við mættum um svipað leiti í Skagafjörðinn og Patrol kallar sem leggja þá af stað á fimmtu- eða föstudeginum.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    16.01.2005 at 01:00 #512722
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þetta er alveg rétt hjá þér. Maður er ekki nema rétt 3 tíma að keyra í Skagafjörð, en þið verðið að fara varlega, það er nefnilega hálka á þjóðvegi 1. Það er planið að félagar á óbreyttum jeppum og Pæjum komi norður til að vera með í grilli, og það er fín hugmynd að gista á hóteli í Reykjavík eina nótt áður en farið er norður. Ef þú vilt skal ég reyna að redda góðu verði hjá SBA-NORÐURLEIÐ (þekki aðeins til þar) fyrir Pæjumenn, eða þið getið fengið ættleiðingu hjá Litludeildinni og flotið með þeim norður. Gott að sjá að þið eruð að koma til.

    Patrolkveðja

    Hlynur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 93 total)
← 1 2 3 … 5 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.