Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hleðsluvesen
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2005 at 19:49 #196538
er ekki alveg pottþétt að alternatorinn sé að hlaða ef vélin gengur þó ég taki plúsinn af geymirnum og þegar hann er tengdur sínir test mælirinn 14.79 volt
allar uppl. vel þegnar kv. Kristján
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2005 at 21:49 #530236
Ef útgangsspennan er 14,79 volt er það full lítið ef þú mælir frá alternatornum. (m.v. að geymirinn sé tengdur) Fer þó eftir ástandi geymisins.
Ef þú ert með bílinn í gangi, ljós, miðstöð og e.t.v. fleiri notendur í gangi þá ætti hleðsluspennan að vera 15 – 17+ volt.
Kveðja.
Elli.
28.10.2005 at 23:49 #530238Eru ekki 17 v. í hærri kantinum Elli minn.
14.7 volt er góð hleðsluspenna á 12 v.
kerfi.Ef spennan hækkar í 17 v. eða meira
fara perur og fleira að gefa sig fljótlega.
Kveðja
Birgir
28.10.2005 at 23:56 #530240Fer eftir hvar þú mælir.
Eðlileg spenna út af AC.Co. er 16,5-17,5 volt.
Góð spenna út af geymi er +/- 12,7 volt.Perur OK o.s.frv.
Kveðja
Elli
29.10.2005 at 01:01 #530242Þetta hljómar eins og þú sért með ónýtan geymi.
Spenna á rafkerfi í bíl þar sem allt er í lagi, rafgeymir full hlaðinni og bíllinn í gang á að vera um 14.4 volt, alls ekki yfir 15. Fljótlega eftir að drepið er á bílnum dettur spennan niður í 12.6 volt, sem er sú spenna sem fullhlaðinn geymir gefur frá sér. Um leið og alternatorinn hættir að hafa undan, dettur spennan líka niður fyrir 12.6 volt. Ef geymirinn er ekki full hlaðinn, þá er spennan nærri 13.5 voltum.
Best er að mæla þessar spennur beint á rafgeyminum en ef allt er eins og það á að vera, skiptir ekki verulegu máli hvar er mælt. Ég hef oft mælt í sígarettukveikjara tenginu og VHF stöðin mín getur sýnt spennu. (mjög þægilegt)
Ef spenna er verulega breytileg frá einum stað til annars, þá bendir það til lélegra tenginga, t.d. á jarðsambandi við grind eða boddy.Mælingar á spennu gefa upplýsingar um ástand hleðsukerfisins en segja lítið um rafgeyminn, annað en það hvort hann er fullhlaðinn eða ekki. Bestu upplýsingarnar um ástand geymis fást með því að prófa hvað bíllinn má standa lengi t.d. með ljósum, áður en hann hættir að starta. Nýr geymir þolir að bíllinn standi með ljósum í eitthverja klukkutíma.
Ég myndi ekki þora að aftengja geyminn með bílinn í gangi.
-Einar
29.10.2005 at 02:04 #530244Sælir
Sú spenna sem við viljum að alternator gefi er 13,8V, hvorki meira né minna.
Þetta er mælt með spennumælingu yfir rafgeymi með bílinn í gangi og geyminn tengdann. Ef hann er ótengdur sýnir mælirinn ekki hleðsluspennuna heldur tómgangsspennu.
Það getur verið nauðsynlegt að auka lítilega við snúningshraða vélarinnar við mælinguna upp í ca 1500 sn. Hafðu slökkt á þeirri notkun sem hægt er að slökkva á s.s. ljósum, miðstöð o.s.frv.
Ef þú mælir lægri spennu er annað hvort mikið álag á rafkerfinu, geymirinn hálftómur eða alternatorinn bilaður. Athugaðu að ef þú mælir 12.5V eða meira með bílinn í gangi og parkljósin kveikt þá er alternatorinn að hlaða.
Ef þú mælir hærri spennu (þá meina ég ca 14,5 V og uppúr) er eitthvað bilað í spennustillinum. Ef þú mælir td 17V ættirðu EKKI að ræsa bílinn fyrr en þú ert búinn að athuga málið.
Gættu að því að þeim mun birlegri mæli sem þú ert með eru meiri líkur á að hann sé ekki réttur. Þegar maður þarf að mæla +- 1-2V veitir ekki af góðum mæli.
Mundu bara að ónýt díóðubrú í alternator eyðileggur nýjann geymi á einni nóttu og ónýtur geymir eyðileggur góðann alternator á ótrúlega skömmum tíma með því að halda honum stöðugt á fullu álagi og jafnvel biðja um meira. Of há spenna veldur því líka að geymar sjóða og þá er líka alveg sama hversu gamlir þeir eru.
Ef þú ert í hleðsluvandamálum skalt lýsa þeim nánar eftir að þú hefur gert þessar mælingar.
Kv Izan
29.10.2005 at 16:32 #530246ég setti geymir sem á að vera í lagi í hjá mér áðan og hann startaði mjög vel í gang og svo fór ég að mæla, þegar bíllinn er í gangi fæ ég ca: 14.6 volt og var ég með slökt á öllu rafmagnsdóti, (mælt á geymi) en þegar ég drep á er það ca: 12.5 volt en svo prufaði ég að taka smá rúnt í ca: 30 mín
og drap á og þá var geymirinn svo gott sem tómur allavega startið mjög dapurt allavega ekki nóg til að hann færi í gang
29.10.2005 at 17:03 #530248Sæll
Þú ættir að byrja á því að finna þér sverann vír og tengja hann tryggilega milli rafgeymis og vélar. Þetta hljómar svolítið eins og það vanti jarðsamband á mótorinn.
Ef það er ekki málið færi ég að skjóta á að díóðubrúin væri ónýt og hún er inni í alternatornum. Bíll sem ég á hagaði sér þannig að hann skilaði fullri spennu en notaði mestallann strauminn sjálfur og át af geyminum í kyrrstöðu.
en ég myndi byrja á að kanna hvort vanti ekki eitthvað á tengingarnar skítug tengi, sundurtættir vírar o.s.frv.
Ef hann lætur eins með 2 geyma þá fer mann að gruna alternatorinn en ef rafgeymir botnfellur, sem gerist með tímanum og ef hann frýs óhlaðinn) þá tæmir hann sig sjálfur og mjög illa botnfallinn geymir tæmist á stuttum tíma. Við því er til ráð en gáðu fyrst að tengingunum og jarðtengdu vélina ef það virkar ekki skaltu taka alternatorinn úr og fara með hann til rafvirkja eða rafvélavirkja til að láta mæla díóðubrúnna.
Kv Izan
29.10.2005 at 17:12 #530250ég þakka bara kærlega fyrir hjálpina og nú hlítur eitthvað að fara að ganga eftir að ég geri þetta en ég held að ég sé búinn að prufa allt annað hehe
ps. góða skemmtun á árshátíðinni?
😉
29.10.2005 at 20:37 #530252Ef að bíllinn hleður en bíllinn startar illa mætti nú alveg hugsa sér að startarinn sé bilaður.
Ef startarinn er slitinn getur bíllinn hagað sér eins og hann sé rafmagnslaus……
29.10.2005 at 21:31 #530254Það getur ekki verið að startarinn sé bilaður því hann er splunku nýr.
29.10.2005 at 21:37 #530256Hvar fær maður svona VHF talstöð sem sýnir volt og hvað kostar hún?
29.10.2005 at 22:14 #530258Sælir!!
Það fyrsta sem menn eiga að gera ef bílarnir byrja að haga sér undarlega varðandi rafmagn…þá hleðslu og startkraft. Fara til þeirra sem selja rafgeyma, þá meina ég ekki Bílanaust eða slíkar "búðir" heldur eins og t.d. Rafgeymasöluna í Hafnarfirði, Skorra uppá höfða…og hreinlega fá þá til að mæla bílinn. Það kostar ekkert og þeir gera það á einni mínútu eða svo, þá kemur í ljós hvort að það sé hleðslann og þar af leiðandi alternatorinn eða hvort að það sé geymirinn.
Ég hef lent í þessu og farið beint í Rafgeymasöluna og þar af leiðandi ekki eytt tíma eða peningum í neitt annað en að laga hlutinn í hvelli.
Þetta sparar manni bæði tíma og peninga.
Kv
Siggi
29.10.2005 at 22:22 #530260ég geri þetta ef ég verð í einhverju frekara veseni með þetta en takk kærlega allir fyrir aðstoðina! maður er alltaf að læra eitthvað nýtt 😉
30.10.2005 at 03:44 #530262Stöðin sem ég nota heitir [url=http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/2800.html:3lcygjv5]Yaesu FT2800M[/url:3lcygjv5]. Þessi stöð fæst í [url=http://www.rsh.is/toppur.php?val=4&sid=64&sida=1&vara=1204:3lcygjv5]Bílanausti.[/url:3lcygjv5] Í ferð sem ég fór í nýlega á vegum klúbbsins, var um það bil helmingur þeirra bíla sem voru með VHF stoðvar, með svona stöðvar. Þegar kveikt er á stöðinni sýnir hún spennuna í nokkrar sekúndur en einnig er hægt að velja að sýna spennu úr valmynd stöðvarinnar. Ég geri ráð fyrir að [url=http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs.html:3lcygjv5]aðrar sambærilegar stöðvar[/url:3lcygjv5] séu líka með þennan fítus.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.