This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Örn Eyjólfsson 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Lenti í því í gær að hitamælirinn steig upp úr öllu valdi. Tók eftir því að vatnið fór úr vatnskassanum og yfir í litla baukinn við hliðina, einnig frussast mikið úr vatnskassanum þegar ég gef bílnum inn og er búinn að taka lokið af vatnskassanum.
Svo í dag fyllti ég aftur á vatnskassan hjá mér og lagði af stað í bæinn frá reykholti og þegar ég var nýkominn fram hjá hveragerði þá byrjaði hann að hita sig alveg, ég lét miðstöðina á fullt og gaf honum inn þá lækkaði mælirinn sig.En um leið og ég hætti að gefa inn þá hættir miðstöðin að hita og mælirinn rýkur upp hjá mér.
Er einhver sem hefur lent í þessu, öll ráð vel þegin.
Þetta er MMC pajero 2800TDI 98 árgerð.
Takk
Jonni
You must be logged in to reply to this topic.