Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hleðslutækni
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Freyr Ásgeirsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2005 at 08:46 #195850
Ég var að pæla í með hleðslu aftur í jeppum, menn tala um að setja alltaf það þyngsta fyrir framan afturhásingu og það létta fyrir aftan, er þetta gert til að bíllin fjaðri betur. Mig langar til að vita rökinn fyrir þessu á vísindalegan hátt og þá kannski eins og með gormana.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2005 at 08:56 #521242
Tilgangurinn er að jafna þygndinni að sem mestu leyti á báðar hásingar. Flest okkar stunduðu vísindatilraunir á þessu sviði á yngri árum þegar við vorum að vega salt. Einnig má prófa að setjast á borð (ekki of þungt) sem er með fæturna eilítið innundir sig, þ.e.a.s. ekki á borðhornunum.
Kann því miður ekki eðlisfræðingamállýsku.
kv.
ÞÞ
19.04.2005 at 09:09 #521244vélinn er fyrir frama eitt stykki hásingu þannig að ég get alveg sett kellu fyrir aftan afturhásingu ef hún er með eithvað múður ásamt 4 kössum af bjór? erum við þá ekki að jafna út þyngdina.
19.04.2005 at 09:10 #521246það eru tvö aðriði sem skipta máli í þessu samhengi, staðsetning massamiðju (þyngdarpunkts) bílsins, og það hverssu langt massinn er frá miðjunni. Seinna atriðið ræður snúningstregðu bílins og hefur áhrif á það hversu hætt honum er við að steypa stömpum.
Því nær jörðu sem massamiðjan er, því betra. Besta nýtingin á floti dekkjanna fæst þegar punkur sem er beint undir massamijunni er mitt á milli hjóla. Þar sem þessi punktur færist aftar þegar ekið er upp brekkur, er betra að hafa massamiðjuna nær framhjólunum en afturhjólum.
-Einar
19.04.2005 at 09:12 #521248Afturþungir bílar drífa almennt ver í snjó en bílar sem eru með jafna dreifingu, eða eru framþungir. Þess vegna er ekki gott að hafa mikla þyngd fyrir aftan afturhásinguna. Og þess vegna erum við alltaf að færa afturhásinguna aftar og aftar.
Annað sem skiptir ekki minna máli er "pendul effectinn". Þegar bíllinn fjarðrar er ekki gott að hafa pendul öfugu megin við hásingarnar (þynd fyrir aftan afturhásinguna eða þyngd fyrir framan framhásinguna), pendullinn magnar upp fjöðrunarhreifinguna (bílinn tekur stærri dífur). Þegar pendúllinn kílir bílinn niður, eykst þrýsingurinn á viðkomandi dekk og meiri líkur eru á að bíllinn sökkvi meira (brjóti undan sér).
Hin fullkomna þyngdardreifin er í bíl sem hefur alla þyngd sína í miðjunni og dekkin svo þar vel fyri utan (svona eins og kónguló). Næst þessu komumst við með því að hafa dekkin nánast undir hornunum á bílunum.
kv
Rúnar
19.04.2005 at 09:36 #521250Bílar sem eru þyngri að framan en aftan drífa mun betur í snjó en bílar sem eru þyngri að aftan. Þetta er auðvelt að prófa með því að bakka í snjónum, ef bíllinn er afturþungur þá ætti hann að drífa betur afturábak en áfram, þetta hef ég prófað. Þetta hefur eitthvað með troðsluna á snjónum að gera, léttir bílar geta t.d. frekar notað för eftir þyngri bíla heldur en þyngri bílar för eftir létta. Undantekning á þessu væri kannski ef förin eftir þunga bílinn væru mjög djúp þannig að létti bíllinn (á minni dekkjum) næði hreinlega ekki niður.
Með því að færa afturhásinguna aftar er í raun verið að setja meiri þyngd á framhásinguna sem hefur mjög jákvæð áhrif á drifgetuna.Bjarni G.
19.04.2005 at 09:38 #521252ef við tökum dæmi af jeppa sem er 700 kg á framhásingu og 300 á afturhásingu erum við þá ekki að fara með þyngdarpunktin nær framhásingu með því að setja olíubrúsana upp við aftursætið, þ,e fyrir miðja bílinn eins og margir gera eða erum við kannski ekki að breyta neinu nema þyngdinni.
Flestir jeppar eiga það sameiginlegt að vera frekar framþungir er það ekki, verður kastið ( stökkið skoppið )upp í loft meira á lengri jeppa en stuttum ( vegasalt sem er 1 meter lengd fer 1/2 meter í loftið 2m fer þá 1m ) ef það er nógu hátt fyrir miðju. Er þá málið að hafa jeppan sem lægstan og komast því mun minna í snjó eða sem hæstan og komast lengra ( snjósöfnum verður minni á undirvagni ) bara að pæla í hinum fullkomna jeppa.
19.04.2005 at 09:47 #521254en með klafabíla, mundir þú segja að það sama gilti um þá í sambandi við þyngd á framhjól, nú erum við að reyna að hafa þá sem léttasta að framan þar sem þróaða fjöðrunin býður ekki upp á mikinn þunga og einnig er ekki mikil fjöðrun þar á ferðinni.
19.04.2005 at 10:18 #521256Ef þú þyngir bílinn það mikið að framan að hann leggst niður, og fer að plægja með klafadótinu, þá þarftu annað hvort að skrúfa hann upp eða fá þér öflugri gorma (eftir því sem við á) til að halda "réttri" hæð á fjöðruninni. Þannig virkar bíllinn best. Þetta er náttúrulega vesen ef þú ert að nota bílinn til skiptis fullhlaðinn (á fjöllum) og tóman (innanbæjar). Lausnin er náttúrulega að fá sér hásingu og loftpúða 😉
Bjarni G.
19.04.2005 at 10:28 #521258að bílar eru nánast alltaf nokkuð jafnþungir að framan, óháð hleðslu (reyndar ef afturhásingin er komin vel aftur, þá verður alltaf einhver þynging að framan).
Það sem ég er að reyna að segja er að þyngdarsveiflan á framhásingunni er miklu minni en þyngdarsveiflan á afturhásingunni. Ef menn eru að hengja fullvaxnar olíutunnur framan á bílana, þá náttúrulega þyngjast þeir vel að framan (og léttast að aftan).
Á dæmigerðum ólengdum jeppa leggst öll þyngdin í aftursætinu og skottinu á afturhásinguna, og ca helmingurinn af framsætunum.
Meirihlutinn af hleðslunni leggst alltaf á aftuhásinguna, þannig að það er engin ástæða að setja loftpúða að framan
kv
Rúnar.
19.04.2005 at 10:43 #521260Ef við tökum sem dæmi um bíl með afturhásinguna mjög aftarlega. Þá er mun meiri þyngd á framhásingunni þegar bíllinn er tómur. Svo setjum við ökumann og farþega í bílinn, sú þyngd fer heldur meira á framhásingu en afturhásingu. Svo fyllum við aukatankana sem eru undir miðjum bíl (afþví það er ekki pláss fyrir aftan afturhásingu), sú þyngd lendir nokkur jafnt á hásingum. Síðan setjum við allan farangur og tilheyrandi í eða fyrir framan aftursæti, nema kannski svefnpoka og dýnur og þessháttar sem gæti farið aftast. Sú þyngd lendir meira að aftan en framan þannig að þyngdarhlutfallið milli fram og afturhásingar ætti ekki að raskast mjög miðað við tóman bíl. Svo mætti stilla þetta enn frekar með því að hafa 50 kg. spil annaðhvort framan á bílnum eða aftur í skotti.
Bjarni G.
19.04.2005 at 11:57 #521262Horfðu á bílinn þinn á hlið, og sjáður hvar miðpunkturinn á milli dekkja er. Allt það sem er nokkurnvegin yfir honum dreifist nokkuð jafnt á milli hásinganna. Það sem fyrir framan leggst meira á framhásinguna, og það sem er fyrir aftan á afturhásinguna.
Ágætt t.d. að skoða þessa mynd hér:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3604/23899Ef staðsetning massamiðju (t.d. olíubrúsa) er 60% frá framhásingu og 40% frá afturhásingu, þá leggst 60% af þyngd brúsans á afturhásinguna og 40% á framhásinguna.
Ef brúsinn er 120% frá framhásingunni (fyrir aftan afturhásinguna), þá leggst 120% þyndar brúsans á afturhásinguna og framhásingin léttist um 20% af þyngd brúsans. Ef það er svo kominn skriðþungi á brúsann (brúsinn og bíllinn hopa upp og niður), þá bætist hann einhvernvegin ofaná þyngd brúsans. Því er best að hafa sem mesta þyngd milli hásinganna og minnsta fyrir utan þær.
19.04.2005 at 11:57 #521264vúps…
19.04.2005 at 21:11 #521266til gamans gert að henda þessum þræði inn í byrjun og gaman að sjá hvað margir hafa skoðað þennan þráð í dag 430 hausar, það er gaman að fá að heyra að það eru flestir að hugsa það sama hér.
Einhverjar fleiri tillögur af skemtilegu umræðuefni td hvort viturlegt er að setja sólarsellu á toppin fyrir aukarafkerfi?.
19.04.2005 at 21:22 #521268Vegasalt ! er það ekki efnið sem dreift er á göturnar á vetrum eða þegar hálka er, eða tæki til að vigta salt t.d. fyrir saltsíld.
Ég er frá Hafnarfirði og þar römbuðum við eins og að ramba á brún hengiflugs. Ég fer ekki ofan af því að ramba er réttari málsnotkun þó að aðrir en Hafnfirðingar viðurkenni það ekki.
kv. vals.
Þetta er gamalt þrætuepli við nærsveitir og er nú bara skrifað til gamans.
19.04.2005 at 22:21 #521270Hafnfirðingar halda líka sumir hverjir að Hafnarfjörður sé í miðju stór-REYKJAVÍKURsvæðisins
kv.
ÞÞ
19.04.2005 at 22:50 #521272Rangur er þetta rétt?
19.04.2005 at 23:46 #521274Ég hendi draslinu mínu bara þar sem er pláss og er vanalega með olíubrúsa á afturhurðinni (til að lána öðrum, Patrol er svo sparneytinn) og venjulega með allavega einn bíl í bandi, og dríf alltaf mest. Ég er á því að góð fjöðrun sé mikið betri en einhver hleðslupæling með vigt, enda tek ég venjulega allt með mér sem mér dettur í hug, sama hversu þungt það er.
Góðar stundir
20.04.2005 at 09:10 #521276Er pallurinn hjá mér þá alltaf fullur af fullum olíubrúsum merktum Ofurdatsún???
kv
Litli Pallbíllinn.
23.04.2005 at 10:37 #521278ég set nú vanalega farangurinn fyrir aftan aftursætin því hann hreyfist minnst þar. aftasti hlutinn fjaðrar mest upp og niður, því nær miðju bíls því minn hreyfist hann.
23.04.2005 at 17:53 #521280Ég hleypi bara meira úr að aftan til að vinna upp á móti þessu og hefur það virkað hingað til vel
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.