This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Þórarinsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Er í smá vandræðum (vonandi) með Trooperinn minn, en þetta er árg 99, 3.0 disel, beinskiptur, ekin 165 þús.
Þetta lýsir sér þannig að það kemur svaka mikill reykur aftur úr honum, , frekar ljós reykur og olíulykt af honum ekki mikil (smur- eða disel lykt) og svo var óhljóð í honum þegar að þetta gerðis, ég var ekki á honum, en þetta var svona eins og eitthvað væri glammrandi ofan á vélinni (hljóðið) og jókst við inngjöf, fljótlega var drepið á honum. Ég fór og náði í hann og setti í gang í smá stund og kom mikill reykur aftan úr honum en ekkert hljóð, mótorinn var alveg orðin kaldur. Blés ekki útí vatnið og smurolía virtist vera í lagi, og það var skipt um spíssa í honum fyrir um 25 þús.
Einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið?
Bjarki Þ.
You must be logged in to reply to this topic.