Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Hjólamenn með læti
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Bolli Valgarðsson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.09.2009 at 12:49 #206310
Flott frétt um hjólamennina á Djúpavatnsleið í gær, er á Vísir og Víkurfréttum.
Enn og aftur sýna hjólamenn á sér rétta hlið ofbeldi og yfirgang, ég hef sjálfur lent í svipuðu, það var fyrir ca 2
árum um haust í Landmannalaugum túristarnir farnir en ég var í dagsferð þangað með túrista, og þegar ég er kominn yfir Sigölduna fer ég að taka eftir hjólaförum á veginum en líka alltaf útfyrir veginn svo kem ég inn í friðlandið við Bjallavað og þar heldur þetta áfram og versnar bara ef eitthvað, og inn við Frostastaðavatn höfðu
þeir tætt upp í mosabrekkur og sjást förin enn eftir þá, svo kem ég inn í Laugar og viti menn þar eru hjólamennirnir og ég gat nú ekki stillt mig um að benda þeim á að ekki væru nú falleg förin upp allar hlíðar eftir þá
og viti menn mér var sagt að halda kjafti ellegar ég hlyti verra af en þá komu ferðamennirnir mínir til mín 4 karlmenn þá stukku vinirnir á hjólin og tættu í burt og þegar ég fór til baka þá sá ég spólförin eftir þá til austurs.
Og ég hef heyrt fleiri frásagnir í þessa veru, og svo eru hjólamenn hissa á að þeir séu litnir hornaugum, ég veit að ekki er hægt að dæma alla hjólamenn eftir þessu en alltof marga.
kveðja Helgi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.09.2009 at 12:59 #656366
já þetta eru skrítnar myndir inná vísi af skemmdunum sem þessir hjólamenn eru sagðir hafa valdið á einhverri bifreið ég er ekki alveg að skilja hvað hefur verið í gangi þarna en ég vona að hjólamenn verði ekki dæmdir útaf þessari frétt sem er vægast sagt frekar furðuleg……..
Kv Ak
07.09.2009 at 15:10 #656368Nú er ég ekki með neinu móti að skilja út á hvað innlegg Helga gengur út á, nema helst að hann sé að fá útrás fyrir 2ja ára innibyrgða reiði og koma af stað einhvers konar illindum.
Hann má ekki gleyma því að hann sjálfur tilheyrir tveimur stórum hópum sem að eru einmitt litnir hornauga oft á tíðum að ósekju eftir einmitt samskonar fréttaflutning sem oft gengur frekar út á að selja frétt eða sögu heldur en sannleikann. Og ef að honum finnst það allt í lagi þá er það bara í samræmi við hans innlegg og ekkert við því að segja.
07.09.2009 at 16:27 #656370
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alltaf á að saka mig um að byrja illindi góða Stefanía en mér sýnist nú að það sé þin deild ekki minna en mín eftir að lesa ýmislegt frá þér, ég hlýt að mega byrja þráð um efni sem mér er hugleikið eða verð ég að spyrja þig Stefanía, og ég vissi ekki að ég mætti ekki skrifa um mótorhjólamenn hérna, kemur það eitthvað við þig góða mín? og hér hefur áður verið rætt um mótorhjólamenn og þeirra gjörninga, ef þú lest vísi.is þá sérðu hvað ég meina.
Og Sweet ert þú tjónamatsmaður? ég get ekki skilið hversvegna þú tortryggir þessar myndir, ertu að saka
bíleigandann um eitthvað misjafnt? ég hinsvegar eftir mína reynslu trúi alveg að þeir hafi skemmt bílinn trúlega eftir að bíleigandinn fann að akstri þeirra þarna, þeir hljóta að gefa sig fram ef farið er með rangt mál þarna
og verið að saka þá um eitthvað sem þeir eiga ekki.
Og aftur Stefanía bílförin á hálendinu td. fjallabaki eru mestmegnis eftir erlenda ferðamenn því miður og þetta veit ég fyrir víst því að ég vinn við að keyra ferðamenn og ætli ég hafi ekki verið svona 3 til 4 sinnum í viku á þessu svæði í sumar og sá til ferðamanna þar sem þeir voru að fara út úr slóðunum.
kveðja Helgi
07.09.2009 at 17:24 #656372Mér var nú hugsað til þess þegar ég sá þessa frétt að það er mikil blessun fyrir 4×4 að vera ekki í þeirri stöðu að þurfa að berjast fyrir rétti hjólamanna. Eins og Helgi reyndar tekur skýrt fram er ekki hægt að dæma alla hjólamenn út frá vitleysingunum, en það eru hins vegar alltof margir í þeim hóp sem virðast einsetja sér að spilla fyrir þeim málstað sem hjólamenn eru að reyna að ná fram. Þetta er ekki bara skemmdarverk á bílnum og á náttúrunni því þetta er líka skemmdarverk á málstað hjólamanna. Hvernig á að vera hægt að samþykkja að hjólin fái að keyra einstigi þegar gjörsamlega ábyrgðarlausir vitleysingar eru svona áberandi. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvernig það myndi enda. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið á síðustu árum þó svo þetta sé óvenju gróft. Svo eru fjölmörg dæmi svipuð því sem Helgi lýsir sem ekki rata í fjölmiðla en sjá til þess að hjólmenn safna andstæðingum í stað stuðnings. Ég vill meina að sú mikla umræða á síðustu árum um utanvegaakstur og nauðsyn þess að banna allan akstur á tilteknum svæðum þannig að einhvers staðar sé hægt að vera laus við vélagný, hafi í raun afskaplega lítið með okkur jeppamenn að gera heldur stafi fyrst og fremst að mikilli aukningu hjólaumferðar. Þetta hins vegar kemur til með að bitna á okkur. 4×4 er í fjölda ára búið að berjast fyrir ferðafrelsi og alltaf hamrað á því að frelsi fylgi ábyrgð og íslenskir jeppamenn upp til hópa skilja það, þó sjálfsagt megi finna undantekningar. Það er hábölvaður andskoti hvað óábyrg notkun torfæruhjóla á síðustu árum er að grafa undan þessu frelsi. Ég ætla því að vona að jeppamenn fari ekki að stökkva til hér og verja þessa menn og reyndar er ég nokkuð viss um að forystumenn samtaka hjólamanna falla ekki í þá gryfju.
Kv – Skúli
07.09.2009 at 18:26 #656374Fréttin minnir mig á aðra frétt fyrir ekki svo mörgum árum þegar einhverjir krossarar veittust að manni á áttræðisaldri með hrindingum og hótunum þegar maðurinn var að setja út á að þeir væru að hjóla í landi hans norðan við Reykjanesbæ. Það þarf ekki Albert til að setja það í samhengi hver atburðarásin hefur líklega verið þarna í gær.
07.09.2009 at 19:23 #656376Samkvæmt fréttinni á Vísi.is er greinilega ekki um hjólamenn að ræða heldur aumingja sem eru vísvitandi að eyðleggja og skemma líkt og þeir sem brjótast inn í patrola okkar félagsmanna.
Það er vonandi að lögreglan hafi hendur í hári þessara manna og þeir sem hafi hugmynd um hverjir voru þarna á ferð bendi á þá.Það verst við hjólasportið er að mikið er af óþroskuðum einstaklingum sem hafa ekki vit á því sem þeir eru að gera.
Ég vona að félagsmenn F4x4 dæmi ekki alla hjólamenn út frá gjörðum þessara manna því það er orðin mikil vakning allavega hér fyrir norðan fyrir sportinu og meðferð á nátturunni.Pétur R. Hjóla, sleða og jeppamaður.
07.09.2009 at 19:41 #656378sjálfur er ég hjóla og jéppamaður
þessar myndir af skemdum á þessum bíl eru nú eitthvar undarlegar ég er nú talin vera nokkuð stór og mykill og efast ég stórlega um að ég gæti gert svona tjón með því að sparka í hann þótt að ég væri í krosstígvélum mér finst þétta frekar vera tjón sem hefði getað skapast á því að bíllinn hafi verið að reyna að taka lögin í sínar hendur og keyrt í veg fyrir hjól og þetta séu skemdir eftir standpetala hjólsins ég hef sjálfur tvisvar orðið fyrir samskonar (morðtilraun) í báðum tilvikum var ég hundrað prósent löglegur og í rétti.
í ferð slóðavina sem var farin fyrir stuttu horn í horn reyjanes-langanes ókum við veg nálægt þorlákshöf var einn okkar (aldursforsetinn 74 ára) þvingaður útaf veginum af konu sem sagði að þarna væri reglulega hestaumferð var þessi leið ekki merkt á neinn hátt sem hestastígur né vegur og engir herstar sjánlegir. ég mundi vilja sjá báðar hliðar á þessu máli áður en ég færi að hrauna yfir alla hjólamenn
07.09.2009 at 23:03 #656380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er óheppileg staðreynd að fábjánar eiga og nota krossara.
Frúin lenti í því í fjörunni við Vogastapa, þar sem hún var að viðra hundana, að tveir einstaklingar mættu á svæðið og fóru að atast í hundunum á hjólunum. Þegar hún loksins náði sambandi við þá gerðu þeir ekki annað en að rífa kjaft, enda um pabbastráka að ræða sem örugglega hafa ekki þurft að taka neina ábyrgð til þessa.
Þetta er eitt af mörgum dæmum um framferði einsaklinga sem eiga það eitt sameiginlegt með alvöru hjólamönnum að nota tvíhjóla farartæki.
Miðað við framferði þessara krakkafjanda kemur mér ekkert á óvart varðandi umræddan bíl. Því miður.
Getur hugsast að þessir einstaklingar haldi að þeir séu algerlega ósnertanlegir þegar þeir eru á númerslausum(ég er ekkert á móti númerslausum krossurum sem slíkum) tækjum og með hjálma sem gera þá illþekkjanlega? Það kæmi mér ekki mikið á óvart og gæti skýrt vöntun á meðvitund þeirra um afleiðingar….ásamt ofdekurs-pabbastráka-heilkenninu auðvitað sem hefur sömu einkenni.
Ég er ekki hjólamaður sjálfur(ennþá), en hefði ekkert á móti því að hafa efni og tíma til að fara útí það sport. Ég vil bara taka það fram til að hafa það alveg á hreinu að ég hef ekkert á móti mótorhjólum/krossurum sem slíkum né heldur þeim sem nota þessi tæki á sæmandi hátt.
kkv
Gr´´imur
07.09.2009 at 23:31 #656382Fyrir rúmri viku fór ég inn í Landmannalaugar og hafði þá ekki komið það langt inneftir frá því í júní. Þegar ég keyrði austur hraunið frá Tjörvafelli blöstu við för eftir mótorhjól beint upp hlíðina á móti og önnur daufari til hliðar líklega niðurferðin. Þessi för voru ekki þarna í fyrrahaust ,en í júníferðinni átti ég í vök að verjast einmitt þarna að mæta hóp af hjólum á mikilli ferð ausandi möl í allar áttir svo að förin gætu hafa verið komin. Ég hefði ekki viljað vera á fínum bíl í þessari grjótdreyf. Mér finnst líka sumir fjórhjólamenn mættu aðeins slá af við mætingar þar sem gróf dekkin spæna mölina yfir bíla sem þeir mæta. Ég kann því miður ekki að setja myndir hér á spjallið en myndir sem ég tók af förunum eru á facebook í myndasafni á Vinir Landmannaafréttar,Veiðivatna og fl. Kv. Olgeir
08.09.2009 at 10:59 #656384Ég var beðin um að koma þessu innleggi á framfæri fyrir hann Jakob Þór hjá slóðavinum ( http://www.slodavinir.org ).
Öll gagnrýni er af hinu góða, en hún verður þó að vera sanngjörn. Jeppamenn verða að gera sér grein fyrir því að þegar grjóti er hent úr glerhúsi þá mun glerið brotna. Því kvet ég alla þá sem halda að mótorhjól séu svona vond tæki og valdi svo miklum spjöllum að fara upp á hálendi um helgina og mæla öll hjölför sem liggja utan vega á Sprengisandi og Fjallabaki . Eftir helgi skulum við svo skoða samanburð jeppa og mótorhjóla. Ég held nefnileg að við séum á pari. Einnig væri gaman að bera saman hávaða í stórum jeppa og venjulegu enduróhjóli. Við gætum líka skoðað mengunina. Kannski við ættum bara líka að skoða drykkjusiði á fjöllum yfir vetratímann og svo væri gaman að kryfja ástæðu þess að búið er að loka nær öllum skálum á hálendinu vegna þess að þeir eru lagðir í rúst í skjóli nætur. Það eru alltaf svartir sauðir í öllum hópum og þeir sverta okkur hin líka sem teljum okkur heiðvirkt og skynsamlegt ferðafólk.
Félagar í 4×4 hljóta að sjá að þessir tveir hópar eru að berjast fyrir því sama, þ.e. auknu frelsi til að aka. Með andvaraleysi og ósamstöðu gætu farið svo að mikið af þeim leiðum sem í dag eru opnar eða á gráu svæði verði lokaðar. Menn verða að sína smá þroska þegar fréttamiðlar byrja að klæmast um utanvegaakstur líkt og sjá mátti varðandi Reykjanesið um helgina. Ég læt hér fylgja kort sem gefið var út hjá Landmælingum 1955, en þar sért greinilega að þessi meinti utanvegaakstur fór fram á gamla veginum undir Núpshlíð (fyrir miðri mynd). Vel þekkt leið sem mikið er ekin. Hvað varðar skiltið sem lokar leiðinni má benda á að Fólkvangurinn reyndi að loka þessu svæði fyrir akstri hér fyrir nokrum árum, en þeir gleymdu að taka mið af því að menn hafa ekið um þessa slóða í meira en 50ár, upphaflega á jeppum, en nú seinustu árin meira á tví- og fjórhjólum. Það eru tugir ef ekki hundruð hjóla sem fara þessa slóða í hverri viku, og á vorin og vetrum er þetta eitt af aðal hjólasvæðum þeirra sem búa á SV-horninu. Þessir slóðar eru hluti af stóru slóðaneti sem liggur um Reykjanesið og því voru aðgerðir fólkvangsins algerlega óskiljanlegar, sérstaklega vegna þess að þær voru teknar einhliða og ekkert samráð haft við þá sem voru að notast við þessar leiðir, hvorki hestamenn, jeppamenn né hjólamenn. Það er svona sem ríkið og stofnanir vinna. Blaðamenn bæta svo gráu ofan á svart með því að egna hópum saman í von um blóð og slagsmál. Mér sýnist á þessu spjalli að það sé að takast.
Jakob Þór[attachment=0:3nb4m9p6]nupshlid.jpg[/attachment:3nb4m9p6]
08.09.2009 at 16:25 #656386Nú veit ég og sjálfsagt fæstir aðrir neitt um málsatvik í þessu tiltekna máli, Jakob virðist þó vita hvar þeir voru að keyra. Enda kom ekkert fram í fréttinni annað en að grunur væri um utanvegaakstur. En þetta einstaka tilvik skiptir kannski ekki öllu máli þó svo sú lýsing sem komið hefur fram af því gangi fram af flestum. Nú veit ég ekki hvort það beri að túlka þennan pistil Jakobs þannig að Slóðavinum finnist bara allt í lagi það sem hefur verið að gerast á Reykjanesinu síðustu ár. Efast þó um að svo sé, allavega miðað við fyrri kynni af hjólamönnum. Mér finnst það allavega ekki og er ábyggilega ekki einn um það. Stærsta eða alvarlegasta hættan sem stafar að ferðafrelsinu er ekki stjórnsýslan eða fjölmiðlar eða yfir höfuð utanaðkomandi þættir. Hún liggur í hegðun og umgengni þessara ferðahópa sjálfra og ekki síður því að loka augunum eða þræta fyrir þau vandamál sem eru í gangi.
Það er auðvitað rétt að jeppamenn og hjólamenn eiga að nokkru leiti samleið í sinni hagsmunabaráttu. Þó kannski ekki í AUKNU frelsi til að aka heldur að viðhalda núverandi ferðafrelsi. Ég hef allavega ekki skilið baráttu jeppamanna sem baráttu fyrir nýjum landvinningum í þeim efnum heldur að sporna við því að góðum og gildum leiðum sé lokað. Samstarf um þessi mál þarf þó að vera unnið af sæmilegu raunsæi og án þess að málstaður þessara aðila hljóti skaða af.
Kv – Skúli
08.09.2009 at 17:33 #656388Jakob Þór bendir réttilega á það leiðindadæmi þegar ferðafélögin sem eiga flesta hálendisskálana læstu sínum húsum þegar ekki er gæsla í þeim. Ástæðan var jú sú að nær allt ferðafólk á vetrum stóð ekki skil á gistigjöldum og einhverjir gengu líka illa um. Það vita nátturulega flestir að þetta ferðafólk voru jeppamenn og snjósleðamenn. Eitthvað um göngufólk líka. Afleiðingin var jú sú að þessum skálum var lokað sem er mjög slæmt fyrir ferðafólk almennt og mikið óhagræði af því eins og þeir þekkja sem ferðast um hálendið á öllum árstímum. Ég man eftir því að á sínum tíma að ferðafélögin beindu tilmælum til jeppa og sleðamanna sérstaklega að þeir myndu breyta sínum háttum svo ekki þyrfti að koma til að hálendisskálum yrði læst. Á það var ekki hlustað að neinu mæli og afleiðingarnar þekkja menn. Ég heyrði það að eftir einn veturinn þá var 300 kr. í gistibauknum í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en allt gasið búið og olían líka og tölverð vinna að þrífa skálann eftir veturinn. Ennþá horfir ferðafólk ekki á heildarmyndina, í þetta sinn vélhjólamenn, og aftur er svipað að gerast nú en ekki er það skálum sem á að fara loka í þetta skiftið heldur heilu landssvæðunum og slóðum fyrir umferð vélknúinna ökutækja.
09.09.2009 at 10:54 #656390
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
einkennilegt innlegg frá honum Jakobi….. megum við semsagt ekki ræða utanvegarakstursmál vélhjólamanna af því að utanvegaakstur er vandamál meðal jeppamanna líka? og ég skil ekki alveg þetta með að fara upp á sprengisand og mæla för eftir vélhjól vs bílför….. réttlætir það eitthvað utanvegaakstur vélhjóla ef þeir hafa skilið eftir sig færri för…. það leisir ekkert málið ef við segjum bara hvorum öðrum að halda kjafti og við séum bara að henda steinum úr glerhúsi…. utanvegaakstur er utanvegaakstur, sama hver á í hlut og verst finnst mér stundum að hestastóð skuli ekki vera tekin með í reikninginn líka en það virðist vera ofurviðkvæmt mál.
F4x4 má eiga það að er verið að reyna að gera eitthvað í málunum, uppsetning skilta, stika leiðir og upplýsingaöflun (með þessu er ég ekki að réttælta utanvegaakstur svörtu sauðanna)
Kv.
Óskar Andri
R-3237
09.09.2009 at 11:12 #656392Tók þetta af morgan.is.
Sagan er ekki eins og hér hefur verið sagt. Mennirnir sem voru þarna voru á slóða sem sést bara ekki á þessari mynd, þeir voru á götuskráðum enduro hjólum … Mér skilst að þeir séu búnir að fara til lögreglunar en bílinn ók utan í einn manninn á hjólinu.Ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að gera til að stöðva okkur mótorhjólamennina, fólk farið að keyra á okkur, eins gott að vera með augun opin.
Kannski að fólk ætti nú að anda með nefinu áður en það fer að æsasig úti allt og alla. Á maður ekki núna að segja að allir sem eiga og aka fólksbílum sé hálfv…… eða kanski bara þeir sem eiga gráa bíla.
Kv Jeppa og hjóla maðurinn
10.09.2009 at 22:00 #656394Ég er búinn að stunda útivist í líklega hátt í 30 ár, hef starfað sem land- og skálavörður víða um land og þessi umræða sem hér fer fram er ekki ný af nálinni. Einu sinni voru þetta hestamenn sem tröðkuðu út mosa og fóru fullir um landið. Einu sinni voru þetta jeppamenn sem óku utan vega og fóru fullir um landið. Einu sinni voru þetta vélsleðamenn sem fóru með hávaða um landið og "trufluðu" alvöru útivistarfólk og jú þeir voru oftast fullir líka. Einu sinni voru það göngumenn sem bögguðu alla og vildi meina að þeir einir mættu ferðast um landið.
Svona árekstrar og umræður eru því uppi á yfirborðinu annars lagið. Sem betur fer er það nú þannig að langstærsti hluti allra ofangreindra aðila er fólk sem virðir landið, virðir reglur og náttúru og virðir aðrar tegundir útivistarhópa. Nudd á milli mismunandi tegunda útivistarhópa er þekkt um allan heim og t.a.m. sérstaklega tekið fyrir í námi við ferðamálafræði við amk einn háskóla hér.
Ég þekki Jakob Þór mjög vel, hann er jarðfræðingur og björgunarsveitarmaður og er toppdrengur sem mundi aldrei skemma land né verja þá sem slíkt gera.
Svona umræða er góð og gild og í raun nauðsynleg til að ná framförum og auka vitund allra sem ferðast um náttúruna og um leið og virtir aðilar eins og 4×4, Slóðavinir og fleiri taka saman höndum og vinna saman að betri ferðahegðan færumst við mörg skref fram á við.
Ferðumst saman…það er svo gaman
11.09.2009 at 00:09 #656396
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þar sem ég er nánast alinn upp á syðri helmingi Kjalvegar hef ég séð hitt og þetta í gegn um tíðina.
Einusinni var afar venjulegt að sjá spólför eftir jeppa upp um alla hóla nálægt vegum, kringum 1990 eða svo. Smám saman dró úr því, að öllum líkindum vegna áróðurs 4×4 og almennrar umhverfisvitundar jeppamanna þar með. Þessi þróun er að endurtaka sig meðal hjólamanna að hluta til þar sem þetta eru ekki sömu einstaklingarnir(nema að litlu leyti).
Það sem við eigum að gera er að miðla samtökum hjólamanna af því sem vel hefur tekist í áróðri meðal jeppamanna. Hagsmunirnir eru augljóslega sameiginlegir að miklu leyti.
Jafnframt er ekki úr vegi að nota einmitt dæmi um það sem vel hefur tekist í starfi 4×4 sem vogarafl þegar herjað er á okkur í fjölmiðlum. Á jákvæðan hátt er trúlega hægt að koma því á framfæri að "bannfæringar" hafa tiltölulega lítil, og mögulega skaðleg áhrif þegar allt kemur til alls, á meðan að upplýsingar og áróður geta til langs tíma gert mjög mikið.
kkv
Grímur
11.09.2009 at 21:00 #656398Auðvitað er það misjafnt eftir landshlutum og líka eftir fólki hvernig þeir hegða sér, sem ferðast á hinum ýmsu tegundum farartækja. En eitthvað grunar mann að það sé ákveðin hysteri í gangi gagnvart hjólafólki. Nú með hækkandi verði á öllum sköpuðum hlutum, þegar jeppar eru orðnir déskoti dýrir, dýrt að útbúa þá til ferðalaga og eldsneytið orðið fokdýrt, þá fara margir að horfa til annarra leiða til að fullnægja ferðagleðinni. Hjólin verða þá valkostur margra, enda til muna ódýrara að ferðast á þeim og það er lítill vafi að þótt á þeim sé ekkert skjól fyrir veðrum, kemst hjólafólk ansi nærri náttúrunni. Það er nú svo að ekki geta allir hlaupið og gengið yfir holt og hæðir og þá spyr maður hvort banna eigi því fólki með öllu að ferðast um landið? Ég, sem þessar línur rita, á ekki hjól og eiginlega ekki jeppa lengur. Lappirnar farnar að bila og getan til að ganga biluð þar með. Mig langar óskaplega til að fá mér fjórhjól til að ferðast á og kannski getur maður það einhverntíma. Ég óttast þó talsvert eins og umræðan er að þróast á ýmsum hópum að sú ríkisstjórn, sem nú situr, muni banna notkun allra ámóta farartækja. Það væri ekki góð staða að vera nýbúinn að fjárfesta í slíku farartæki en mega ekki nota það.
11.09.2009 at 21:20 #656400Jónas Guðmundsson er búinn að segja allt sem segja þarf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.