Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Hlöðufell
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.11.2007 at 12:09 #201144
Eins og sjá má á forsíðu, er búið að setja upp nýjan endurvarpa á Hlöðufelli. Siggi Harðar og Simmi Sæm flugu með gæsluþyrlu upp á fjallið og settu hann upp, en það er vonlaust að koma upp endurvarpa þarna nema í þyrlu. Hann er að nást mjög vel, næst meðal annars vel í Reykjavík, og um allt suðurland. Núna er bara um að gera fyrir félaga að láta setja inn þessa nýju rás 58 og prufa endurvarpan á sem flestum stöðum.
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.11.2007 at 15:51 #602724
gaman væri að sjá útbreiðslumynd af þessum endurvarpa, er hún ekki til einhvers staðar ?
kv
Agnar
10.11.2007 at 16:00 #602726Hef reyndar séð svona mynd einhvern tíma og ég get alveg staðfest að þetta er mynd sem fær fullorðna harða jeppakarla til að missa líkamsvessa út um allt!
10.11.2007 at 16:09 #602728Kjartan var búinn að gera útbreiðslumynd, en hún hefur ekki ratað á vefin enn sem komið er, en vonandi verður bætt úr því fljótlega.
Góðar stundir
10.11.2007 at 16:45 #602730Þurfa að fara til viðurkends aðila til að fá rásina.
Ekki er hægt að fá slíkt hjá skrifstofu.
kv
Agnes karen Sig
10.11.2007 at 16:52 #602732Sagan segir að þetta sé nokkurn veginn svona (óopinber útgáfa auðvitað…):
[img:1epuci9i]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/45764.jpg[/img:1epuci9i]
11.11.2007 at 13:42 #602734Eftir þessu að dæma er klúbburinn búinn að skuldbynda sig til að greiða um 130 þúsund á ári til Póst og Fjar, vegna þessarar endurvarpa rásar. Ég hef ekki orðið var við umræður um forgangsröðun og þess háttar í þessu semhengi t.d. á félagsfundum.
Eru rásir númer 55, 56 og 57 skilgreindar á vegum klubbsins?-Einar
11.11.2007 at 13:48 #602736Þær eru á vegum landsbyggðadeilda innan klúbbsins (vestur,suður og austurlands) og er greitt fyrir þær af viðkomandi deild.
14.11.2007 at 22:13 #602738Einhverjir hafa væntanlega verið að fá þessa rás inn í dag. Hvernig hefur gengið að ná sambandi við hann héðan úr Borg Bleytunnar? Hann er a.m.k. frekar hljóðlátur hér í vesturbænum.
Væri gaman ef þeir sem fara eitthvað á fjöll um helgina kíkji eftir þessu annað slagið.
14.11.2007 at 22:21 #602740sæll Tryggvi
Ég fékk 58 inn í stöðina í dag en hef ekki ennþá náð sambandi við endurvarpann. Ég prófaði í Kópavogi og hérna í Norðlingaholtinu.
Hefur einhver náð sambandi við hann innan borgarmarkanna ?
kv
Agnar
14.11.2007 at 22:31 #602742Ég hef náð sambandi víða á höfuðborgarsvæðinu, m.a. heima hjá mér. Er ég þó að nota stöð, sem samkvæmt Tryggva nýtir ekki nema brot af uppgefnu sendiafli á 164 MHz. Ég spjallaði meðal annars við aðila sem var staddur á Álftanesi, sá notaði ekki kallmerki svo ég veit ekki hver það var.
-Einar
14.11.2007 at 22:38 #602744Ég er búinn að lykla hann inn við Orkuveituhúsið með handstöð á 5-W sendiafli.
Góðar stundir
14.11.2007 at 23:12 #602746ja, ég er nú 25w bílstöð en reyndar einhvern loftnetsstubb sem ég á alltaf eftir að skipta út fyrir 120 cm loftnetið …. Varla er þetta verri búnaður en handstöð ?
kv
Agnar
14.11.2007 at 23:14 #602748Eik varstu að spjalla við einhvern óþekktan á rás 58 það er eins gott að hann hafi borgað félagsgjöldin… Nú vantar að þessar nýju fjarskiptareglur og vísa ég í reglu nr. 3 ef að ég man rétt nema að regla 9 eigi við í þessu tilfelli…
Kv. stef…
15.11.2007 at 09:32 #602750Held að þetta sé sama vandamál hjá okkur… frágangur á loftneti 😉 menn út í bæ hafa verið að veitast að mér og skamma mig duglega fyrir staðsetningu og frágang á vhf loftnetinu mínu… ásamt auðvitað ýmsu öðru.
15.11.2007 at 09:50 #602752Einar, hefurðu einhverja skoðun á því hvort sé "betra" að vera með kvart eða fimmáttundu loftnet? Mig minnir að einhver umræða hafi verið um þetta á námskeiðinu en man ekki innihaldið.
-haffi
15.11.2007 at 11:01 #602754Það er ekki einfalt svar við því hvort er betra. 5/8 loftnet gefur betri mögnun í láréttu plani, sem er kostur bæði í sendingu og móttöku, en 1/4 loftnet er fyrirferðarminna og er sennilega bandvíðara. Þar sem rásir 4×4 eru á bilinu frá 153 og upp fyrir 164 MHz, skiptir bandvíddin máli. Ég nota [url=http://www.rffun.com/catalog/hamantm/0546.html:2vkekqy2]þetta loftnet[/url:2vkekqy2] sem er lítið lengra en 1/4 bylgja. Ég hef ekkert stilt það, þannig að það er líklega komið töluvert frá "resonans" við 164 MHz.
Þar sem ég er kominn með stöð í bílinn sem er með innbyggðum sandbylgjumæli, þá þarf ég að drífa í því að stilla það, en það virðist virka mjög vel á 4×4 tíðnunum, þó sennilega sé það stillt fyrir tíðni sem er nær 145 MHz.-Einar
15.11.2007 at 12:05 #602756Einar nú vantar mig smá upplýsingar… keep it simple… hvernig vhf lofnet á ég að kaupa mér… ég spurði um loftnet á 3 stöðum í gær og í N1 var mér sagt að það kostaði um 4000 kr. en á hinum 2 um 7-8.000 kr. hef ekki hugmynd í hverju munurinn er fólginn.
kv. stef… unplugged
03.01.2008 at 10:02 #602758Hefur einhver náð sambandi við/um endurvarpann á Höluðfelli, rás 58, undanfarnar vikur?
Ég var á ferð um suðuland fyrir síðustu helgi en náði aldrei neinni svörun á rás 58, þótt fjallið blasti við. Bljáfjöll (46) og Bláfell (44) virkuðu ágætlega.
Fyrst eftir að endurvarpinn var settur upp, þá náði ég honum heima hjá mér í Reykjavík.-Einar
03.01.2008 at 10:47 #602760Nei ég er búinn að þvælast viða á suðurlandi nú milli hátíða og 58 er alltaf dauð hjá mér.
Ég á reyndar enga talstöð sem ég treysti "viðurkendum" aðilum til að fikta í svo ég skannaði tíðnirnar á rás 58 upp úr stöð hjá kunningja mínum en ég gáði ekki að því hvort það væri tón eða kóði í tx svo ég kenndi því bara um ??
03.01.2008 at 12:43 #602762Fór síðustu helgi upp á Langjökull og náði ég aldrei svörun á rás 58
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
