FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hjálp! Aðalljósin biluð

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hjálp! Aðalljósin biluð

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Oddsson Björn Oddsson 22 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.04.2003 at 21:59 #192437
    Profile photo of
    Anonymous

    Bæði aðalljósin lýsa ekki lengur hjá mér. Öll öryggin í lagi. Reyndar gerðist það síðan um daginn að í einhverjum hristingi á leiðinlegum malarvegi þá byrjuðu þau að lýsa aftur en sú sæla entist ekki yfir á malbikið! Hvar á ég að byrja að leita að biluninni?
    kv. Bjornb

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 01.04.2003 at 22:13 #471934
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    gæti verið að relay sé farið, gæti verið að það vanti jarðsamband. gæti verið spanskgræna á tengjum
    einhverstaðar,gætu verið
    í sundur vírar einhversstaðar….

    getur allavega byrjað á þessu……

    gæti líka verið sambandsleysi á relay í öryggjaboxið
    hef lent í svoleis, virka háuljósin hjá þér?





    01.04.2003 at 22:16 #471936
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    eru þræðirnir í perunum örugglega í lagi þeir geta litið út fyrir að vera alveg í lagi en virka svo ekki nema í hristingi þá ná þeir sambandi…

    um að gera að prufa perurnar vel….

    Davíð Dekkjakall





    01.04.2003 at 22:30 #471938
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Háu ljósin virka ekki heldur, en stöðuljós virka. Ég fer að leita að biluðum vírum og relay-um.

    MBK,
    bjornb





    01.04.2003 at 22:35 #471940
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæll Björn.

    Þú ert trúlega að glíma við sama vandamál og ég.

    Á þessum ágætu bílum er tekinn fastur straumur gegnum relay sem er frammi í húddi inn á öryggi og þaðan inn á sameginlega pólinn á perunum í aðalljósunum. Þann straum getur þú rakið með mæli, þ.e. ef þú tekur báðar perurnar úr áttu að fá 12v. á einn pinnann i tenginu inn á þær. Athugaðu að þú verður að taka báðar perurnar úr sambandi, annars ertu að mæla í gegnum þær.

    Ljósarofinn sendir mínus inn á sitthvorn geyslann á perunum. Þú getur prófað að tengja frá mínus á geymi og í annan af þeim pólum á perunnum sem ekki eru með 12v. þá áttu að fá ljós. Ef það gerist, ertu ekki að fá mínusinn frá ljósarofanum. Þá ertu búinn að einangra vandamálið í að annaðhvort vantar ljósarofann mínus, eða að hann er bilaður, og er ekki að hleypa í gegnum sig. Ég er ekki vis hvar þinn tekur mínusinn inn á rofann, og veit ekki heldur hvort hægt er að gera við ljósarofann. Það er ekki víst það borgi sig.

    Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

    Kv.
    Emil





    01.04.2003 at 22:40 #471942
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef að það er dagljósabúnaður hjá þér þá er það sett inná með þjófatengjum og það er nærri örugt að þar ættirðu að athuga fyrst ég lenti í þessu og þar var laus vír





    02.04.2003 at 13:52 #471944
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ég lenti í því í vetur að ljósin hjá mér slöknuðu en gáfu blikk þegar ég keyrði í holur, þá heyrði ég alltaf smelli í einhverju relyi og var nokkuð viss um að það væri eitthvað slíkt að og víxlaði relyum og prófaði mig áfram en fann ekkert.
    Parkljósin loguð og voru í lagi.
    Svo var ég eitthhvað að vesenast ofaní húddi og þá kom blikk á ljósin, eftir töluverða leit fann ég það út að ég hafði rekið mig í vír sem festur er beint á plúspólinn á geymi og er fyrir ljósin, þessi vír hafði farið í sundur inni í skó rétt eftir geyminn þannig að ekkert sást á honum en hann náði sambandi við hreyfingu. Það tók svo 5 mínótur að laga þetta þegar maður loksins fann hvað var að.
    Þetta var á Daihatsu Rocky árg 1990.

    Kveðja O.Ö.





    02.04.2003 at 14:30 #471946
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Líttu á Dimmer relayið. það er notað til að skifta milli háa og lága geislans það brennur stundum sérstaklega þegar maður setur stærri perur í aðalljósin en eiga að vera
    kv. Freyr





    02.04.2003 at 21:34 #471948
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir ábendingarnar. Þá er bara að drífa sig inn í skúr.
    kv.
    Björn





    02.04.2003 at 21:43 #471950
    Profile photo of Björn Oddsson
    Björn Oddsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 279

    Ertu viss um að bíllinn sé í framdrifinu??? Ef svo er ekki, þá myndi ég prófa að setja vatn á rúðupissið. Það klikkar aldrei.

    Kveðja,

    BO





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.