FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hliðarhalli

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Hliðarhalli

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.02.2003 at 12:41 #192178
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir, var í jeppaferð um helgina og lenti þar í mesta hliðarhalla sem ég hef lent í. held að ég sé ekkert einsdæmi um hræðslu við hliðarhallan enda mjög óþægileg tilfinning sérstaklega ef maður hefur ekki ferðafélaga til að stökkva á bílinn til að þyngja hann. það sem ég var að spá í er hvort það séu til einhverjar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við óvæntum hliðarhalla? einnig væri „gaman“ ef einhverjir hefðu sögur af veltum uppá fjöllum og segðu frá hversu mikið bíllinn eyðilegst og viðgerðarkostnaður

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 14.02.2003 at 13:25 #468608
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki hæft að alhæfa því aðstæður eru breytilegar. En ef aðstæður bjóða upp á þann möguleika, þá myndi ég reyan að stýra undan brekkunni. Það er líklega hægt að komast hjá flesum veltum með því að snúa stýrinu í þá átt sem bíllinn vill velta. Oftast er það skárri kostur að fara eitthavað annað en maður ætlaði, heldur en að velta bílnum.





    14.02.2003 at 13:57 #468610
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Svo er ein aðferð að læsa bílnum að aftan og láta hann skrika til hliðar með trýnið á ská upp í brekkuna, svipað og þeir gera í torfærukeppnum. Þetta er náttúrulega aðeins hægt við vissar aðstæður og á stuttum köflum og getur örugglega verið svolítið skuggalegt. Ég hef aldrei reynt þetta né að ég hafi lent í aðstæðum þar sem þetta hentaði. Ég myndi ekki mæla með svona æfingum fyrir óvana og hugsa að maður þyrfti að æfa þetta við góðar aðstæður áður en maður beitir þessu þar sem veltuhættan er raunveruleg. Oftast örugglega betra að læðast nógu rólega og moka far fyrir efra hjólið ef hægt er.

    Kv – Skúli H.





    14.02.2003 at 14:23 #468612
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Freyr hjá Arctic Trucks gerði tilraun inni á verkstæði þar sem hann hallaði bíl sínum með hjálp talía og spotta, hann sýndi myndir af þessari tilraun á kynningarkvöldi hjá AT.
    Það var ótrúlegt hvað hann gat hallað honum mikið áður en hann fór yfir þyngdarpunktinn.
    Það væri gamann ef þeir hjá AT settu þessar mundir á netið þannig að fleiri gætu séð/lært af þessari tilraun.

    Kv. Vals





    14.02.2003 at 14:45 #468614
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eins og sagt hefur verið, þá fer það algjörlega eftir aðstæðum. Það er þegar búið að benda á að keyra niður (þ.e. áfram og niður) og svo setja framendann uppí hallann og keyra á ská. Þriðji kosturinn er að bakka niður, ef þú ert þegar stopp. Þetta þarf bara að meta í hvert skipti og fer m.a. hvort bíllinn sé splittaður að aftan og/eða framan.





    14.02.2003 at 15:53 #468616
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þegar maður keyrir vísvitandi inn í hliðarhalla, þá reynir maður oft að keyra svona á ská með trýnið upp í hallann. Passlegt er yfirleitt að láta efra afturdekk skríða í förunum eftir neðra framdekkið.

    Læst hásing hefur mjög lítið hliðargrip og er hægt að nýta sér það til að láta afturendann skríða, eins og komið hefur fram. Að vera með bílinn allæstann þýðir hinsvegar að hann kemur allur til með að skríða niður, og þú hefur mjög takmarkaða stjórn á honum.

    Persónulega fannst mér stundum gott að geta læst bílnum bara að framan í svona aðstæðum, hjálpar manni mikið krafla sig upp úr hallanum án þess skríða of mikið. Hliðarskrið að framan getur maður lámarkað með að beygja upp í hallann. Hef ekki þann möguleika á bílnum mínum í dag :(

    Kveðja
    R2018





    14.02.2003 at 16:52 #468618
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    "Skemmtilegt" dæmi um hliðarhalla sem gat fengið hjartað til að slá aðeins örar var á brúnni hjá Vatnsfelli, þegar þurfti að fara yfir hana í vetrarferðum á leið í Jökulheima. Það myndaðist gjarnan skafl á brúnna sem náði þá vel upp fyrir handriðin og var oft mun hærri öðru megin þannig að úr varð hliðarhalli. Að vísu yfirleitt ekki mikill halli en alveg nóg þar sem fyrir neðan var hið ágætasta fall. Allavega ekki aðstæður til að æfa hliðarskrið.

    Núna þarf hins vegar ekki að fara þarna yfir og leiðin í Jökulheima litbrigðalausari fyrir vikið (allavega litbrigðalausari á andlitum farþega).

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.