Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hlutföll í Patrol
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.10.2003 at 16:43 #192938
Vantar góð úrræði!
Ég er með 2.8 Patrol (1990 módel) á 38″ og var sagt af fyrri eiganda að hann væri hlutfallalaus en ég á eitthvað bágt með að trúa því þar sem hann virkar ekkert rosalega hátt gíraður. Nokkrar spurningar:
1. Hver eru org. hlutföllin í Patrol?
2. Er einhver góð leið til til að finna hvert hlutfallið er án þess að fara að rífa og tæta?Einhver sagði mér að ef ég keyrði í 4gír á 100 km/klst og snúningshraðamælirinn sýndi eitthvað nálægt 2800 snún þá væri hann á hlutföllum. Minn er mjög nálægt þessu. Getur e-r sem er á svipuðum Patrol með hlutföllum staðfest þessar tölur?
Með fyrirfram þökk
AgnarBen -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.10.2003 at 17:17 #477234
Ef bíllinn væri hlutfallalaus þá myndi hann nú ekki fara langt nema í spotta, sem svosem er ekki óalgengt með Patrol. Ég get hinsvegar vel skilið að þú haldir að hann sé ekki á hlutföllum þar sem hann hreyfist væntalega ekki hratt 😉
En til að finna hlutföllin tjakkarðu upp bílinn að aftan og snýrð dekkinu einn hring. Á meðan eru snúningarnir sem drifskaftið snýst, taldir og ættir þú þá að fá út c.a. hlutföllin. Passa að bæði hjólin snúist jafnt því annars skekkir það niðurstöðuna.
Með von um að þú finnir góð hlutföll í lífinu.
Kv, Valdi
01.10.2003 at 18:24 #477236Ég myndi keyra um á Súkku ef ég væri dvergur en þar sem ég er vel á 3 meter þá verð ég að vera á fullorðins bíl 😉
Var eitthvað að fikta við þessa dekkjasnúninga um daginn en sneri náttúrulega bara öðru dekkinu og fékk e-ð algjört rugl út. Eftir á fattaði ég að mismunadrifið truflar náttúrulega þegar aðeins öðru dekkinu er snúið. Ætlaði að reyna að sleppa við þessa upptjakkanir með því að skoða snúning vélar m.v. einhvern tiltekinn hraða.
Kannski maður neyðist bara til þess að tjakka upp aftur….
kv
AgnarBen
01.10.2003 at 19:41 #477238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
minn bíll er í ca 2500-2600rpm á 90-95kmh.
Það að aka um á patrol sýnir bara að menn eru skynsamir
01.10.2003 at 20:12 #477240Ef bíllinn er með læstu drifi þá er bara að tjakka þannig að bæði hjólin séu á lofti, snúa öðru hvoru hjólinu einn hring og telja snúningana á drifskaftinu. Hitt hjólið hlýtur að elta og snúast með. Ef öxullinn er ólæstur þá er nóg að tjakka bara öðrum megin og snúa 2 hringi. Ef maður fær ekki sennilega niðurstöðu má bæta nákvæmnina með því að snúa t.d. tífalt fleiri hringi.
Er málið nokkuð flóknara en þetta ?ps. Veit nokkur hvaða hlutföll eru original á Pajero 1990 (Diesel 2,5, sjálfsk.) ?
Wolf
01.10.2003 at 20:18 #477242Orginal hlutföll í árg. 1991 2.8 Patrol eru að ég held 1:4625. Síðan eru til hlutföll 1:5.13 og 1:5.42.
Kv. Gísli.
01.10.2003 at 20:38 #477244
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef eru drifin með 4,63:1 (Heimild: Reynir í Fjallasport) og 4,06:1 í fyrsta gír (í Áströlskum bílum). Patrolinn með 2.8 vélinni er frekar lágt gíraður, 3ja lítra bíllinn er til samanburðar með 4,30:1 í drifinu (sjálfskiptur) og 2,78:1 í fyrsta gír. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti.
01.10.2003 at 21:54 #477246Já ég sé ekki annað en það ætti að virka að læsa afturdrifinu og snúa. Líklega best að snúa sem flesta hringi eða þangað til heill snúningur á dekki hitti á heilan snúning á drifskafti. Það myndi líklega gefa skakka mynd ef það er ekki gert.
1:4.63 virðist vera rétt eða hvað?
Svo væri náttúrulega hægt að lulla í 1.sta lága við hliðina á hlutfallabíl og athuga hvort þeir fara jafn hratt!!!!
Alla vega, þakka góð svör……
kv
AgnarBen
01.10.2003 at 22:20 #477248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Upphaflega hlutfallið í Patrol, með 2,8 lítra diesel vél, er án nokkurs vafa 4,62:1 og er fyrsti gír með hlutfallinu 4,26:1.
Þetta breytist ekki fyrr en bíllinn kemur með 3,0 lítra vélinni en þá fer hann niður 4,30:1.
Ef þú ert með bílinn 38" breyttann þá er rétta hlutfallið 5,42:1. Spurðu þá sem reint hafa því það eru margir Datsun eigendur búnir að sannfæra sjálfa sig um að Patrol 2,8 þurfi ekki að vera lægra gíraður…. en það er mesti misskilningur.
Mér skilst að 5,13:1 hlutföllin séu eitthvað gölluð…allavega veit ég dæmi þar sem menn gáfust upp á þeim því það söng meira í þeim en útvarpinu.
En það var að ég held aðalega á aftan…en maður verður víst að vera með eins báðu megin svo hægt sé að burra.kveðja
Halldór
A-111
01.10.2003 at 23:36 #477250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Samkvæmt mínum útreikningum þá eiga 38" dekk, 5,42:1 drif og 1:1 í kassa (fjórði gír?) að skila bílnum á 94 km/klst. við 2800 snúninga.
Með 4,63:1 á bíllinn að vera á 110 km/klst.
Hér er miðað við að 38" dekk standi 38" og að hraðamælirinn sé réttur. Ef að dekkinn eru t.d komin í 36" þá er hraðinn 104 km/klst. við seinna dæmið.
Það gætu verið villur í þessum útreikningum þar sem ég á eftir að fínkemba þá.
01.10.2003 at 23:45 #477252Wolf.
Hlutföll í pajero 2.5 eru nánast án undantekningar 5.29:1 sem er mjög lágt af original hlutföllum að vera og niðurgírun í lága drifi er ekki til að tala um hana (1.9:1)
02.10.2003 at 10:12 #477254Ef hraðamælirinn sínir rétt, og dekkin eru 38", og fjórði gír er einn inn, einn út, þá væri þetta svona.
4.88 -> 2.725 rpm
5.10 -> 2.848 rpmJHG
02.10.2003 at 14:07 #477256Sælir
Bíllinn er á nýlegum 38" GroundHawk og hef ég þau í 25-26 pundum. Ég hef mælt hraðann eftir GPS tækinu! Ég ætla að skoða aðeins nákvæmar á hvaða hraða bíllinn er í 2800 snún/mín og sjá hvaða niðurstöðu ég fæ.
Eru 38" dekk 38" í þvermál????? Með hverju eru menn að reikna til að fá ummálið?
thorv, JHG! Eruð þið til í að birta útreikningana ykkar hér á þræðinum eða að senda mér þá á agnarben@hotmail.com
kv
AgnarBen
02.10.2003 at 15:04 #477258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Agnar,
það er töflureiknir á f4x4 vefsíðunni sem reiknar þetta út fyrir þig, hægra megin undir liðnum [url=http://www.f4x4.is/taekni/DrifhlfGirarogDekk.xls:3pli3y59]"Frá félagsmönnum"[/url:3pli3y59]Ef þú ekur þínum 2.8L Patrol í fjórða gír með vélina á 2800 snún/mín. og á 38" dekkjum eftir nokkuð beinum vegi þá sýnir GPS tækið eftirfarandi hraða eftir því hvaða drifhlutföll eru í bílnum.
hlutfall hraði
4,62 110,3 km/klst
5,13 99,3 km/klst
5,42 94,0 km/klstÓE
02.10.2003 at 15:29 #477260Sæll Óskar
Takk fyrir þetta. Stundum sér maður ekki skóginn fyrir trjánum og þarf því að fara yfir lækinn til að sækja vatnið……:-)
kv
AgnarBen
02.10.2003 at 17:42 #477262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Agnar
Ég er nýbúin að taka saman drifhlutföllin og gírkassahlutföllin hjá mínum ferðafélögum. Ástæðan var sú að ég vildi fá einhverja skýringu á misjöfnu gengi manna og bíla við mismunandi aðstæður (eins mikið óháð bílategundum og hugsast getur). Þinn bíll er t.d. með talsvert lægri fyrsta gír en ég, og munar tiltölulega litlu á mér með LoLo og beinskiptum 1999 bíl með Lo.
Toyota LC 90 með LoLo er að sama skapi með næstum tvöfalt lægri drif en sjálfskiptur Patrol með 2 Patrol millikössum.
Hvað varðar dekkjastærð þá mældum við hjá Samrás þó nokkuð af dekkjum þegar leiðbeiningar voru gerðar fyrir hraðamælabreytinn fyrir bandaríkjamarkað. Þá kom í ljós að það var ekkert að marka neinar tölur, bara mælingar á þvermálinu.
Þorsteinn
02.10.2003 at 19:24 #477264Mér leikur forvitni á að vita hvernig GPS getur sýnt
mismunandi hraða eftir því hvaða hlutföll eru í bílnum ?
Kannski er hægt að fá sérbyggðan GPS fyrir Patrol ?
Hann þyrfti þá líklega að geta mælt mjög hæga hreyfingu
eitthvað sem hæfir Patrol.Kv. Steinmar
02.10.2003 at 19:28 #477266Jæja, nú ætlaði ég að vera sniðugur en klikkaði illa.
Verð að LESA betur næst áður en ég flýti mér að skrifa.
Það er bót í máli að nú getið þið hlegið að mér.Steinmar
02.10.2003 at 20:23 #477268
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já vertu viss einhverjir eru að hlæja 😉
Björgólfur
02.10.2003 at 20:29 #477270Sælir
Á leiðinni heim úr vinnunni áðan skráði ég hraða bílsins í 4 gír annars vegar í 2000 snún og hins vegar 2800 snún og bar síðan niðurstöðurnar saman við töfluna hans Óskars (hér á vefnum). Fyrir forvitna þá eru niðurstöðurnar þessar:
4.gír
2000 snún = 75 km/klst (tafla ÓE gefur 79 km/klst m.v. 4,61 hlutfall og 71 km/klst m.v. 5,13 hlutfall)
2800 snún = 103 km/klst (tafla ÓE gefur 111 km/klst m.v. 4,61 hlutfall og 99 km/klst m.v. 5,13 hlutfall)Ég veit ekki hvort misræmi sé hægt að skýra með mismunandi ummáli 38" dekkja en það er alla vega ljóst af þessari tilraun að hann er ekki á 5,42 hlutföllum. Líklega er hann hlutfallalaus greyið
Mér finnst hann ágætur í snjó þrátt fyrir þetta en kannski sér maður ljósið ef maður prófar svona bíl með hlutföllum.
b.kv
Agnar
02.10.2003 at 20:35 #477272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Frá mínum bæjardyrum séð var það ekki bara hugsanavilla sem olli þér vandræðum. Í þræði þar sem verið var að ræða af alvöru um tæknileg mál og allir héldu sig við efnið byrjaðir þú á aulafyndni.
Það virðist ekki vera hægt að ræða nein mál hér á þessum vef án þess að tegundakítingur eða aulafyndni komi upp í umræðunni. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta einfalt, ef spurt er í alvöru á að halda sig við efnið. Ef einhver vill kíta, þá á hann að hefja þráð um það en láta aðra í friði. Að skjóta inn, eins og þú varst að gera, með algjörlega misheppnuðum kítingi, lít ég á sem dónaskap.
Það eru menn sem gjarnan vilja taka þátt í umræðunni og hafa mikið til málanna að leggja, en nenna því ekki vegna þess að þræðirnir enda í sankassaleik.
Þorsteinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.