FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hneyksli

by Haukur Þór Smárason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hneyksli

This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.11.2003 at 10:27 #193178
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant

    Ég sá um daginn auglýsingu fyrir BMW „jeppa“. Ég varð svo pirraður yfir þessari auglýsingu að mig langaði helst að fara niður í BMW umboðið og kvarta. Ég ætla bara að deila þessu með ykkur og heyra hvað ykkur finnst.

    „BMW X5 er fjórhjóladrifið orkuver sem nýtur sín hvergi betur en á verstu vegleysum. Háþróaður búnaður lagar aksturslag þessa glæsilega úrvalsjeppa að erfiðum aðstæðum á örfáum sekúndubrotum. Og krafturinn er meira en orðin tóm. Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð.
    X5 úrvalslínan frá BMW snýst um annað og meira en hraðskreiða lúxusjeppa, því til hvers að eiga frábæran jeppa ef aksturseiginleikarnir eru ekki einnig fyrsta flokks? Framúrskarandi aksturseiginleikar, fáguð hönnun, sérhannað sportfjöðrunarkerfi, ABD-X, ABS, CBC, DBC og DSC- allur þessi búnaður og meiri til er sérhannaður til þess að þú upplifir þau ánægjulegu hughrif sem eignuð eru sannkölluðum úrvalsjeppa.“

    Mér finnst nú ekkert jeppalegt við þennan bíl, hann er örugglega ekki með millikassa, og rangt gíraður. Það fer enginn alvöru jeppi yfir 200km hraða nema hann sé að detta ofan af fjalli. Og sportfjöðrunarbúnaður, hefur einhver séð jeppa sem fjaðrar eins og sportbíll? Mér þætti gaman að bera saman Nissan Skyline og Patrol í krappri beygju á 120km hraða! Kjaftæði, mig langar helst til þess að neyða þá sem hönnuðu þennan bíl til þess að aka yfir hálendið. ANDSKOTANS DRASL!!!

    Haukur

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 18.11.2003 at 12:22 #480682
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Þessi er víst með millikassa!

    "Subaru ´83 33" (allt subarudót nema auka millikassinn er úr Lödu Sport (sídrifinn eða 4×4) læstur allan hringinn, vél 1800(tveggja blöndunga)GFT (portuð og kjaftæði, var 110hp orginal), 16gírar áfram og 4 afturábak, sjálfstæð fjöðrun, veghæð(undir kúlu, spirnur taka mjög lítið pláss) aðeins hærra en 38" hásinga bíl, Eiginþyngd:1160Kg"

    Það vantar bara jeppaútlitið! Þessi myndi væntanlega flokkast sem "langaraðverajeppi"!





    18.11.2003 at 12:27 #480684
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Það er ekkert mál að breyta þessum jepplingum/sportjeppum yfir í alvöru jeppa, bara setja í hann millikassa og kannski aðeins stærri dekk…

    Það væri gaman að sjá þessa bíla á 38"….

    Nú þarf bara einhver að sanna að það sé hægt að gera alvöru jeppa úr þessum jepplingum/sportjeppum…





    18.11.2003 at 12:32 #480686
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Það er ekkert jeppalegt við gömlu 1800 Subaru og Legacy bílana! Því eru þeir ekki jeppar!

    BMW jepplingurinn er jepplingur þangað til það verður settur millikassi í hann. Þá fyrst verður þetta jeppi.

    Þegar menn tala um "Superjeep" þá eru menn að tala um fullbreytta jöklajeppa á 38" eða meira, óháð tegund!





    18.11.2003 at 12:34 #480688
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt [url=http://www.f4x4.is/notendur/notandi.asp?n=302:1o2te0g2]ofangreindri skilgreiningu[/url:1o2te0g2] er bíllinn hans Björns Þorra jepplingur, því eftir því sem ég fæst næst komist er mesta niðurgírun í sjálfskiptum Pajero með 5.29 hlutföllum: [b:1o2te0g2]2.804*5.285*1.9=28.16[/b:1o2te0g2]

    -Einar





    18.11.2003 at 12:35 #480690
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Þessi skilgreining er of flókin. Þetta þarf að vera einföld "þumalputtaregla" sem allir skilja.

    Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa. Þetta er einfalt og virkar!
    Meira þarf ekki að segja um málið!





    18.11.2003 at 12:36 #480692
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Skoðaðu bara Pæjurnar sem Aron er búinn að vera að breyta. Þetta eru hásingalausir og grindarlausir jeppar sem eru á 38" dekkjum. Ég hef ekki skoðað alla þessa jepplinga en veit að það er ekki neitt meira mál að breyta VW Toureg en Pæjum. Ég persónulega myndi aldrei breyta svona jeppa, en það er vel hægt.





    18.11.2003 at 12:38 #480694
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2082#13458:2zkykgtj]ofangreindri skilgreiningu[/url:2zkykgtj] er bíllinn hans Björns Þorra jepplingur, því eftir því sem ég fæst næst komist er mesta niðurgírun í sjálfskiptum Pajero með 5.29 hlutföllum: [b:2zkykgtj]2.804*5.285*1.9=28.16[/b:2zkykgtj]

    Kannske getur einhver upplýst hvað mesta niðurgírun i Subaru er?

    -Einar





    18.11.2003 at 13:11 #480696
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Það er gaman að vita það nú að maður sé bara á jeppling. Það er spurning hvort við Björn Þorri og Jói förum ekki að ferðast bara saman, því niðurgírun hjá mér er 2.45*3.73*1.96=17.91. Ég sleppi bara milligírnum, nota hann hvort sem er frekar lítið. Kveðja Heiðar





    18.11.2003 at 13:14 #480698
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ekki gleyma að margfalda svo með óendalega stóru tölunni sem er niðurgírunin í "convertinum" sem er í öllum sjálfskiptum bílum …

    :)

    kv
    Rúnar.





    18.11.2003 at 13:45 #480700
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Var ekki búinn að sjá þessar myndir hjá honum "dagga" en skemmtilegar eru þær! En þarna er einn jeppi kallaður "Ford", en mér sýnist hvorki grillið né afturhásingin passa fyrir þá bíla eins og maður þekkir þá hér. Þeir voru hélt ég allir með fljótandi öxla að aftan, en þessi á myndinni er með öxul með kílspori og sem sagt því sama og landbúnaðarjepparnir sem komu 1946 – 1952 og einnig er grillið eins og á CJ-2A? Kannski hafa síðustu bílarnir af military útgáfunni verið svona, ekki veit ég, en hef ekki séð þessa útfærslu í blöðum hvað þá "the real thing".





    18.11.2003 at 20:19 #480702
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    olafurag skrifaði í pósti sínum:
    ,,Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa."
    Er hægt að útskýra belja sé belja vegna þess að hún líti út eins og belja? Hmmm, athyglisvert og kannski er að fæðast hérna ný vísindagrein.





    18.11.2003 at 20:29 #480704
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Kannski (örugglega) er langsótt að íslenskri ferðaþjónustu verði stefnt af amerískum lögfræðingum vegna nafnsins ,,superjeep". Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að mörg okkar brosa útí annað og vona að hugmyndaflug ferðafrömuða vorra nái lengra þegar keyrt er um landið með erlenda ferðamennn en þegar nafnið á fyrirtækið var fundið.





    18.11.2003 at 20:40 #480706
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Já, hún er skrítin þessi pólitík. Gaman að sjá að það er fleirum en mér sem finnst nú fræðimennska eik farinn að þynnast svolítið út svo ekki sé nú meira sagt… Það er auðvitað snilldarleg aðferð til að byggja undir skoðanir sínar að setja sjálfur fram heimasmíðaðar "skilgreiningar" og vitna svo til þeirra máli sínu til stuðnings…!

    Jæja en hvað um það, sumir hafa nú orðið uppvísir að
    "ófræðimannslegum" aðferðum áður…

    Annars er ég að verða svo taugaveiklaður vegna athugasemda sumra vitringanna að ég er að spá í að láta setja bæði milligír og sjálfstæða grind,… já og jafnvel öfluga toppgrind í Dömuna… :>)

    Gott annars að vita til þess að Heiðar er klár í að taka mann með þó á jepplingi sé, en hann er jú reyndar á "44 "jepplingi" sjálfur skv. eik-greiningunni… Já og Rúnar, gott að þú hraunar ekki yfir mann eins og sumir aðrir af ferðafélögunum í eftirminnilegum Skálafellsjökuls- Grímsfjalls- og Sylgjujökulstúr… :>) …en ég næ mér niður á þeim síðar…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    18.11.2003 at 20:43 #480708
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrst þið eruð svona klárir komið þá með hugmynd að betra nafni. Ekki það að önnur nöfn-orð hafi ekki verið prufuð en superjeep varð einfaldlega það sem varð ofaná og oft er "safari" bætt aftaná. Til gamans fyrir þá sem hafa svona miklar áhyggjur að "superjeep" orðinu væri fróðlegt fyrir ykkur að slá "superjeep" inn á t-d google eða öðrum erlendum leitarvélum og sjá hvað gerist.

    Kveðja Hlynur (sem fer oft í "superjeep" ferðir)





    18.11.2003 at 21:04 #480710
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Safari: An overland expedition, especially one for hunting or exploring in eastern Africa.
    [Arabic safarya, safari, journey, from safar, journey. See pr in Semitic Roots.]
    (The American Heritage® Dictionary of the English Language, Fourth Edition
    Copyright © 2000 by Houghton Mifflin Company).

    Aftur óheppnir :)

    Lalli.





    18.11.2003 at 21:15 #480712
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir/ar.

    Persónulega finnst mér að jeppamenn verða að fara að finna einhverja góða skilgreiningu á því hvenær bíll hættir að vera jepplingur og verður jeppi. Mér hefur fundist nokkuð bera á því að menn kalla bíla ekki jeppa nema þeir hafi millikassa og að auðvelt sé að breyta þeim og einhver reynsla komin á breytingar. En svo eru auðvitað til menn sem geta ekki farið troðnar slóðir og verða alltaf að vera öðruvísi.

    Það var nú samt annað sem angraði mig lika tölvert þegar ég sá þessa auglýsingu. Það var þessi setning:

    Háþróaður búnaður lagar aksturslag þessa glæsilega úrvalsjeppa að erfiðum aðstæðum á örfáum sekúndubrotum.

    Það er ekki talað um aksturslag bíla heldur manna, eða eru þessir jepplingar orðnir svo háþróaðir að þeir eru farnir að keyra sig sjálfir?

    Í þessari auglýsingu held ég að verið sé að reyna að höfða til þessara manna sem kaupa sér jeppa og láta breyta honum fyrir 33"-36" og fara svo aldrei út af þjóðveginum. Svoleiðis menn eru mikið betur settir á X5, Lexus eða einhverjum álíka dýrum jepplingum:

    Kveðja
    Lada

    I’d rather push my Niva then drive an X5





    18.11.2003 at 21:31 #480714
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Tilgangurinn með því að gera tillögu [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2082#13458:1sew1sip]skilgreiningu á jeppa[/url:1sew1sip] var ekki að sanna eitt eða neitt, heldur að athuga hvort hægt sé að finna einfalda silgreingingu á því hvað er jeppi. Við mat á niðurgírun þarf líklega að taka tillit til þess hvort bíllinn er sjálfskiptur eða ekki, og hugsanlega til gerðar vélar. Það flækir málið verulega ef það þarf að taka tillit til vélarstærðar (togs) því þá þarf að taka þyngdina með í reikninginn líka.

    Það er mín reynsla að skriðhlutfall þarf að vera nærri 1:40 til þess að gott sé að keyra jeppa á stækkuðum hjólum í þungu færi. Þetta er meira spurning um að komast hægt, en að það vanti kraft til að snúa hjólunum. Ég hef einungis átt beinskipta jeppa með 4 gata vélum. Ég kann ekki að keyra skjálfskiptan jeppa í snjó og geri mér því ekki grein fyrir því hvernig "niðurgírun í torque converter" nýtist í þessu samhengi. Ef Björn Þorri eða Heiðar hafa eitthvað málefnalegt til að leggja inn í þessa umræðu, þá væri það vel þegið.

    -Einar





    18.11.2003 at 21:42 #480716
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það gætir ákveðins misskilnings hér um uppruna orðsins "jeep", sem Kaninn kallar farartæki sem við þekkjum sem Willys.

    RE: The word Jeep.
    ‘Jeep’ does come from slurring the letters GP. In WWII the Ford built jeeps were built in two versions.
    1) the Ford prototype design called GP. (very rare only 3200 built, about 350 survive around the world). It (the GP) lost the army’s contest to Willys (MA, version ‘A’).

    2) The army asked Ford to build copies of the improved jeep Willys (MB, version ‘B’) had designed. Using Willys blueprints. This copy was called the GPW. (350,000 or so built).

    GP Never stood for ‘General Purpose’ !!! THIS IS THE MIS-INFO. It is Ford Factory Terminology. All vehicles Ford built for the government started with a ‘G’ for Government. Following was a letter which stood for the wheelbase. GA, GB, GC, GD, GE, etc, getting longer each time.

    When they got to 80 inches (jeep size) they were at ‘P’. When they were forced/asked to build jeeps using Willys design – they added a ‘W’ to it. I wish Webster & all the dictionaries & encyclopedias, and 4×4 mags would stop the mis-information. They keep qouteing each other as sources, and the first guy was WRONG. Oh, yes, I have the 1941 documents to prove it. The army never even called it a jeep, officially it was ‘Truck, 1/4 ton’.

    Þá hafið þið það.





    19.11.2003 at 12:21 #480718
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Lalli, ég vona að þú farir nú ekki að taka belju og setja hana á 38" bara af því að þig vantar skilgreiningu á því hvað sé jeppi og hvað sé belja…
    Hmmmm…..





    19.11.2003 at 14:04 #480720
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Ég er alveg gáttaður. Fyrst hélt ég að enginn myndi svara mér en ég virðist hafa komið af stað svipuðum viðbrögðum og við "klafar V.S. hásingar".

    Er superjeep ekki skráð íslenskt vörumerki? Ekki kærir Coca Cola Company menn fyrir að auglýsa cola drykki, t.d. RC cola, Pepsi cola og Jolly cola.

    En ég vissi ekki að til væru svona margar gerðir af Willys, það er alveg ótrúlegt að svona bíll skuli hafa verið til í svona mörgum útgáfum, ekki var nú mikil breyting á honum á milli ára.

    Haukur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 66 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.