FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hlöðufell rás 58

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Hlöðufell rás 58

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Axel Sigurðsson Axel Sigurðsson 16 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.10.2008 at 18:37 #203080
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    Endurvarpinn á Hlöðufelli er kominn í gang aftur. Það gekk rólega að fá far upp með Gæsluni, svo Simmi tók sig til í dag og gekk á fjallið með nýtt loftnet og þær græjur sem þurfti til að koma endurvarpanum aftur í gang. Það var sett betra loftnet á endurvarpan og hann er að nást vel víða í Reykjavík með bílstöð. Sem dæmi var ég upp á höfða áðan (rétt við húsnæði 4×4) og talaði við Benna Magg sem var í Fordinu fyrir utan Setrið. Ekki slæmt að geta talað úr Setrinu til Reykjavíkur í gegnum Hlöðufell. Stöðin sem er inn í Setrinu er ekki með rás 58, en Benni tekur hana með í bæinn svo hægt sé að setja 58 inn í hana. Núna er um að gera að prufa 58 út um allt og láta okkur vita hvar hann er að nást. Mig langar sérstaklega til að vita hvort hann er að nást á Grímsfjalli.

    Ég er bara á því að Simmi eigi skilið að fá Thule eftir þennan göngutúr.

    Kveðja

    Fjarskiptanefnd

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 19.10.2008 at 14:48 #631292
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Var að prófa hér við bílskúrinn hjá mér í Seljahverfinu. Náði að lykla endurvarpann á Hlöðufelli og þegar ég kallaði þá svaraði einhver á Selfossi.

    Hvet menn til að láta forrita endurvarpann inn á rás 58 í stöðvum sínum.

    Snorri





    19.10.2008 at 18:30 #631294
    Profile photo of Gunnar Gunnarsson
    Gunnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 78

    veit einhver tiðnina á rás 58
    kv gunni





    19.10.2008 at 20:34 #631296
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Ég hef aldrei náð að lykla rás 58 inn í Norðlingaholti í Rvk, reyndi það aftur í kvöld og ennþá næ ég ekki sambandi við hann bölvaðan, væntanlega einhver hæð sem er flækjast fyrir …… ekki það að það skipti einhverju höfuðmáli 😉
    Get aftur á móti lyklað hann inn í Árbæ, á Höfðanum og við Rauðavatn eins og áður. Það verður spennandi að heyra hvort 58 nái á Grímsfjall.
    kveðja
    Agnar
    p.s ekki hefði ég trúað því að Simmi væri fær um að ganga, hvað þá upp fjall :-) Skál fyrir honum.





    19.10.2008 at 20:46 #631298
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Ég væri líka til í að vita tíðnirnar á Hlöðufellsendurvarpanum, Tx, Rx og sítón (ef hann er notaður)





    16.11.2008 at 18:56 #631300
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Kvöldið
    Í gær prófaði ég að kalla í nýja endurvarpann á rás 58 úr Grímsnesinu (Hraunborgum) og gekk það vel, ég spjallaði meðal annars við einn úr ungliðahópnum úr F4x4 sem var inn á Klakksleið á leið inn í Setur en þeir heyrðu þó slitrótt í mér. Ég gat þó talað við þá í gemsanum langt frameftir degi :-)

    Í gærkvöldi ætlaði ég aftur að heyra í þeim hljóðið í gegnum rás 58 en þá náði ég ekki sambandi við endurvarpann og ekkert gekk að ná sambandi við hann á leiðinni heim í dag. Hann virðist því vera óvirkur eða kannski loftnetið hafi farið eitthvað úr skorðum. Kannski verður Simmi því að reima aftur á sig skóna ……
    kveðja
    Agnar





    16.11.2008 at 23:42 #631302
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    kominn röðin að honum að tölta upp. Ég veit fyrir víst að hann fær lánaða mannbrodda hjá Einari eik og ég get lánað honum göngustafina mín.
    hækjur er líka hægt að fá í hjálpartækjabankanum





    09.12.2008 at 21:41 #631304
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Hvernig er það, var ekki farið að gera við endurvarpann um helgina?? og er hann þá kominn í gang eða … hvernig er staðan á Hlöðufellsvarpanum?





    09.12.2008 at 22:40 #631306
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég reyndi margsinnis að ná sambandi við endurvarpann um helgina frá Vatnajökli en frétti síðan á sunnudagskvöldið að hann væri niðri bölvaður, hefði viljað komast að því hvort maður nær í hann frá Grímsfjalli :-)
    Varðandi viðgerðina þá skilst mér að það hafi orðið frá að hverfa vegna veðurs. Það er víst allt á kafi þarna uppfrá í ís og snjó og loftnetið vel á kafi.
    kveðja
    AB





    09.12.2008 at 23:06 #631308
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Já ég heyrði eitthvað af vandræðum manna þarna uppfrá en fékk ekki meiri fréttir en það, var þetta bölvað vesen??? löbbuðu menn á fjallið ???





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.