This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Y. Brynjólfsson 13 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Daginn
Ég er að baksa við hitavandamál í Patrol sem ég veit að enginn Patroleigandi hefur kynnst, vélin hitnar ekki nóg.
Forsagan er sú að 2.8 vélin er farin og 6.2 komin í hennar stað. Ég tengdi kælikerfið eins og það var í líffæragjafanum og fannst það asnalegt en chevyinn hefur greinilega gert þetta svona og það trúlegsa dugað honum ágætlega. Það er þannig að tengingin við miðstöðina er þannig að túrinn er tekinn mótormegin við vatnslásinn og retúrinn beint á vatnskassa.
Í vetur hitnaði hann lítið og miðstöðin rétt volgnaði en núna í sumar hefur hann hitnað eðlilega að ég tel. Hitinn utaná heddunum er 89°C og breytist lítið eftir álagi nema það minnki verulega lengi þá fellur hitinn.
Ég við kenna miðstöðvartengingunni um og held því fram að það vatn sem fer þangað dugi til að halda mótornum hrollköldum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að setja vatnslás á þessa slöngu líka, gæti raunverulega verið úr subaru justy með aðeins lægri opnunarhita en vélarlásinn.
Spurningin er þá líka hvort það sé til betri staður til að tengja miðstöðina en ég skil ekki hvernig ég get tryggt hreyfingu á vatnið sem fer í miðstöðina nema retúrinn sé tengdur á stað þar sem er minni þrýstingur. Einhvernveginn er það gert samt í hinum ýmsu tengundum því að slöngurnar voru klárlega tengdar annarsstaðar á Patrolmótornum.
Kv Jón Garðar
You must be logged in to reply to this topic.