Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hjólastilling
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.12.2003 at 23:25 #193290
AnonymousSælir mig langaði að vita hvort það sé erfitt að hjólastilla toyotu á 35″ dekkjum eða er best að láta einhvern fagmann gera það? Ef svo hvað kostar að láta hjólastilla? Jólakveðjur latur toyota ótrúlega sæmilegt kvikindi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2003 at 00:21 #482210
Þú mælir held ég akkúrat 120cm á milli stýrisenda á millibilsstönginni. Þá meina ég miðju í miðju.
08.12.2003 at 09:23 #482212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll, Latur
Láttu fagmann gera þetta. Hann hefur öll þau tæki sem þarf að nota. Ég hef verslað við hann Björn Steffensen, núna síðast í sumar og borgaði heilar 6000 þús. krónur fyrir það, þannig að það margborgar sig að versla við fagmanninn.
Hef séð að hann slítur núna fram-dekkjunum RÉTT.
En þú getur örugglega gert þetta sjálfur, en ég efast um að þú náir því rétt með málbandinu einu saman.Kv. Sigurður
08.12.2003 at 09:23 #482214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef nú bara mælt millibilið á milli dekkja fremst og aftast og látið millibilið vera jafn mikið.
kveðja
Hjalti
08.12.2003 at 09:37 #482216
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gjarnan miðað við að bílinn sé örlítið innskeifur, þ.e. að bilið sé örfáum mm minna að framan en aftan.
Kv – Skúli
08.12.2003 at 10:22 #482218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir hann er ekkert að slíta dekkjum hann er bara leiðinlegur í stýri. Er Björn ekki á höfðanum? Tekur hann eitthvað meira fyrir að hjólastilla breytta jeppa eða 35" breyttan??
08.12.2003 at 12:04 #482220Sælir félagar.
Það er rétt sem Skúli segir, gott er að láta millibilið að framan vera örlítið þrengra en að aftanverðu. Þetta er hins vegar bara "neyðarregla", þ.e. gott að vita ef þú beygir eitthvað og ert að reyna að redda einhverju til bráðabirgða. Að mínu viti er þetta dæmigert atriði sem á að láta fagmenn um en ekki vera að vasast í sjálfur. Það er á allan hátt ódýrara og skynsamlegra þegar upp er staðið. Rétt dekkjaslit, betri aksturseiginleikar og síðast en ekki síst meira akstursöryggi.
Þó við séum klárir og getum flest sjálfir, þá felst ekki hvað síst í því að þekkja takmörk okkar og hafa vit á að láta fagmenn um sumt.
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 12:15 #482222Ef að þetta er hásingarbíll eins og ég held þá er ekki hægt að stilla neitt annað en "toe in" á honum. Hringdu í umboðið og fáðu rétt mál á milli stýrisenda og stilltu þetta sjálfur, þetta er ekkert mál ef þú tekur stöngina úr.
Ef að það lagar bílinn ekki í stýri þá ættirðu að skoða togstöngina, inní henni eru gormar og "hálfmánar" sem þurfa að vera í góðu lagi og vel smurðir (kostar undir 2000kr í umboðinu). Ef þú rífur það í sundur skaltu raða hlutunum eins og þeir koma út til að geta sett rétt saman aftur.
Ef að það virkar ekki þá er rétt að skoða kúlurnar á hrútshorninu og arminum á stýrismaskínunni og athuga hvort að þær eru mjög slitnar. Svo er alltaf gott að tjakka bílinn upp til að leita að sliti í hjólalegum og spindillegum.P.s.
Ég ætla að tippa á það að þú þurfir að smyrja í togstöngina og herða uppá hjólalegum.Stjórnlaus kveðja.
Stebbi stýrimaður
08.12.2003 at 12:40 #482224Sælir.
Einfaldasta leiðin til að stilla framhjólabil krefst engra mælitækja, eða þá afar einfaldra. Fyrst fær maður sér snærisspotta og hnýtir hann í dráttarkrókinn. (Það er óhætt að lesa lengra, ég er ekki orðinn mikið vitlausari en ég á að mér að vera.) Síða leggur maður spottann fram með bílnum öðru hvoru megin þannig að hann liggi á miðju afturdekkinu og síðan miðju framdekkinu. Þá segir maður við aðstoðarmanninn: ?Snúðu nú stýrinu þangað til fram og afturdekkin vísa nákvæmlega eins, spottinn snertir framdekkið bæði að framan og aftan á sama tíma.? Og af því hann er sérlega þjónustulipur tekst honum þetta fljótlega. Nú biðurðu hann að ganga aftur fyrir bílinn og gera eins hinum megin. Og þegar spottinn snertir hitt framhjólið sér maður hvernig það vísar. Ef spottinn snertir að framan fyrst er bilið sennilega of vítt og öfugt ef hann snertir fyrst að aftan. Nú er maður auðvitað búinn að lesa sér til hvað ?toe in? eða ?toe out? á að vera og fer í þar til gerðar stilliskrúfur og breytir eftir þörfum Þetta er svo endurtekið þar til allir eru ánægðir og aðstoðarmanninum gefur maður bjór nema maður sé kvæntur/giftur honum. Svoleiðis aðstoðarmenn á að kyssa vel og vandlega fyrir hjálpina.
Og góða skemmtun!
Þorvaldur
08.12.2003 at 13:23 #482226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir og takk fyrir ráðin það er eitt sem mig langar að benda á að ég er nýkominn með gripinn á götuna eftir breytingar, og það er nánast allt nýtt í honum á framan hrútshornið er nýtt stöngin með gormunum sem Stebbi minnist á er eins og ný, stýrisdempari nýr legur í góðu standi eins með spindla og annað að framan. Mig grunar að millibilið hafi eitthvað færst til hann slýtur ekki dekkjum en er leiðinlegur í stýri ég ætla að fara með gripinn til fagmanns og láta hann redda þessu, takk fyrir öll svörin jólakveðja latur, toyota ótrúlega sæmilegt kvikindi.
08.12.2003 at 15:11 #482228
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll aftur, Latur.
Bíllinn minn er á 35" dekkjum og Björn tók 6000 kall. fyrir þetta, eins og ég sagði áðan. Það er skynsamlegt af þér að láta fagmann gera þetta fyrir þig.
kv. sigurður – 112
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.