Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Hjálparsveit 4×4
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.05.2005 at 18:43 #195931
Sælir félagar
Fastur spurði út í kostnað varðandi björgun á bíl, jú það er tilfellið að eigandi bílsins þarf að borga olíu og eða bensínkostnað. Vinnan er unnin í sjálfboðastarfi.
Við áttum okkar fyrsta fund í morgun en sá fundur var með umferðarfulltrúum Landsbjargar, en þeir ætla að vera á hálendinu í sumar og vilja fá samstarf við okkur sem er bara gott mál. Einnig sátu þennan fund stjórnarmenn 4×4.
Þið munuð heyra meira af þessu síðar.
kveðja gundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.05.2005 at 19:01 #522508
En hvernig er það ef það bilar eitthvað hjá manni sem er í björgunarleiðangri, hver ber kostnaðinn sem hlyst þá af því þ.e.a.s að koma bílnum til byggða og viðgerðarkostnað og annan tilfallandi kostnað sem hlyst af því?
Kv
Snorri Freyr
12.05.2005 at 19:42 #522510Sæll Snorri Freyr
Það er til fordæmi fyrir því í klúbbnum okkar að tjón sem verður á bíl hjálparsveitarmanns er bætt ef að hægt er að sýna fram á að það hafi orðið við björgun á bíl meðlims í 4×4.
kveðja gundur
19.05.2005 at 14:53 #522512Mér þætti gaman að vita hvaða fordæmi það var sem þú nefnir, var það kannski þegar patrol var sóttur upp á kjöll af Vidda og co. ég hélt nefnilega að klúbburinn taki fyrir allt svoleiðis enda er hann ekki tryggður fyrir slíku. Það má kannski fara og skoða þau mál ofan í kjöl og ath hvað hjálpasveitir gera með sínar tryggingar.
19.05.2005 at 15:13 #522514Ég veit að ef þú kallar út björgunarsveitir þá taka þær EINGA ábyrgð á þínum bíl. Segjum t.d. að spotti slyttni þá er tjónið sem verður á þínum bíl, alfarið þinn hausverkur en þú berð heldur enga kostnað af bilunum og tjónum sem verður á björgunarsveitarbílum.
Kv
Snorri Freyr.
19.05.2005 at 15:38 #522516Athyglisvert með að björgunarsveitirnar taki ekki ábyrgð á þínum bíl. Auðvitað á þetta að vera þannig, en venjulega er þetta ekki þannig. Mörg dæmi um að menn hafi lent í slæmu tjóni vegna hjálpsemi sinnar.
Sem kunnugt er hefur hjálparsveitin ekki lent í mörgum útköllum á síðustu árum og því ekki reynt mikið á þetta. Það er kannski búið að taka hring á þessari umræðu einhvern tíman, en svona hlutir þurfa að liggja fyrir og vera ákveðnar vinnureglur.
Kv – Skúli
19.05.2005 at 17:54 #522518Það þarf að taka þetta málefni til umræðu þannig að félagsmenn viti hvað það þíðir að hringja í hjálparsveit 4X4. Við verðum þá að hafa eitthvað með fjölda bíla, tegund bíla osf. að gera, því það fer eftir þörfinni hversu öflug sveitinn er sem send er eftir manni. Við höfum nefnilegann annan kost en það er að hringja í landsbjörg.
kv. vals.
19.05.2005 at 18:00 #522520Það er líka kostur við að hringja í lansbjörg og hann er að þú þarft ekki að greiða fyrir aðstoð þaðan.
Þannig að nú spyr ég. Er hjálparsveit F4x4 ekki að verða úrelt?
Kv
Snorri Freyr
19.05.2005 at 19:23 #522522smá innlegg í umræðuna…
ég hef lent í því að bíll af ónenfdri sort bilaði upp á kjalvegi.
fraus á oliukerfinu. Þannig að ég hringdi í björgunarsveitina
á Blönduósi og sagði þeim stöðuna.Svarið var eitthvað á þessa leið. við getum sótt þig já.
það kostar 20.000 kr(þurfti að draga bílinn frá Hveravöllum
niður í virkjun. þar fór hann inn og var fínn morguninn eftir)Sem er auðvitað bara sjálfsagt mál í svona tilfellum.
En ágætt að menn viti af þessu.kv
bc
19.05.2005 at 19:51 #522524Ég varð fyrir því óhappi í vetur að missa bílinn minn hálfan ofaní Sandkluftarvatn og þurfti að hringja á aðstoð því að enginn að þeim bílum sem voru með mér komust að mér(var að keyra meðfram vatninu). Tintron menn úr Grímsnesi komu með Högglund og Cruiser til að ná í mig og var það um nótt og tóku ekkert fyrir það.
það er greynilega misjafnt hvað björgunarsveitirnar gera, svo gæti líka verið spurnig um hvað er björgun og hvað er aðstoð.Kv
Snorri Freyr.
20.05.2005 at 01:23 #522526Starf björgunarsveita virkar stundum eitt vanþakklátasta starf sem um getur. Í minni gömlu sveit var af gefnu tilefni til plagg sem þeir jeppamenn sem voru aðstoðaðir voru beðnir um að skrifa undir enda björgunin unnin í samráði við bíleigandann. Það var gert til að fyrra björgunarsveitina ábyrgðar á óhöppum.(ath. óhapp er annað en gáleysi) Það væri geðslegt fyrir björgunarsveitirnar að fara í sólarhring á fjöll til að sækja bíl sem er fastur í krapa eða á, ferðin kostar í beinan kostnað helling í olíu og svo vinnutapi manna sem í mörgum tilfellum þekkja hinn fasta ekki neitt,fara bara til að hjálpa, svo slitnar spotti eða eitthvað gerist við björgunina og þá á líka að fara að senda sveitunum reykning.Hins vegar verður alltaf erfitt að greina á milli björgunar og aðstðoar nema að um mannslíf sé að tefla eða ekki. Er ekki sami bjánaskapur að keyra ofan í krapa eða á og að gleyma að setja ísvara á bílinn?( Þetta eru bara dæmi hér á undan, ekki er verið að skensa einn eða neinn.) Nei menn eiga að fá björgunarsveitir S’ER til aðstoðar en bera ábyrgð á björgunninni ef þeir eru á staðnum sjálfir.
20.05.2005 at 01:29 #522528Ef ég man rétt var þetta rætt fyrir nokkrum mánuðum á gamla, góða vefnum okkar (snökt…).
Þá komu fram þær upplýsingar að björgunarsveitum er heimilt að setja upp gjald ef um hreina og klára aðstoð er að ræða. Gott ef það sama var ekki sagt gilda um eignabjörgun – en leit og björgun að fólki er eitthvað sem engum björgunarsveitarmanni eða -konu dytti nokkurn tíma í hug að rukka fyrir.
Ég þekki aðeins til björgunarsveitarfólks og fullyrði að þorri þessa ágæta fólks er í þessu sjálfboðastarfi fyrst og fremst af hugsjón. Félagsskapur og ferðamennska er í öðru og þriðja sæti því að það endist enginn í svona starfi út á það eitt.
Sveitirnar lifa nær eingöngu á flugeldasölu (80% af rekstrarfé sveitar sem ég þekki vel til kemur í kassann eftir hádegi á gamlársdag) og greiðslum fyrir gæslustörf og þess háttar. Ríkisstyrkurinn fer aðallega í landssamtökin, útgáfu, fræðslu og fleira.
Þetta þýðir að allt björgunarsveitarfólk verður að eiga sinn búnað sjálft. Ekki aðeins útivistargallann, hjálminn, höfuðljósið, skóna og vettlingana, heldur allan pakkann – allt niður í GPS tæki, áttavita, vasaljós, snjóflóðaýla, bakpoka, nesti o.s.frv.
Þetta þekkist hvergi annars staðar í heiminum svo ég viti til og samt erum við með starfhæfa björgunarsveit í nánast hverju krummaskuði yfir gjörvallt landið. Þetta eigum við að þakka fyrir.
Þegar sveitin frá Blönduósi var kölluð út og bauð aðstoð gegn gjaldi grunar mig að það boð hafi stafað af nauðsyn einni – en ekki af því að sveitin hafi verið í einhverri gróðavon. Blönduós er ekki stórt sveitarfélag og því varla mikið um flugeldasölu eða gæslustörf.
Því hefur kannski verið lítið í kassanum og til að forða sveitinni frá gjaldþroti hefur verið ákveðið að rukka fyrir olíu og tækjaslit þegar um aðstoð er að ræða – til að það sé eitthvað eftir í kassanum þegar kemur að leit og björgun (svo það sé allavega hægt að tanka áður en lagt er af stað).
Sveitirnar eru ekki ríkisrekin batterý sem "eiga" að hjálpa okkur. Þær gera það af því að þær vilja það og mér finnst hreinlega ekkert óeðlilegt að taka þátt í kostnaðinum þegar um aðstoð er að ræða – rétt eins og maður býðst til að borga olíuna ef maður hringir í félaga sinn til að ná í sig upp á fjöll.
Eða hvað?
EE.
20.05.2005 at 08:37 #522530Er 20 þúsund kall ekki smáaurar ? Það kostar um 5 þúsund kall að keyra með nokkrar spýtur milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þykir ekki tiltökumál … þ.a. ræsa menn frá hverju sem þeir eru að gera þá stundina, skella þeim í galla og af stað – mér þykir ekki mikið að greiða smávægilega þóknun fyrir viðvikið (olíukostnað, nesti og eitthvert slitgjald á nýju skónum).
En eðlilegt er að f4x4 hjálparsveitin hefði skýrar reglur um hvernig ber að kalla hana til, drög að verðskrá (t.d. sumar- og vetrargjald) og sjálfsagt að menn kvitti upp á skjal þar sem hjálparsveitarmenn eru fyrrtir ábyrgð gegn óhöppum – þeir eru jú að koma að hjálpa og mega ekki lenda í þeirri óþægilegu stöðu að t.d. án ásetnings slitni spotti og skemmi út frá sér og þeir sitji uppi með skemmdan spotta og reikning frá þeim sem situr í "einvherju".
En að leggja hjálparsveit 4×4 niður þætti mér miður.
Siggi
20.05.2005 at 09:26 #522532Eins og Eina Elí segir þá er gerður greinamunur á aðstoð og björgunarútkalli. Þegar sveitirnar eru kallaðar út til að losa fastan bíl eða slíkt er bara sjálfsagt að greitt sé fyrir að lágmarki útlagðan kostnað. Ef líf og limir eru í hættu erum við hins vegar komin að því sem er meginhlutverk sveitanna og þá er ekki spáð í kostnað.
Hjálparsveitin okkar hefur ekkert með þetta seinna atriði að gera, hún er ekki björgunarsveit og hefur ekkert að gera í slíkt. Ef hins vegar þarf aðstoð við að koma bílum niður af fjöllum, koma með varahluti eða annað slíkt er hægt að nýta hana. En það er líklega alveg rétt að það væri gott mál að setja skýrari vinnureglur fyrir sveitina.
Kv – Skúli
20.05.2005 at 12:06 #522534EIns og einhverjum er eflaust kunnugt þá þurfti ég að geyma bílinn minn í nokkra daga uppi á Vatnajökli um síðustu áramót.
Þegar svo kom að því að sækja hann leit út fyrir að einn góður dagur á milli lægða gæfist til að komast upp á jökul og niður aftur – þegar bíllinn var skilinn eftir var færið þannig að 44" bílar með lóló og allt læst komust vart áfram.
Þess vegna ákvað ég að taka enga sénsa og fékk Björgunarsveitina Árborgu á Selfossi til að fara með mér á snjóbíl að sækja bílinn – við lögðum af stað frá selfossi um miðja nótt , ég og Jóhannes og þrír menn frá Árborgu á vörubíl með snjóbíl á pallinum. björgunarferðin var í alla staði vel heppnuð og sem betur fer komst bíllinn minn undir eigin vélarafli til byggða en ef það hefði ekki verið hefði án efa reynst þungt fyrir bíla að draga hann og snjóbíll því verið nauðsynlegur við þessar aðstæður. þessi ferð tók okkur 24 tíma.
Þannig að þarna voru 3 menn sem þekktu mig ekkert með milljóna tæki í 24 tíma að aðstoða mig. Það hvarflaði að sjálfsögðu aldrei að mér annað en að ég myndi greiða þessum mönnum fyrir vinnuna og tækin og gerði ég allt eins ráð fyrir að þetta myndi kosta mig á annað hundarð þúsunda. Það reyndist hins vegar ekki raunin – þeir vildu enga greiðsu aðra en útlagðan kostnað sem var 27 þúsund krónur og þökkuðu mér fyrir tækifærið til að komast og æfa sig án kostnaðar.
Það að geta fengið aðstoð vel þjálfaðara og reyndra manna á öflugum tækjum fyrir einungis útlagaðn kostnað er ómetanlegt og til skammar að sjá menn bísnast hér yfir því að þurfa að greiða björgunarsveit á Blönduósi 20 þ.kr eða olíu og annan kostnað á bíla hjálparsveitarmanna í 4×4.
Það kostar helling að skjótast á fjöll til að draga bíla eða fara með varahluti og að sjálfsögðu ætti það að vera fullkomlega eðlilegt og þyrfti vart að ræða það að sá sem aðstoðina þyggur greiðir þann kostnað sem til fellur – mér dytti í það minnsta aldrei í hug að byðja nokkurn mann að aðstoða mig án þess að gera ráð fyrir að greiða útlagaðan kostnað – það er svo allt annað mál hvað menn svo gera fyrir félaga sína og þar verður hver og einn að eiga við sig – sjálfur skrepp ég með glöðu geði með varahluti fyrir félagana á fjöll ef hægt er án þess að hafa áhyggjur af kostnaði – en ég myndi aldrei ætlast til þess af öðrum og allra síst mönnum sem ég kannast ekkert við.
Kveðja Benni
20.05.2005 at 12:34 #522536Benni karlinn
Það er auðvitað ekkert nema sjálfsagt aðgreiða fyrir útlagðan kostnað. Það eru hins vegar margir sem búast við því að geta bara hóað í næstu björgunarsveit þegar eitthvað klikkar og greiða ekki krónu fyrir.
Svo virðist það líka þannig að sumar björgunarsveitir rukka
en aðrar ekki eflaust fer það nú bara eftir fjárhagstöðu sveitanna en ég þekki það bara ekki. Allavega veit ég um
dæmi þar sem 6 bílar festu sig í drullu og fóru 3 bílar frá björgunarsveit að sækja þá. Enginn fékk að greiða þeim
olíugjald.Mæli eindregið með því að lögum "reglugerðum" um björgunarsveit 4×4 verði komið fyrir hér á vefnum.
kv
bjarki
20.05.2005 at 12:47 #522538Væri það ekki bara ráð að það væri gert ráð fyrir því að þeir sem þurfa björgun greiddu útlagðan kostnað þeirra sem koma þeim til hjálpar? Amk findist mér það ekki nema sjálfsagt ef ég væri fastur á fjöllum og þyrfti á hjálp að halda að greiða fyrir eldsneyti í það minnsta.
20.05.2005 at 15:04 #522540Þetta er allt rétt sem þið segið og ekki skal vanmeta þetta óeigingjarnar framlag björgunarsveita, hvort sem þær tilheyra Landsbjörg eða 4X4. Það sem ég vil aðallega leggja áherslu á er að forráðamenn klúbbsins og/eða aðilar sveitarinnar birti reglur um björgun verðmæta, vegna háska eða annarskonar uppákoma, þannig að við hinir sem höfum (vonandi aldrei) þörf fyrir þessa aðstoð, viti hvað við erum að biðja um. En það er alveg sjálfsagt og kannski ekki einu sinni spurning um að þeir sem biðja um aðstoð borgi útlagðan kostnað.
Ef við tökum dæmi:
Stýrisendi brotnar uppi á Grímsfjalli og ég hringi í hjálparsveit 4X4. Einhverjum tímum seinna mæta fimm stórir bensínhákar með einn stýrisenda og fimm feita Gíróseðla.
Þegar þorrablótsfarar lenda í slæmum veðrum og aðrir félagar eru ólmir og uppvægir að fara og bjarga einhverju, hvað er gert í því tilfelli.Þetta er svona vangaveltur en ekki fara að leggja niður björgunarsveit 4X4 þó félagsmenn vilji fá í gang umræður um þessi málefni, líka í ljósi þess að þessi vefur hefur hvorki verið fugl né fiskur upp á síðkastið og er þetta kærkominn umræða.
kv. vals.
21.05.2005 at 08:53 #522542Það er ekki spurning að greiða fyrir útlögðum kostnaði hjá björgunarsveitum eins og árborg því ef illa fer þá er ekki gaman að heyra það að þeir áttu ekki fyrir varahlutum og geta því ekki komist fyrr en eftir áramót að sækja bílinn, með sveit klúbbsins þá held ég að þar sé um krækklóttan veg að fara td, ef ferð á vegum klúbbsins í setrið fer illa (Lúddi drekkir bílnum eina ferðina enn ) ætti Lúddi að borga björgun hjá árborgu eða klúbburinn þar sem hann var farastjóri, svo fór hann í aðra ferð sem félagsmaður og kallar til sveit klúbbsins því fararstjórum er illa við skemma bílana sína, hver á þá að borga, þetta eru spurningar sem þurfa að vera á hreinu svo hægt sé að senda piltinn í ferð. Það er líka gott að eiga góða vini sem nenna að ná í mann ef einhvað fer úrskeiðis og að sjálfsögðu bíður maður þeim greiðslu fyrir útlögðum kostnaði.Svo er líka spurning þegar maður er að kippa í einhvern sem er á leið á skaldbreið og vinirnir soldið á undan manni og hjálpsamur jeppaeigandi kippir í þig með sínum spotta og illa fer, á hann að borga þinn bíl að því að hann átti spotta ræfilinn eða átt þú að borga þegar spottinn hans fer í rúðuna hjá honum, Spurning að láta útbúa plagg um að þú fyrnir þig af öllum kostnaði sem hlíst af björguninni af því að þinn spotti var ekki notaður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.