This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég er með hilux a 33″ og er þetta fyrsti jeppinn minn og maður er svona að reyna læra á þetta. Það er ekkert svo langt síðan ég keypti hann, og þá prufaði ég fjórhjóladrifið og lága drifið en ekki raflæsinguna að aftan. Svo ætlaði ég nú að prufa áður en lagt er af stað í ófærur en ég fæ þetta ekki inn, ljósið blikkar bara en lýsir aldrei stöðugt. Ég var að vona að einhver gæti gefið mér ráð eða lýst því fyrir mér hvernig þetta á að gerast. N.B ég er með driflokurnar á og bílinn í lága en fæ þetta ekki inn. Annars er þetta frábær vefur hjá ykkur og gott að vita að nýliðar geti fengið hjálp frá ykkur reynsluboltunum.
You must be logged in to reply to this topic.