This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Ingi Jónsson 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2007 at 20:14 #199500
ég er í veseni grandinn framdrifslaus uppá Langjökli sirka 8 km frá Jaka. Vegna þess hvað það er þungt færi tekst ekki að ná honum niður og óska ég þess vegna eftir aðstoð við það.
með fyrirfram þökk
jóhann
820-3414 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2007 at 20:30 #577378
Sæll.
það er smá vandamál með bílaflota Hjálparsveitarinnar, enn það leysist að öllum líkindum seinnipart á morgun, þá ættum við að vera klár.
Það bíða einmitt einhver verkefni okkar og eitt við Slunka, gætum líklega sameinað þetta um helgina.
Lúther
25.01.2007 at 20:51 #577380Af hverju drógu björgunarsveitirnar hann ekki niður af jökli á Sunnudagin ?? Þess má reyndar geta að þessi aðkoma að íshellinum getur verið hættuleg. Það þarf að fara austurfyrir hann og svo niður.
Hlynur
25.01.2007 at 21:27 #577382Af því að þeir voru á PATROL að vísu með skriðgír og öllu tilheyrandi, svona tippikal rescue björgunarsveitarbíll, Enn hann gerði lítið annað enn að eyða olíu.
Líklega bara of máttvana og of þungur.Njótið kvöldsins.
LG
25.01.2007 at 21:50 #577384það var einhver pæling með aðfyrst að frammdrifið var búið að læsast fast þá myndu þeir stúta læsingunni alveg? Ég þekki þetta ameríska dót ekki en það var allavegana ástæðan fyrir því að skift var um nöfin á hásingunni fyrst svo hægt væri að draga.
En ef einhverjum langar að lána ´mér spil þá væri það vel þegið. Mitt lét lífið í átökunum á þriðjudagskvöldið.
kv Bæring
S:8400952
25.01.2007 at 21:53 #577386Reyndar var líka þarna 46" Ford og snjóbíll. Færið var ágætt, allavega átti ég ekki í neinum vandræðum þótt ég væri þunga kerru í drætti á jöklinum. Ég hefði bundi jeppann aftan í kerruna ef ég hefði vitað að þetta væri svona mikið mál. Því má reyndar bæta við að Ford pickup átti að koma með nesti til okkur, en hann bilaði og komst ekki á leiðarenda. Það var allt í lagi, enda var nýlega búið að sækja ónefnda Ford-dollu á vörubíl svo stæðið fyrir bilaða Forda var laust.
Hlynur
25.01.2007 at 21:55 #577388Bara taka framskaftið úr og draga hann svo. Þetta er ekki fyrsti jeppinn til að brjóta drif.
25.01.2007 at 22:08 #577390Og já Hverjum langar að koma og kippa í hann með okkur. Þarf að geta flotið vel í púðri og má engann veginn missa grip þegar grandinn grefur sig í púðrið.
Er þetta hlutverk fyrir Landcrúser eða er þetta eithvað sem einungis patrol er fær um.
Eða þarf eithvað bandarískt með alla hestanna í húddinu og stóru stóru dekkinHver þorir
planið er að fara snemma á laugardag
25.01.2007 at 22:33 #577392Því miður Bassi minn. Það er búið að panta 3 Forda norður fyrir Nýjadal á Laugardag að ná í einn bilaðann þar. Enn það var einmitt ákveðið að alger óþarfi væri að fara uppúr nema á USA jeppum.
Púðursnjór upp á húddi á 44" litlum jeppum, nær að vísu einungis rétt í stuðara hæð á öðrum jeppum.LG
25.01.2007 at 22:42 #577394humm hum hjá hverjum brotnaði drifskaftið undan á þjóðvegi 1 í Blöndudal. Hum hum hver var skilin eftir við Jaka í viku hum hum. Hvern er verið að sækja inn á Sprengisand getur það verið Ford hum hum ???? eða, Hvar var 46 tommu fordinn hans Sæma í Miðjuferðinni, kannski á verkstæði eða. Hversvegna notar Hlynur ekki stóra fordinn sinn nema út í Nóatún ????????. Bara svona vangaveltur og pælingar já af hverju seldi ég aftur Fordinn minn. hugsa huga hugsa já nú man ég hann var alltaf að bila. Hvernig gat ég gleymt því he he he. Sendið konurnar á sleðunum í kvennaferðina, svona til öryggis
25.01.2007 at 22:46 #577396Hvar er vefnefndin núna? Mér sýnist að hún geti farið að taka upp rauðu spjöldin.
Þetta er náttúrulega dónaskapur við venjulega spjallverja eins og mig.Það er bara greinilegt að það er ekki sama hvort maður er Jón eða Ofsi.
LG
25.01.2007 at 22:50 #577398Ofsi minn Fordinn var og er ekki bilaður langt í frá en það er hins vegar verið að henda nánast öllu úr honum sem heitir Ford og setja Bens dót í staðinn og þess vegna komst ég ekki með :)))
og hann hefur reyndar aldrei bilað 7,9,13 hehehe
en það má alls ekki dæma alla Forda ónýta þótt að Fordinn hjá frænda (Luther) sé til vandræða en ég held að það tengist frekar eigandanum en bílnum þar sem hann er með eindæmum óheppinn :))) og frekar kærulausSæmi
25.01.2007 at 22:57 #577400HALLÓÓ!!! Vefnefnd????
25.01.2007 at 23:00 #577402
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
bens í stað fords????? borgar sig þá ekki bara að kaupa ser unimog?????? spyr hamingjusamur fordeigandi sem ekki veit??
25.01.2007 at 23:03 #577404Luther ég var að hæla þér þú ert ómissandi í allar fjallaferðir og jafnvel innanbæjar líka !! Ef þú ert ekki með þá skeður bara aldrei neitt og það er leiðinlegt :))
Er reyndar bara að skipta út Ford stýrisendum og setja Bens í staðinn endast mikið lengur og kosta mikið minna
og láta setja aukatank í hann í leiðinniSæmi
25.01.2007 at 23:09 #577406já en eee já en ehh haha hver ætlar að lána mér spil…???
25.01.2007 at 23:10 #577408ég held að Sæmi sé hægt og hljótt að breyta Fordinum í 600 Benz. Áfram Sæmi
25.01.2007 at 23:12 #577410Hringdu í Ingva Reyk flugsveitin á spil, vældu það út úr þeim 8948509. Og Ingvi svarar Er-að-coma, þá ertu á réttum stað Bazzi
25.01.2007 at 23:13 #577412eigendur toyota verksmiðjunnar fréttu af því að lúddi fékk sér ford. og keypti þess vegna fordverksmiðjuna sem annars var rekin með mettapi á síðasta ári, og sjá þeir þvílikan hagnaðarrekstur í varahlutaframleiðsludeild fyrirtækisinns að það komi verksmiðjunni á rétt ról.
25.01.2007 at 23:15 #577414það þýðir ekkert að væla í vefnefndinni, við sendum hana alla til sólarlanda og eru þeir einmitt þar að staupa sig á kostnað fátækra félagsmanna
25.01.2007 at 23:20 #577416hehe þú veist það nú manna best Ofsi minn að stundum þarf að gera gott betra ekki satt ?? Hvað er annars undir húddinu hjá þér
P.S Frændi ertu nokkuð sofnaður þótt þú þurfir að vakna kl 9Sæmi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.