Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hlutföll í wrangler
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.07.2003 at 11:44 #192753
Hvar fær maður lækkuð hlutföll í wrangler og hvað skyldi slíkt kosta, er á wrangler 97 (dana 35) á 33″ dekkjum.
kv
reynir.net -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.07.2003 at 13:36 #475122
Verðlisti yfir hlutföll í Jeep TJ er m.a. á [url=http://www.rocky-road.com/jeepdrive.html:1y90qr7w]þessari síðu[/url:1y90qr7w]. Ef þú ert með 4 lítra vél þarf líklega að skipta um [i:1y90qr7w]carrier[/i:1y90qr7w]. Ég keypti mín hlutföll úti, ég veit ekki hvað af þessu fæst hér en ég myndi byrja á að athuga Jeppaþjónustuna Ljónstöðum s 482 2858.
29.07.2003 at 13:45 #475124Sæll,
Hvaða hlutföll ertu að hugsa um? Það tekur því að varla að skipta um hlutföll fyrir 33" þ.e. niðurgírunin verður of mikil?
36" eða 38" dekk. Ef þú ert að leita af 4.56 eða 4,88 eiga strákarnir á Ljónstöðum (Jeppasmiðjan) þau og líklega Stál og Stansar, jafnvel Bílab. Benna.
Það geta líklega einhverjir bent þér á póstverslanir í USA.
þú þarft að vita hvort þú ert með rewers drif að framan eða venjulegt dana 30 hásingu. Afturhásingin er líklega dana 35.
kv,
Viðar
29.07.2003 at 14:05 #475126Jeep TJ er "normal rotation" að framan en styttri pinjón en algengast er í dana 30. Því passa ekki framhlutföll úr öðrum algengum útgáfum af dana 30.
29.07.2003 at 21:15 #475128Sælir,
Þessi bíll er með 2.5l mótor (ekkert ofur öflugur). Ég er svona að gæla við hugmyndina um að setja hann á 35" og þá þyrfti ég örugglega að lækka hlutföllin. Hann er svoldið þungur af stað í háa, en kemst þó ágætlega hratt.takk fyrir góð svör..
-reynir.net
30.07.2003 at 17:58 #475130Minn Wrangler er með reverse drifi að framan, Ég er með 4.0 HP beinskipt. Bíllinn var og er á 35" dekkjum og þegar ég fekk hann var hann á 1;3,75 og 5 gírinn aldrei notaður, þvílikur munur að fara á 1;4.10 hlutfall, eyðslan fór niður og ég var alltí einu kominn með fimta gírinn á fullt. bíllinn verður töluvert skemtilegri. Ég veit að 2.5 cherokee er á 1;4.10 hlutfalli því hlutföllin mín koma úr svoleiðis bíl. Ég þurfti ekki að skipta um "carryer" ??
Ef ég væri þú myndi ég ekki hika um að skipta um drif.
Stál og Stansar og Ljónstaðir geta boðið upp á drif skipti.
31.07.2003 at 10:45 #475132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með 4.2 lítra vélina og bíllinn minn er á 33". Hann er enn þá á original hlutföllum sem eru 3,07. Sem er handónýtt. Þannig að ég pantaði um daginn 3,73 hlutföll, carriera að framan og aftan og axle overhaul kittið. Þetta var allt komið til landsins á ca. 110 þús. Síðan á eftir að klambra þessu í. Og þá kemur væntanlega í ljós hvernig þetta kombó virkar.
Ég pantaði þetta allt hjá Randy´s ring and pinion http://www.ringandoinion.com . en síðan hefur mér líka þótt fínt að versla við http://www.4wd.com . Þeir eru með allan fjandan í þessa bíla, þ.e.a.s. Jeep yfir höfuð.Kveðja, Andri.
31.07.2003 at 12:12 #475134Þú hefðir fengið betra verð hjá mér Andri, orginal hlutföllin í mínum voru 3.73 og nú gera núna ekkert nema taka pláss í bílskúrnum.
31.07.2003 at 19:02 #475136Ég skipti um hlutföll í mínum bíl 91 wrangler 4.0L hi out og fór í 4,56.. Ég keypti þau beint af benna og þau kostuðu cirka 20 kall stykkið eða 40 í heildina.
Ég er mað dana 30 að framan og dana 35 að aftan og reyndar 38" dekk.
Benni getur flett því upp hvað á að passa í bílinn hjá þér.
Það geta einnig Stál og Stansar gert.Fáðu bara góðann aðila til að setja þau í svo þau eyðileggist ekki strax. Það er ekki aur sem þú vilt spara.
Kveðja Fastur
01.08.2003 at 02:44 #475138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með Súkku Fox á 33" á gömlum CJ5 hásingum sem ég setti undir, þær eru með 5,38:1 eða 5,28:1 hlutföllum, og það er einhvað sem ég mæli eindregið EKKI með, fyrir 33" dekk, bíllinn minn sem er með 1300 original mótor og var vanur að eyða um 11 á 100km, fór allt í einu að eyða 25 á 100km, sem segir sig kanski sjálft, 5. gír, 5000rpm = 80 km/h (35L tankurinn dugar skammt), svo ég mundi ekkert lækka þau um of fyrir ekki stærri dekk…
.. en talandi um það þá óska ég einnig eftir 12-14 breyðum felgum undir Foxinn, (sama gatadeiling og suzuki, willys, scout, ofl…), svo ég geti loks sett hann á 38" dc-inn minn,…
01.08.2003 at 12:08 #475140Suzuki fox er með niðurfærslu í millikassanum sem bætist við niðurfærsluna í drifinu. Það þarf að taka tillit til þessa þegar verið er bera saman hlutföll á bílum með hefðbundna kassa þar sem drifskapt er beintengt við vél í 4 gír í hádadrifinu (3 gír á sjálfskiptum).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.