Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › hitavandamál í toy doublecab tdi
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.02.2002 at 10:46 #191340
Anonymousbíllinn er að hita sig þegar keyrt er á jökli td undan vindi þ.e.a.s. í dauðu lofti en svo ekkert mál þegar vindur er á móti,er búinn að skipta út kúplingunni á viftunni og er að fara að skipta um vatnskassa í dag og setja aðeins stærri(síðari)…???? hvað haldið þið??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2002 at 13:00 #459178
Af gefinni reynslu hjá mér og félag mínum sem erum báðir á svona bílum þá myndi ég taka þessu mjög alvarlega.
Við höfum þurft að eyða mörgum hundraðþúsund köllum eftir að stimplar gáfu sig hjá okkur báðum og það þurfti að taka vélina upp og bora hana út, heddið sprakk líka hjá félaga mínum. Það byrjaði hjá okkur báðum með nákvæmlega þessum einkennum sem þú lýsir. Ég byrjaði einmitt líka á að skipta um kúplingu á viftuspaða, skipta um vatnslás og vatnskassalok en ekkert virkaði.Eftir margra mánaða leit og þrautagöngu, þá erum við nokkuð sannfærðir um að upphaflega ástæðan fyrir þessu var sú að túrbínan gaf of mikin þrýsting inn á vélina. Ástæðan fyrir því var í báðum tilfellum sú að membran á túrbínunni (sem sér um að regla þrýstinginn út af henni) bilaði(festist) og eftir að ég setti hjá mér túrbó-mæli kom í ljós að þrýstingurinn fór í 15 pund, en mér er sagt að hann megi alls ekki fara upp fyrir 8-10 pund.
Ef þessi hitavandamál byrjuðu skyndilega hjá þér, þá eru því miður líkur á því að hedd eða heddpakkning séu byrjuð að gefa sig – það þarf þó ekki að vera.
Ég myndi láta einhvern byrja á að kíkja á túrbínuna (t.d. Í Erlingsson í Dugguvog 3 – hann er sérfræðingur í túrbínum og mjög hjálpsamur), en hafa minni áhyggjur af vatnskassanum til að byrja með, það er peningaeyðsla – ef þessar vélar eru í lagi að öðru leyti þá eru þær ekki þekktar fyrir hitavandamál.
19.02.2002 at 15:44 #459180Það er mjög algengt að bílar séu ekki með nægilega öfluga kælingu til að takast á við mikið álag á litlum hraða. Þegar ekið er í þungu færi, undan vindi eru hitavandamál bísna algeng hefur mér sýnst. Enda eru þessar aðstæður kannski ekki beinlínis algengar og ástæðulaust fyrir framleiðendur að taka tillit til þeirra. Stærri vatnskassi og betrumbættur viftubúnaður er góð hugmynd og ódýr miðað við að það sem er í húfi.
Hvað varðar hita á túrbínu-diesel þá virðist sem sá misskilningur ríki að of hátt "boost" hækki brunahita. Það sem keyrir brunahitann upp er miklu fremur of mikið magn af eldsneyti á móti of litlu lofti. Það sést t.d strax á afgashitamæli ef hosur til eða frá intercooler fara að leka. Þá fellur þrýstingurinn í soggreininni og afgashitinn veður upp. Ástæðan er jú auðvitað sú að loft er að stórum hluta köfnunnarefni sem tekur ekki þátt í brunanum. Það virkar því eins og kæling á brunann með því að hækka varmarýmd gasblöndunnar. Meira loft= meiri kæling.
Ef menn sitja uppi með bráðnaða stimpla og ónýt hedd þá er það einlfaldlega vegna þess að vélin hjá þeim fær of mikla olíu, eða of lítið loft. Smekksatriði hvernig menn líta á málið. Ég mæli eindregið með því að menn noti nú græjurnar sem eru í húddinu hvort sem er og hendi þessari gömlu kjaftasögu út í hafsauga. Mikið boost og hæfilegt olíumagn.
Auðvitað varður að skoða málið í heild og velta því fyrir sér hvað stýrir olíumagninu, hvort það sé membra á olíuverkinu eða tölvustýring eða hvað. Spurning hvernig olíumagn og boost fara saman, það er málið!
Kveðja úr skúrnum
19.02.2002 at 22:41 #459182Ekki ætla ég að mótmæla því að Óli hefur nokkuð til síns máls, enda hefur hann greinilega meira vit á vélum en ég. Mínar skoðanir hér að ofan er svolítil samsuða á því sem mér hefur verið sagt úr ýmsum áttum kryddað með eigin reynslu.
Staðreyndin er samt sú að ég var búinn að keyra minn bíl í 1,5 ár eftir að ég keypti hann eða ca. 30.000 km (ég veit ekki hve lengi túrbínan var á honum þar áður) og hann svínvirkaði, fínn kraftur og engin hitavandamál. Síðan varð ég "allt í einu" var við að hann fór að hita sig undir álagi og mjög stuttu síðar fór ég í mjög þunga ferð þar sem þetta fór endanlega eftir að ég hleypti hitanum of oft nálægt rauða strikinu.
Eftir að vélin var tekin upp og löguð (gert á viðurkenndu verkstæði), hélt hann samt áfram að hita sig og heddpakkningin fór strax í næstu ferð á eftir. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar þegar ég uppgötvaði og lagaði þetta með membruna sem hann hætti að hita sig.
Það má vel vera að það hefði mátt laga þetta eitthvað með að stilla olíuverkið, en halda boostinu háu – ef ég skil Óla rétt er það það sem hann er að stinga upp á?
Staðreyndin er samt sú að svona "tuning" á vélinni hlýtur að stytta líftíma hennar og auka áhættuna á svona uppákomum. Kannski er þetta bara spurning um hvað menn eru tilbúnir að taka mikla áhættu fyrir hestöflin – buddan mín þolir það allavega ekki – nóg er nú samt.
19.02.2002 at 23:02 #459184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú þarft að vera viss um að vatnskassinn þ.e. pípurnar séu ekki orðnar þéttar það er að verða ansi algengt í dag á öllum tegundum bíla og Toyota ekki undanskilin:
19.02.2002 at 23:49 #459186Sæll Arnór
Ég er algerlega sammála þér í þinni greiningu á vandamálinu. Mig grunar hinsvegar að það sé annað sem er að gerast en virðist við fyrstu sýn. Nú er ég bara alls ekki kunnugur hvernig menn hafa leyst olíustjórnunina á vélinni hjá þér þegar túrbínan var sett í.Hér í eina tíð reyndu menn að meika membrur við olíuverkin sem stjórnuðu magninu eftir þrýstingi í soggreininni. Sumir náðu í olíuverk með membrum frá original túrbó-vélum með ærnum tilkostnaði. Gallin er sá að sumar svona stýringar á magninu virka einungis upp að ákvenu marki og fara að hegða sér undarlega þegar þrýstingurinn fer uppfyrir ákveðið gildi. Er möguleiki að eitthvað slíkt hafi verið að gerast hjá þér?
Það sem ég á við er að við ákveðinn þrýsting flippar stýringin og magnið á verkinu fer í botn. Þessar aðstæður geta skapast þegar afsláttarventillinn verður óvirkur og túrbínan fer á "free float" Þannig getur vélin verið að fá allt of mikla olíu m.v loft þó að boostið hafi aukist.
Ég sá t.d á netinu um daginn grein frá einhverjum gaurum sem voru að prófa mismunandi tölvukubba í Ford powerstroke og mæla virkni þeirra á dyno. Þeir ákváðu að prófa ekki þær gerðir sem gáfu mesta olíumagnið þar sem afgashitinn á vélunum fór upp úr öllu valdi (1500F). Þeir ályktuðu sem svo að það YRÐI að nota hærra boost ef menn hyggðust nota þessar græjur!
Of hátt boost skapar alls ekki hita eða áraun á dieselvélar þvert á móti er það eitt það hollasta sem fyrir þær getur komið Svo framarlega sem menn fara ekki of hátt í olíumagni.
Sem dæmi um "heilagar" boost tölur þá stendur Econoline 7.3 powerstroke í 15 psi að jafnaði og það er ekkert met.
Kveðjur
20.02.2002 at 11:01 #459188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er búinn að skipta um kúplingu á viftunni og tappa á vatnskassa í gær og í dag fer nýr vatnskassi í sem er aðeins stærri og svo er bara að sjá hvað gerist. en Gingi í Kistufelli skoðaði ofan í húddið í gær og sagði mér að hér væri allt í toppstandi een ef að lok á vatnskassa er aðeins óþétt þá getur það verið nóg til að þrýstingurinn á vatninu minkar.
20.02.2002 at 12:31 #459190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var með sama vandamál setti stærri kassa eins og þú og festi kúplinguna á viftunni vandamálið úr sögunni.
Gangi þér vel
20.02.2002 at 12:40 #459192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÞAKKA ÞÉR FYRIR MÉR HEYRÐIST Á ÞEIM ER SVARAÐI MÉR FYRST AÐ ÞAÐ ÞYRFTI NÁNAST AÐ TAKA UPP VÉLINA,EN ÉG VONA AÐ ÞETTA DUGI.
20.02.2002 at 16:13 #459194
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll. Hef haft við sama vandamál að stríða og er þó með bensínvélina og engin túrbína þar til að skella sökinni á. Lýsingin á vandanum nánast alveg sú sama; upp á jökli í þungu færi og góðu veðri, þá fer hann að hitna. Mitt fyrsta skref var að rífa burtu kælinn fyrir air-condition sem hafði ekkert hlutverk lengur og var bara til að minnka loftflæðið. Hann skánaði heldur við það en á þetta þó til ennþá. Með því að láta hann snúast nógu andskoti og nota lágu gírana kemst ég þó hjá þessu. Þá er bara spurningin hvaða skref maður tekur næst, stærri kassa, auka viftu eða hvað. Ágæt hugmynd sem þarna var að festa kúplinguna á viftunni þannig að hún snúist bara alltaf, en þá er hann væntanlega eitthvað aðeins lengur að hitna.
Kv – Skúli
20.02.2002 at 16:39 #459196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll eg lenti líka í þessu : einfaldast er að festa bara
kúplinguna og málið er úr sögunni..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.