Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Hjálp jeppa stolið
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Smári Eggertsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.12.2007 at 18:05 #201489
AnonymousJeppa stolið
Jeppinn minn er horfinn, skráningarnúmerið á honum er Ofsi.
Síðast man ég eftir honum á Selfossi.
Kv Jón G Snæland gsm/s 6997477.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.12.2007 at 18:09 #608374
Ofsi hvar manstu eftir þér síðast ? er bíllinn ekki bara í skottinu hjá Hlyn ?
Kv Bubbi
31.12.2007 at 18:13 #608376Það síðasta sem ég man, var að Hlynur var að syngja Pattann. Og ég man eftir spotta.
Ég hlíta að hafa verið að draga Hlyn og fengið spottann í hnakkann þegar ég hef rifið framendann af Pattanum.
31.12.2007 at 18:19 #608378nú er að hafa augun oppin það gæti verið búið að skifta um númera plöturnar ????????
verð með augun oppin
31.12.2007 at 18:26 #608380Þakka þér fyrir aðstoðina Ægir,
Ps ef það er búið að skipta um númer, þá þekkist jeppinn á því að hann er með bláa kastara að framan og fullann öskubakka með Winston stubbum
31.12.2007 at 21:22 #608382Ef að þetta er ekki eitthvað bull væri þá ekki sniðugt að skella smá lýsingu á kvikindinu og e-ð meir
31.12.2007 at 21:48 #608384Eða brott hlaupnum, hann er grár enda kominn nokkuð við aldur.
Ef sést til hans, þá ætti hann að svara nafninu Slóðríkur. Þó er það ekki víst, ef hann er í stuði. Mæli ekki að menn reyni að nálgast hann aftanfrá enda slægur skratti sá grái. Besta ráðið til þess að eiga við hann er að veifa Camus Cognac pela fyrir framan hann. Eftir að hann og pelinn eru ornir dús má lokka hann til sín.
31.12.2007 at 21:52 #608386Ertu að jóka??
Ég sá hann fara yfir ljósin á brúnni nálægt Garðheimum um kl. 1315 í dag. Hann var á stefnu upp í Hólahverfi eða yfir Höfðabrekkubrúnna og þá í Árbæinn eða eitthvað þangað.
En mér er spurn; Er hann ekki húsbóndahollur og ratar heim?Annars munu augun verða hálfopin það sem eftir lifir kvölds.
Hafið það sem allra best.
Áramótakveðjur
Magnús G.
31.12.2007 at 21:55 #608388Framstæður, seinn í upptaki, mökk reykir og þarf töluverða vegalengd til að stöðva sig þar sem að hann er hömlulaus. Það mun vanta að ballancera liðhús sem að leiðir til þess að hann valhoppar stundum. Á það til að fara á yfirsnúning og það er löngu ljóst að hann gengur ekki alltaf á öllum.
–
Ég hélt að þið væruð að tala um lýsingu á eigandanum… ég er alltaf að misskilja…kv. stef… í jólaskapi
31.12.2007 at 22:16 #608390Er þetta bíllin í Kirkjuhátíðarprestagötu sem hallar stundum undir flatt í básnum sínum?
kveðja Dagur
31.12.2007 at 22:25 #608392Jæja já, menn bara í stuði og áramótaölið farið að segja til sín?
.
Horfinn er heillum
háfjallafari
Slóðríkur slunginn
sárlega saknað
Trúlega tregar
tryggan vin Ofsi
Færðu farartæki
fláráðir burtu.
.
Gamall og grár
gegnir hann nafni
Sé hann í stuði
slíkt gagnast ekki
Slægur er skratti
sparkar til baka
Koníak Camus
kann hann að lokka.
.
Sjáir þú slíkann
Slóðríkinn Grána
Óðara Ofsans
eyra í hvísla
Hæfastur mun hann
hauginn sinn nálgast
Slægan þann skratta
sefa og róa.
.
Jón minn, með bestu óskum um að þú finnir þinn fjórhjólaða förunaut innan tíðar, áramótakveðjur til þín og þinna, Logi.
31.12.2007 at 22:31 #608394Þú klikkar ekki Logi Már í kveðskapnum… en úr því að þú fórst að minnast á ölið þá fór ég að hugsa… kemur grátlega sjaldan fyrir… nema þá helst eftir á ef það skeður.
Það hefur greinilega eitthvað slegið saman hjá mér því að ég var bara eitthvað að rugla í póstinum mínum hér á undan og… tek það allt til baka… sennilega verið vitlaus maður sem að ég var að hugsa um…og sé mjög eftir þessu.
kv. stef… ekki sú skarpasta..
01.01.2008 at 01:25 #608396fann [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=alltannad/11139#87920:2rh3evh9][b:2rh3evh9]mind af honum hér[/b:2rh3evh9][/url:2rh3evh9] á öðrum þræði eftir smá leit vona að hún komi að gagni
kveðja Ægir er með augun opin
PS hún er svoldið dökk en kastarararnir sjást en ekki öskubakkinn sorí Jón
02.01.2008 at 17:50 #608398Held að magnum hafi ruglast á bílum á brúnni við garðheima, minn er hvorki með bláa kastara né fulla öskubaka af sígarettu stubbum. Minn gengur líka fyrir eiginvélarafli og er powered by toyota svo magnum þarf að taka betur eftir.
Kv. Hilmar Örn
Grár Toyota 4runner á 44" með glæra kastara og tóma öskubakka
02.01.2008 at 19:41 #608400[img:10ddmvm4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5644/44874.jpg[/img:10ddmvm4]
[img:10ddmvm4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5802/47203.jpg[/img:10ddmvm4]
[img:10ddmvm4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4584/32474.jpg[/img:10ddmvm4]
[img:10ddmvm4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4637/32950.jpg[/img:10ddmvm4]
Eins og sést á myndunum er hann hokinn af reynslu, og hefur fengið líffæragjöf frá hinum ýmsu tegundum.
02.01.2008 at 19:48 #608402rétt fyrir áramót. Grunar að þjófurinn sé á nýlegum hvítum patrol. Sást til hans draga bílinn í átt að Selfossi.
Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur Toyota menn, þar sem ég veit það með vissu, að sumir patrolmenn hafi haft í hótunum um að láta allar Toyotur hverfa af götunum.
Er Hringrás með starfsstöð á Selfossi?Baráttukveðja
Rúnar.
02.01.2008 at 20:10 #608404Hér er ein mynd frá því að Ofsi eignaðist vagninn – eða svona þar um bil….
[img:24tewo2x]http://this.is/rotta/album/20-135-DSCF0055.JPG[/img:24tewo2x]
02.01.2008 at 20:22 #608406Ég er nú eiginlega að verða kominn á þá skoðun, að kannski ætti maður að vera feginn að jálkurinn sé horfinn. Enda eins og Benni bendir réttilega er þetta tjónabíll :-). En þessi mynd af Slóðrík á reiðveginum er jú eðlileg í ljósi þess að Slóðríkur er sannfærður um að hann sé stóðhestur, og hinn mesti foli einsog eigandinn.
02.01.2008 at 23:32 #608408Fyrst þegar ég las þetta trúði ég ekki að þetta væri alvara, en ég hef samt haft augun hjá mér.
Vona að bíllinn finnist, alltaf sárt að láta stela svona hlutum af sér. :/
Baráttukveðjur, Úlfr & Undanfari II.
E-1851
02.01.2008 at 23:43 #608410Eftir því sem að sögur herma….
þá er búið að gelda folann og hann hættur að syngja og er ég að tala um … bílinn. Sem sagt ekkert gagn í honum og hann hættur að ganga.
kv. stef.. sem að lærir aldrei neitt
02.01.2008 at 23:44 #608412Neeenei ég held að hann hafi hlaupist af heiman, hann fór í fýlu af því að ég nennti ekki að sjóða í skástífunna að framan og svo missti ég út úr mér að ég elskaði hann ekki lengur og væri til í skipti á honum og Yaris. Kannski átti ég ekki að segja það við hann, þar sem við erum búnir að vera vinir svona lengi. Og sem erum við búnir að ferðast svo mikið tveir einir, nei nú verð ég að hætta enda kominn með ekka og sultardropa á nefið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.