This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég sá um daginn auglýsingu fyrir BMW „jeppa“. Ég varð svo pirraður yfir þessari auglýsingu að mig langaði helst að fara niður í BMW umboðið og kvarta. Ég ætla bara að deila þessu með ykkur og heyra hvað ykkur finnst.
„BMW X5 er fjórhjóladrifið orkuver sem nýtur sín hvergi betur en á verstu vegleysum. Háþróaður búnaður lagar aksturslag þessa glæsilega úrvalsjeppa að erfiðum aðstæðum á örfáum sekúndubrotum. Og krafturinn er meira en orðin tóm. Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð.
X5 úrvalslínan frá BMW snýst um annað og meira en hraðskreiða lúxusjeppa, því til hvers að eiga frábæran jeppa ef aksturseiginleikarnir eru ekki einnig fyrsta flokks? Framúrskarandi aksturseiginleikar, fáguð hönnun, sérhannað sportfjöðrunarkerfi, ABD-X, ABS, CBC, DBC og DSC- allur þessi búnaður og meiri til er sérhannaður til þess að þú upplifir þau ánægjulegu hughrif sem eignuð eru sannkölluðum úrvalsjeppa.“Mér finnst nú ekkert jeppalegt við þennan bíl, hann er örugglega ekki með millikassa, og rangt gíraður. Það fer enginn alvöru jeppi yfir 200km hraða nema hann sé að detta ofan af fjalli. Og sportfjöðrunarbúnaður, hefur einhver séð jeppa sem fjaðrar eins og sportbíll? Mér þætti gaman að bera saman Nissan Skyline og Patrol í krappri beygju á 120km hraða! Kjaftæði, mig langar helst til þess að neyða þá sem hönnuðu þennan bíl til þess að aka yfir hálendið. ANDSKOTANS DRASL!!!
Haukur
You must be logged in to reply to this topic.