Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hneyksli
This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2003 at 10:27 #193178
Ég sá um daginn auglýsingu fyrir BMW „jeppa“. Ég varð svo pirraður yfir þessari auglýsingu að mig langaði helst að fara niður í BMW umboðið og kvarta. Ég ætla bara að deila þessu með ykkur og heyra hvað ykkur finnst.
„BMW X5 er fjórhjóladrifið orkuver sem nýtur sín hvergi betur en á verstu vegleysum. Háþróaður búnaður lagar aksturslag þessa glæsilega úrvalsjeppa að erfiðum aðstæðum á örfáum sekúndubrotum. Og krafturinn er meira en orðin tóm. Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð.
X5 úrvalslínan frá BMW snýst um annað og meira en hraðskreiða lúxusjeppa, því til hvers að eiga frábæran jeppa ef aksturseiginleikarnir eru ekki einnig fyrsta flokks? Framúrskarandi aksturseiginleikar, fáguð hönnun, sérhannað sportfjöðrunarkerfi, ABD-X, ABS, CBC, DBC og DSC- allur þessi búnaður og meiri til er sérhannaður til þess að þú upplifir þau ánægjulegu hughrif sem eignuð eru sannkölluðum úrvalsjeppa.“Mér finnst nú ekkert jeppalegt við þennan bíl, hann er örugglega ekki með millikassa, og rangt gíraður. Það fer enginn alvöru jeppi yfir 200km hraða nema hann sé að detta ofan af fjalli. Og sportfjöðrunarbúnaður, hefur einhver séð jeppa sem fjaðrar eins og sportbíll? Mér þætti gaman að bera saman Nissan Skyline og Patrol í krappri beygju á 120km hraða! Kjaftæði, mig langar helst til þess að neyða þá sem hönnuðu þennan bíl til þess að aka yfir hálendið. ANDSKOTANS DRASL!!!
Haukur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.11.2003 at 22:06 #480642
Ég var að hjálpa afa að finna bíl og CR-X var flokkaður sem jeppi. BRANDARI!!!
Haukur
14.11.2003 at 22:07 #480644I don’t think anyone really knows where the name Jeep came from, but one of the more popular theories claims that our favorite vehicle was named after Eugene the Jeep. Who the heck is Eugene, you ask? Eugene was a character out of the comic strip Popeye, created by Elzie Crisler Segar. Eugene was a small, impish, 4 dimensional character that lived in a 3 dimensional world. As such, he was not constrained to the world we know – he could do wonderous things like walk through walls, walk on ceilings, appear out of nowhere. In short, he could go pretty much anywhere he wanted. Eugene the Jeep appeared in Popeye in 1936 – about 4 years before the US Army started testing its new 1/4 ton utility vehicle – which would eventually be called the Jeep. No one really knows WHY this new vehicle was called a Jeep, but one theory has it that Popeye was an extremely popular comic strip at the time and the soldiers were so impressed with the new vehicle’s go-anywhere, do-anything capabilities, they were reminded of Eugene’s character; and so dubbed the new vehicle a "Jeep".
14.11.2003 at 22:12 #480646hefur örugglega aldrei heitið "Jeep", því þótt hann væri framleiddur af Chrysler – samsteypunni sem Dodge og eftir stríð sem Power Wagon, sem síðar varð Ram, og jafnvel eitthvað sem International komst "Jeep" merkið aldrei á þá. Önnur typa var svo Carry All (sem hér var kallaður karíol!) og var til sem Dodge, International og einhverjir sem Chevrolet að mér skilst. Hálfpartinn minnir mig að eitthvað hafi verið framleitt undir Fargo – merkinu? Kannski er það vitleysa í mér. Hitt er rétt að 1952 og nýrri hétu M37, ekki veit ég hvaðan þessi "1" komst inn í þetta hjá mér áðan.
kv.
16.11.2003 at 20:36 #480648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
HÞS ég vona að þú hafir verið að tala um cr-v en ekki cr-x
því ef þeir eru farnir að flokka 2 dyra sportbíla sem jeppa þá þá væru eflaust aðeins fleiri á fjöllum… fastir !
16.11.2003 at 22:50 #480650
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú meira öfundarröflið, ekki halda því fram að þarna sé einhver drusla á ferðinni bara af því að hann skröltir ekki, er ekki með hásingu, heimasoðna fjöðrun og vélarvana grútarbrennara eins og margir hérna virðast vera að glíma við alla daga og kalla jeppa.
Þarna er massaJEPPI á ferðinni sem hentar mun betur undir rassgatið á forstjórum og öðrum spöðum sem aka núna á stjórnlausum og húðlötum 38" túrista-þjónustu-vinnuvélum á malbiki Reykjavíkur til og frá vinnu alla daga. Þessa sömu menn og fara nær aldrei út fyrir malbik og ef svo færi þá kæmist þessi Bimmi það einnig.
Ef ég ætti að velja þá tæki ég BMW X5 eða Volvo XC90 fram yfir flest annað sem í boði er á JEPPA markaðinum vegna þess að ég kæmist allra minna ferða á svona JEPPA tækniundri og væri geðveikt flottur á því.
16.11.2003 at 22:56 #480652M37 er einmitt Dodge og Fargo líka það er að seigja Dodge powervagon framleidur í kanada
17.11.2003 at 06:24 #480654Þú ert sé ég er á M715, þá er hann trúlega frá Kaiser-Jeep tímabilinu, er það ekki? Ef ég man rétt, þá voru í þessum bílum (military) 24 volt og einhversstaðar las ég að það væri um að ræða tvennskonar sett af hásingum, er það tilfellið? Einn góður kunningi minn, Sigurður Sigfússon, bóndi í Vík hér í Skagafirði átti civilian – útgáfuna af svona bíl árum saman, en setti niður í hann Ford Trader dieselrokk, sem var að vísu með mikið torque en lágan snúning og mér fannst hún ekki hæfa þessum bíl. En bíllinn sjálfur virtist alveg ótrúlega sterkur og þola vel að það væri tekið á honum. Varðandi Power Wagon, þá stóð ég í þeirri meiningu að það væri bara civilian – útgáfan, sem hefði borið það nafn?
17.11.2003 at 10:42 #480656Já, ég átti nú reyndar við CR-V en ekki CR-X. Ég geng nú ekki svo langt í aðdáun minni á japönskum bílum að halda því fram að litli bróðir Hondu Civic fari á fjöll. En samt sem áður, CR-V er ekki jeppi.
Haukur
17.11.2003 at 13:09 #480658Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa. Þetta er einföld skilgreining og einfaldar málið töluvert.
Jeppar eru því allt frá Suzuki Jimny og upp í Ford Excursion.
Jepplingar/sportjeppar hafa útlit jeppa, en engan millikassa. Undir þann flokk fara t.d. Honda CRV, HRV, nýi 7 manna bíllinn frá Honda, Toyota Rav4, BMW X5, MMC Pinin, Subaru Forester, Volvo X70, Porche Cayenne o.s.frv.
Þetta er ósköp einfalt.
Kveðja,
ÓAG.
R-2170.
17.11.2003 at 13:56 #480660Heyr Heyr!
-haffi
17.11.2003 at 20:51 #480662olafurag skrifaði í pósti sínum:
,,Jeppaskilgreining:
Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn, þ.e. hátt og lágt drif og hefur útlit jeppa. Þetta er einföld skilgreining og einfaldar málið töluvert."Ein smá spurning. Er þá gamli 1800 Subaru (og beinskipti Legacy) jeppi? Hann var með hátt og lágt drif og leit út eins og jeppi, hvað sem það nú þýðir; klossaður skutbyggður og gerður fyrir allt annað en hraðakstur?
Mér finnst það í góðu lagi ef menn vilja kalla BMW jepplinginn jeppa og ekki næstum eins heimóttalegt og að skrifa ,,Superjeep" á Nissan (eða Toyota).mbk,
Lalli.
18.11.2003 at 00:00 #480664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það gæti verið að olafur hafi skrifað að "Helsta skilgreining á jeppa í dag er millikassinn" vegna þess að lykilorðið er –> "í dag" og sé það kannski það orð sem þér yfirsást Lalli ?
18.11.2003 at 00:31 #480666Jú mikið rétt M715 er Kaiser framleiðsla og kemur orginal með 24 volt,230cid Tornado mótor með yfirligjandi kambás ,Dana 60 frammhásingu með lokuðum liðhúsum og 70 að aftan civilian týpan var kallaður Gatiator í byrjun síðan J10 eða J20 síðan Honko.En Fargo er civilian típa það stendur bara Fargo á húdinu staðin fyrir Dodge mér skildist að hann hefði líka verið á skemtilegri fjöðrum og hærri orginal og hefði fengist með 318 trukka mótor sel það ekki dýrara
18.11.2003 at 05:06 #480668Eftirfarandi skilgreining gæti gengið:
[list:2fxsl60s]Jeppi er með [*:2fxsl60s]drifi á öllum hjólum, [/*:m:2fxsl60s][*:2fxsl60s]niðurgírun í lægsta gír er a.m.k 1:30 [/*:m:2fxsl60s][*:2fxsl60s]eginþyngd undir 3000 kg og [/*:m:2fxsl60s][*:2fxsl60s]þvermál hjóla frá framleiðanda er a.m.k. 27 tommur.[/*:m:2fxsl60s][/list:u:2fxsl60s] Sjálfsagt má deila um tölurnar, en þessar eru ekki fjarri lagi.Í ensku er ekki til neitt eitt nafn yfir þetta fyrirbæri, [b:2fxsl60s]Jeep[/b:2fxsl60s] er einfaldlega vörumerki sem var í eigu Willys til 1953, síðan Keiser, AMC, Chrysler og nú Daimler Chrysler. [b:2fxsl60s]Truck[/b:2fxsl60s] er vörubíll (stór eða smár). [b:2fxsl60s]Van[/b:2fxsl60s] er sendibíll, yfirbyggður flutningabíll eða smárúta. [b:2fxsl60s]SUV[/b:2fxsl60s] er nýlegt fyrirbæri sem kemst kannske næst íslenska jeppanum, þó nær það ekki yfir pallbíla, sendibíla eða smárútur.
[i:2fxsl60s]Superjeep[/i:2fxsl60s] er bull, engir nema ísleningar hafa hugmynd um hvað við er átt.-Einar
18.11.2003 at 09:50 #480670Ég er ánægður að sjá að einhverjir eru sammála mér um jepplinga. Það er 44" breyttur Legacy í Austurlandsdeild og ég tel hann ekki ver jeppa en hann er jeppalegri en
X5.http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=778
Bara copy/paste dæmi.
Haukur
18.11.2003 at 10:38 #480672nema ég er alveg til í að hafa þarna með að þeir séu byggðir á sjálfstæða grind, bara svona fyrir BÞV! En m.a.o. SUV er víst skammstöfun á Sport(s) Utility Vehicle, og undir það virðist kaninn flokka allan fjárann, bæði Suburban og RAV4, svo dæmi sé tekið, nema upptíningarnir virðast alltaf flokkast undir "trucks" og hafa víst lengst af gert sýnist manni. En eins og ég orðaði hérna fyrr á þræðinum, þá gætu nú bandarískir lögfræðingar séð málssóknartækifæri í því þegar íslenskir vetrarferðasalar eru að kalla Nissan Patrol Superjeeps, enda er það í sjálfu sér bull eins og eik segir réttilega og dæmi um það hvað landar vorir eru ótrúlega ruglaðir þegar þeir fara að búa til texta í ferðabæklinga. Þannig að sölumomentumið fer alveg forgörðum vegna fáfræði og misskilnings.
18.11.2003 at 10:52 #480674Við skulum bara taka það til athugunar að þeir sem ekki ætla sér að stunda vetrarferðir inn á okkar frábæra hálendi, þeir geta vel notað þennan Bimma eða Touareg eða jafnvel bara Legacy, því mjög margir af okkar hálendisvegum eru bara alveg nógu góðir fyrir þessa bíla.
Ég held reyndar að þessir nýju "Hraðbrautarjeppar" séu drulluseigir við slíkar aðstæður og standi þá óbreyttum Patrol, Land Rover eða Hi-Lux, svo einhverjir séu nefndir, ekkert að baki hvað snertir hæfni til aksturs á slíkum vegum.
Ef einhvað er þá eru þessir bílar skemmtilegri við slíkar aðstæður, því þeir hafa miklu meira afl betri fjöðrun og meiri þægindi í alla staði.
Ég hefði td alveg viljað keyra um á einum svona í sumar þegar ég fór í smá reisu með fjölskylduna um hálendið í sumar á mínum fjallabíl sem kominn er á fermingaraldurinn, því að alla þá slöða sem ég fór hefði mátt fara á svona bíl.
En ef það á að fara keyra að vetri til þá verða menn að athuga sinn gang, en vel að merkja þá erum við búnir að breyta nánast öllu sem hægt er að breyta í okkar túttujeppum, og spurningin er bara sú ef einhver treystir sér til að fara út í breytingar á þessum gerðum bíla, hvernig kæmi það þá út???
Ég held að við ættum ekki að dæma þá úr leik fyrir fram.
18.11.2003 at 11:00 #480676
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ólsari, ég hef grun um að eik sé ekki alveg tilbúinn að taka þesa viðbót þína með sjálfstæða grind til greina, en þá er bara komið enn eitt atriðið sem hann og BÞV geta sameinast um. Kannski rétt að fara að taka upp VHF umræðu áður en þetta endar með ósköpum ;o) Hins vegar ætla ég ekki að leggjast gegn þessu!
Annars af því við köllum Hilux jeppa og fjarri mér að gera lítið úr notagildi þess ágæta bíls, en þá fannst mér athyglisvert að sjá [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=6818&albumid=248&collectionid=1104&offset=0:j70p977w]þessa mynd[/url:j70p977w] hér á vefnum af gömlum góðum Hilux. Fátt jeppalegt við hann.
Einhver nefndi "útlit jeppa" í skilgreiningu, hvernig skilgreinum við "útlit jeppa". Hvað með "gamaldags, kassalaga skutbíll!!!!"
Kv – Skúli
18.11.2003 at 11:29 #480678Það er búið að markaðsetja nafnið SUPERJEEP fyrir jeppaferðir á íslandi. Þeir erlendu aðilar sem eru að selja ferðir til íslands vita nákvæmlega hvað málið snýst um og vita hvað orðið superjeep stendur fyrir.
Ég sé ekki að það sé neitt mál að breytta þessum jepplingum frekar en öðrum grindarlausum jeppum.
18.11.2003 at 12:19 #480680
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enska orðið Jeep er vörumerki, en það er líka notað af bandaríkjamönnum um fjórhjóladrifs farartæki, þó SUV sé mun algengara í dag. Nota t.d. Bretar ekki orðið Rover á svipaðan hátt.
Orðið jeep er mun eldra í enskri tungu en bíllinn, undir þar síðustu aldamót var þetta orð notað yfir áhöld sem voru til margra hluta nytsamleg, …las ég einver staðar.ÓE
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
