This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Halló.
Ég er að lesa ferðamálafræði í HÍ og er að fara gera litla ritgerð ásamt nokkrum félögum mínum og okkur datt í hug að það væri einhver hérna sem gæti liðsinnt okkur.Námskeiðið sem ritgerðin er í heitir Hjátrú og er kennt við Þjóðfræðiskor. Þetta námskeið fjallar ekkert endilega bara um hjátrú, þó svo það heiti það, heldur líka ýmis konar siði og venjur sem fólk viðheldur og hefur trúað á í gegnum tíðina, bæði hérlendis og erlendis.
Efni ritgerðarinnar er hjátrú tengd ferðalögum. Reyndar er mér hálfilla við að tala um hjátrú þar sem fæstir vilja viðurkenna það að vera eitthvað hjátrúarfullir og mér líkar því betur að tala um siði og venjur og jafnvel einhvers konar hefð (?). Ég hef líka orðið vör við það að fólk hugsar ekki endilega um siði og hefðir sem það viðhefur í ferðum sínum sem hjátrú. Mér t.d. datt strax í hug Beinakerlingarnar Bláfellshálsi og Kaldadal þar sem ferðafólk setur steina í vörður til ferðaheilla. Og maður hefur heyrt að ferðin gangi ekki vel sé það ekki gert. Við erum að leita að fólki sem veit um (eða trúir á) einhver atriði sem tengjast þessu efni.
Það er án efa einhver sem lumar á einhvers konar upplýsingum sem hann gæti bent okkur á og yrðum við afar þakklát fyrir það. Það hefur ekki verið mikið fjallað um þessa hlið á ferðalögum, enda er hún undir yfirborðinu. Þar að auki er sinn siður í landi hverju
Með von um góð viðbrögð,
Eyrún Bjarnadóttir eyrunb@hi.is
You must be logged in to reply to this topic.