FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

HJALP!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › HJALP!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.06.2004 at 23:46 #194481
    Profile photo of
    Anonymous

    ER MEÐ FORD BRONCO II ÁRG 90 MEÐ 2,9, BILLINN GENGUR FINT KALDUR ENN ÞEGAR HANN ER ORÐIN HEITUR ÞÁ GENGUR HANN VARLA STIGUR BENSINIÐ I BOTN ENN VARLA FER AFRAM EG ER BUIN AÐ ATH BENSINSIUR NY KERTI NYTT KVEIKJULOK NYR HAMAR ÞRÆÐIR LOFTSIU OG ÖLL ÖRYGGI NU ER EG BARA HREINLEGA AÐ GEFAST UPP

    EINHVER RÁÐ?

    KV AGNAR

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 22.06.2004 at 00:01 #504070
    Profile photo of Þráinn Ævarsson
    Þráinn Ævarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 101

    Sæll mig grunar svona í fljótu bragði að þetta gæti verið skynjari fyrir vatnið á vélinni sem er eitthvað að svíkja þig. Allir þessir skynjarar eru tengdir tölvunni fyrir innspítinguna þannig að ef að einn fer að klikka svona að þá ruglar það oftast öllu júnítinu.
    Þetta er bara getgáta en gangi þér vel
    kv Þráinn





    22.06.2004 at 00:04 #504072
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll Agnar.
    Athugaðu háspennukeflið, það gæti lýst sér svona þegar það fer (ónýtt)
    Kveðja Halli.





    22.06.2004 at 10:36 #504074
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Sammála Dittó. Þetta er "týpískt" vandamál með háspennukefli. Allavega auðvelt og ódýrt að ath.

    Kv. Ágúst Thor.





    22.06.2004 at 18:11 #504076
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    bunað setja annað haspennukefli í og viðnámið sem á því er og ekkert breytist??? hvar myndi þessi vatnsskynjari vera?





    22.06.2004 at 20:02 #504078
    Profile photo of Þráinn Ævarsson
    Þráinn Ævarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 101

    Oftast er hann við vatnslásinn eða einnhverstaðar á soggreininni(milliheddinu). Oft eru þeir tveir, einn fyrir hitamælinn og hinn fyrir tölvuna, þú finnur hvor er hvað ef þú aftengir einn í einu.
    Þráinn





    22.06.2004 at 20:46 #504080
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hvað segir tölvan að sé að? Ég held að Amerískir bílar ( og bílar seldir þar) á þessum aldri séu yfrileitt með tölvu sem fylgist með skynjurum og gefur frá sér upplýsingar þar um.

    Ég held að það sé frekar sjaldgæft að háspennukefli gefi sig nú til dags. Það er frekar einfalt að prófa háspennukefli með því að mæla viðnámið í því ( um það bil 1 Ohm á lágspennu spólunni og 10000 Ohm á háspennu spólunni).

    -Einar





    22.06.2004 at 21:15 #504082
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll.

    Mér dettur bara í hug stilling. ertu búinn að stilla tímann á vélinni?

    Kv isan





    23.06.2004 at 12:51 #504084
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Er ekki hægt að tengja þessa ólukkutölvuskukku í einhvern bilanagreini t.d. hjá I.B. á Selfosi mér skilst að hann sé með allskonar bilana greina fyrir m.a. ameríska bíla. Ég man eftir Chevrolet S10 með 2,8i vél sem ég átti seinnihluta síðustu aldar sem var tengdur við svona tæki og tækið sagði þeim sem kunni að lesa úr því bara hvað var að.

    með vinsemd og virðingu

    Misan





    24.06.2004 at 14:49 #504086
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég veit um AMC-360 sem lét svona fyrir fjöldamörgum árum og eftir mikla leit kom í ljós að sjálfvirka innsogið fór á eins og til var ætlast í startinu en fór svo ekki af aftur. þess ber að geta að í kjölfarið var "þetta sjálfvirka drasl" eins og faðir minn orðaði það rifið burt og við þurftum að sætta okkur við að starta svolítið áður en gripurinn fór í gang á morgnanna.

    með kveðju,
    danman





    25.06.2004 at 11:56 #504088
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Það er ekki góð hugmynd að prófa að taka einn og einn skynjara úr sambandi því tölvan gæti þá skynjað það sem bilun og fyllst af villum og þá fyrst verður bíllinn leiðinlegur. Eað vísu er þetta það gamall bíll að það er ekki víst að það skaði nokkuð.

    Freyr





    25.06.2004 at 12:15 #504090
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    …að tala við Bogga í Mótostillingu í Garðabæ s: 565-4133.
    Hann er fróðastur þeirra sem ég þekki til í þessum efnum.
    Kveðja Steinmar





    26.06.2004 at 16:34 #504092
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    eg er buin að skoða flesta skynjarana og allir virðast heilir og tengdir ég se ekki framm a annað enn að dóla á verkstæði og stinga i samband. þakka aðstoðina læt ykkur vita þetta er eiikað storfurðulegt og án efa mjög einfalt kv Agnar





    28.06.2004 at 19:52 #504094
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    utan á kveikjuni er kubbur eða skinjari (kostar umþ 5000þ) skiptu um hann áður en þú ferð á verkstæði. Nágnanni minn fór flatt á þessu í vetur. Fór á 2 verkstæði en hvorugt
    fann bilun en sendu samt reikninga upp á 110þús og bíllin
    jafn bilaður.





    28.06.2004 at 21:04 #504096
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Góða kvöldið

    Ég myndi kanna þetta sem eik stakk upp á. Ef að það er til ljós í bílnum sem birtir "Check engine" eða álíka t.d. þegar þú svissar á þá gæti þetta kanski virkað.

    Á cherokeenum mínum þarf maður að svissa á hann og af honum þrisvar sinnum á innan við fimm sekúndum. Þá byrjar check engine ljósið fljótlega að blikka og það gefur þér upp ákveðið númer eftir því hvað það blikkar oft (stutt pása þýðir næsti stafur t.d. 55 en aðeins lengri að það er ný tala að koma t.d 55 14).
    Svo fann ég bara lista á netinu sem sagði mér hvað tölurnar þýddu.
    Fann þessar upplýsingar á þessari sömu síðu.

    Mín taktík var sú að finna amerískt spjall um minn bíl eða svipaðan, eyddi svo rúmum klukkutíma að lesa í gegnum ýmislegt þar þangað til ég datt niður á þetta.

    Það sakar ekki að prófa

    Kveðja
    Izeman





    28.06.2004 at 21:30 #504098
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Agnar
    Ég átti svona bíl af 1987 árgerð en með 2,9l efi vélinni og einn daginn tók hann upp á hinum ýmsu hrekkjum t.d verulega erfiður í gang en gekk samt þokkalegan hægagang eftir að hann tók við sér, hann var alveg grútmáttlaus bensíndælan fór að ganga stöðugt eftir að maður svissaði á bílinn hún á bara að ganga í nokkrar sekúndur, hann stútaði kertum eins og honum væri borgað fyrir það ég var c.a. tvo daga að prufa mig áfram og þá fóru tveir gangar af kertum.
    Ég fékk ekkert út úr þessu en hafði samband við verkstæði sem heitir Semoco í skeifunni (gamli Sveinn Egilsson að ég held) allavegana er þetta verkstæði Suzuki umboðsins. Þar inni er mikil og stór tölva sem var tengd við bílinn og kom þá í ljós að tölvuheilinn í bílnum var ónýtur eftir annaðhvort raka eða mikinn spennupúls. Tölvuheilinn er staðsettur fyrir framan hægri hurð þar undir fullt af plasthlífum og þegar þetta gerðist (1997) þá var bara dýrt að kaupa nýjan, en þeir buðu mér upp á uppgerðan á mun betra verði. Sá sem vann við bílinn sagði mér að þetta væri frekar algengur kvilli í Bronco II.
    Það fyrsta sem hann spurði mig að var hvort ég hefði annaðhvort drekkt bílnum í einhverri á eða verið að rafsjóða í bílinn nýlega, það stemmdi allt saman, ég eyddi heilu kvöldi í að lagfæra pústið á bílnum með þráðsuðu. Þessi fróði maður sagði að það þyrfti að aftengja mínuspólinn á geymi til að forðast þetta á Bronco.
    Ég sauð talsvert mikið í bílinn eftir þetta og aftengdi alltaf mínusinn og viti menn þá var bara allt í lagi.
    Kveðja Gunnar Már





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.