This topic contains 93 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2005 at 00:09 #195180
AnonymousNú er lag að fara að kynda undir Hofsjökuls ferðina sem á að fara í byrjum mars. En skipaður hefur verið fararstjóri Elín ( Ella ) þeir sem vita ekki deili á henni hafa sennilega lítið fylgst með jeppamálum síðastliðna öld. En hún er Valkyrja sem ræður léttilega við hóp 100-200 klakabrynjaðra óðra jeppamanna, og fór hún t.d létt með það að hafa hemil á mörg hundruð manns á Árshátíðinni. En henni er kannski ekki algjörlega treystandi einsog glöggir menn ættu að vita, þegar hún reyndi að koma sér upp ólöglegum leðurklæddan skála á Vatnajökli fyrir örfáum dögum síðan. Og varð að senda formann fasteignafélagsins og lögfræðing til þess að tala hana á það að koma skálanum aftur til byggða.
En þetta er semsagt klappað og klárt Ella ræður.Ferðafyrirkomulagið verður einhvernvegin á þá leið.
100 bíla áhafnir geta tekið þátt í ferðinni og er það gistirými sem ákvarðar þann fjölda
En ætlunin er að gista í skálum undir Hofsjökli aðfaranótt laugardags og koma þá til greina Setrið, Kerlingafjöll, Páfagarður, Svartárbotnar, Klakksskáli en þessir skálar eru hvað næstir uppgöngu á jökulinn.
Ekið verður yfir Hofsjökul á laugardeginum og munu Skagfirðingar taka á móti okkur á leiðinni. Síðan verður skrall og gisting fyrir norðan og þá líklega Steinstaðarskóli.Ætlunin er að skipta mönnum upp í hópa og verða menn að skrá sig í hópum, minnst 4 saman.
Skráning í ferðina verður auglýst síðar
Framvinda þessara mála verður birt í þessum þræði eftir sem þurfa þykir.
Svo er bara að tjá sig og spyrja um hvaðeina sem mönnum flýgur í hug. Og koma með ábendingar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2005 at 00:38 #512644
Eru allir að verða snarvitlausir, ég var búinn að heyra af þessu svona út undan mér á götu, enn verð bara að sega eins og er að ég hélt að menn væru bara að grínast með þetta.
Ég hélt bara að menn og konur hefðu lært eitthvað af þessari ferð þarna um árið sem bar nafnið Aldamótaferð 2000 (KRAPI 2000) eða ALLT Á MÓTI FERÐ eins og hún er líka kölluð, þar sem bílar og búnaður fyrir fleiri milljónir skemmdust eða hreinlega eyðilögðust.
ELLA RÆÐUR!!!! hvað á eiginlega að ganga langt í að klúðra þessu endanlega!!!!! Ella mín hafðu samband hið fyrsta við mig.
100 BÍLAR!!!! Ella mín ertu búin að skrifa undir þetta????
veistu ekki að allavega helmingur bílaflotans í 4×4 klúbbnum eru TOYOTUR, og allavega helmingur þeirra manna veit ekki einu sinni hvar Hofsjökull er, veist þú það sjálf???Sástu Ella mín útgangin á mannskapnum á Árshátíðinni? Hvað heldurðu að þessir menn verði margar klst að gera þennan Steinstaðaskóla fokheldann? og hvað verður þá um hið göfuga skólastarf þarna fyrir norðan sem eftir lifir vetrar???
Hættum þessu rugli bara strax í fæðingu og ég vill benda mönnum á hina stórskemmtilegu vetrardagskrá LITLU-DEILDAR!!!!
07.01.2005 at 00:58 #512646Lúther!
Þarna varstu að kasta þér út í djúpu laugina!
"veistu ekki að allavega helmingur bílaflotans í 4×4 klúbbnum eru TOYOTUR, og allavega helmingur þeirra manna veit ekki einu sinni hvar Hofsjökull er, veist þú það sjálf???"
Svo hringir þú í mig kl.01 að nóttu til til að panta mig með þér í hóp vitandi að ég er á TOYOTA. Vissulega veit ég nákvæmlega hvað vakir fyrir þér þ.e. að komast alla leið.
Sko nú fórstu alveg með þetta allt saman pantaðu tíma hjá sálfræðingi hið snarasta, ég skal taka þátt í kostnaðinum.
Kv.
Benni
07.01.2005 at 07:29 #512648Ég held að þetta sé rétt hjá Lúther, ég held að hann ætti bara að halda sig við litlu deildina. Og hvað farastjórn varðar þá held ég að Lúther ætti nú ekki að segja mikið, það vitum við sem höfum farið með honum í ferð þar sem hann hefur verið fararstjóri.
Jón
07.01.2005 at 10:02 #512650á hálendinu eru bannaðir skv. úrskurði Umhverfisstofnunar nr. 3186231 frá 31/12/2004, en í kjölfar þess úrskurðar varð að skreppa inneftir og sækja draslið aftur, þar sem Ella tímdi ekki að rífa leðrið af sófasettinu… Annars hafði Umhverfisstofnun líka hliðsjón af því í úrskurði sínum að staðarval skálans væri óheppilegt, aðeins u.þ.b. 2 km. frá Skálunum á Grímsfjalli sem í seinni tíð hefur verið kallað "Latibær".
Það er því ekki ómögulegt að Ella fái síðar undanþágu frá leðurákvæðinu, ef hún velur stað sem er ekki svona alveg ofan í öðrum fjallaskála… Látum okkur því ekki koma á óvart þótt hún geri aðra tilraun síðar og sá blái verði þá skilinn eftir fjær fjallaskála en í þetta sinn!
Ferðakveðja,
BÞV
07.01.2005 at 13:53 #512652
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það væri nú ekki ónýtt að hafa skála með díselrafstöð og leðursófasetti á hábungu Hofsjökuls. Gæti líka nýst sem varahlutalager fyrir Patrol eigendur, yrði að vísu líklega hörð barátta um sektorsarminn.
Gunni hási var í gær að sýna á opnu húsi mynd frá Krapa 2000 og þvílík sæla að rifja upp þennan frábæra túr. Hvað eftir annað ?panaði? myndavélin nettan hring og hvarvetna mátti sjá fasta bíla í krapadrullu, rifin dekk, blauta karla í vöðlum að pikka með járnkarlinum eða berja klaka undan fjöðrunarlausum og stýrislausum jeppum. Og Sveinlaugur Rammi á sínum 44? Ram að draga menn upp hingað og þangað eins og bóndi að draga rollur í réttunum. Já … ef við fáum þó ekki væri nema smá sýnishorn af þessari skemmtan er fullvíst að allir koma sælir heim. Og sérlega vel til fundið að skipa æðstaprest skemmtinefndar sem yfirfararstjóra. Ég skil reyndar að hennar hægri hönd í skemmtinefndinni hafi orðið fyrir vonbrigðum, en ég er viss um að Lúther á eftir að koma sterkur inn í þessum túr.
Kv – Skúli
07.01.2005 at 14:10 #512654Maður er nú farinn að heyra strax að Sóðarnir þori ekki að koma á Pæjunum, þetta sé of hættulegt. Við Patrol menn getum alveg dregið ykkur yfir Hofsjökul, enda vanalegt að Hræjéró sé dreginn hingað og þangað.
07.01.2005 at 15:03 #512656Eðlilega hefur maður áhyggjur af svona fíflagangi hvernig er annað hægt skoðið bara málið frá réttu sjónarhorni.
Rottugengið: flest allir á Toyotum og meðalaldurinn kominn vel yfir 50 ár þarna þyrfti bara 3-4 hjúkrunarfræðinga til að fylgjast með blóðþrýsting, mataræði og svefnvenjum.
Sóðagengið: Þar eru BÞV, Rallý- Palli og fleiri Pajeróar sem hvorki kæmust né rötuðu eitt né neitt.
Óþverrafélagið: Þeir hafa bara enga reynslu í öðru enn að keyra málhalta túrista upp að Gullfoss og Geysi en eru reyndar nýfarnir að bjóða ferðir á Þingvelli.
Heimsgir: Emil Borg, Teddi, Bjarki, Eyþór. Hvað þarf að sega meir nafnið segir allt sem sega þarf.
Fjallavinaf. Kári: Jú, jú ofboðslega góðir göngugarpar, enn það á að keyra yfir jökul ekki ganga,
Svo er bara of langt mál að nefna aðra uppgjafa ferðahópa eins og t.d Flugsveitina EJS, Strumpana og aðra eins saumaklúbba.Ekki er ég kannski beint að setja út á vinkonu mina hana Ellu sem fararstjóra, enda unnið mikið með henni í 4×4 starfi undanfarin ár, ég veit bara sem er að hún á það til að verða kalt á puttunum og þá fer hún bara í næsta bíl og skilur sinn bara eftir.
Enn Jonerl ég bara man ekki eftir þér úr Trúðaferð enn leiðinlegt ef þú hefur ekki skemmt þér vel. Annars hef ég aldrei verið titlaður fararstjóri yfir einu né neinu enda veit stjórn 4×4 að það væri vítavert kæruleisi, og nógu eru þeir nú búnir að klúðra fyrir.
Lúther
07.01.2005 at 21:35 #512658Lúther, ég heyri að þú ert búinn að gleyma Setursferðinni sem Trúðar stóðu fyrir 5-7 nóv. síðastliðinn. Ég man ekki betur en að þú hefðir "leitt" hóp A sem fór Gljúfurleit. Við í Yfirgenginu erum svo sem ekkert að trana okkur á hærri haugana, við vitum að mest fréttist af skussunum sem alltaf eru í basli! Ég hafði að vísu mjög gaman afa þessari ferð þó ég væri ekki par ánægður með farastjórn þína.
Jón R-3392
08.01.2005 at 00:39 #512660Segðu okkur nú hverju Lúddi var að klúðra í þessari ferð. Ég hef heyrt það, að trúðarnir hafi huxað sér að fjölmenna í þessa ferð og séu sumir strax farnir að smyrja nesti fyrir ferðina. Það munu eflaust verða margar uppákomur í þessu ferðalagi og ég tel að rétt væri að veita verðlaun fyrir bestu uppákomurnar. Sá sem keyrir ofaní stærstu sprunguna ætti að fá verðlaun, (Stína og Reynir í Fjallasport eru handhafar þeirra núna) þeir sem verða skyldir eftir ættu líka að fá verðlaun, eða allavega sleikjó.
08.01.2005 at 11:49 #512662Ég var nú ekki í þessari ferð, en þætti mér nú samt gaman að vita hvað fór svona ógurlega fyrir brjóstið á þér. Var það þegar að Lúther festi sig í blautuhvíslunum. (var hann ekki fyrstur að leita að færri leið yfir)??? og skemmti bílinn sinn heilmikið. Eða var það eithvað annað.
allavegana held ég að skemmtanagildið sem hann lúther skapar í svona ferðum sé alveg nóg á móti baslinu sem hann lendir í. Allavegana hef ég alltaf gettað brosað að bulllinu í honum.
Þú hefur kanski verið of lengi í skátunum og verið alltaf í ferðum sem skipulagðar eru uppá mínútu. Jújú öll gagnríni er góð en ekki tapa þér í einhverjum gömlum skáta reglum, því að ekki erum við Lúther nú með skátana að fyrirmynd.
08.01.2005 at 15:49 #512664Hæ og hó.
Er ekki týpískt að karlinn er að fara á taugum yfir gengi okkar PAJERO manna á Vatnajökli á dögunum. Ekki nóg með að Patrolarnir væru skildir eftir steinastopp um allan jökul heldur einnig á malbikinu á leiðinni í bæinn… Maður þurfti að stórpassa sig á að keyra ekki á hræin þegar maður kom þarna á hundrað og eitthvað… á leiðinni á jökul.
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að komast loks að því að það sem hann hefur trúað á í blindni í nokkur ár er bara dót…
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að grindarlausir og hásingalausir PAJEROAR á Barbíhjólum skuli hafa keyrt hring eftir hring í kringum "44 leðurklædda Patrol fjallakofana á jökli…
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að 12 ára dóttir Páls Halldórs hringaði líka druslurnar á hásingalausum PAJERO án þess að vera í nokkru basli…
Þetta er allt til á video og verður væntanlega allt sýnt á næstu árshátíð (nema að Patrol klíkan komi í veg fyrir það með bellibrögðum…)
Auðvitað kennum við hin pínu í brjósti um Hlyn á þessum erfiðu tímum. Verum góð við karlinn, sýnum honum skilning og látum einstaka óráðshjál ekki pirra okkur, það eru dæmigerð sjokkviðbrögð í gangi hjá honum…
Ferðakveðja,
BÞV
08.01.2005 at 15:56 #512666Ég gleymdi að segja Patrolköllunum frá nýri miðstöð áfallahjálpar sem búið er að setja á stofn hjá Rauða Krossinum í kjölfar þessara harmfara. Þar eru m.a. til teikningar af breytingu á Pöttunum sem m.a. felast í því að rörin eru rifin úr þeim sem og grindin og hefur sú breyting víst hjálpað mörgum að endurheimta manndóminn að nýju…
Þá hefur sumum dugað að fá hjálp sem felst í því að það eru settir felguboltar úr MMC Colt í stað original boltanna. Þeri ku vera u.þ.b. helmingi sterkari…
Ferðakveðja,
BÞV
08.01.2005 at 17:16 #512668Ágætt þetta með áfallahjálpina. Ég hef nú töluverða reynslu í því að veita Pæjumönnum áfallahjálp, þegar þeir hafa fattað það, að Pæjur geta ekki neitt í alvöru fjallatúrum í vondu færi og brjáluðu veðri, og yfirgefa hið sökkvandi skip og leita hælis í Patrol. Það er sárt fyrir ykkur pæjukalla að komast að því núna, að þið eruð víst bara "faramenn" á þessum jepplingum ykkar, en menn eru víst með misjafnar kröfur um getu sinna bíla.
Hvað varðar felguboltabrot hjá einum eðalvagni, þá voru að óskiljanlegum ástæðum Toyotu boltar í þessum Patta. Því fór sem fór.
Svo hefur það heyrst, að næstkomandi föstudagskvöld verði bjórkvöld hjá ónefndu breytingaverkstæði. Það er spurning hvort við fáum að skoða vélarlausa Pæjur með ölglas í hönd þá.
Patrolkveðja
08.01.2005 at 23:48 #512670
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góða kvöldið.
Ég hef nú ekki oft setið og lesið þau samskipti sem hér fara fram manna á milli en sökum lasleika undanfarna daga og botnlauss leiða þá ákvað ég að athuga hvort hér væri einhvern "góðan fróðleik" að finna. Jú, þetta er víst miðill reyndustu fjalla og jeppamanna landsins, er það ekki?
Það sem ég er þó búinn að lesa hingað til hlýtur að vera grín!!!
Af hverju farið þið ekki bara úr buxunum og finnið þannig í eitt skipti fyrir öll hver er með flestar "tommurnar". Innihaldslausara raus held ég að sé hvergi að finna annarsstaðar en á blogginu hjá 13 ára skólastelpum.
Er virkilega ekki hægt, fyrir áhugamann um jeppa og ferðamennsku, að finna neitt bitastæðara en karp um það hvort "Pæjur", "Pattar" eða "Toyur" drífi meira eða bili meira á þessum vef????
09.01.2005 at 00:16 #512672Hofsjökull :Norðaustan 8 M/S skyggni 3 kílómetrar og úrkoma í grend,gengur í Norðan eða Norðaustan hvassviðri með éljum eða snjókomu.
09.01.2005 at 00:39 #512674…PAJERO er vissulega fréttaefni, á því er enginn vafi. Það eru hins vegar allir löngu hættir að sperra eyrun yfir öllm þeim endalausu vélarvana Patrollum sem liggja eins og hráviði um allt. Það er ekki frétt!
Ef Hlynur vill vekja upp vélaumræðu á vefnum, þá er af nógu að taka hjá Datsun köllum. Þar skipta menn ekki um olíur, þeir skipta bara um vélar! Á öðrum þræði er saklaus nýliði að spyrja um innkallanir á Patrolvélum. Af hverju segir enginn honum satt – þetta er ónýtt dót, sama hvort umboðið innkallar eða ekki !
Kraft – ferðakveðja,
BÞV
09.01.2005 at 01:05 #512676Það er loksins að það er eitthvað líf í tuskunum hérna og ekki að spurja að því að það er MMC eigandi sem rífur vefspjallið upp úr langvarandi dvala og þunglyndi sem kemur undan endalausum þráðum um PATROL vandræði og hvernig eigi að sleppa næstum frítt undan þeim.
Ég heyrði útundan mér að IH ætlaði að taka upp sama fyrirkomulag og Gunnar í Krossinum hefur haft á hlutunum, allir PATROL eigendur þurfa frá og með 1.júlí að borga fasta prósentu af útborguðum launum inn á bankareikning hjá IH til að standa undir kostnaði af botnlausum vélaskiptum og fokki. 250 evrópskir starfsmenn sem fengnir voru frá Impreglio hafa verið síðastliðin 5 ár að skipta um vélar 18 tíma á dag og aðeins fóðraðir á gulum Braga, múslí og hrökkbrauði og svo sendir í sumarfrí upp í kyrrðina í Kárhnjúkum.Styðjum ekki ódýrt erlent vinnuafl, verslum við P.Sam og Heklu og þekkjum varahlutadeildir aðeins af sögusögnum.
09.01.2005 at 08:28 #512678Eitthvað hefur skemmtanagildi "klifurmúsa" hrakað, síðan ég var yngri, ef þetta raus og föðurlegi tónn er það sem nú er í gangi. (Mætti ég þá frekar biðja um Árna Tryggva)
Ekki vantar nú umræðuna um dekk, vélar og hjöruliði, hér á vefnum, þannig að þó menn taki nú upp léttan húmor hér á köflum, þá ættu, jafnvel veikir menn að geta unnt öðrum þess.
Vona að mýslunni batni, okkar allra vegna.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
09.01.2005 at 16:45 #512680Sæll Jón Ebbi.
Eruð þið Skúli formaður búnir að redda ykkur einhverstaðar sem kóarar yfir Hofsjökul.
Allavega geri ég ekki ráð fyrir því að þið ætlið að reyna að komast á Land-Rover í þennan túr.
Þið gætuð náttúrulega rennt þjoðveg 1 og beðið eftir okkur með kakó og vöfflur þegar við komum, já það væri vel þegið!Kv.
Lúther
09.01.2005 at 18:47 #512682Hræddur er ég nú um Lúter minn að kaffið væri farið að kólna og pönnukökurnar að harðna, ef uppistaða Hofsjökulsflotans verður Patrúllar.
Og er rétt að benda á nýlegar reynslusögur í því sambandi frá Latabæjarjökli.
Svo ég tali bara fyrir mig, teldi ég tryggara að vera með í upphafi, frekar en að þurfa að sækja þá seinna!!!!!!!!
Með kveðju frá Bretlandi.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.