Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hlutföll í Pajero
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.02.2008 at 17:23 #201860
Sælir.
Hvaða hlutföll eru menn að setja í Pajero fyrir 35″ dekk. Er beinskiptur 2.8L.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.02.2008 at 00:32 #614052
Einhver?
14.02.2008 at 05:21 #614054Ef ég man rétt, þá voru 1:4,88 hlutföll í svona bíl sem ég átti í 6 ár og komu í honum original. Þau hlutföll fóru ágætlega við 33" dekk. Hinsvegar gæti ég trúað að fimmti gírinn yrði ekki mikið notaður á 35" með óbreyttum hlutföllum. Mig minnir að næsta hlutfall fyrir neðan sé 1:5,12 en er ekki nógu viss. Hinsvegar eru þessi original drif í Pajero 2,8 beinsk. afskaplega sterk og eftirsjón að þeim. Ég myndi prófa að keyra bílinn svolítið á þeim til að fá fullreynt hvort maður telur sig geta lifað með þeim áður en ég færi að skipta.
14.02.2008 at 10:32 #6140564:88 eru hlutföllin sem koma orginal og flestir eru með í þeim jafnvel þó að komið sé á 38" dekk og jafnvel 44"
Það er mjög erfitt að fá lægri hlutföll í þessa bíla – eru reyndar til úr 2,5 bílnum en þá ertu kominn með veikara drif. Ný kosta þessi hlutföll hægri og vinstri handlegg í Heklu.
Benni
14.02.2008 at 10:47 #614058Original drifin í Pajero munu vera ákaflega sterk og tæknimenn sem ég hef talað við ráðleggja mönnum eindregið að fá sér frekar milligír og nota original drifin. Eftir því sem ég ef fregnað síðan ég skrifaði fyrra innleggið, þá eru drifin úr 2,5 bílunum 1:5,29 en öllum ber saman um að þau séu ekki neitt nálægt því eins sterk og 1:4,88
14.02.2008 at 12:17 #614060Ég veit ekki hvaðan hlutföllin 4:88 eru komin en hjá mér í Pajero 1998 eru hlutföllin 4:90 þ.e. á pinion eru 10 tennur og á kambi eru 49 tennur. Ég var að reyna að finna 4:88 en komst næst í 4:89. En það er annað mál. Ég er búinn að fara í pælingar í þessum hlutfallabreytingum og er niðurstaðan sú að vera með þessi hlutföll, þau eru svolítið há á 38“ dekkjum en kemur fljótlega í ljós hvernig þau eru á 44“ dekkjum. Ég er sammála Benna að leysa þetta með milligír því maður verður að selja jeppann til að eiga fyrir lægri hlutföllum.
kv. vals.
14.02.2008 at 12:25 #614062hvar fær maður milligír í pajeró? Hvað kostar slíkur gripur?
14.02.2008 at 20:40 #614064Vals, ég ætla síst að rengja þig – þessar upplýsingar voru bara í skræðunum sem fylgdu bílunum sem ég hef átt. Trúði þessu bara eins og maður verður eiginlega að gera með þennan litteratur sem fylgir nýjum bílum. – Mér er sagt, að Algrip hafi framleitt milligíra í Mitsubishi-inn nefndur er til sögunnar maður sem heitir Kári. Veit ekki meir, en væri ekki ráð að ræða við t.d. Ljónsstaðabræður eða Benna, þ.e.a.s. þá sem eru vanir samskiptum við USA um hvort hægt sé að fá þetta frá Ameríkuhreppi? Svo eru þeir fyrir westan farnir að glingra við fjögurra gíra millikassa! Kannski er það framtíðin.
14.02.2008 at 21:22 #614066Getur einhver sagt mér hvaðan þessi milligír er og hvar hann fæst sem er settur í L200.
Finnst minn full hágíraður.
14.02.2008 at 21:25 #614068Bíllinn sem þú ert með er með 8" framdrif og ríflega 10" afturdrif. 4.88 og 4.92 eru hlutföllin í boði og skiptast þau á milli sjálskipts og beinskipts, man ekki hvort er hvað. Ekki veit ég hvar menn ætla að fá lægri drif í þetta þar sem Hekla á þau ekki og ástralir hafa fengið einhvern japana sem vinnur í verksmiðjuni sem framleiddi þessi drif til að smíða lægri drif eftir pöntun og það er ferlega dýrt og þurfti lágmark 20 pantanir til að fara í gang.
Milligír er málið eða lægri drif í millikassa
15.02.2008 at 11:35 #614070Ég ætla nú ekki að rengja þá fræði sem komið hefur fram á þessu spjalli, allir hafa eitthvað til síns máls.
Samkvæmt mínum kokkabókum er drifhlutfall reiknað með mikið flóknari formúlum heldur en að deila fjölda tanna kambs í fjölda tanna pinnjóns, eins og Valur er að gera. Inní þá formúlu kemur ummál kambs og ummál pinnjóns.
Í Pajero eru tvær stærðir af afturdrifum, 8,8 tommur og 9 eða 9,5 tommu. Framdrifin eru öll eins.
Ég er á bensínbíl og er hann með minna drifið. maður sér utan á hásingunni hvort um stærra drifið eða minna er að ræða, á því með hversu mörgum boltum drifhúsið er boltað saman. Minna drifið er boltað saman með 10 boltum og stærra drifið með 11 eða 12 boltum.
Pajeroinn var fluttur inn með misjöfnum drifhlutföllum óháð vélastærðum, þannig er ekki hægt að ganga að því vísu að 2,5 bíllinn sé með lægri drifhlutföll en 2,8 bíllinn, fór held ég eftir geðþáttarákvörðunum þess starfsmanns Heklu sem pantaði í það og það skiptið. Einnig voru sumir Pajeroar með orginal boddýhækkun frá verksmiðju en aðrir ekki.
Upphaflega spurningin var hvort þyrfti að lækka hlutföll fyrir 35 tommu dekk. mín skoðun er að þess þurfi ekki.
kveðja Siggi
15.02.2008 at 13:26 #614072Það væri fróðlegt að sjá þessa flóknu formúlu Siggi, ef hún er þá til…?
15.02.2008 at 13:46 #614074Ég á 98 árgerð af stuttum með 2.5TD vélinni. Er á 33" á sumrin og 35" á veturna. Ég efast um að það sé búið að skipta um hlutföll í bílnum mínum.
.
Hinsvegar hugsa ég að þessi bíll sé ókeyrandi á minni dekkjum en 33".
.
90km/klst = 5. gír + 2800~2900rpm á 33"
90km/klst = 5. gír + 2500rpm á 35"
.
Ég væri ánægðastur ef ég gæti verið á 90km/klst í 5. gír í svona 2000rpm.
15.02.2008 at 13:58 #614076Röng formúla sorry.
formúlan sem ég var að rína í er formúla fyrir niðurgírun á hraðamæli miðað við breytta dekkjastærð og þá kemur inn í formúluna tannafjöldi og ummál dekk fyrir og eftir.
15.02.2008 at 17:50 #614078Er nú svo magnaður að það er plata í húddinu sem á er stimplað drifhlutfallið í viðkomandi bíl.
Pajero er með bæði rew og venjuleg framdrif eftir aldri,en hægt er að nota þetta á milli bíla í heild sinni með drifhúsinu öllu með smá breytingu.
Afturdrifin eru mjög sterkleg miðað við td.Toyota ofl. Hlutfall er reiknað með því að deila saman tannafjölda í kamb og pinjón.
15.02.2008 at 19:24 #614080Nú er alltaf verið að hásingavæða klafabíla, s.s. 4runner ofl. Hvaða hásing myndi ganga undir pajeró árgerð 1996 með 5:28 hlutföll
15.02.2008 at 20:41 #614082Var að leita á netinu og fann þessa síðu þar sem að mér skillst (ekki of klár í þýsku) að það sé hægt að fá lægra hlutfall í millikassann. Í mínum bíl er 1:1.925 en þarna er verið að bjóða 1:2.8. Ef þetta er ekki rétt hjá mér væri gott að einhver leiðrétti mig.
Valur [url=http://www.4x4tank.de/Frameset1.htm:14zb22ux][b:14zb22ux]Lægri lági gír[/b:14zb22ux][/url:14zb22ux]
15.02.2008 at 22:16 #614084Afturhásing undir pajero er ca.150 cm á breidd.
Það eru einhverjar toy hásingar svipaðar og hægt að nota með litlum breytingum,einnig eru til dana
44 hásingar í svipaðri breidd og svo er endalaust hægt að mixa.
15.02.2008 at 22:43 #614086Það er rétt að á þessari síðu sem valur bendir á eru á boðstólum lægri hlutföll í millikassa, bæði í l200 og pajero. Um er að ræða tvo mismunandi möguleika 1:2,8 og 1:3,1 og fer það eftir týpum. Þetta kostar frá um 1000 til 1430 evrur. Svosem álitlegur möguleiki, en dáltið dýrt en alltaf ódýrara þó en skipta um hlutföll bæði aftan og framan. Annars fékk ég köggul til að setja í minn gamla l200, þegar afturdrifið brotnaði í honum, með 1:5,275 drifi á afar sanngjörnu verði í japönskum éppum.
15.02.2008 at 22:48 #614088Það er bara toyota sem kemur til greina ef á að nota 5.29 hlutföllin (5.285 nákvæmlega). Amerísku hásingarnar bjóða ekki uppá þessi hlutföll að framan í því sem passar á pajero, næst er 5.13.
2.8 bílarnir eru allir með þetta 1" boddýlift frá verksmiðju til að koma stærri kössum.Ég er alveg búin að fara hringinn í þessum málum 2svar og komst að þeirri niðurstöðu að halda bílnum bara eins og hann er á 38" og nota tíman í að ferðast á honum í staðin fyrir að liggja undir honum og dreyma upp einhvern hjólabúnað sem fer aldrei undir. Drifin í þessum bílum eru vel rífleg fyrir vélarnar sem eru í þeim og má misbjóða þeim lengi án þess að eitthvað sé að gefa sig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.