FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hofsafréttur.

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hofsafréttur.

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.08.2006 at 19:44 #198360
    Profile photo of
    Anonymous

    Jökulvötn á Hofsafrétt og fleira. Ég hef verið að velta fyrir mér nöfnum á ám, á Eyfirðingavegi norðan Hofsjökuls og nágrenni. Ef við byrjum á Vestari-Jökulsá. Þá hef ég heyrt menn kalla austasta ál hennar Skálakvísl og hef ég furðað mig á því. Og talið það rangnefni og komið til eftir að Ingólfsskáli var byggður 1978 og er það því nýyrði.
    Vestari-Jökulsá rennur að megninu til í þrem kvíslum þó telja megi fleiri, allt eftir hvernig er talið og hversu sunnarlega talningin byrjar. Þó er hægt að segja að ekin séu 4 vöð einsog álarnir liggja yfir Eyfirðingaveg í dag, þó svo að það geti verið breytt að ári.
    Pálmi Hannesson kalla austasta álin Austari Krókkvísl. Næsta kvísl Vestari-Krókkvísl eftir Krókafelli. Sem kvíslarnar renna sinn hvors vegar um og loks vestustu kvíslina Hólakvísl, eftir Eyfirðingahólum. Önnur kvísl hefur einnig verið kölluð Skálakvísl og samkvæmt mínum heimildum heitir hún Miðhlutakvísl. Þarna er átt við litlu kvíslina sem rennur neðan og austan við Skiptabakkaskála og í Vestari-Jökulsá. Langar mig að fá staðfestingu á því að þessi skilgreining á Miðhlutakvísl sé rétt. Snúum okkur aðeins að Austari-Jökulsá. Nú er hægt að segja að hún renni saman í þrem álum. Tveim sem eru vestan Illviðrahnjúka og svo aðal álin við Langahrygg. Ég tel mig hafa heyrt það að sá áll sé kenndur við Langöldu og væri áhugavert að fá einhverja staðfestingu á því. Annars mætti víst kalla kvíslina eitthvað í tengslum við miðju íslands.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 13.08.2006 at 21:32 #557742
    Profile photo of Eiríkur Örn Jóhannesson
    Eiríkur Örn Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 16

    Ekki er ég nú vel að mér í örnefnum á þessu svæði en austasta kvíslin sem þú talar um og ef ég skil þig rétt rennur við Ingólfsskála, hef ég alltaf heyrt talað um sem Strangakvísl.

    Kv Eiríkur





    13.08.2006 at 21:46 #557744
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Í fyrsta lagi – sunnlendingar tala um afrétt í karlkyni, norðlendingar í kvenkyni. Ég var nokkuð lengi að læra þetta!
    Í öðru lagi. Það er hárrétt hjá Jóni Ofsa, að Skálakvíslarnafnið er nýlegt, höfundur þess var Friðrik heitinn Jónsson á Sauðárkróki, sem manna mest vann að byggingu Ingólfsskála, eiginlega talsvert meira en Ingólfur föðurbróðir hans sem skálinn er kenndur við. Þessi kvísl hafði ýmis nöfn og ég ætla svo sem ekkert að fullyrða í þessu efni, en þó nokkrir af þeim heimildarmönnum, sem ég tek mest mark á, kenna hana við Austari-Krók. Svo er talað um Miðkvíslar af gangnamönnum, en sprænan sem rennur um Eyfirðingahóla og vestan í Jökultungu er ýmist kölluð Vesturkvísl eða Hólakvísl. Hún rennur ekki í Vestari-Jökulsá fyrr en rétt norðan Skiptabakka. Miðhlutarkvísl kannast ég ekki við að hafa heyrt nefnda, en í svonefndu Miðhlutarstykki, sem er norðaustur af Þröngagili, austan árinnar sumsé, kemur upp mjög vatnsmikil lindaá sem heitir Miðhlutará. Hún fellur í Vestari-Jökulsá rétt norðan við hið eiginlega Þröngagil. Nokkru norðan við hana er svo talsvert vatnsmikill lindalækur sem heitir Kvikindislækur og fellur einnig í Vestari-Jökulsá en hann kemur að miklu leyti þar sem heita Ósabotnar suður af Sauðafelli, sem er upp af Hofi í Vesturdal. Nokkrir smálækir falla einnig úr vestri þarna á Goðdaladalnum, þekktastur er Hraunlækur, en þeir eru mun vatnsminni. Miðhlutarstykkið er dalverpi, talsvert vel gróið. Spurning hvort hálendisbrúnin sunnan þess gæti verið mörk kvarterra og tertíerra berglaga, eða hvort þetta er hraunbrún frá hlýskeiði ísaldar, veit ég náttúrulega alls ekki. En bestu heimildarmenn sem ég þekki af núlifandi mönnum um Hofsafrétt tel ég að séu þeir Hjálmar Guðjónsson bóndi á Tunguhálsi II og gangnaforingi til áratuga á Hofsafrétt og svo Borgar Símonarson í Goðdölum, en hann er manna kunnugastur á Goðdalafjalla og sunnarverðri austurheiðinni.
    kv.





    13.08.2006 at 21:51 #557746
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Eiríkur, ég hef aldrei heyrt þetta nafn á kvíslinni við Ingólfsskála. Strangakvísl heitir aftur jökulkvísl á Eyvindarstaðaheiði, sem kemur upp nálægt Sátu (undan Sátujökli) og rennur til vesturs og í Blöndu rétt sunnan við þar sem lónið nær lengst til suðurs.





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.