This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2003 at 12:40 #191943
AnonymousÉg veit að í að minsta kosti tvo toyota d/c hefur verið mixað í 3.0 tdi úr 4runner eða Lc90.
Mig vantar að komast í samband við einhvern sem hefur reynslu af þessum málum.
Vinsamlegast svarið hér á vefnum.
Takk, Luxi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2003 at 15:06 #465958
sælir
Ég var sjálfur að spá mikið í þessu um daginn þá var mér
sagt að vinnan kringum þetta væri óheyrilega mikil ca 100 tímar,það sem orsakar það er eithvað í sambandi við rafmagnið og tölvuútbúnað sem er í 3,0 lítra vélinni en ekki
í Hilux.Sá sem gerði þetta við sinn bíl var Freysi í Arctic Trucks
og ég myndi í þínum sporum renna til hans og ræða við hann.Hann gæti líka útvegað þér teikningar af þessu.
Gangi þér vel með þessa snilldarbreytingu.
kveðja Lúther
03.01.2003 at 16:23 #465960Sælir piltar
Ég hef ekki velt þessari breytingu fyrir mér, enda trúlega mjög dýr. Hvað kostar annars svona vél?
En það er annað sem ég hef aðeins hugsað um.
Vélin sem þið eruð að nota heitir 2L og er 2,4l. þessi vél er til í annari útgáfu, 3L, og er þá 2,8l. Eftir því sem ég kemst næst er ekki annar munur en meira bor, og því aðrir stimplar.
Þetta er auðvitað ekki nærri eins skemmtileg vél og 3. lítra vélin, og kanski er ekki mikið ódýrara að bora og kaupa stimpla. En er þetta eitthvað sem borgar sig að skoða? Hvað haldið þið?
Kveðja,
Emil.
03.01.2003 at 17:17 #465962Ég held Emil að verð á svona vél sé undir því komið hvernig
þú færð þér hana,eithvað er til af þeim á partasölum svo
geta Japanskar vélar flutt svona mótor inn notaðan.
þau verð sem ég fékk voru á bilinu 150-250 þús,og allt
átti svo auðvitað að vera lítið keyrt og í góðu ástandi.Ein lítil vélarupptekning á gömlum mótor fer nú örugglega
langleiðina í þessa upphæð.Svo er þetta að sjálfsögðu spurning um vinnu við vélarskiptin en þau er örugglega einhverstaðar hægt að fá ódýra aðstoð við.
kveðja Lúther
03.01.2003 at 17:43 #465964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru til einhverjar aðrar nettar Díselvélar til að pota ofan í húdd á svona bíl. t.d. V6 úr Oldsmobil.
Ég er ekki enn búin að kaupa 3.0 tdi vélina en langar mikið.
03.01.2003 at 19:06 #465966Sælir
Ég held nú að ef þessar vélar fáist fyrir 150 – 250 þ.kr. þá sé það ekki spurning að það borgi sig. Upptekt á vél kostar örugglega það. Trúlega er samt nauðsinlegt að fá stóran hluta rafkerfis bílsins sem vélin kemur úr með henni. Ég veit af eigin reynslu að það er ekki einfalt að mixa það saman, nema þá að hafa mjög góðar teikningar og gögn um kerfið með vélinni sem er verið að setja í. Ef þetta er eitthvað líkt því sem er í bensínbílnum, þá er samhangandi rafkerfi vélarinnar og það sem er í mælaborði bílsins.
En hvernig er með kassa aftan á þessar vélar? Passar gamli gírkassinn?
Emil.
03.01.2003 at 20:23 #465968Sæll.
Þú getur talað við Gísla Ólafs á Akureyri hann er einn af okkar reyndari og er með dobblara með 3L vél úr "Rönner" sá bíll einfaldlega svínvirkar það er bara ekkert öðruvísi en það.
Síminn hjá honum er 462 6604.
Kv.
BenniJá PS.
Hann getur líka sagt þér hvernig er best að bræða úr þeim líka hehe….
03.01.2003 at 20:45 #465970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kristján Arne Þórðarson (á verkstæði Toyota) þekkir mann sem hefur gert þetta og er víst með rafkerfismálin á hreinu. Hann bauðst til að vera mér innan handar ef ég færi í þessar breytingu.
Verð fyrir díselvélina úr 4Runner er um 400 þúsund krónur. Mér þætti gaman að sjá þessar á 150-200 þús. krónur!!
BV
05.01.2003 at 19:40 #465972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé að menn eru mikið í vandræðum með aflleysi hér í fákum sínum en svo skemtilega vill til að ég á eitt stykki Landcruser sem er ónýtur eftir tjón . Hægt er að fá vél sjálfskiptingu og allt rafkerfi sem þarf án þess að klippa á nokkurn vír . Menn geta líka fengið að vera með þegar vélin er tekin úr og sjá þá hvernig tengingar liggja.
Bíllinn var ekinn 53 þús.Uppl. 8942366 Kveðja Kristján
06.01.2003 at 01:15 #465974Og hvað kostar vélin með öllu og gírkassi?
08.01.2003 at 14:46 #465976
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er engin sem les þetta búin að setja þennan mótor í bílinn sinn.
Ég er búinn að kaupa svona mótor með ssk. og langar að heyra í einhverjum leikmanni með svona og fá að kíkja á bílinn.
Hvað t.d. með milli kassa aftan á skiptinguna, passar af V6 ssk?S. 848-1474
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
