Forsíða › Forums › Spjallið › Fréttir og tilkynningar › Hnútar, umræðukvöld
This topic contains 14 replies, has 6 voices, and was last updated by Trausti Gylfason 11 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.12.2013 at 17:32 #441294
Þar sem Sammi svarar hvorki E-pósti né síma verð ég að setja þetta hérna inn.
Það er ætlunin að vera með erindi/umræður um hnúta á opnu kvöldi fimmtudaginn 12. des. (á morgunn)Besserwisserar og kaðlaklaufar eru velkomnir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2013 at 19:37 #441308
Ég verð að redda þessu.
Kv. SBS.
12.12.2013 at 12:51 #441331Takk fyrir blammeringarnar.
Verður að laga tölvupóstinn þinn, flaggaður sem spam hjá mér. 😉
https://support.google.com/mail/answer/1366858?hl=en-GB&ctx=mail&expand=5
Ég þarf hinsvegar að kíkja á símann hjá mér, virðist vera orðið mjög algengt að fólk nái ekki í mig…
12.12.2013 at 14:32 #441332Þú ert greinilega löglega afsakaður, allavega varðandi símann.
13.12.2013 at 17:55 #441363Jæja, þetta var fámennt en góðmennt, og endaði sem sófaspjall með smá hnútaföndri.
En hvað um það, ég ákvað að setja inn það helsta.
Pelastikk er langbesti hnúturinn þegar verið er að draga bíla upp.
En það er ekki gott að láta hann lafa lausan lengi áður en álag er sett á hann. Hann hefur nefnilega stundum raknað við það eitt að menn séu að sparka í hann. Pelastikkið er sæmilega sterkt, ca. 63% af styrk kaðalsins.Áttuhnútur;

Sterkur, auðveldara að læra en pelastikk og erfiðara að klúðra. Hinsvegar er erfitt að leysa hann.
Það er hægt að nota hann til að tengja línur/kaðla saman;

Fánahnútur;

Þessi er sterkur, og gott að nota til að tengja saman mis-svera kaðla. eins og pelastikkið getur hann raknað ef hann fær ekki álag strax. Passa verður að endarnir snúi í sömu átt, annars er hann ekki öruggur.

Tvöfaldur fánahnútur er enfaldlega sami hnútur tvívafinn;

Hálfbragð;

Þessi er einfaldari en að reima skóna sína.
Hann er sterkari en pelastikk en erfitt að leysa.
Tvívafinn er hann enn betri;

Bístjórahnútur;

Þessi er góður ef maður þarf að strekkja eitthvað fast, eða binda niður af því að maður fær „talíuvirkni“ á reipið.Eins og sjá má þá stel ég myndunum að láni héðan og þaðan, en ein besta hnútasíðan sem ég hef fundið er
http://www.animatedknots.com
Appakettir geta líka fundið öpp á síðunni fyrir bæði pöddur og androidOg til að auðvelda mönnum að finna hnútana þar sem síðan er á engilsaxnesku þá læt ég þýðingar fylgja;
Pelastikk – Bowline
Áttuhnútur – Figure eight
Fánahnútur – Sheet bend
Hálfbragð – Half hitch
Bílstjórahnútur – Truckers hitchViðhengi:
13.12.2013 at 18:01 #441365Svo setti ég að lokum inn mynd af pelastikki sem „snýr rétt“ fyrir jeppamenn. (þarna neðst í póstinum).
Þessir skáta- og sjóaravefir miða alltaf við að maður sé að hífa eða hengja eitthvað upp, en við festum sjaldan jeppana svo illa eða hvað?
13.12.2013 at 18:24 #441366Sæll Jón. Það er greinilegt að áhugaefni félagsmanna er af mörgum toga. Það eru ekki eingöngu bílabreitingar, ferðamennska, videomyndir, ljósmyndun, og svo fr.v. Nú geta áhugamenn um hnúta bæst í hópinn til að gera síðuna okkar lifandi og áhugaverða. Já og ekki má gleyma ferðafrelsi og áhugi á gömlum bílum.
Kv. SBS.
13.12.2013 at 18:47 #441371Ekki bara að þetta sé áhugavert, heldur líka mjög gagnlegt

Kv Bjarki
13.12.2013 at 19:10 #441372Bara snildar umræða. Um að gera að koma með fleiri hnúta 😉
13.12.2013 at 20:36 #441377Sæll Trausti.
Hvernig væri að taka skrefið alla leið og ganga í klúbbinn. Kjarninn í Ferðaklúbbnum 4×4 samanstendur af atorkusömum einstaklingum með margvísleg áhugamál.
Kv. SBS.
14.12.2013 at 14:03 #441407Þá er um að gera að taka Trausta á orðinu og sýna
„Carric bend“
Þessi er fínn í að binda línur og kaðla saman og er mun auðveldara að leysa en t.d. áttuhnút.
Hins vegar fara endarnir frekar krappir inn í hnútin þannig að hann er ekki eins sterkur og áttan.
(Reyndar er það yfirleitt kallaður Flæmskur hnútur ef áttuhnútur er notaður til að tengja tvær línur saman).Viðhengi:
14.12.2013 at 14:40 #441409Takk Jón fyrir gagnlegar upplýsingar
Fínt að setja þetta hér á spjallið, manni veitir ekki að upprifjun á hnútum fyrir næstu ferðir.
Kv
Friðrik
16.12.2013 at 02:56 #441463Sigurður ég er í klúbnum og hafði virkilega gaman af hnútakvöldinu. Á eftir að koma með einhverja hnùta hér inn við tækifæri 😉
16.12.2013 at 09:04 #441464Sæll Trausti.
Ég sé að þú ert ekki með neitt félagsnúmer skráð. Vinsamlega hafðu samband við skrifstofu og fáðu Rögnu til að senda mér félagsnúmerið þitt á vefnefnd. f4x4@f4x4.is
Kv. SBS.
16.12.2013 at 20:28 #441830Hérna sèst hvernig á að gera pelastikk á einni sek.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
