Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Hjörsey ´55 eða WGS 84
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.11.2003 at 10:32 #193137
Sælir félagar.
Hvort eruð þið með tækin stillt á Hjörsey 1955 eða WGS 84 og er munur á nákvæmninni milli þessara stillinga.Hilsen Hilmar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.11.2003 at 11:08 #480050
Fyrir nokkrum árum var ég ákaflega þjóðlegur og þóttist vita að Hjörseyjarviðmiðið væri hið eina rétta. Svo sté á stokk einhver snillingur (man ekki hver, þeir eru svo margir) og taldi slíkt hið mesta rugl. Hjörsey notuðu menn einungis ef handreiknað væri á gömlu dönsku herforingjaráðskortin. Nú skyldi aðeins nota World Geometry System datum frá 1984! Það hef ég gert í góðri trú síðan, og aldrei villst.
Þar sem ég hef ekkert annað fyrir mér en orð týnds snillings tek ég undir spurningu þína, Hilmar. En sumsé, trú mín er að öll nútímakort sem við notum á Íslandi séu miðuð út frá WGS84. Hef einnig heyrt að geti munað einhverjum tugum metra.
Kv,
Lalli.
09.11.2003 at 12:12 #480052
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það stendur a.m.k. á pappírskortunum í hvaða viðmiði þau eru gerð. Það ætti að standa neðst á kortinu og þá verður að breyta tækinu. Þá þarf bara að passa að þeir puntar sem eru í tækiu fyrir og þú þarft að nota gætu færst til á kortinu þannig að staðsetning þeirra á kortinu gæti orðið röng. Munurinn á milli Hjörsey og WGS84 er þekktur en ég vit hann ekki.
Magnús Orri
09.11.2003 at 19:00 #480054Skekja í Hjörsey 55 er um það bil 70 metrar, meðan hún er innan við meter i WGS84. Gallinn er að flest kort sem Landmælingar dreifa, eru unnin eftir Hjörsey. Með því að stilla GPS tækið á Hjörsey gefur það hnit, (lengd og bredd eða UTM) í sem passa við þau kort.
Ég veit ekki hvað notað er í nýjustu kortum Landmælinga, en líklega er það [url=http://www.lmi.is/landmaelingar.nsf/Pages/goproweb0141.html:1l8r2x6e]ÍSN93[/url:1l8r2x6e] sem er jafngilt WGS84.
DMA kortin í mælikvarða 1:50000, sem komu út fyrir 1990, eru merkt miðað við Hjörsey en kort sem byggð eru á Herforingjaráðskortum, (1:100000 og 1:250000) eru ýmist miðuð við Hjörsey eða eldri viðmiðun þar sem skekkja í austur vestur er mörg hundurð metrar.
-Einar
10.11.2003 at 18:22 #480056Sælir félagar.
Í sambandi við nákvæmnina, hafa menn nokkuð prófað að vera í ferð í vondu veðri þar sem einhver tæki eru stillt á Hjörsey ´55 en önnur á wgs ´84 og ef svo er var einhver munur?
Hilsen Hilmar
10.11.2003 at 20:19 #480058Eins og vinur minn hilbal veit líklega betur en aðrir á þessum þræði, þá er ég aðallega að nota GPS á sjó núorðið. Þar notar maður WGS84 (sem ég hélt að þýddi World Geodaetic Survey 1984, Einar jarðeðlisfræðingur veit líklega manna best hvað er rétt í því efni) enda er það merkt kirfilega á kortin. Ég á lítið göngutæki frá Magellan, sem ég hef nauðalítið notað með korti, og stilli það á WGS84, en það hef ég lítillega notað á sleða og þeir sem ég hef borið mig saman við með punkta nota þann kortagrunn. Hélt satt að segja að Hjörsey 1955 væri orðinn úreltur grunnur, öll kort á elektroniskum data base væru byggð annað tveggja á nýja, íslenska staðlinum sem Einar nefnir eða þá WGS 84, sem er víst nokkuð svipað. Nú væri gaman ef Einar vildi segja okkur (eina ferðina enn) nánar um ástæður fyrir mismuni á kortagrunnum, m.a. með tilliti til lögunar jarðkúlunnar, sem er víst ekki alveg regluleg.
11.11.2003 at 10:57 #480060Ástæða þess að notuð var sérstök viðmiðun (datum) fyrir kort af Íslandi, var að meðan landmælingar byggðu mest á hornamælingum, þá var skekkja í staðsetningu Íslands miðað við önnur löng miklu meiri en skekkjur í fjarlægðum innnalands. Eftir að farið var að nota gervitunglatækni við landmælingar er ekki lengur ástæða til að vera með staðbundnar viðmiðanir fyrir lengd og breidd.
-Einar
11.11.2003 at 13:57 #480062Þessi viðmiðun eða kortagrunnur, Hjörsey 1955, var eins og nafnið bendir til mæld fyrir hartnær hálfri öld, á fjölmörgum grunnpunktum sem nú eru sumir hverjir horfnir og glataðir, t.d. á jöklum. Fyrir u.þ.b. 10 árum var mældur upp nýr kortagrunnur á Íslandi með bestu fáanlegu GPS-tækni. Þessi nýi grunnur nefnist ÍSN93, er í raun er mjög nálægt WGS84 og kortagerð miðast nú við þennan nýja grunn. Þróunin hefur verið sú að WGS84 hefur mjög rutt sér til rúms sem viðmiðun og er nú sá grunnur sem mest og víðast er notaður á jörðinni og margvísleg tæki og forrit, svo sem OZIEXPLORER, eru byggð upp með WGS84 sem undirstöðugrunn, þó svo hægt sé að velja fjölmarga aðra kortagrunna inn.
Fjarlægð milli sömu hnitatalna í HJ-55 og WGS84 er nálægt 35-40 m, misjafnt eftir landshlutum, og eru WGS84 hnitin í SA til SSA frá HJ-55 hnitunum. Þessi munur er því svo lítill að varla skiptir sköpum þótt menn viti ekki hvorn grunninn þeir eru að nota, en getur samt orðið tilefni óréttmætra athugasemda um ónákvæma punkta ef menn eru að nota hnit úr einu kerfi en með tækið sitt stillt á annað. Því er mjög æskilegt að vita í hvaða grunni þau GPS hnit eru, sem verið er að nota og stilla GPS tækið og/eða tölvuforritið á réttan grunn. Einnig þarf að gæta þess að þau kort sem notuð eru í tækjunum séu með sömu viðmiðun. Að öðrum kosti verður eitthvert misræmi, sem reyndar verður þó ekki meira en þessir 35-40 m milli HJ-55 og WGS84. Þess má geta til gamans að það getur hent menn að setja inn WGS84 punkta sem þeir halda að séu HJ-55 og breyta þeim úr þessum ímynduðu HJ-55 í WGS84! Þá er mismunurinn frá raunverulegum HJ-55 punktum orðinn 70-80 m en raunveruleg skekkja frá því sem viðkomandi heldur að hann sé að gera, er þó ekki meiri en 35-40 m.
Endurkomunákvæmni (hugtak sem var reyndar einkum notað á tímum LORAN-tækjanna) er alveg sú sama, hvort sem notað er HJ-55 eða WGS84.
Kveðja
Sverrir Kr.
11.11.2003 at 19:19 #480064Rétt skal vera rétt.
Skrifaði eitthvað bull hér að ofan, en WGS84 stendur réttilega fyrir World Geodetic System 1984 (eins og Ólsarinn hafði næstum rétt).
Kv,
Lalli"WGS-84 coordinate system is a conventional earth model, established in 1984 from assembled geometric and gravitational data. This model portrays the earth as being ellipsiodal, contradicting former beliefs that the earth was flat".
11.11.2003 at 21:54 #480066Hjörleifur "Lalli"
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta "næstum rétt" er sú árátta enskra lengi vel, að rita latneska "æ"ið með ae, en þeir eru líklega óðum að hverfa frá því og í USA eru þeir víst farnir að hafa fyrir reglu að rita "e" í staðinn, sem er sjálfsagt rökréttara m.t.t. framburðar. Apaði þetta eftir orðabók.
Hinsvegar ætlaði ég aðallega að þakka þeim Sverri Kr. Bjarnasyni og Einari Kjartanssyni fyrir góð svör og skýringar á eðli kortagrunna. Ég ætla allavega að vista þetta í tölvunni hjá mér til uppflettingar seinna, ég er orðinn ansi slæmur með að gleyma með aldrinum.
Bestu kveðjur
gþg
12.11.2003 at 13:50 #480068Sæll enn og aftur.
Já, ekki að spyrja að nákvæmninni. En ég var reyndar að meina það að þú skrifaðir "Survey" en ekki "system". Hitt er að sjálfsögðu jafnrétt hvort sem ae eða e er notað (reyndar finnst mér ameríski rithátturinn oftar en ekki fremur hvimleiður, t.d. gage en ekki gauge, lite í stað light os.frv. Oft gert svo vísitölukaninn geti lært að stafsetja).
Kveðja úr Hafnarfirði,
Lalli.
12.11.2003 at 14:58 #480070Ertu viss um þetta System? Skv. mínum bókum stendur þetta fyrir survey, sem er eiginlega orðið yfir landmælingar, þótt það geti líka þýtt bara könnun. Þetta las ég í handbók yfir eldra GPS tæki, sem ég var með í Hi-Luxinum mínum. Reyndar var tækið japanskt!!
12.11.2003 at 15:12 #480072Sjá:
http://home.online.no/~sigurdhu/WGS84_Eng.html
og
http://www.wgs84.com/wgs84/wgs84.htm
Þar segir m.a. til fróðleiks:
"World Geodetic System 1984 (WGS 84)
WGS 84 is an earth fixed global reference frame, including an earth model. It is defined by a set of primary and secondary parameters:
the primary parameters define the shape of an earth ellipsoid, its angular velocity, and the earth mass which is included in the ellipsoid reference
the secondary parameters define a detailed gravity model of the earth.
These additional parameters are needed because WGS 84 is used not only for defining coordinates in surveying, but, for example, also for determining the orbits of GPS navigation satellites."Svo getur vel verið að þetta sé kallað báðum nöfnunum. Ég á heldur aldrei síðasta orðið heima 😉
Kv,
Lalli.
12.11.2003 at 16:59 #480074Skv upplýsingasíðu Breska ríkisins um GPS kerfið þá er þetta skrifað
World Geodetic System
sjá hér:
http://www.gps.gov.uk/additionalInfo/glossary.aspkveðja
Agnar
12.11.2003 at 18:18 #480076Þetta kennir manni að trúa ekki öllu sem maður les (og sér eða heyrir). Reyndar hef ég það mér til afsökunar, að hvorutveggja getur staðist rök, þykist sjálfur bæði hafa þokkalegan orðaforða í enskri tungu og hafa auk þess aðgang að ýmsum orðabókum og -bönkum. Vegna þess að þetta byggir á landmælingaverkefni, sem virðist hafa lokið árið 1984 og þess vegna muni kerfið kennt við það ár, þá þótti mér þetta ansi trúverðugt þegar ég las það á sínum tíma. Kannski hefur þetta verið rétt einhverntíma er verið breytt í tímans rás, annað eins hefur nú gerst. En nú er þetta sumsé klárt og "Lalli" hafði algjörlega rétt fyrir sér.
kv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.