FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hleðsluljós í Patrol 94

by Guðni Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hleðsluljós í Patrol 94

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðni Sveinsson Guðni Sveinsson 15 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.06.2009 at 19:54 #204475
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant

    Kannast einhver við þannig bilun í Patrol að þegar búið er að svissa af bílnum logar hleðsluljósið mynd af rafgeymi rautt að lit. Þegar sett er í gang hverfur það. Bíllinn hefur ekki orðið rafmagnslaus ennþá kveðja trölli_1

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 05.06.2009 at 21:37 #648456
    Profile photo of Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Þetta er sannarlega einkennileg bilun. Ég hef ekki heyrt af slíku fyrr en það virðist sem peran fái straum þrátt fyrir að svissað sé af bílnum en síðan tekur hún jörð í gegnum alternator.

    Mér koma bara tveir möguleikar til hugar. Í fyrsta lagi gæti svissinn verið að leka straumi þrátt fyrir að svissað sé af honum, en þá byggist maður við að hin ljósin loguðu líka. Hinn möguleikinn er að það leki inn á hana einhvernstaðar á leiðinni frá sviss og út að peru.

    Kv,
    Sigurbjartur





    05.06.2009 at 23:44 #648458
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Ég myndi veðja á bilað jarðsamband, er eitthvað fleira undarlegt á ferðinni líka?
    Mér hefur fundist undarlegheit í bílarafmagni eiga ótrúlega oft uppruna sinn í lélegum jarðsamböndum…





    06.06.2009 at 00:18 #648460
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Lenti einu sinni í þessu á gömlum willys með 360, var búnn að reyna allt, svo skipti ég um Altaintor þá fór það……





    06.06.2009 at 01:35 #648462
    Profile photo of Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Sigurbjartur Ingvar Helgason
    Member
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Er ljósið daufara þegar svissað er af eða er það með sama styrk og eftir að þú svissar á?
    Ég var að renna yfir rafmagnsteikninguna af Y60 og ég sé ekki hvernig þetta ljós getur logað stakt þó komi til utanaðkomandi fæðispenna. Hvort sem hún kemur frá alternator eða annarsstaðar þar sem það er svo mikið af aðvörunarljósum og öðrum búnaði í bílnum sem deilir tengipunkti með þessarri peru.

    Kv,
    Sigurbjartur





    06.06.2009 at 09:23 #648464
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sæll

    Kipptu öryggjunum út einu af öðru og þegar ljósið slokknar ertu með rétta grein. Þaðan þarftu að feta þig eftir víraflækjunum.

    Mér finnst líklegasta skýringin sú að einhver þeirra hluta sem eiga að vera með straum þegar slökkt er á bílnum vanti jarðsamband en nær að draga jörðina í gegnum hleðsluljósaperuna. Ég myndi byrja á að skoða klukkuna og jafnvel útvarpið o.s.frv.

    Kv Jónsi





    06.06.2009 at 11:21 #648466
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    Sælir aftur félagar og takk fyrir viðtökurnar. Ljósið dofnar þegar ég svissa alveg af og er ég svissa á verður það örlítið skýrar eða bjartara. kveðja trölli





    06.06.2009 at 14:46 #648468
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    Bíllinn rafmagnslaus eftir nóttina fék hann í gang. Lét hann hlaða sig. Nú hverfur ljósið er ég drep á honum. Þegar ég set í gang og gef í verður það skært og flöktir ef ég bæti við álagi á rafkerfið svo sem með ljósum eða mistöð en verður mjög dauft í hægagangi. Bíllinn virðst samt hlaða samkvæmt voltmælinum en hann stendur í sirka 13,6 volt og náði að hlaða upp tóman geymi á 1 klst. Búinn að taka burt allt auka rafdót. Spurning um sviss eða startara eða rafal?endilega miðlið af reynslu ykkar kveðja trölli





    07.06.2009 at 00:54 #648470
    Profile photo of Eggert Sigursveinsson
    Eggert Sigursveinsson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    altenatorinn á helst að hlaða yfir 14 volt, gæti verið að draugurinn í ljósinu ætti rætur sínar að rekja þangað líka, þeir hjá rafstillingu ættu að vita allt um hleðslugetu altenatorsin, spurning um að bjalla í þá e. helgi.





    07.06.2009 at 00:55 #648472
    Profile photo of Benedikt Jón Guðlaugsson
    Benedikt Jón Guðlaugsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 60

    Sæll
    Ég fæ hleðsluljós þegar ég set hann í gang af og til og
    eftir því sem ég kemst næst þá hefur það ekkert að gera með hleðsluna,virðist vera bilun í mælaborði er búin að mæla alllt og er allt í lagi með hleðslun,kemur þegar bíllin er búinn að standa í eitthvern tíma og svo hverfur það og virðist í lagi.
    kv
    Benni





    07.06.2009 at 01:00 #648474
    Profile photo of Benedikt Jón Guðlaugsson
    Benedikt Jón Guðlaugsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 60

    Sæll
    Þú ert með hleðsumælir líka ef hann sýnir aukna hleðslu þá er allt í lagi með hleðsluna ef ekki þá er ekkert annað enn að láta ath altenatorinn.
    KV
    Benni





    07.06.2009 at 01:07 #648476
    Profile photo of Benedikt Jón Guðlaugsson
    Benedikt Jón Guðlaugsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 60

    Sæll
    Þú ert með hleðsumælir líka ef hann sýnir aukna hleðslu þá er allt í lagi með hleðsluna ef ekki þá er ekkert annað enn að láta ath altenatorinn.
    KV
    Benni





    07.06.2009 at 01:19 #648478
    Profile photo of Eggert Sigursveinsson
    Eggert Sigursveinsson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sæll Benni
    Satt best að segja getur þetta verið allur andsk… allt frá biluðu mælaborði í lélegt jarðsamband… nú er bara komið að því að leita… af þeimrafmagnsbilinum sem ég hef fengist við þá hefur 90% verið út af spansgrærnu í plögum eða vírar slitnir eða allveg að slitna upp við plög.
    Reddaðu þér rafmagnsteikningum og reyndu að átta þig á hvaða víra og tengi þú átt að skoða,

    kv Eggert





    07.06.2009 at 10:22 #648480
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    Takk fyrir viðbrögðin á fyrirspurn minni.Bíllinn hefur nú farið í gang á morgnana og virðist ekki missa rafmagnið yfir nóttina eins og hann gerði í eitt skipti. Hann hleður á mæli en ljósið logar og verður skært þegar maður gefur inn en dofnar í hæga gangi. Þetta er skrítin bilun spurning að reyna að skipta um sviss eða altinator og reyna að fá það notað hér á vefnum kveðja trölli_1 mail gudnisv@simnet.is





    07.06.2009 at 10:52 #648482
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sæll trölli

    Ef það nórir á hleðsluljósinu á meðan bíllinn er í gangi er möguleiki á að díóðubrettið sé farið. Þá getur alternatorinn hlaðið eðlilega en tæmt geyminn á ákveðnum tíma, mislöngum. Gæti verið ein nótt og gæti verið nokkrir dagar.

    Hina lýsinguna kannast ég ekki við enda á + inn að fara af ljósinu þegar þú drepur á eða svissar af. Það er ekki eins og bilunin sé í alternatornum.

    Kv Jónsi





    08.06.2009 at 21:50 #648484
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Ég myndi taka torinn úr og mæla díóður og tríóður finnst líklegt að einhver/jar séu skammhleyptar jafnvel frekar tríóðunum einnig myndi ég einangrunarmæla stator og rótor með 230v. Hefurðu verið að gefa start nýlega með mótorinn í gangi mjög algeng mistök og bara til þess gert að stúta altenator þá helst díóðum þær þola ekki strauminn sem startarinn í hinum bílnum tekur.
    Kv, Óli





    16.06.2009 at 17:51 #648486
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    Sælir félagar svona til upplýsinga. Tók eftir því að hleðslan var orðin allt of há og fór yfir 20 volt á mælinum í bílnum. Skipti um altenator og þá hvarf ljósið og allt er eðlilegt sem bendir til að díóður og tríóður ásamt spennustilli hefur verið farið að gefa sig. Gott að eiga þessar upplýsingar hér á vefnum kveðja trölli.





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.