This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2006 at 11:05 #197007
Hvernig væri að setja þann möguleika í spjall- ritþórinn, að notendur geti sett inn hlekki, þar sem að flestir virðast ekki kunna þetta. Ef þetta er ekki hægt í núverandi ritþór má bara finna nýjan með þennan möguleika.
Í versta falli mætti setja inn upplýsingar hvernig gera skal, við hlið innsláttargluggans, nóg er plássið.Snemma í sumar var svarað hér á spjallinu fyrirspurn frá mér varðandi myndir sem ekki er hægt að skoða í myndaalbúminu Þráður Sagt var að þetta stæði til bóta og væri verið að laga!! hver er staðan á þessu vandamáli?
Jón
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.03.2006 at 21:30 #538318
Er engin sem vill kommentera á þetta?
Jón
02.03.2006 at 22:12 #538320mér þætti nú bara eðlilegt að hafa BB-code á þessari síðu. En það er mjög einfalt kerfi til að setja inn myndir, linka, bold og fl… Þetta er notað á hugi.is meðal annars og á flest öllum open source spjallkerfum.
Það kom mér reyndar verulega á óvart þegar þessi vefur var tekinn í notkun að þetta væri ekki til staðar. Hefur reyndar ekkert böggað mig, þar sem ég get alveg sett inn myndir og linka með gömlu aðferðinni.
EN ég skora á vefnefnd að gera eitthvað í málinu.
02.03.2006 at 22:44 #538322hvernig setur maður inn hlekk á síðu með gömlu aðferðinni? "url"
eitthvað svipað og "img src"Davíð Dekkjakall
02.03.2006 at 22:58 #538324Það er einfaldast að kóða bara eins og staðan er í dag.
Satt er það annars að það hefði mátt hugsa fyrir notendavænu spjalli í upphafi þegar byrjað var að smíða þennan vef, en það er verið að vinna að endurbótum sem koma til með að verða virkar einhvern tíma á næstunni. Nákvæma tímasetningu get ég ekki gefið sem stendur.
03.03.2006 at 09:06 #538326[img:3f0opjm2]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3454/29164.jpg[/img:3f0opjm2]
03.03.2006 at 09:44 #538328Ég lít svo á að þessi þráður sé skrifaur til að benda vefnefnd á að gera þennan vef notandavænni þ.e. að aðrir en þeir sem þekkja ´´url´´, img´´, ´´ burr´´, ´´ping´´, ´´bull´´, ´´krass´´ og annað í þeim dúr, geti notað þennan vef að einhverju viti. Ég reyndi fyrir all nokkru að setja inn mynd en það tókst ekki í fyrstu tilraun og þá nennti ég ekki að standa í því, það getur vel verið að það sé mjög auðvelt en ég hef ekki reynt aftur. Það getur verið að það sé bara eins og hvert annað röfl en þegar það kemur í ljós að eina embættisverk vefnefndar til þessa var að láta skipa sig í nefnd þá áttar maður sig á hvers vegna þessi staða er á vefmálum.
kv. vals.
03.03.2006 at 10:42 #538330Það er alltaf auðvelt að vera á áhorfendapöllunum og öskra á dómarann…
Ég vona að þú Valur standir við það sem þú hefur sagt hér á öðrum þræði og bjóðir þig fram til vefnefndar á næsta aðalfundi, mitt sæti er allavega laust.
–
Ég vonaði þegar ég var beðinn um að bjóða mig fram til setu í vefnefnd að ég myndi hafa tíma til að taka þetta að mér. Reyndin er sú að ég hef hann ekki og mun ekki hafa næstunni. Sama gildir um alla sem völdust í þessa nefnd, því miður.
–
Vinna vefnefndar er sjaldnast sýnileg en við erum talsvert í því að aðstoða nefndir og deildir við að setja inn fréttir og annað efni. Einnig er talsverð vinna við að aðstoða notendur sem hafa gleymt notandanafni og/eða lykilorði ásamt nýskráningu eftir að henni var breytt. Við höfum sinnt minniháttar lagfæringum á kerfinu og einhverjar lagfæringar bíða þess að fara í gagnið, þar með talið sú sem þessi þráður snýst um.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
03.03.2006 at 11:04 #538332Til að mynd sjáist, þá þarf slóðin að enda á .jpg, en það gerði hún ekki hjá þér.
Ég vona að Vals standi við að bjóða sig fram í vefnefnd og hjálpa okkur að gera vefinn enn betri en hann er nú þegar.
Vissulega eru ýmsir annmarkar á honum, en það hefur verið hellings vinna að ráða fram úr alls konar villum sem hafa plagað hann og á Bjarni miklar þakkir skildar fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í vefinn.
Við hinir skussarnir höfum lítið gert í forrtinun, aðalega komið með hugmyndir og nöldrað út af hinu og þessu ásamt því að aðstoða notendur í vandræðum þeirra.
Ég er fullviss að með tíð og tíma kemst þessi vefur í það ástand að allir geta verið nokkuð sáttir, en það er mikil vinna í að það verði og við skulum bara reyna að sýna smá þolinmæði og skilning á ástandinu þangað til.Kv, Keli
Vefnefnd.
03.03.2006 at 11:07 #538334Eitt sem ég rakst á með slóð í mynd dæmi hér að ofan. Þegar það er verið að skoða mynd af vefsíðu í myndasafni félagsins þá er ekki hægt að nota slóðina sem er sjáanleg í vafranum heldur slóðina beint á myndina.
Dæmi:
Til að nota þessa mynd:
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/1487/9347:5m9yy8jd]https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/1487/9347[/url:5m9yy8jd]
þarf að hægri smella (í IE og fleirum vöfrum) og velja "Copy Image Location" (í Firefox) eða fara í Properties (í IE) og afrita strenginn sem er í Location (URL) eða sambærilegt sem myndi þá líta svona út:
https://old.f4x4.is/new/files/photo/?fil … 7/9347.jpg
þennan streng má nota inn í img þar sem þetta er bein vísun á myndina (endar í þessu tilfelli á .jpg).Ég persónulega er hrifinn af því að nota "staðlaða" pakka, í það minnsta í grunninn og eru mjög mörg spjallsvæði á netinu að nota t.d. [url=http://sourceforge.net/projects/phpbb/:5m9yy8jd]phpBB[/url:5m9yy8jd] annað hvort óbreytt eða sérsmíða ofan á það kerfi eins og [url=http://www.ljosmyndakeppni.is/:5m9yy8jd]Ljósmyndakeppni.is[/url:5m9yy8jd] er að gera.
Með því að nota staðlaða pakka er líklegra að notendur kunni á kerfið, t.d. virðist notkun BBcode vera aðgengilegri og útbreiddari en að nota HTML (þó HTML sé okkur vef/tölvu/tækni-nördunum mjög eðlislægt).
03.03.2006 at 11:15 #538336Það er alveg satt að það væri mjög þægilegt að sníða phpbb kerfið inn í spjallið hérna, en þá kemur að gagnagrunninum sem þarf þá að converta algerlega til að fella hann að kerfinu.
Það yrði talsverð vinna, en ætti að vera gerlegt ef einhver hefur tíma til þess.Já og takk fyrir að bæta þessu við í sambandi við að setja slóðirnar á myndir.
Kv, Keli.
03.03.2006 at 11:28 #538338Lítið mál, ég sá það þegar ég ræsti IE að það að sækja slóð í mynd er bara talsvert langur process þar.
Ertu þá að spá í að færa gömlu færslurnar inn í nýja grunninn (sem yrði þá að hætti phpBB)?
Það yrði nú væntanlega yfirstíganlegt að skrifa script til að gera svoleiðis "conversion" það sem ég held að yrði erfiðara er að fella viðbótarupplýsingar (t.d. myndasöfnin) að notendaupplýsingunum.
Ég þekki mjög vel gaurinn sem er að sjá um LMK og þetta er talsverð vinna við að samþætta t.d. phpBB notendagrunninn og [url=http://gallery.sf.net/:1906y3px]Gallery[/url:1906y3px]. Nýjasta gæluverkefnið er svo [url=http://www.mediawiki.org/wiki/MediaWiki:1906y3px]Wiki[/url:1906y3px] en ég játa að ég sé alveg geðveika möguleika fyrir F4x4 í notkun á Wiki til dæmis í núverandi "Fróðleikur" flokki. Ég, verandi alveg nýr í þessum jeppaheimi, sæi alveg ótrúlega mikla kosti við að hafa öflugan "þekkingargrunn" og mín reynsla af Wiki-notkun er að það er auðvelt í notkun (engin þörf á að kunna urrr, ping, bufff o.fl…) og aðgengilegt.Ég hef einmitt unnið með aðilum (sjálfboðaliðum, félagasamtökum o.fl.) sem eru að heimasmíða frá grunni og öðrum sem eru að nota staðlaðar lausnir og bæta við þær. Bæði er gríðarlega mikil vinna en til lengri tíma litið er það mín reynsla að það sem er byggt á stöðluðum lausnum kemur betur út, stenst betur tímans tönn og það er auðveldara að fá nýja aðila til að sjá um þau (tæknilega séð).
03.03.2006 at 11:37 #538340Satt er það, það er til mikið af góðum stöðluðum lausnum ókeypis sem hægt væri að forma að þessum vef og koma öllu í einn góðan gagnagrunn.
Til dæmis er vefurinn [url=http://geirinn.is:tkq7qh9q]Geirinn.is[/url:tkq7qh9q] unninn upp á þann hátt og sá vefur hefur verið í sífelldri endurskoðun og endurbótum frá því hann var settur á laggirnar.
Í dag er hann með þeim flottari og notendavænni sem maður sér og þægilegur í allri umgengni.
Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vandlega og hvort ætti að far enn einu sinni af stað í breytingar á vefnum frá grunni með því að nota svona tilbúnar fríar lausnir.Kv, Keli.
03.03.2006 at 11:48 #538342Ég vil benda á annan þægilegan vef þar sem er notendavænn og þægilegur í umgengni en það er http://www.stjarna.is sem er heimasíða Mercedes Benz klúbbsins.
03.03.2006 at 12:46 #538344Þarna held ég að við séum einmitt komnir að lykilatriðinu í umræðunni. Ef vefurinn er notendavænn og aðgengilegur fyrir almenna notendur kemur meira af góðu efni inn á hann og þannig eflist vefurinn, þ.e. fleiri skrifa, efnið er betra (vonandi…) og hægt að nota það meira.
Þetta er þróun sem maður sér í [url=http://sourceforge.net/projects/phpbb/:2ahcvau5]phpBB[/url:2ahcvau5], [url=http://gallery.sf.net/:2ahcvau5]Gallery[/url:2ahcvau5], [url=http://www.mediawiki.org/wiki/MediaWiki:2ahcvau5]Wiki[/url:2ahcvau5] og vefumsjónarkerfum eins og [url=http://www.mamboserver.com/:2ahcvau5]Mambo[/url:2ahcvau5].
Stjarnan er einmitt gott dæmi, [url=http://blyfotur.is/:2ahcvau5]Blýfótur[/url:2ahcvau5] er annað, [url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/:2ahcvau5]BMW Kraftur[/url:2ahcvau5] og svo áðurnefndur [url=http://geirinn.is/:2ahcvau5]Geirinn[/url:2ahcvau5] og [url=http://www.ljosmyndakeppni.is/:2ahcvau5]LMK[/url:2ahcvau5] og fleiri. Fínt að leita uppi góðar fyrirmyndir og velja það sem manni líkar frá þeim.
03.03.2006 at 12:58 #538346Það er hellingur af góðum hlutum í gangi þarna, en ég er mjög á móti Mambo kerfinu. Það hafa hvað eftir annað komið upp öryggisgallar í því sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að hakka sig inn á það og skemma.
Reyndar er sama uppi á teningnum með phpbb, en þó mun erfiðara að hakka sig inn á það þó ekki sé langt síðan ég sá það gerast á Útvarp Saga.
Hvað vef LMV varðar, þá finnst mér forsíðan á honum eiginlega of troðin til að kallast notendavæn, en það er náttúrulega smekksatriði.
03.03.2006 at 13:17 #538348Já það er auðvitað ákveðin "vörn" í því að vera með kerfi sem ekki er þekkt. Ef maður er að keyra standard stöffið eins og t.d. phpBB þá þarf maður að vera duglegur að uppfæra. Það var held ég bara í fyrra sem haugur af íslenskum phpBB vefum lenti illa í því t.d. [url=http://www.islandrover.is/:3qvyzhht]ÍslandRover[/url:3qvyzhht]. Þetta verður ennþá meira tricky ef maður er búinn að gera einhverja heimagerðar viðbætur á kerfið.
Auðvitað er bara langbest að sleppa þessu bara og nota bréfdúfur! Nei annars… fuglaflensaHelgar-skál!
Tryggvi
03.03.2006 at 13:24 #538350Það er hægt að fara margar leiðir. "Open source" kerfi er ein þeirra. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla en allar hafa þær það sameiginlegt að það þarf einhvern sem hefur tíma og getu til að koma þeim af stað og síðan halda dótinu gangandi. Flest þessi opnu spjallkerfi eru opin fyrir árásum því allir, sem það vilja, vita hvernig þau eru upp byggð (kóðinn öllum aðgengilegur). Uppitíminn er líka misjafnt. Þetta kerfi, þrátt fyrir ýmsa smávægilega galla, hefur verið ótrúlega stöðugt og niðritími nánast enginn (7-9-13) og enginn nennt að "hakka" sig inn á það (aftur 7-9-13).
–
Bjarni G.
Vefnefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.