This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég fæ enga spennu á glóðarkertin í Gallopernum mínum og þar af leiðandi fer hann ekki í gang nema með mestu harmkvælum.
Þegar ég svissa á kviknar glóðarljósið í mælaborðinu og logar í ca 2-3 sekúndur, en þetta eru fölsk boð því það kemur engin spenna á skinnuna sem tengir inn á kertin. Helst grunar mig að relay fyrir kertastrauminn standi á sér en ég finn ekkert relay af slíkri stærð, hvorki í vélarrúminu né undir mælaborðinu. Bíllinn er 2000 árgerð og ég hef grun um að þetta hafi eitthvað verið að breytast milli árgerða.
Ath. Ég er búinn að mæla leiðni í öllum kertunum og 80 Ampera öryggið fyrir glóðarkertin er heilt. Ef ég tengi beint frá geymi inn á skinnuna og starta, þá rýkur hann í gang svo að kertin eru greinilega að virka.
Veit einhvar þetta fj… relay er staðsett ?
Getur verið að sé eitthvað transistordrasl í þessu – ég minnist nefnilega ekki að hafa nokkurn tíma heyrt neitt hljóð frá þessu relayi.
You must be logged in to reply to this topic.