This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jökulvötn á Hofsafrétt og fleira. Ég hef verið að velta fyrir mér nöfnum á ám, á Eyfirðingavegi norðan Hofsjökuls og nágrenni. Ef við byrjum á Vestari-Jökulsá. Þá hef ég heyrt menn kalla austasta ál hennar Skálakvísl og hef ég furðað mig á því. Og talið það rangnefni og komið til eftir að Ingólfsskáli var byggður 1978 og er það því nýyrði.
Vestari-Jökulsá rennur að megninu til í þrem kvíslum þó telja megi fleiri, allt eftir hvernig er talið og hversu sunnarlega talningin byrjar. Þó er hægt að segja að ekin séu 4 vöð einsog álarnir liggja yfir Eyfirðingaveg í dag, þó svo að það geti verið breytt að ári.
Pálmi Hannesson kalla austasta álin Austari Krókkvísl. Næsta kvísl Vestari-Krókkvísl eftir Krókafelli. Sem kvíslarnar renna sinn hvors vegar um og loks vestustu kvíslina Hólakvísl, eftir Eyfirðingahólum. Önnur kvísl hefur einnig verið kölluð Skálakvísl og samkvæmt mínum heimildum heitir hún Miðhlutakvísl. Þarna er átt við litlu kvíslina sem rennur neðan og austan við Skiptabakkaskála og í Vestari-Jökulsá. Langar mig að fá staðfestingu á því að þessi skilgreining á Miðhlutakvísl sé rétt. Snúum okkur aðeins að Austari-Jökulsá. Nú er hægt að segja að hún renni saman í þrem álum. Tveim sem eru vestan Illviðrahnjúka og svo aðal álin við Langahrygg. Ég tel mig hafa heyrt það að sá áll sé kenndur við Langöldu og væri áhugavert að fá einhverja staðfestingu á því. Annars mætti víst kalla kvíslina eitthvað í tengslum við miðju íslands.
You must be logged in to reply to this topic.