FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

hlutföll

by Stefán Höskuldsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hlutföll

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Höskuldsson Stefán Höskuldsson 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2006 at 23:03 #197081
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant

    Sælir spekingar. Ég er að leita að einhverjum sem gæti útskýrt gyrir mér hvernig ég get fundið út hvaða hlutföll eru í bílnum mínum. Það var einhver sem kom með útskýringu á þessu fyrir stuttu en ég finn ekki þráðinn, eitthvað um að tjakka upp og snúa hjólinu ákveðið marga hringi og telja ákveðið marga hringi á skaftinu. Ég man bara ekki hve margir hringir þetta eru eða hvernig maður fann þetta út, er einhver þarna úti sem er með þetta á hreinu. Kv, Stefán

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 16.01.2006 at 23:10 #539256
    Profile photo of Þórður Aðalsteinsson
    Þórður Aðalsteinsson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 130

    Það sem ég gerði var að ég keyrði Háaleitisbrautina, framhjá hraðamælis skiltinu í 4 gír , í flestum bílum er 4 gír 1/1, punktaði hjá mér hraða og snúning, svo til að geta reiknað dæmið þarftu að vita dekkjastærðina, svo á ég excel skjal sem ég gat fyllt þetta inn í og fann út að hlutföllin í mínum bíl eru rusl.
    Þetta er langsótt en nokkuð örugg aðferð.





    16.01.2006 at 23:19 #539258
    Profile photo of Loftur Matthiasson
    Loftur Matthiasson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 50

    Já en hraðamælar í bílum eru aldrei réttir(oftast um 10km yfir) svo það er ekki hægt að reikna út frá því en besta leiðin er að hafa hjólin á lofti og merkja þau og merkja pinnjóninn(tengist drifskaftinu)
    snúa skaftinu og telja hversu oft pinjónninn snýst
    meðan hjólin fara einn hring og þá ertu kominn með það. ef pinjínninn fer 4.9 hringi ertu með
    4.88:1 hlutfall.

    kv Loftur





    16.01.2006 at 23:22 #539260
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þú snýrð dekkinu einn hring og fylgist með hvað drifskaftið snýst marga hringi og hvað stóran hluta af síðasta hringnum. Þetta er ekkert mjög nákvæm aðferð og gefur ekki nákvæma tölu, en gefur vísbendingu. Eitt trikk sem hægt er að nota er að festa bandspotta á skaftið, það auðveldar þér aðeins að telja Eina nákvæma aðferðin er að opna drifið og telja tennur í kamb og pinjon en það er nokkuð mikið fyrirtæki.
    Kv – Skúli





    16.01.2006 at 23:42 #539262
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Það er alls ekki mikið mál að lesa hvað stendur á kambinum í Dana hásingu, það þarf bara að losa lokið af og tjakka e.t.v. upp dekk svo hægt sé að snúa kambinum.





    17.01.2006 at 00:09 #539264
    Profile photo of Þórður Aðalsteinsson
    Þórður Aðalsteinsson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 130

    Hugmyndin er ekki að nota hraðamæli bílsins ! heldur er svona Radar hraða viðvörunar skilti á Háaleitisbrautinn og reyndar þegar komið er inn í Mosó að vestan. Þessi skilti gefa upp nokkuð réttan hraða, þá ert allt komið til að reikna hlutfallið og hægt að ná býsna mikilli nákvæmni, það er reiknivél á http://www.breytir.is síðunni, þar reyndar verður að stilla til hlutfallið til að hitta á hraðann en það er hægt að finna þetta út þannig engu að síður





    17.01.2006 at 04:46 #539266
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Gallinn við að reikna hlutföll út frá snúningshraða vélar á þekktum hraða í 4 gír, er að hún er háð því að snúningshraðamælirinn er réttur. Það er hægt að fá réttan hraða bílsins með GPS.
    Sú aðferð að telja snúninga á drifskapti getur hins vegar verið mjög nákvæm, ef menn vanda sig. Á bílum með hefðbundið mismunadrif (ólæstur eða með loft, rafmagns eða barkalæsingu) er óþarfi að tjakka bæði hjólin upp, hlutfallið fæst með því að telja snúninga á drifskapti fyrir hverja tvo snúninga á öðru hjólinu. Ef menn nota spotta eða aðra aðferð til þess að mæla horn á drifskafti, þá getur þessi aðferð gefið mjög nákvæma mælingu.

    -Einar





    17.01.2006 at 10:23 #539268
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Tjakkar bílinn upp öðru megin að aftan og setur millikassann í neutral og eða tekur úr gír til að unnt sé að snúa hjólinu frjálst.

    Vegna mismunadrifsins þá snýst drifið sjálft (kambur) einn hring fyrir hverja 2 sem hjólið snýst. Ágætt að merkja á drifskaftið, nú eða að nota band og telja hringi þess fyrir hverja tvo sem hjólið snýst. Ef hjólið snýst t.d 2 hringi (drifið 1 hring) og drifskaftið 5, þá er drifhlutfallið 5:1

    Gallinn við að snúa bara tvo hringi er að það er erfitt að áætla hvort að drifskaftið hefur t.d snúist 4,1 hringi, eða 4,2 Einnig hvort að þú sért búinn að snúna hjólinu nákvæmlega 2 hringi eða örlítði minna/meira.

    Til að fá nákvæmlega út drifhlutfallið þá er ágætt að snúa hjólinu t.d 10 hringi, og telja hringina á drifskaftinu á meðan. Sé rétt talið er hægt að finna all nákvæmlega út drifhlutfall með þessari einföldu aðferð. Þar sem fyrrnefnd ónákvæmni vegur minna eftir því sem hringir eru fleiri, sé á annað borð rétt talið.

    Dæmi; þú snýrð hjólinu 10 hringi, á meðan snýst kamburinn 5 (hitt hjólið kyrrt). Ef dfrifskaftið hefur snúist c.a 24,5 hringi þá er drifhlutfallið samkvæmt því 24,5/5=4,9 sem væri þá líklega hið algenga hlutfall 4,88:1





    17.01.2006 at 10:47 #539270
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Takk fyrir þetta strákar, þetta sem ÓLi kom með er akkurat það sem ég var að leita að. Best að fara og telja hringi, kv Stefán





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.